Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 + Fríhöfnin í Leifs- stöð þriðja ódýrust FRÍHÖFNIN í Leifsstöð reyndist vera með þriðja lægsta meðal- verð í könnun sænska fyrirtækis- ins Generation AB á verði í fríhöfnum 25 flugvalla. Könnun- in leiðir ennfremur í ljós, að Schipol-flugvöllur í Amsterdam er ekki lengur sá ódýrasti í toll- fijálsum vörum, heldur er það flugvöllurinn i Varsjá. Frá þessu var skýrt í norska blaðinu Dag- ens Næringsliv fyrir skömmu. Á eftir flugvellinum í Varsjá koma Aþena, Leifsstöð og Luxem- borg, en Schipol-flugvöllur er í fímmta sæti. Sé aðeins tekið mið af verði á áfengi er flugvöllurinn í Varsjá enn með lægsta meðalverð, Luxemborg er í 2. sæti, Madrid í 3. sæti, Schipol í Amsterdam í 4. sæti og Leifsstöð í fimmta. Á flug- vellinum í Aþenu er lægsta meðal- verð á ilmvatni og snyrtivörum, flugvöllurinn í Varsjá er í 2. sæti og Leifsstöð í 3. sæti. Á þeim lista nær Schipol-völlur aðeins 10. sæti. „Ég er mjög ánægður með þessa útkomu og það er sigur út af fyrir sig að vera með lægra verð en Schipol," sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri fríhafnarverslun- arinnar í Leifsstöð. Hann kvað flesta íslenska ferðalanga gera sér grein fyrir að fríhöfnin væri ódýr- ari en aðrar slíkar verslanir á Norð- urlöndum, en flestir teldu þó Schip- ol-verslunina ódýrari. „Þessi góða útkoma okkar kemur mér ekki á óvart, við höfum alla tíð verið í lægri kantinum og svo reikna ég með að þessi könnun hafí verið gerð þegar dollarinn var í lægð. Þá höfum við haft þá reglu að hækka ekki verð á áfengi og tóbaki nema einu sinni á ári, svo verðlistar okkar verði ekki úreltir. Það ber þó að hafa í huga að fríhafnarversl- unin er í raun skattheimta fyrir ríkissjóð og því verðum við að reyna að ná sem mestum hagnaði," sagði Guðmundur Karl. I könnun þessari kom einnig fram að mjög misjafnt vöruúrval er í fríhöfnum. Þannig voru til dæmis aðeins 34 tegundir ilmvatns og snyrtivara á flugvellinum í Aþenu, sem var með lægsta meðalverðið, en í fríhöfninni í Leifsstöð, sem var í þriðja sæti þess lista, reyndist vera 581 tegund. Morgunblaðið/KGA Sölvi Már Sveinsson, einn af 17 starfsmönnum Kröfluvirkjunar, sandblæs borholutopp. í baksýn er bormastur Dofra. Jarðbor settur upp við Kröflu Reykjahlíð. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaðamanni Morgun- blaðsins. UNDIRBÚNINGUR að borun nýrrar holu við Kröfluvirkjun, númer 24, er nú langt kominn og hefur jarðbornum Dofra verið stillt upp á bor- staðnum. Að sögn Birkis Fanndals Haraldssonar, yfirvélstjóra við Kröfluvirkjun, er tilgangurinn með borununum að tryggja virkjuninni næga gufu og einnig að fá upplýsingar um ástand jarð- hitans á svæðinu. Ekki hefur verið boruð ný hola við Kröflu síðan haustið 1983. „Hér hefur ekki verið verulegur gufuskortur, en lítil umframgufa og sumar holurnar hafa rýrnað með árunum,“ sagði Birkir. Dofri hefur undanfarið verið notaður til að hreinsa gamla holu, en borinn hafði verið verkefnalaus í 2 ár. Nýlega gerðu Jarðboranir hf. samning við Landsvirkjun um að borinn verði stað- settur við Kröflu á næstunni. Bormenn luku fyrr í vikunni við að stilla bomum upp, en fara nú í sumar- leyfi og byija síðan að bora 10. ágúst. Að sögn Hinriks Áma Bóassonar, vélstjóra við Kröflu og formanns Almannavama í Mývatnssveit, var ákveðið að reisa borinn þrátt fyrir ókyrrðina á svæðinu. „Við fáum þá bara lið til að kippa honum niður ef hér fer að skjálfa að ráði,“ sagði hann. I/EÐURHORFUR í DAG, 21. JÚLÍ 1988 YFIRLIT í GÆR: [ dag verður suðaustlæg átt á landinu, gola eða kaldi. Skýjað verður um sunnan- og vestanvert landið. Þokuloft við norövestur- og austurströndina en léttskýjað Norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 8—16 stig. SPÁ: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 990 mb lægð. Við norðaustur Grænland er 1020 mb hæð. Hiti breytist lítið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Suöaustlæg átt. Skúrir á Suður- og Vest- urlandi. Þokuloft viö austurströndina en víða léttskýjaö norðan- lands. Fremur hlýtt í veðri. HORFUR Á LAUGARDAG: Austanátt, skúrir við suðurströndina, þokuloft austanlands og við norðurströndina en þurrt og sums staðar léttskýjað vestanlands og í innsveitum fyrir noröan. Áfram fremur hlýtt. