Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 17

Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 17 „íslenskur landbúnaður er einn af hornsteinum þeirrar menningar sem er undirstaða sjálfstæð- is okkar. Innlend land- búnaðarframleiðsla er hluti af menningu okk- ar jafnt og ýmiss konar list sem hefur sín sér- kenni. Súrsaðir hrúts- pungar eru hluti af okkar matarmenningu eins og íslenska sin- fóníuhljómsveitin er hluti af okkar tónlistar- menningu.“ máli þeger lagt er mat á ágæti hans? Skiptir máli hvort tengsl séu milli þess matar sem við neytum og þeirrar menningar sem er bak- hjarl og undirstaða sjálfstæðis þjóð- arinnar. Skiptir trygging fyrir heil- brigði fæðunnar máli? Kæmi samskonar brestur í menn- ingarlegan bakgrunn þjóðarinnar ef sá matur sem við myndum leggja okkur til munns yrði framleiddur í erlendum verksmiðjubúum og flutt- ur inn í „niðursoðnu" formi eins og ef list yrði flutt alfarið inn á þann hátt að innlend listasköpun þannig lögð niður að mestu eða öllu leyti. Svari hver fyrir sig? Innf lutningur landbúnaðar- afurða í nágrannalöndum okkar Þorvaldur telur það einsdæmi í okkar heimshluta að innflutningur þeirra landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér heima sé bannaður með lögum. Veit hann þó eflaust um innflutningshöft ann- ars staðar. Nú þekki ég ekki laga- bálka allra landa í okkar heims- hluta hvað þetta varðar, en ég tel mig þekkja nokkuð til þessara mála í nágrannalöndum okkar, þar sem ég hef búið þrjú ár í hvoru landinu fyrir sig, Svíþjóð og Danmörku. Þessi tvö lönd eru afar ólík hvað verð á matvælum varðar. I stað þess að nota lagaákvæði er inn- flutningur búvara takmarkaður eða brugðið fæti fyrir hann með tolla- ákvæðum. Danmörk hefur langan feril að baki sem forystuþjóð í útflutningi á matvælum, t.d. smjöri, eggjum og beikoni. Verð matvæla er lágt í Ðanmörku. Til Danmerkur eru flutt þau matvæli sem eru ekki framleidd í landinu s.s^ lambakjöt frá Nýja Sjálandi og íslandi. Einnig flytja þeir t.d. inn ódýrt beikon frá Ung- veijalandi í stað þess danska sem er flutt úr landi gegn háu verði. Að halda því fram að hægt sé að kaupa þýskt svínakjöt, hollenskt smjör, spænskt nautakjöt, enskt beikon og ítalskt pasta í dönskum matvöruverlsunum er einfaldlega rangt. Vínið er eina landbúnaðar- varan sem boðið er upp á í alþjóð- legu úrvali í stíl við það sem talið var upp hér að framan og einnig eru ostar fluttir inn í einhveijum mæli. í Svíþjóð er innlend framleiðsla varin með tollum. Svo fremi að verð á innlendri framleiðslu fari ekki upp fyrir ákveðin mörk miðað við heimsmarkaðsverð, þá er erlend vara ekki flutt inn. Ódýru, dönsku skinkuna er ekki hægt að fá í versl- unum í Málmey eða Helsingjaborg. Svíar verða að kaupa hana í Dan- mörku og smygla henni yfir, vilji þeir borða hana heima hjá sér. Að halda því fram að búðarhillur t.d. í Svíþjóð svigni undir ódýrum mat frá EB er rangt eins og þeir vita sem til þekkja. Finnskir bændur hótuðu að henda íslensku lambakjöti í sjóinn fyrir nokkrum árum, þegr stóð til að flytja eilítið af því til Finnlands. Þar með var hætt við að flytja kjöt- ið til Finnlands. Þannig var nú and- inn gagnvart innflutningi land- búnaðarafurða á þeim bæ. Norðmenn hættu því sem næst að kaupa lambakjöt af íslendingum upp úr 1980, þegar eigin fram- leiðsla þeirra var orðin nægjanleg fyrir innanlandsmarkað. Öll lönd í okkar heimshluta vetja landbúnaðarframleiðslu sína meira og minna