Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚIÍ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Stöðnun, samdrátt- ur og verðbólga Efnahagsástand er yfir- leitt nokkuð gott í helztu iðnríkjum heims. Gert er ráð fyrir því, að hagvöxtur í aðild- arríkjum OECD verði að með- altali um 3% á þessu ári og 272% á næsta ári. Þá er því spáð, að verðbólgan í þessum löndum verði að jafnaði um 3Ú2% á þessu ári og 33/4% á næsta ári. Hjá okkur Islendingum eru þessar tölur á annan veg. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir því, að landsframleiðsla aukist um 0,2% á þessu ári og að þjóðartekjur dragist saman um J/2%. Þá er það mat Þjóðhagsstofnunar, að verðbólgan frá upphafi til loka árs geti orðið um 25% eða margfalt meiri en í öðrum aðildarríkjum OECD, ef mið- að er við meðaltal. Þessar tölur sýna, að þró- unin er allt önnur hjá okkur en hjá þeim. Á meðan við búum við stöðnun, samdrátt og vaxandi verðbólgu, ríkir myndarlegur hagvöxtur og jafnvægi í efnahagsmálum hjá öðrum þjóðum, sem við berum okkur gjaman saman við og eigum mest viðskipti við. Hvað veldur? Sjávarafli er góður. Verðlag er hátt á er- lendum mörkuðum, þótt það hafi lækkað úr óeðlilega háu verði. Dollarinn fer heldur hækkandi. Nú má jafnvel búast við því, að olía lækki í verði, ef vopnahlé kemst á við Persaflóa. Hin ytri skil- yrði eru því tiltölulega hag- stæð. Ástæðan fyrir því, að við búum við stöðnun, samdrátt og vaxandi verðbólgu á sama tíma og nágrannaþjóðir okk- ar sjá fram á góðan hagvöxt og verðbólgu í lágmarki, er sú, að við höfum ekki haft lag á að halda vel á því góðæri, sem við höfum búið við und- anfarin ár. Það gerist aftur og aftur, að þegar mikil upp- sveifla verður við sjávarsíð- una er kaupgjald í landinu hækkað upp úr öllu valdi. Það gerðist á síðasta ári. Ríkis- valdið gengur á undan og eyðir langt um efni fram. Einstaklingar fylgja í kjölfar- ið og temja sér sama lífsstíl og fyrirtæki eru fyrst nú að átta sig á því, að ekki er ieng- ur hægt að halda atvinnu- rekstri gangandi án verulegs eigin fyár. Sá munur, sem fyrirsjáan- legur er á þessu ári og næsta ári í þjóðarbúskap okkar og nágrannaþjóða okkar á eftir að aukast á næstu árum, ef við sjáum ekki að okkur. Þá sitjum við eftir í erlendu skuldafeni á meðan aðrar þjóðir bæta lífskjör sín veru- lega. Núverandi ríkisstjórn hef- ur margt gott gert á einu ári. Hún hefur hins vegar ekki gengið fram fyrir skjöldu, lagt spilin á borðið og veitt þjóðinni þá hvetjandi forystu, sem hún þarf á að halda til þess að samstaða skapist um að koma okkur út úr þessu feni og þessari stöðnun. Vandamál ríkisstjómar- innar er ekki fólgið í því, að erfitt verði fyrir flokkana þtjá að ná samstöðu um aðgerðir. Vandi stjómarinnar byggist á því, að forystumenn flokk- anna þriggja, sem að henni standa, hafa ekki náð nægi- lega vel saman á því rúma ári, sem stjórnin hefur setið að völdum. Samstarf á milli flokksformannanna þriggja sem byggist á gagnkvæmu trausti er forsenda fyrir því, að ríkisstjórnin geti náð sam- stöðu um aðgerðir í efnahags- málum, sem duga til lengri tíma en nokkurra mánaða. Þess vegna hvílir ábyrgðin á þeim Þorsteini Pálssyni, Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Kosningar í haust leysa engan vanda úr því, sem komið er. Ekki heldur annars konar ríkisstjóm, sem mynd- uð yrði við núverandi aðstæð- ur á þingi. Það verður hins vegar aldrei endurtekið of oft, að við Islendingar eigum nú við að stríða vandamál, sem eru ekki tímabundin. Þau em alvarleg og djúpstæð, vandamál, sem hafa safnazt saman á löngu árabili — en það er að koma að skuldadög- um. \ Fegurð hálendisins heillar sífellt fleiri ferðamenn og hefur umferð yfir hálendið aukist verulega. En átroi ferðamanna er orðinn meiri en talið er að landið þoli. Séð yfir Landmannalaugar af Bláhnúk. Mikil umferð um hálendið: