Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 34

Morgunblaðið - 21.07.1988, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nýlega var lokið við frágang á lóðum við íbúðir aldraða í Vogatungu í Kópavogi. Hitalögn er i gangstéttum. Það er bærinn sem sér um að planta og hirða um garðana. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Neðan við íbúðir bæjarins í Vogatungu eru framkvæmdir hafnar við eignaíbúðirnar, sem þar munu rísa og verða þær fyrstu afhentar í haust. Kópavogur: 50 umsóknir um 5 íbúðir KÓPAVOGSBÆR mun á næst- unni úthluta fimm ibúðum i rað- húsum í Vogatungu. Þegar er búið að afhenda 20 íbúðir af 28; sem bærinn byggir í hverfinu. I sama hverfi eru framkvæmdir hafnar við fyrstu íbúðirnar af 30 eignaíbúðum, sem allar hafa verið seldar og verða þær af- hentar eigendum í haust. í könnun sem gerð var fyrir Kópavogsbæ kom í ljós að 92% elli- lífeyrisþega í Kópavogi búa í eigin húsnæði. Að sögn Kristjáns Guð- mundssonar bæjarstjóra hafa fjöl- margir þeirra lýst áhuga á að minnka við sig húsnæði. Framkvæmdir hófust í Voga- tungu 20. september 1985 og voru fyrstu íbúðirnar afhentar í mars 1987. „Þessar íbúðir eru vel kjmnt- ar og mikil eftirspum eins og sést á ljolda umsækjenda," sagði Kristj- án Guðmundsson bæjarstjóri. „Það er einkum tvennt, sem fólk virðist sækjast eftir og það er hvemig landið Iiggur við sólu og hversu langt er í alla þjónustu. Ibúðimar í Vogatunga eru mjög vel staðsett- ar með útsýn yfir voginn og mið- bæinn á næstu grösum en búið er að gera undirgang undir umferðar- götur sem liggja að honum. Það er því ekki langt að fara fyrir þá, sem vilja til dæmis nýta sér matar- þjónustu bæjarins í hádeginu." Norræna húsið: Islenskir steinar á dagskrá í NORRÆNA húsinu eru íslensk- ir steinar á dagskrá í „Opnu húsi“, fimmtudagskvöldið 21. júli kl. 20.30. Dagskráin er ætluð fyrir norræna ferðamenn og aðra gesti. Fyrirlesari kvöldsins verður Sveinn Jakobsson jarð- fræðingur og er fyrirlesturinn hans um íslenska steina á dönsku. Um þessar mundir stendur einnig yfir sýning á íslenskum steinum í anddyri Norræna hússins. Að fyrir- lestrinum loknum verður sýnd kvik- mynd Ósvalds og Vilhjálms Knud- sens „Eldur í Heimaey" með dönsku tali. Bókasafn og kaffistofa Norræna hússins verða opin til 22 svo lengi sem „Opið hús“ verður á dagskrá í sumar. Ollum er heimill aðgangur og aðganseyrir er enginn að dag- skránni. (Úr fréttatilkynningu) Álit nefndar um verðtrygg- ingn fjárskuldbindinga NEFND sem Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra skipaði hinn 13. april sl. hefur nú skilað áliti. Verkefni nefndarinnar má skipta í fimm hluta, þ.e. að draga saman gögn varðandi verðtryggingu Gísli Guðmundsson fórstjóri Bifreiða og Landbúnaðarvéla, Hlynur Árnason sölustjóri og Jón V. Guðjónsson framkvæmdarstjóri, í sýn- ingarsal hins nýja húsnæðis fyrirtækisins við Armúla. Lada-umboðið tekur nýtt húsnæði í notkun LADA-umboðið, Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf., hefur tek- ið í notkun nýtt 3.200 fm hús- næði að Ármúla 13. Húsið er fjögurra hæða auk kjallara, en fyrirtækið leigir út þijár efstu hæðirnar. Á jarðhæð er sýningarsalur og bílageymsla fyrir tilbúna bíla auk söluskrifstofa. Þar fer einnig fram afhending nýrra bifreiða. í kjallara hússins, sem er um 1.300 fm að stærð, er bílageymsla og standsetning nýrra bifreiða. Skrifstofur fyrirtækisins verða hins vegar áfram í fyrra húsnæði að Suðurlandsbraut 14. Þá stendur til að flytja verkstæði fyrirtækisins í nýtt og stærra húsnæði. Arkitekt hins nýja húss er Vífill Magnússon en innanhússarkitekt Finnur Fróðason. Bifreiðar og Landbúnaðarvélar seldu 2.800 Lada-bifreiðar á síðasta ári og festi því meira en eitt prósent þjóðarinnar kaup á slíkri bifreið í fýrra. Það sem af er þessu ári hafa um 1.200 Lada bifreiðar selst. Um helgina verður bílasýning í hinu nýja húsnæði Bifreiða og Landbúnaðarvéla að Ármúla 13 þar sem boðið verður upp á veitingar fyrir böm og fullorðna. fjárskuldbindinga á