Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988
Steinblinda í glerhúsi
eftirdr. Gunnlaug
Þórðarson
Þann 23. september 1986 birtist
hér í blaðinu grein eftir mig út af
umdeildri embættisveitingu og fór-
ust mér þá m.a. svo orð:
„Það er vissulega kostur við
okkar lýðræðisskipulag að
pólitískur ráðherra skuli veita
embætti á eigin ábyrgð og ekki
öðru vísi. Hörmulegt væri til
þess að hugsa, ef t.d. heimarikir
starfsmenn ættu að hafa eitthvað
um slíkt að segja. Það hefur sýnt
sig í skólakerfinu að stundum
vegur þyngst hjá umsagnaraðil-
um að vilja fá milt yfirvald.“
Þessi orð eiga vel við nú í dag,
þegar menntamálaráðherra Birgir
Isleifur Gunnarsson hefur kveikt í
„Melamóðunni" með því að skipa
mann öðrum umsækjendum mennt-
aðri í lektorsstöðu við Háskóla ís-
lands.
Viðbrögð nokkurra háskóla-
manna með rektor í broddi fylking-
ar sýna hve háskólamenn okkar
margir hveijir líta stórum augum á
sjálfa sig og sína menntastofnun
líkt og hér væri um einhvem merki-
legasta háskóla að ræða í heiminum
og kennaraliðið eftir því.
Nú er svo komið, að þar munu
kennarar nánast hækka í stöðum
og verða að lokum prófessorar að
mestu vegna kerfís, en ekki að sama
skapi verðleika og hugsanlega geta
menn í framtíð unnvörpum orðið
prófessorar án þess að vera doktor-
ar eða með sambærilega menntun.
Þá virðist sem menntaframi við
erlenda háskóla sé að litlu metinn.
E.t.v. stafar þetta af því hve allt
sækir í það horfíð að gerðar eru
minni kröfur til þess að menn stand-
ist próf en áður fyrr. Þá er hitt
jafn kunnugt að t.d. doktorsgráður
eru mjög mismunandi að verðleik-
um eftir því við hvaða háskóla dokt-
orsgráða er tekin. í flestum háskól-
um er krafíst hæfnisprófs til þess
síðar að fá að veija doktorsritgerð
við háskólann. Slíku er ekki til að
dreifa í Háskóla íslands, þar leggja
menn inn sína ritgerð eða ritgerðir
og síðan er það sérstök dómnefnd,
sem fallar um það hvort ritgerð sé
hæf eða ekki. Hjá okkur er hættara
við að niðurstaða slíkra dómnefndar
verði mörkuð duttlungum dóm-
nefndarmannanna; enda er það svo
að sumir, sem samið hafa ágæt
verk, hafa orðið að leita á náðir
annarra háskóla til þess að fá að
veija ritgerð, sem ekki hefur þótt
hæf hér.
Óheiðarleg vinnubrögð I
Háskóla íslands
Alvarlegasta dæmi seinni tíma
um vafasöm og hlutdræg vinnu-
brögð að þessu leyti er, þegar Eirík-
ur Jonsson kennari lagði fram til
doktorsvamar rit sitt „Rætur ís-
landsklukkunar", en hann óskaði
eftir að skipuð yrði önnur nefnd þar
sem hann hann hafði ástæðu til að
efast um heilindi bókmenntafræð-
inganna, sem voru í nefndinni.
Þeirri beiðni hans var synjað af
Háskóla ÍSlands. Með grein í Skírni
1984 bls. 249-301: „Dómur í dags-
yósi“ sýnir hann fram á óheilindi
manna í mati sínu og voru um-
mæli þeirra sem gerðu verkið óhæft
til doktorsvamar síðar dæmd dauð
og ómerk í Hæstarétti, Hrd-safn
1985, bls. 1148, mál nr. 99/1984.
I máli því, sem hér um ræðir,
skipun dr. Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar, hefur sagan óþyrmi-
lega endurtekið sig. Lögmaður dr.
