Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 5
Hundrað við- skiptafræði- nemar fara til Japan UM EITT hundrað viðskipta- fræðinemar á fjórða ári fara til Japan í janúarlok á næsta ári. Ætlunin er að nemarnir kynni sér stjórnun og rekstur nok- kurra stórfyrirtækja. Farar- sijóri verður Ingjaldur Hannib- alsson. Að sögn Arnars Þórissonar, formanns Félags viðskiptafræði- nema, stendur undirbúningur ferð- arinnar yfir og ekki er enn endan- lega ákveðið hvaða fyrirtæki verða skoðuð. Ljóst er þó að bílaverk- smiðjur Toyota verða heimsóttar. Áætlað er að dvelja í Tokyo í eina viku en að henni lokinni fer hópur- inn til Thailands. Arnar sagði að ferðalagið væri mjög kostnaðarsamt eða um tíu milljónir króna fyrir allan hópinn. Til fjáröflunar hygðust nemarnir efna til happdrættis og einnig myndu þeir bjóða fyrirtækjum þjónustu sína. Endurvinnsla á netum svar- ar ekki leng- ur kostnaði „HAMPIÐJAN hætti um sl. ára- mót að kaupa net til endur- vinnslu því það svaraði ekki lengur kostnaði en fyrirtækið hafði þá endurunnið net í tæp tvö ár,“ sagði Jón Guðmann' Pétursson, fjármálastjóri Hampiðjunnar hf., í samtali við Morgunblaðið. „Netunum var safnað saman af fyrirtæki og við keyptum netin af því en það er töluverður kostnaður við að safna þeim saman,“ sagði Jón Guðmann. „Við höfum ekki sótt um styrki til endurvinnslunnar, enda held ég að þeir liggi ekki á lausu. Sumir ruslahaugar taka ekki við netun- um vegna þess að það er ekki hægt -að brenna þau og það er spuming hvort opinberir aðilar væru til í að sjá um flutning á netunum til okkar í staðinn fyrir að leggja _t.d. í kostnað við að urða þau. Eg hef hins vegar heyrt að lögð hafi verið net í sandfláka við Sandgerði til að hefta fok og það myndaðist gróður í þeim,“ sagði Jón Guðmann. Flogið með slasaðan sjó- mann til Akureyrar ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti í fyyrinótt færeyskan sjó- mann 135 sjómílur norð-norð- austur af Siglunesi og flaug með hann til Akureyrar. Flugið gekk vel, að sögn Landhelgis- gæslunnar, og var komið með manninn til Akureyrar kl. 1.40 um nótt. Landhelgisgæslunni barst beiðni um að sækja sjómanninn kl. 19.40 í gær. Þyrla gæslunnar lagði af stað kl.21 og kom að færeyska loðnuskipinu Havlot, þangað sem hún sótti manninn, um miðnætti. Sjómaðurinn, sem slasaðist á hendi, var fluttur í sjúkrahúsið á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 aáiaas Sumarhátíð L ÝKUR Á MORGUN OG ÞÁ ER ÞAÐ HANDBOL TINN! Einar skorar þig ad mæta. íslenski landsliðsmarkvörðurinn ver markið í Miklagarði ásamt félögum sínum ídag kl. 4.15 -4.45og5- 5.30. i SKORAR ÞÚ HJÁ EINARI? tmWNN Við styðium strúkuna til Seoul og gefum öllum þeim sem spreyta sig hjá Einari Fjarkaskafmiða og þeir sem skora fá Hummel íbróttatösku. ÍSLENSKA HANDBOL TALANDSLIÐIÐ MÆTIR Á STAÐINN KL 4 - 5.30 OG DREIFIR FYRIR OKKUR ÓKEYPIS FJARKAMIÐUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. AUK ÞESS FÁ 200 HEPPNIR KRAKKAR BOÐSMIÐA Á LEIK ÍSLANDS OG V-ÞJÓÐVERJA 24. JÚLÍ! HÁTÍÐARTILBOÐ IÖLLUM DEILDUM Svefnpoki Espadrillur. St. 28-45. 99,- 995,- JOGGINGGALLARÁ FULLORÐNA ÍMIKLU ÚRVALI. ÓTRÚLEGT VERÐ. Jogginggalli. St. frá 7-16 ára. Rauðir, bláir. Frá 2.995,- Kælibox 251. 995,- Barnapils. Blá, gul, laxableik. St. 10-16 ára .. 495,- Barnapeysur. Hvítar, bláar. St. 10-16 ára .... 995,- Barnabolir, síðerma. Gulir, bláir. St. 3-10 ára . 545,- Dömunáttkjólar. Hvítir, bleikir. Ein stærð. 775,- Herrabuxur.............................. 993,- . ■Tft Svínakótelettur 769,-/kg. GOÐA vínarpylsur á 3 hæðum 399,-/kg. MISSTU EKKIAF SUMARHA TIÐINNI OKKAR AÐEINS 2 DAGAR EFTIR! OpÍÓ: Mánudoga - fímmtudaga kl.9-1830 Laugardaga lokað Föstudaga kl. 9-2009 /HIKLIG4RÐUR MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ VjS/tíimAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.