Fj ölsóttustustai hafa látið mjög j FERÐAMANNASTRAUMURINN yfir hálendið er nú í hámarki, en hann hófst óvenju snemma í ár, á sumum stöðum allt að mánuði fyrr en venja er. Að sögn Þórodds Þóroddssonar, framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs, hefur umferð um hálendið aukist mjög á undan- förnum árum, ekki síst gangandi fólks. „Við viljum auðvitað að fólk ferðist um landið og kynnist því sem best, en því er ekkert að leyna að ýmsir mjög fjölsóttir staðir hafa látið mjög á sjá. Þar má nefna Landmannalaugar, staði í Mývatnssveit, Herðubreiðarlindum, Eldgjá og Þórsmörk. Orsökin er ekki einungis bílaumferð, þáttur gangandi fólks og hestafólks er ekki minni.“ Þóroddur sagði erfitt að segja til um hvort umferðin um hálendið ykist þar sem hún hefði hafist óvenju snemma eða hvort hún dreifðist á lengri tíma. „Þeim hefur fjölgað mikið sem eiga bíla sem eru hæfir til hálendisferða, en bílar og veður hefur mest áhrif á aðsókn," ságði Þóroddur. Mikill fjöldi langferðabíla fer um hálendið, t.d. í Landmannalaugar. Þóroddur taldi umferðina ekki orðna of mikla en sagði átroðning- inn fullmikinn á viðkomustöðunum. „Hálendið er svo víðáttumikið að það þolir að um það sé farið. En allur þorri ferðamanna leggst á til- tölulega fáa staði því fólk er svo fastheldið.“ Hestaferðir yfir hálendið hafa aukist verulega undanfarin ár og eru þess dæmi að farið sé með allt að 100 hesta á hálfsmánaðar fresti yflr hálendið. Síðasta sumar voru skráðir tæplega 1500 hestar sem voru yfir nótt á Hveravöllum. Ekki er alltaf farið með hey og er hestun- um þá beitt á þær fáu gróðurvinjar sem eru á hálendinu. „Gróðurinn er viðkvæmur og þetta er gífurlegt álag á hann. En Landssamband hestamanna hefur mælst til þess að hestamenn hafi hey og hey- köggla með í hálendisferðir og selur það einnig hey, t.d. í Hvítárnesi og Hveravöllum." Þóroddur sagði ákaflega erfitt að setja takmörk á fjölda gangandi vegfarenda á þessi svæði, en fjöldi þeirra sem gistu væri sums staðar takmarkaður, t.d. í Þórsmörk og Öxárgljúfrum. „Við þurfum að hyggja að því hvernig best er að draga úr álagi á ákveðnum stöðum. Það er t.d. hægt að draga úr fjöld- anum í Landmannalaugum með því að takmarka gistingu þar en þá koma upp spurningar um hveijir megi gista í Landmannalaugum og hvar hinir eigi að gista. Eiga þeir að gista í Þjórsárdal, Galtalæk eða í Skaftártungu? Við þurfum að ræða þessi mál við forsvarsmenn ferðaskrifstofanna, en það tekur nokkur ár að móta nýja stefnu í ferðamálum um hálendið." Aðspurður sagði Þóroddur að vissulega væri æskilegt að fólk Samkomulag um flugstöðvargreiðslur: Lagt til að tæpar 50 mi' króna verði greiddar á þ STARFSHÓPUR sem fjármála- ráðherra og utanríkisráðherra skipuðu til að fara yfir málefni flugstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvejli hefur nú skilað greinar- gerð. I henni er lagt til að verk- tökum við flugstöðvarbygging- una verði greiddar tæpar 50 milljónir króna á þessu ári. Auk þess er lagt til að þegnir verði greiðslufrestir verktaka fyrir 37,6 milljónir króng^ og þeir greiddir í janúar 1989 eða er þeir gjaldfalla á því ári. Starfshópurinn kannaði eftirtalin atriði, stöðu viðskiptaskulda og samninga um frestun á greiðslum fram yfir áramótin, mat á óhjá- kvæmilegum framkvæmdum í ár vegna öryggissjónarmiða og endur- skoðun á heildarframkvæmdum til verkloka. Auk framangreinds lagði starfs- hópurinn til að óunnum en samn- ingsbundnum framkvæmdum fyrir 4,1 milljón króna yrði frestað fram á næsta ár og að rekstur flugstöðv- arinnar yfirtaki verkefni fyrir 1,9 milljón króna. í greinargerð starfshópsins segir að áætluð viðbótarfjárþörf til að ljúka við byggingu flugstöðvarinar að fullu sé 391,5 milljón krónur og leggur hópurinn til að verkinu verði formlega lokið á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.