Hannesar Hólmsteins óskaði eftir
því, að ný dómnenfd yrði skipuð
af því að hann taldi hætt við að
hún fengi ekki litið hlutlaust á
málið. Krafa þessi var sett fram
áður en dómnefndin hafði skilað
áliti. Háskólinn synjaði þessum til-
mælum. Vissulega hefði stjóm Há-
skóla Islands átt að verða við óskun-
um í báðum tilfellum, enda þótt það
hafí e.t.v. ekki verið skylt að lögum.
í svona málum ætti Háskóli íslands
að gera allt til þess að fyrirbyggja
að minnstu grunsemdir kæmu fram
um óheilindi dómnefndarmanna.
Að fenginni áðumefndri dóms-
niðurstöðu í Hæstarétti hefði heim-
spekideild Háskólans að sjálfsögðu
átt að sjá sóma sinn í því að bjóða
Eiríki Jonssyni að veija þetta merka
ransóknarverk til doktorsnafnbótar
við Háskólann, þannig að þessi róg-
ur, sem nálgaðist atvinnuróg, fengi
viðeigandi meðferð
Engin úlfaþytur 1968 við
svipaða afstöðu ráðherra
Fleiri dæmi mætti nefna um
„óskeilulleika" margra háskóla-
manna okkar, en skal þó ekki gert
að sinni. Þó má ekki gleyma því
atviki, er einn mikilvirtasti starfs-
maður háskólans, deildarforseti og
síðar rektor, tók doktor tali, sem
hafði nýlokið við doktorsvöm við
einn viðurkenndasta háskóla heims
með ágætiseinkunn, með þeim orð-
um, að hann hefði lesið doktorsrit-
gerðina lauslega yfír, en hann gæti
ekki verið á sömu skoðun og þar
kæmu fram. Tíu árum síðar viður-
kenndi þessi sami maður, að senni-
lega hefði það óbeint ráðið skoðun
hans, að ritgerðin gekk í berhögg
við stefnu ríkisstjómarinnar í því
máli, sem ritgerðin snerist um.
Hanh sagðist sem háskólamaður
ætíð hafa viljað vera „loyal" (hús-
bóndahollur) hverri ríkisstjóm.
Þannig að annarlegustu atriði geta
haft áhrif á skoðanir manna jafnvel
á slíkum verkum.
Þetta er algjörlega andstæð af-
staða ábyrgs háskólamanns jafnvel
um of og þeirri, sem núverandi for-
svarsmenn háskólans hafa tekið,
er rektor hans hefur hótað mennta-
málaráðherra málssókn út af þýð-
ingarlítilli lektorsstöðuveitingu og
er sú afstaða með fádæmum öfga-
full miðað við það, er t.d. árið 1968
að sá mikilsmetni menntamálaráð-
herra dr. Gylfí Þ. Gíslason lék svip-
aðan leik, sem lítillega verður vikið
að hér á eftir.
En rétt hefur mér þótt að minna
á þessi atvik, þar sem ágætt dokt-
orsefni var hrakið frá Háskóla ís-
lands með lævíslegum vinnubrögð-
um og maður fær ekki varist þeirri
hugsun, eftir að hafa fylgst með
málum í blöðum að sömu vinnu-
brögð séu aftur höfð í frammi, en
nú vegna skipunar dr. Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar í lektors-
stöðu við Háskóla íslands.
Koma átti í veg fyrir
skipun doktors
Það fær ekki dulist neinum heil-
vita manni, að af hálfu forsvars-
manna félagsvísindadeildar hafí allt
verið gert til þess að reyna að koma
í veg fyrir að menntamálaráðherra,
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
„Fræðimenn o g kenn
arar hafa tækifæri til
þess að hafa áhrif á
gang mikilvægustu fé-
lagsmála með tvennum
hætti: annars vegar
beinlínis með athöfnum
sínum og hins vegar
óbeinlínis með því að
mennta þá sem vilja
breyta heiminum.
