Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988
Skutlan er eins og sniðin fyrir nútímafólk. Hún er
sparneytin, 5 manna og sérlega léttog lipurí um-
ferðinni. Skutlan er flutt inn af Bílaborg h/f. Það
tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öllum
sem til þekkja.
* LANCIA SKUTLA kostar kr. 356 þús.kr. stgr.
Útborgun kr. 89.000 eftirstöðvar greiðast á 30
mánuðum, kr. 11.251 pr. mánuð að viðbættum
verðbótum. Kostnaður við ryðvörn og skráningu
er ekki innifalinn.___________ (Gengisskr. 23.6.88)
Ef svo er þá getur þú eignast
splunkunýja LANCIA SKTJTLU!
BILABORG HF.
FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99
Opið laugardaga frá kl. 1 - 5.
Höfundur er fyrrverandi skóla-
stjóri Bændaskólans á Hvanneyri
G. J. FOSSBERG
VÉLAVERZLUN HF.
Skúlagötu 63 - Reykjavlk
Slmi 18560
JÁRNSAGIR
fyrir prófíla, rör, vinkla,
flatjárn og massíft stál.
Einfasa 220V 10A.
Þvermál skurðarskífu
355 mm.
Snúningshraði
3500sn/mín.
Skurðarþvermál 110 mm.
Þyngd 17,2 kg.
Hópurinn fyrir framan Norræna húsið við brottför 8. júlí s.l.
Morgunblaðið/KGA
Norræni búnaðarskólinn
í Danmörku í Islandsf ör
Mátt þú sjá af
369 krónum
á dag?*
eftir Guðmund
Jónsson
Einn af bestu og fjölmennustu
búnaðarskólum i Danmörku er á
Fjóni og ber nafnið „Nordisk
landboskole". Skólinn var stofn-
aður 1908 af smábændum á Fjóni
og bar þá nafnið „Fyns Stifts
Husmandsskol“, en 1963 var
breytt um kennslu í skólanum,
en þá tóku við skólastjórn Frits
og Inga Teichert og hafa setið
skólann síðan af mikilli rausn og
framfarahug.
Nafnið „nordisk" er beint að
þeirri hugmynd að náið samband
yrði haft við aðra búnaðarskóla í
norðlægum löndum. Hefur slíkt
samband komist á einkum fyrir
atbeina fyrrnefndra skólastjóra-
hjóna. _
Frá íslandi hafa verið sendir all-
margir nemendur í þennan skóla í
fyrstu aðallega frá Hvanneyri og
þeim tekið þar af mikilli velvild og
þeir búið þar við sérstaklega góð
kjör fjárhagslega.
Aðalstjóm skólans er að sjálf-
sögðu skipuð dönskum aðilum, en
auk þess er einn stjómarnefndar-
maður frá hveiju Norðurlandanna
fjögurra.
Auk venjulegs búnaðarnáms og
margskonar námskeiða fyrir inn-
lenda og erlenda nemendur er í
skólanum sérstök framhaldsdeild,
sem Frits Teichert er upphafsmaður
að í Danmörku. Námið þar tekur
23 mánuði og inntökuskilyrði em
m.a. búfræðipróf. Lokapróf frá
þeirri deild er kallað LD-próf og er
tæknipróf í búfræði. Nokkrir íslend-
ingar hafa lokið því prófi og er það
einskonar milliliður á milli búnaðar-
skóla- og búnaðarháskólaprófs.
Nemendur og kennarar frá fyrr-
nefndri deild skólans hafa tvisvar
komið í námsför til íslands, 1984
og nú í sumar. Stóð sú för yfir í 9
daga og vom fararstjórar undirrit-
aður og Magnús Óskarsson kennari
á Hvanneyri. Farin var hringferð
um landið. Mætti hópurinn þar alls
staðar mikilli gestrisni, svo og
fræðslu um landbúnaðarmál hér og
náttúm landsins.
Helstu staðir sem komið var til
auk gististaða vom þessi: Búnaðar-
félag íslands, Þingvellir, Garðyrkju-
skóli ríkisins, Landgræðslan í
Gunnarsholti, stórbýlið Þorvalds-
eyri, Búnaðarsamband Suðurlands
við Skógarfoss og í Skógum, Bún-
aðarsamand A-Skaftfellinga í
Nesjaskóla, Búnaðarsamband Aust-
urlands í Hallormsstaðarskógi og
tilraunastöðinni í Skriðuklaustri,
Búnaðarsamband S-Þingeyinga við
Mývatn og Dettifoss, Búnaðarsam-
band Eyjaíjarðar, Ræktunarfélag
Norðurlands, Búnaðarfélag
Hrafnagilshrepps, stórbýlið Hríshóll
í Saurbæjarhreppi og Listigarður-
inn a'Akureyri.
Frá Akureyri var haldið til Hóla
í Hjaltadal, staðurinn skoðaður,
dvalið þar í tvær nætur. Þaðan var
heimsókn til Búnaðarsambands
Skagfirðinga með viðkomu í
Glaumbæ, Varmahlíð, Saumastof-
unni Vöku og myndarbúinu á
Syðra-Skörðugili. Frá Hólum var
farið til Hvanneyrar, komið við hjá
Landsvirkjun við Blönduvirkjun, og
á stórbýlunum Stóm-Giljá og Torfa-
læk.
Segja má að ferðinni væri lokið
á Hvanneyri með skoðun staðarins.
Þar luku nemendur norræna skól-
ans að skrifa um ferð sína. Jón
Helgason landbúnaðarráðherra
kom þangað og flutti erindi um
íslenskan landbúnað og svaraði fyr-
irspumum hinna dönsku gesta. Á
eftir héldu þeir veislu þar á staðn-
um, þar sem ráðherra var boðið og
þeim er til náðist og höfðu haft
samband við norræna búnaðarskól-
ann á einhvern hátt.
Gjafir vom gefnar á Hvanneyri
og svo höfðu dönsku gestimir ávallt
gert þar sem þeir komu og nutu
veitinga eða fræðslu. Jón Helgason
ráðherra þakkaði norræna skólan-
um fyrir komuna hingað til lands
og þær móttökur sem skólinn ávallt
hafði veitt íslenskum nemendum og
öðmm íslendingum er þangað hafa
komið.
Veður var mjög gott á þessari
hringferð um landið, góður bíll og
ágætur bílstjóri, hvort tveggja frá
Sæmundi.