Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Landsfundur demókrata í Atlanta: Bush hæddur eftir að Kennedy gaf tóninn Carter segir Dukakis þurfa að beita sér fyrir öflugum vömum Atlanta, Daily Telegraph, Worldnet og Reuter. Reuter í Bandaríkjunum tíðkast það ekki að fara dult með pólitíska sannfær- ingn sína og síst á landsfundum flokkanna. Þessar dömur, sem hér má sjá, eru engar undantekningar, en til vinstri er Marilyn Stewart frá Burke i Virginíu og til hægri er Mary Jane Stakes frá Cumber- Fjögurra ára gömul stúlka, sem verið hafði á valdi mannræningja í sex vikur, fannst á mánudag í kirkju einni f bænum Elk Grove í Kalifomíu í Bandaríkjunum. Lögreglumenn fundu litlu stúlk- una í hólfí undir altari kirkjunnar eftir að ræninginn, sem reyndist vera starfsmaður kirkjunnar, hafði verið handtekinn fyrir annað rán á lítilli stúlku, sem fannst kefluð í farangursgeymslu bifreið- ar hans. Hólfíð undir altarinu er aðeins rúmur einn og hálfur metri í þvermál og kom ræninginn þar fyrir sjónvarpi auk þess sem stúlk- unni voru fengin leikföng og teppi. „Hún var mjög undrandi að sjá mig og spurði hvar ég hefði ver- ið,“ sagði móðir hennar og kvaðst aldrei hafa gefíð upp von um að dóttir hennar fyndist á lífí. KOSNINGABARÁTTA demó- krata hefur verið að mótast und- anfarna daga á landsfundi demókrata í Atlanta og í gær mátti segja að ljóst væri hveija stefnu hún tæki. Það var öld- ungadeildarþingmaðurinn Ed- ward Kennedy sem virtist ráða mestu um mótun hennar, en í ræðu sinni rakti hann embættis- færslu Bush og spurði í sífellu „Hvar var George" og átti þar við George Bush varaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblik- anaflokksins. Fundarmenn voru ekki seinir að gripa þessa setn- ingu á lofti og áður en varði svaraði mannfjöldinn Kennedy einum rómi: „Hvar var George.“ Það bar til tíðinda í gær, að Jimmy Carter fyrrverandi Banda- ríkjaforseti hvatti leiðtoga flokks- ins til þess að sofna ekki á verðin- um í vamarmálum. Sagði hann vonlaust að flokkurinn ynni í kom- andi forsetakosningum nema Bandaríkjamönnum væri ljóst að demókratar styddu öflugar og ár- angursvænlegar vamir. fviðtali hjá sjónvarpsstöðinni Worldnet sagði hann ennfremur að ekki kæmi ann- að til greina en að Bandaríkjamenn stæðu við vamarskuldbindingar sínar í Evrópu, nema að samið væri um fækkun herafla við Sov- étríkin og þá yrðu Evrópubúar að sjájfsögðu hafðir með í ráðum. í ræðu sinni reifaði Kennedy vopnasöluhneykslið, auk ýmis vandræði önnur, sem stjóm Ron- alds Reagans hefur ratað í og spurði hvar George hefði verið. Forsetaframbjóðandi demókrata, Michael Dukakis fylgdi þessu eftir og sagði: „Ef einhveijum undir- manna minna í stjóminni dytti í Iand í Maryland. hug önnur eins vitleysa [og vopna- söluhneykslið], þá vil ég hafa vara- forseta sem getur vaðið inn í for- setaskrifstofuna og sagt: „Herra forseti, þetta fjarstæðukennd hug- mynd.““ Repúblikanar ættu að fá næg tækifæri til þess að svara demókr- ötum á landsfundi sínum í næsta mánuði og eru reyndar þegar fam- ir að skjóta á andstæðinga sína. Draga þeir flokkseiningu demó- krata í efa og gefa í skyn að miðað við kosningabaráttu demókrata virðist þrír menn vera í framboði til sama embættisins, þeir Dukakis, varaforsetaefni hans Lloyd Bentsen og blökkumannaleiðtoginn Jesse Jackson. Þá hefur kosningastjóri Bush gert sér upp forundran vegna per- sónuárása demókrata á sinn mann. „Þeir eyða meiri tíma í að tala illa um George Bush en þeir veija til þess að segja fallega hluti um Mic- hael Dukakis!" Bush sagði sjálfur í viðtali að hann hefði ekki miklar áhyggjur af þessum kosningabrellum demó- krata. „Ef demókratar vilja gera mál úr vopnsaöluhneykslinu skal ég taka á mig alla sökina. En þá vil ég líka fá að njóta að minnsta kosti helmings heiðursins af efna- hagsástandinu, hinu lága atvinnu- leysi, heimsfriðnum og þeim fjölda hluta, sem við höfum komið á þurrt.