Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JULI 1988
33
Forsætisráðherra á ferð um Norðurland:
Bæði slæmt og gott
hljóð í heimamönnum
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á Dalvík kom forsætisráðherra við í Sæplasti. F.v.: Trausti Þorsteins-
son, bæjarfulltrúi og skólastjóri, Halldór Blöndal, þingmaður kjör-
dæmisins og forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson.
Forsætisráðherra hélt áfram
ferð sinni um Norðurland í gær.
Fyrsta viðkoma var hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa og síðan var
keyrt í vestur frá Akureyri og
farið út á Hauganes og Árskógs-
strönd þar sem meðal annars var
rætt við menn í atvinnulífinu og
fyrirtæki skoðuð. Valdimar Kjart-
ansson útgerðarmaður á Hauga-
nesi gaf gestum kaffi áður en
rækjuvinnslan Árver og útgerð
G. Ben. voru heimsóttar.
Þvínæst var haldið til Dalvíkur þar
sem farið var í frystihús KEA, Pólar-
stjömuna, fiskeldisstöðina Ölunn og
Sæplast. Frá Dalvík var farið til Ól-
afsfjarðar og fyrirhugaður staður
fyrir jarðgöng í gegnum Múlann
skoðaður. Ráðherra heimsótti síðan
útgerðarfyrirtækin Magnús Gamal-
íelsson hf., Sæberg, Sæver og Sig-
valda Þórðarson. Bæjarskrifstofur
Ólafsfjarðar voru sóttar heim og
endað var hjá frumkvöðli í fijálsum
útvarpsrekstri, Skúla Pálssyni, þar
sem forsætisráðherra fór í stutt við-
tal.
Veðrið lék við ráðherra á Norður-
landi í gær og móttökur hafa allar
verið góðar. „Við sjáum mikla erfið-
leika hjá sumum fyrirtækjum og
jafnframt ugpgang hjá öðrum.
Frystihúsin á Ólafsfirði eiga í miklum
erfiðleikum auk þess sem hráefniss-
kortur hrjáir fyrirtækin til að hægt
sé að halda uppi fullri atvinnu. Á
Hauganesi var þó ekki sama sagan
og virtist Valdimar Kjartansson til
dæmis eiga nægan kvóta,“ sagði
Sigurbjörn Magnússon fram-
kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins í samtali við Morgun-
blaðið í gær, en hann er með í för-
inni ásamt Halldóri Blöndal alþingis-
manni og Birni Björnssyni út-
breiðslustjóra flokksins.
Ráðherra hé'.t fundi með heima-
mönnum á Dalvík og Ólafsfirði í
gærkvöldi og í dag verður haldið til
Grenivíkur, Mývatnssveitar og
Húsavíkur. Heimsókn forsætisráð-
herra til Norðurlands lýkur í kvöld.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Vestmannaey við bryggju Slippstöðvarinnar á Akureyri skömmu
áður en hún hélt til veiða sem frystiskip.
Vestmannaey VE 54 hélt á
veiðar sem „nýtt“ frystiskip
VESTMANNAEY VE 54 hélt til
veiða um hádegi á laugardag frá
Akureyri i fyrsta skipti sem frysti-
togari. Undanfarna 14 mánuði
hefur verið unnið að breytingum
á Vestmannaey, fyrst í Póllandi
og frá því í vor hafa starfsmenn
Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri
unnið að því að setja í skipið al-
frystibúnað og vinnslubúnað.
Breytingarnar munu hafa kostað
útgerð skipsins um 200 milljónir
króna. Útgerðarfyrirtækið Berg-
ur-Huginn sf. í Vestmannaeyjum á
og rekur Vestmannaey VE ásamt
Bergey VE, sem er 350 tonna tog-
ari. Auk þessa sér fyrirtækið um
reksturinn á Halkíon VE, Gídeon
VE, sem hvor um sig eru 220 tonn
að stærð, og. Smáey VE, sem er
100 tonn að stærð. Öll skipin eru
á togveiðum.
Vestmannaey hélt til Gdynia í Póll-
andi 5. maí í fyrra með viðkomu í
Vestur-Þýskalandi þar sem afli var
seldur á markað. Már Sigurðsson
útgerðarstjóri sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að verkið væri
vel unnið og væru menn almennt
ánægðir ef frá væru taldar tafir. Þó
væri ómögulegt að segja til um hve
miklar tafir urðu þar sem við bætt-
ust ýmis önnur verk er á leið. í fýrs-
tunni var skipið lengt um sex metra
og síðan aftur um fjóra þegar ákveð-
ið var að gera skipið að frystitogara.