Starfsemi af þessu tagi
rýfur löggenga at-
burðarás blindrar sögu-
legrar framvindu og á
það skilið að kallast
„sköpun sögunnar“ eða
einfaldlega „virk starf-
semi“; praxis.“
Birgir ísleifur Gunnarsson, gæti
með sóma og réttú skipað hann í
umrædda stöðu.
Kunnur vísindamaður, sem er í
andstæðingahópi menntamálaráð-
herrans, lét þau orð falla um skil-
greiningu á skilyrðum fyrir skipun
í stöðuna hjá dómnefndinni að þar
hefði aðeins vantað skóstærðina,
því svo væri lýsingin nákvæmlega
sniðin fyrir þann mann, sem þeir
vildu að fengi stöðuna. Þetta er
bjamargreiði við umsækjandann og
án efa ekki með hans vilja gert.
Það var tvímælalaust sannfæring
þeirra, sem útbjuggu auglýsinguna
um stöðuna, að með því að setja
ákvæði um að umsækjandinn skyldi
„vera hæfur til að annast kennslu
í undirstöðugreinum stjómmála-
fræði,“ hafi þeir hengt bjölluna á
köttinn. Þeir hafí talið að með þessu
skilyrði hefði Hannes Hólmsteinn
enga möguleika á að fá stöðuna,
því hann hefði ekki próf í því fagi,
þótt hann væri doktor í stjóm-
málafræði, „politics“. Þannig hefur
það greinilega verið ætlun þeirra
að binda fyrirfram hendur dóm-
nefndarmanna.
Dr. Hannes Hólmsteinn hefur
aftur á móti talið sig fullnægja
skilyrðunum þar sem hann væri
doktor í faginu og auk þess verið
ömggur með að fullnægja einu af
þremur skilyrðum, sem sett voru
aukalega og því gat hann lýst sig
ánægðan með skilyrðin.
Honum hefur ekki dottið í hug
að sú nauma afstaða gæti komið
upp að gerður yrði t.d. greinarmun-
ur á stjómmálafræði og stjóm-
málaheimspeki. Mér þykir trúlegt
að flestum þyki í því efni skeggið
íuémR
Evrópumeist-
aramóMhóri
álandi1990
Listi yfir taunatekjur NBA-teikmanna birtur f fyrsta skipti:
Pétur Guðmundsson
með 7y4 milljónjr á ári
pfiuSstftMtt EBLSj5 m m
[■ ■ - - ■— ---
Veiði, bílar, hreysti og
þáttur um hesta.
Auglýsingar í íþróttablaðið þurfa
að hafa borist auglýsingadeild
fyrir kl. 16.00. á föstudögum.
t(
°v
ImmdHiiMð
bmö allra landsmanna
skylt hökunni, þannig að það væri
nánast hártogun að greina þama á
milli og í raun réttri mjög hæpið
að gera slíka aðgreiningu, en hún
var samt gerð. Má í þessu sam-
bandi vitna til margra álíka fjar-
stæðna á skólakerfí okkar, að mað-
ur með doktors- eða meistaragráðu
t.d. í stærðfræði geti ekki kennt
byijendum í faginu og yrði ef á
reyndi að víkja fyrir manni við
kennslu í gmnnskólum, sem hefði
t.d. aðeins þá menntun í stærð-
fræði, sem menn fá í kennaraskóla.
Mat dómnefndarinnar er og ann-
arlegt, er ritgerð til háskólaprófs í
sögu er metin sem grundvöllur að
umsögn í stjórnmálafræði. Auðvitað
hljóta menn að nálgast efnið með
all mismunandi móti eftir því um
hvort fagið er að ræða.
I þessu máli er greinilega maðk-
ur í mysunni. Ekki fær umvillst að
þama er klíkuskapur á ferð, sem
ekki má nafngreina. Að öllu athug-
uðu er ljóst að menntamálaráðherra
hefur tekið rétta afstöðu í málinu.