með tollum, innflutnings- höftum og bönnum eftir því sem þurfa þykir. Að halda því fram að innflutningshöft á landbúnaðaraf- urðum sé eitthvað séríslenskt fyrir- brigði er fullyrðing sem stenst ekki. Frjáls innflutningur land- búnaðarafurða til íslands I grein sinni telur Þorvaldur víst að matvöruverð hér á landi myndi lækka til muna ef frjáls innflutning- ur landbúnaðarafurða yrði leyfður. Án efa er það rétt mat að verð muni lækka. En eru hlutimir svo einfaldir að peningaleg rök séu þau einu sem eru marktæk og meta eigi Ijárhagslegu hliðina einungis frá skammtímasjónarmiði neyt- enda. Ég færði peningaleg rök fyr- ir því áður að fræðilega gætu list- unnendur bætt hag sinn með notk- up á innfluttri, erlendri fjöldafram- leiðslu. Þau rök sem hvetja til íslenskrar listsköpunar em tilfinn- ingaleg, menningarleg og þjóðemis- leg. Sama máli gegnir með land- búnaðinn. Án efa er hægt að finna sterk efnahagsleg rök fyrir því að flytja matvælin inn, frekar en að framleiða þau hérlendis, ef peninga- leg afkoma einstaklingsins er hið eina atriði sem tekið er mark á og einungis tekið tillit til skammtíma- sjónarmiða. íslenskur landbúnaður er einn af hornsteinum þeirrar menningar sem er undirstaða sjálfstæðis okk- ar. Innlend landbúnaðarframleiðsla er hluti af menningu okkar jafnt og ýmisskonar list sem hefur sín sérkenni. Súrsaðir hrútspungar em hluti af okkar matarmenningu eins og íslenska sinfóníuhljómsveitin er hluti af okkar tónlistarmenningu. Tónlistarmenning er síðan jafnt sem matarmenning einn af hom- steinum menningar okkar og sjálf- stæðis. Nú má enginn taka orð mín svo að ég hafni öllum erlendum menn- ingaráhrifum. Slíkt er víðsfjarri. íslendingar taka eins og aðrar þjóð- ir við áhrifum utanfrá. Þeir verða að velja milli þeirra kosta sem bjóð- ast og aðlaga menningu sína að erlendum áhrifum eins og aðrar þjóðir. Sjálfstæði er að geta valið og hafnað, og skapa sér þá aðstöðu að þurfa ekki að taka hverju því sem utanaðkomandi aðilar ákveða. Hvað skeður við óheftan innflutning land- búnaðarafurða? Sá ferill sem ætti sér stað ef innflutningur landbúnaðarafurða yrði leyfður óheftur, með það að markmiði að auka hag neytenda með lægra matvælaverði, yrði að öllum líkindum S stómm dráttum þannig: 1. Verslanir myndu fyllast af mjög ódýmm erlendum matvælum, því að verðmyndun þeirra yrði ekki á sama hátt og verð til neytenda erlendis, heldur yrði hér um að ræða umframframleiðslu sem seld er á lágu verði á hinum svokallaða heimsmarkaði. Hagur stórkaup- manna myndi vænkast vemlega, en smásalar fengju minna í sinn hlut vegna minni möguleika til álagningar. 2. Innlend framleiðsla myndi hrannast upp og ekki seljast, vegna þess að hún stenst ekki verðsaman- burð við niðurgreidda innflutta matvöm. Verð á innlendum afurð- um yrði lækkað af hálfu bænda til að freista þess að etja kappi við innflutninginn. Bændur fæm í sam- keppni sín á milli. Fjöldi þeirra yrði fljótt gjaldþrota. Landbúnaðurinn myndi hrynja. Þó svo að einhver hluti bænda gæti lækkað verð framleiðslu sinnar vemlega og skrimt áfram, þá yrðu þeir það fáir og dreifðir, að úr- vinnslufyrirtækin, mjólkurstöðvar, sláturhús og vinnslustöðvar hefðu engan rekstrargmndvöll. Því yrði einnig sjálfhætt fyrir þennan hluta bænda þótt síðar yrði. 3. Gríðarlegir fólksflutningar yrðu í landinu. Stór hluti lands- byggðarinnar myndi hrynja. Hér yrði ekki einungs um að ræða bændur og íjölskyldur þeirra, held- ur einnig það fólk sem vinnur við úrvinnslu landbúnaðarafurða og margvíslega þjónustu tengda land- búnaði. Hin svokallaða dóminó- kenning birtist ljóslifandi. Fólk myndi flykkjast til stærri útgerðarstaða og höfuðborgar- svæðisins, þar sem helst væri von um vinnu. Mikill fjöldi fjárfestinga yrði einskis virði og bankastofnanir myndu riða til falls vegna íjölda gjaldþrota. 