“ Keronskæruliðamir í austurhluta landsins hafa lítið komið við sögu, en stúdentar og verkamenn sem ekki hafí haft afskipti af stjóm- málum hafí nú látið til skarar skríða. Hafí verið efnt til fjölda- gangna og mótmælafunda í Rangoon og stjómvöldum hafí ekki tekist að hafa hemil á fólk- inu, fyrr en hermenn voru kvadd- ir til og beittu þeir valdi til að dreifa fólkinu. Talið er að allmarg- ir hafí særst og nokkrir hafí verið skotnir. Einnig hefur komið til átaka í bænum Taunggyi og þar voru einnig nokkrir skotnir til bana. Heimildir segja, að óánægja fólks eigi sér ekki aðeins rætur í ófrelsi og höftum, heldur hafí einnig verið hækkað verð á nauð- synlegustu matvöru upp á síðkas- tið, laun fryst og stúdentum vísað frá námi við Rangoon-háskóla ef þeir þóttu sýna andstöðu gagn- vart stjómvöldum. Margir stúd- enta voru einnig handteknir, en síðar neyddust stjórnvöld til að sleppa þeim úr haldi og hétu því að þeir fengju að halda áfram námi. í Reuter-skeyti í gær er haft eftir ónefndum íbúa í Rangoon, að menn bindi nokkrar vonir við aukafund Sósíalistaflokksins. Fæstir trúi því að nokkrar vera- legar umbætur verði gerðar í efnahagslífi né á öðram sviðum, fyrr en Ne Win hefur verið komið frá völdum, með illu eða góðu. Þó svo að það sé greinilegt að hann eigi nú við meiri erfíðleika að etja en nokkra sinni á ferli sínum, bendi ekkert til þess að herinn né helstu valdastofnanir aðrar hugsi sér að snúa við honum bakinu. Samantekt:j.k. Stjórn Búrma í vanda: Stj ómarflokkurínn boðar til skyndifundar á laugardag TALSMAÐUR Burmastjórnar kunngerði í gær, að efnahags- stefna landsins yrði tekin til gagngerðrar endurskoðunar á aukafundi Sósíalistaflokksins, BSPP, sem hefst á laugardag- inn. Um 1300 fulltrúar sitja fundinn. Þetta kemur í kjölfar afsagnar innanríkis-og trú- málaráðherra Iandsins á mánu- dag og blóðugustu óeirða sem hafa orðið í landinu frá valda- töku Ne Wins, hæstráðanda árið 1962. Sendiráðunautar I höfuð- borginni Rangoon segja, að Ne Win kunni að taka inn í stjórn- ina yngri menn, og ekki sé úti- lokað að hann muni fallast á að segja af sér formennsku og taka við valdalausri virðingar- stöðu innan stjórnarinnar. Þegar Ne Win tók völdin 1962 voru stjórnarandstöðuflokkar bannaðir, fyrirtæki þjóðnýtt í stóram stíl og landinu var nánast lokað umheimi. Erlendir blaða- menn era illa séðir í Búrma og verða flestir að fara inn í landið undir fölsku flaggi. Skrifí þeir um ástandið fá þeir ekki vegabréfsá- ritun þangað aftur. Almennt er fréttafíutningur frá Búrma af mjög skomum skammti og helst að vestrænír sendiráðsstarfsmenn Götumynd frá Rangoon leki fréttum um atburði í landinu. Undanfarin ár hafa lífskjör rýmað og íbúar landsins, 38 millj- ónir, era orðnir langþreyttir á gylliboðum og loforðum, sem stjómin gefur öðra hveiju, en stendur sjaldnast við. Gjaldmiðill landsins, kyat, er skráður á 6.5 gagnvart Bandaríkjadollar en selst fyrir 40 kyat á svarta mark- aðnum. Sérfræðingar segja, að óeirð- imar í Rangoon og víðar í landinu síðustu daga og vikur séu meðal annars sérstæðar fyrir þá sök, að

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.