Hins vegar var það mjög misráðið
hjá rektor Háskóla íslands að bera
brigður á upplýsingar menntamála-
ráðuneytisins um málið og ruglar
dr. Gylfa Þ. Gíslason í ríminu um
löngu liðin atvik.
Frásagnir, sem stangast á
í Morgunblaðinu 14. þ.m. stang-
ast frásagnir um atburðina á um
það, sem átti sér stað 1968 er Ámi
Böðvarsson fékk dósentsstöðu við
heimspekideild Háskóla íslands fyr-
ir tilverknað dr. Gylfa Þ. Gíslasonar
enda þótt heimspekideild Háskóla
íslands teldi hann óhæfan. Fyrir
óbreyttan lesanda er án efa erfítt
að átta sig á því hvað sé rétt. Þvf
er nauðsynlegt að rekja það lítil-
lega. Þar segir réttilega: „Ráð-
herra (dr. Gylfi Þ. Gíslason) setti
dósent sem deildin taldi óhæfan
(Áma Böðvarsson). Synilega hefur
dr. Gylfí Þ. hugsað sér að veita
Áma Böðvarssyni stöðu, sem hann
hafði ákveðið að stofna en talið
vafasamt að hann fengist sam-
þykktur og því ákveðið að setja
hann f starfíð og talið dómnefnd
því ekki eiga að fjalla um málið sem
þó var lögbundið. Heimspekideildin
fól þeim dr. Halldóri Halldórssyni,
dr. Hreini Benediktssyni og Helga
Guðmundssyni að meta hæfni Áma
Böðvarssonar og töldu þeir hann
allir óhæfan. Dr. Gylfi Þ. Gfslason
veitti Áma Böðvarssyni engu að
síður dósentsembætti gegn umsögn
heimspekideildar. Dósentsstaðan er
stærri staða en lektors.
í allri ráðherratíð Gylfa Þ. Gfsla-
sonar vom lektorsstöður veittar án
þess að dómnefndir væru skipaðar
til umsagnar.
Þannig var það alls ekki lög-
bundið að skipa dómnefnd varðandi
lektorsstöðu þá, sem Hannes Hólm-
steinn var skipaður í, það er ekki
fyrr en með reglugerð, sem gekk í
gildi á þessu sumri.
Greinilegt var að þegar heim-
spekideild hafði árið 1968 snúist
gegn menntamálaráðherra, að ráð-
herra leit á umsögnina sem væri
hún dómnefndar og viðbrögð hans
vom þau, að það þyrfti að taka
þessi mál til endurskoðunar. Hér
er um samskonar nefndir að ræða
og hvomg lögbundin. í tilviki dr.
Hannesar Hólmsteins var hann tal-
inn óhæfur að hluta vegna hártog-
unar þeirra um skilgreiningu á orð-
inu „politics". í seinna tilvikinu var
umsækjandinn talinn með öllu
óhæfur.
Það er því misskilningur hjá dr.
Gylfa Þ. Gíslasyi er hann lætur
hafa eftir sér.f Morgunblaðinu eftir-
farandi: „f þau 15 ár sem ég
gegndi starfi menntamálaráð-
herra eða 1956-’71 skipaði ég
aldrei í fullt starf við Háskólann
nema samkvæmt meðmælum
hlutaðeigandi deilda." Það er
e.t.v. skiljanlegt hjá honum að vilja
svona eftir á færa þetta til betri
vegar og vilja ekki muna að þetta
var samt dósentsstaða, hvort sem
hún taldist „fullt starf" eða ekki.
Reyndar er mér óljóst hvað margir
klukkutímar háskólakennari þurfí
að kenna til þess að starf teljist
fullt, ég hef fyrir satt að sumir telj-
ist í fullu starfí þótt þeir kenni ekki
nema ejö.klst,. .á viku., ..