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað /, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / ■j o Hitastig: 10 gráður á Celsius y Skúrir * V Él = Þoka = Þokumóða * r * * / * Slydda r * r * * * * * * Snjókoma ’ , ’ Súld OO Mistur —l~ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 9 alskýjaS Reykjavfk 10 súld Ðergen 14 skýjað Helsinki 21 léttskýjað Kaupmannah. 15 skýjað Narssarssuaq 8 skýjað Nuuk 6 alskýjað Ósló 9 rignlng Stokkhólmur 17 hálfskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 19 heiðskfrt Amsterdam 15 þokumóða Barcelona 23 skýjað Chicago 23 alskýjað Feneyjar 20 þokumóða Frankfurt 13 léttskýjað Glasgow 11 skúr Hamborg 15 skýjað Las Palmas vantar London 15 rigning Los Angeles 19 hálfskýjað Lúxemborg 14 léttskýjað Madrfd 16 heiðskfrt Malaga 22 heiðskfrt Mallorca 24 hólfskýjað Montreal 17 þokumóða New York 24 þrumuveður Parfs 17 léttskýjað Róm 21 þokuruðning San Diego 20 alskýjað Winnipeg 14 léttskýjað Iðnaðar- og* heilbrigðisráðherrar: Agreiningur um starfsleyfi álversins lagður til hliðar Unnið að lausn innan ranuna aðalsamnings FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra og Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra hafa orðið ásáttir um að leggja til hliðar ágreining um gildi aðalsamnings ríkisstjórnar íslands og Alusuisse frá 1966 með áorðnum breytingum, sem starfsleyfi fyrir álverið i Straumsvík. í yfirlýsingu frá ráðherrunum segir að mestu máli skipti að mengunar- varnir við álverið séu í samræmi við kröfur sem gerðar eru þar að lútandi. Ráðherrarnir eru sammála að vinna að lausn málsins innan ramma aðalsamningsins. í yfírlýsingu ráðherranna segir ennfremur, að til undirbúnings við- ræðum sem iðnaðarráðuneytið mun eiga við Alusuisse og ÍSAL um mengunarmál í haust geri heilbrigð- isráðuneytið, að höfðu samráði við Hollustuvernd ríkisins, tillögur til iðnaðarráðuneytisins um fram- kvæmd og fyrirkomulag mengunar- varna, þar með talið eftirlit. Heil- brigðisráðuneytið mun eiga aðild að viðræðunum eftir því sem við á. í lok yfirlýsingarinnar segir að ráðherramir séu „sammála um nauðsyn þess' að ÍSAL geri allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa hem- il á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunnar í samræmi við góðar venjur í iðnaði í öðrum löndum við svipuð skilyrði." Varaflugvöllur millilandavéla: Þáttur varnarliðsins ræddur í ríkissljórn AÐ SÖGN Matthfasar Á. Mathiesen, samgönguráðherra, verður meðal annars rætt um þátt varnarliðsins þegar samþykkt Flugráðs um varaflugvöll í millilandaflugi verður tekin fyrir innan ríkisstjórn- arinnar. í skýrsludrögum um varaflugvöll fyrir millilandavélar, sem afhent voru Flugráði í apríl, er fyrst og fremst miðað við þarfír flugvallar með 3.000 metra langri braut, fyrir herflugvélar auk véla í áætlunar- og leiguflugi. Gert er ráð fyrir í drögunum að slíkur flugvöllur yrði staðsettur við Húsavík en sagt að ef Flugráð mæli með 2.400 metra flugvelli, eins og greint er frá á baksíðu, væru Egilsstaðir heppileg- asti kosturinn. Að sögn Leifs Magnússonar, formanns Flugráðs, kemur til kasta stjómvalda að taka ákvörðun um varaflugvöll sem sinnt gæti hemað- arlegum þörfum. Ekki sé I verka- hring Flugráðs að ákveða slíkt. Aðspurður um málið segir Matt- hías Á. Mathiesen, samgönguráð- INNLEN"T herra, að varaflugvöllur sem einnig gæti nýst vamarliðinu væri eitt af því sem rætt yrði á næstunni innan ríkisstjórnarinnar. Endanlegrar nið- urstöðu í varaflugvallarmálinu væri þó ekki að vænta fyrr en að nokkr- um vikum, jafnvel mánuðum, liðn- um. -------- ------- Lánskjaravísitalan: Mælir 41,3% verðbólgu SEÐLABANKINN hefur reiknað út hækkun lánskjaravísitölunnar fyrir júlímánuð og reyndist hún hafa hækkað um 2,92%. Sam- kvæmt þessu er verðbólgan í mánuðinum 41,3%. í frétt frá bankanum um lán- skjaravísitöluna segir að samkvæmt henni hafi verðbólgan verið 45,1% síðustu þijá mánuðina, 28,2% síðustu sex mánuði og 27,2% síðasta ár. Miðað við 2,92% hækkun gildir lánskjaravísitalan 2217 fyrir ágúst- mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.