4. Þörf fyrir húsnæði á höfuð- borgarsvæðinu og á stærri þétt- býlisstöðum myndi stóraukast, en þau þorp sem tengdust landbúnaði sterkustum böndum myndu hröma og tærast upp smám saman (t.d. Borgames, Búðardalur, Blönduós, Egilsstaðir, Vík, Hella, Hvolsvöllur, Selfoss.) Verð á íbúðarhúsnæði myndi ijúka upp úr öllu valdi á þeim stöðum sem von væri um at- vinnu. Atvinnuleysi mjmdi aukast. Skattar myndu stórhækka vegna ijölda þess fjólks sem skilaði ekki arði til þjóðfélagsins og aukningar ríkisstyrkja sem tilraunar í þá átt að bjarga rekstri fyrirtækja á lands- byggðinni í þeirri von að hamla mætti gegn þróuninni. Kreppu- ástand myndi ríkja. Það fólk sem lenti í erfiðleikum og ætti annarra kosta völ (menntað erlendis) myndi flytja úr landi. 5. Pólitískt vægi höfuðborgar- svæðisins yrði á þann veg að aðrir landshlutar fengju ekki rönd við reist. Borgríkið yrði staðreynd. Þegar þessi þróun er skoðuð og metin þá er ekki spumingin hvort hún yrði ef innflutningur land- búnaðarafurða yrði gefinn fijáls, heldur er spumingin hve langan tíma þessi ferill tæki. Mín skoðun er að hún myndi ekki taka langan tíma, þótt svo að tími sé vissulega afstæður. í þessu sambandi er rétt að minna á dæmi þess úr þriðja heiminum þar sem matargjafir iðn- ríkjanna hafa eyðilagt landbúnað innfæddra eða komið f veg fyrir eðlilega framþróun hans. í framhaldi af þessu er fróðlegt að skoða mannkynssöguna og velta því fyrir sér hver hafa orðið örlög þeirra ríkja sem hægt er að flokka undir borgríki. Sá listi yrði harla stuttur sem innihéldi upþtalningu á þeim sem eru við lýði. Að síðustu er mönnum hollt að velta því fyrir sér að það er ekkert náttúrulögmál að hér á íslandi skuli búa sjálfstæð þjóð. „Feitur þjónn og barður þræll“ Að endingu vil ég rifja upp til- vitnun í íslandsklukkuna þar sem Hansakaupmaðurinn Úffelen er að falast eftir hjálp frá Amæusi til að ná yfirráðum yfír íslandi fyrir Þjóð- veija og jofar gulli og grænum skógum íslendingum til handa gangi erindið eftir. Þá segir Amæ- us: „Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mik- ill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans bijósti á frelsið heima." í annarri grein mun ég fjalla um framsetningu og túlkun tölulegra upplýsinga varðandi ríkisstyrki til landbúnaðar og verðmyndun land- búnaðarafurða erlendis, aðferð til að meta mismun ríkisstyrkja til landbúnaðar eftir löndum og fleira er við kemur þessum málum. Höfundur er hagfrteðingur Stétt- arsambands bænda. Vent-Axia Sjálfvirkar loftræsiviftur Gerðin Tilvaldarf gróðurhús, glerskála, skrifstofur og híbýli. Vent-Axía er leiðandi í loftræsitækni. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum Þekking Reynsla Þjónusta _Einkaumboð á íslandi Suðurlandsbraut 8.128 Reykjavík Simi: 91-84670. UTSALA UTSALA UTSALA Dömupeysur Ðlússur - HerTapeystu- Barnapeysur Pils - Dömubuxur - Herraskyrtur 30-50% afsláttur Opið daglega frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 10-14 > iy JL. PRJÓNASTOFAN Udunru. VERSLUN v/NESVEG. SELTJARNARNESI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.