„Sú ákvörðun var þó ekki tekin fyrr
en liðið hafði nokkuð á verktímann
enda virðist útlitið bjartara hjá frysti-
togaraútgerðinni en ísfisktogaraút-
gerð. Skipið kom til Akureyrar þann
12. maí og hafa engar tafir orðið á
framkvæmdum þar frá því sem segir
í samningi."
Már sagði skipið hafa verið end-
umýjað frá grunni og væri það nú
sem nýtt. Vestmannaey VE var fyrsta
skipið sem kom til landsins frá Jap-
an, en alls komu tíu hingað til lands.
Vestmanneyingar fengu skipið í jan-
úar 1973. Skipstjóri á Vestmannaey
er Eyjólfur Pétursson, fyrsti stýri-
maður er Birgir Þór Sverrisson og
yfírvélstjóri er Halldór Waagfjörð.
Vestmannaeyin er á veiðum fyrir
norðan land. Aðaleigendur fyrirtæk-
isins eru Magnús Kristinsson og
Kristinn Pálsson.
Hver verður sterkast-
ur á landsbyggðinni?
SJÖ kraftajötnar takast á um
titilinn „Sterkasti maður lands-
byggðarinnar" næstu tvo daga.
Á morgun hefst í þriðja sinn
aflraunamót á vegum Lyftinga-
ráðs Akureyrar en það er
helsta fjáröflunarleið félagsins.
Keppendur eru Flosi Jónsson
og Torfi Ólafsson, báðir frá Akur-
eyri, Magnús Ver Magnússon
Seyðisfirði, Njáll Torfason
Tálknafirði, Jón Gunnarsson Þor-
lákshöfn, Magnús Hauksson
Keflavík og Órn Traustason
Hauganesi.
Keppt verður í samtals átta
þrautum og fara þrjár þeirra fram
á morgun í miðbæ Akureyrar en
hinar fimm fara fram á Akur-
eyrarvelli á laugardaginn og hefst
keppni þar kl. 13.
A morgun verður keppt í
blönduhlaupi, pepsí-togi og bíla-
togi. Á laugardag munu keppend-
ur velta svinghljóli, kasta flug-
hamri, bera bobbinga og hlaupa
með fóðursekki. Auk þess taka
þeir þátt í leynigrein mótsins,
fanganýlenduþraut.
Hermann Guðmundsson útgerðarmaður á Árskógsströnd spjallaði
við forsætisráðherra og sýndi honum útgerð G.Ben.
Merki Norræns limdar
á Ólafsfirði afhjúpað
Ólafsfirði.
AFHJÚPAÐ var merki Nor-
ræna félagsins á Ólafsfirði sl.
sunnudag. Merkið var sett
upp á opnu svæði við bæjart-
jörnina þar sem ætlunin er
að verði norrænn lundur í
framtiðinni .
Það var Ragna Pálsdóttir,
fráfarandi formaður Norræna
félagsins á Ólafsfirði, sem af-
henti bæjarstjórn Ólafsfjarðar
merkið að gjöf en merkið
smíðaði eiginmaður hennar Har-
aldur Þórðarson. Starfsemi
Norræna félagsins á Ólafsfirði
er töluverð og snýst einkum um
tengsl við hliðstæð félög í vina-
bæjum Ólafsfjarðar á hinum
Norðurlöndunum.
Á vinabæjamóti sem haldið
var á Ólafsfirði fyrir tveimur
árum gróðursettu fulltrúar allra
Norðurlanda tré í þessum norr-
æna lundi og nú er ætlunin að
fegra og snyrta umhverfi tjarn-
arinnar með þennan norræna
lund að miðpunkti. Nú stendur
fyrir dyrum vinabæjamót í Hill-
eröd í Danmörku og munu um
40 manns sækja mótið frá Ólafs-
firði.
SB
Morgunbladid/Svuvar B. Magnússon
Óskar Þór Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar, Haraldur Þórð-
arson smiður, Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri og Ragna
Pálsdóttir, fráfarandi formaður Norræna félagsins.
Blaöburðarfólk
óskast í eftirtalin hverfi:
Skarðshlíð 1-21, Lyngholt og Stórholt
Uppl. í Hafnarstræti 85, Akureyri - sími 23905.