íslandi, fjalla um misgengi Iauna og lánskjara, lagagrundvöll verðtryggingar, gera tilllögur um breytingar á tilhögun og frekari áfanga í af- námi verðtryggingar og loks um framtíðarskipan verðtryggingar. í fréttatilkynningu sem við- skiptaráðuneytið hefur sent frá sér kemur fram að helstu niður- stöður nefndarinnar eru eftirfar- andi: Áætlanir um framvindu verðlags og launa á gildistíma bráðabirgða- laganna sem sett voru í maí benda til þess að lánskjaravísitala hækki um 10% umfram laun á þessu tíma- bili. Þótt hér sé um nokkuð mis- gengi að ræða er ekki unnt að jafna því við fyrra misgengi 1982-’83, enda fór þá saman tvöfalt til þre- falt meira misgengi launa og láns- kjaravísitölu, mikil hækkun vaxta verðtryggðra lána, lækkun fast- eignaverðs og þung greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum vegna mikillar verðbólgu. Aðstæður nú eru allt aðrar. Lög um greiðslujöfnun sem sett voru á árinu 1985 eru mikilvægur öryggisventill, til þess ætlaður að tryggja stöðu launafólks gagnvart verðtryggingu við breytilegan kaup- mátt. Ekki hefur að marki reynt á lögin til þessa, en þau tryggja jöfn- un greiðslubyrði vegna lána úr byggingarsjóðum ríkisins, sem nú gegna miklu stærra hlutverki en áður í fjármögnun íbúðakaupa. Nefndin leggur til að greiðslujöfnun verði tekin upp á lánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga. Nefndin álítur að því séu form- lega litlar skorður settar hveijar breytingar megi gera á lánskjara- vísitölunni svo fremi sem breyting- amar séu almenns eðlis og taki ekki til áunninna réttinda. Seðla- bankinn getur tekið ákvörðun um breytingar á lánskjaravísitölunni sem rúmast innan ramma núgild- andi laga. Til marks um mikilvægi verð- tryggingar í lánakerfínu má nefna að um síðustu áramót voru um 84% lána með verð- eða gengistryggingu og þá voru um 55% innlána banka- kerfísins verðtryggð, munurinn ský- rist m.a. endurlánuðu erlendu láns- fé. Af þessum ástæðum og með til- liti til verðlagsþróunar að undan- fömu telur nefndin ríkar ástæður til þess að varlega verði farið í af- nám verðtryggingar af inn- og út- lánum og telur tillögugerð í því efni ekki tímabæra. Verðtrygging og hækkandi raun- vextir hafa haft mjög jákvæð áhrif á þróun peningalegs spamaðar, sem vaxið hefur úr því að vera um 47% af landsframleiðslu 1980 í 74% í lok síðasta árs. Samhliða hefur dregið úr notkun erlends lánsfjár. Nefndin telur að til greina hefði komið að taka óbeina skatta og nið- urgreiðslur út úr gmnni lánskjarav- ísitölunnar í upphafi, en telur orka mjög tvímaélis að ráðast í slíka breytingu nú. Nefndin telur að það eigi að vera meginregla að vextir af verðtryggð- um lánum verði fastákveðnir við samningsgerð og að núverandi fyrir- komulagi breytilegra vaxta verði breytt þannig að vextir breytist ein- ungis með reglubundnum hætti, t.d. á gjalddaga lána, að kröfuhafí til- kynni skuldara vaxtabreytingar og að skuldari eigi rétt til þess að segja samningum upp verði breytingar á vaxtakjörum, Nefndin bendir á að þegar heimild til verðtryggingar bankalána var fyrst veitt vom þeir vextir ákveðnir af Seðlabankanum 2% en em nú að jafnaði um 9,5%. Nefndin bendir einnig á að nýjustu efnahagsáætlanir bendi til þess að draga muni úr spennu á lánamark- aði á næstunni. Að öllu öðm óbreyttu megi því búast við að for- sendur séu að skapast fyrir hjöðnun raunvaxta. Við ríkjandi aðstæður telur nefndin ekki rétt að leggja til breyt- ingar á gmndvelli, samsetningu eða útreikningi lánskjaravísitölu. Sam- anburður lánskjaravísitölu við aðra verðlagsmælikvarða leiðir ekki í ljós vemlegt misgengi þegar til lengri tíma er litið. Vemlegar skammtíma- sveiflur hafa hins vegar átt sér stað í þróun lánskjaravísitölu og vísitalna kaupgjalds og gengis. Benda má á að vaxtafótur verðtryggðra lána er að sjálfsögðu háður vísitölunni, sem við er miðað. Sé hún talin skuldara hagstæð yrði án efa tilhneiging til hækkunar á vaxtafætinum og öfugt. Nefndin telur að þær breytingar sem nú era að verða á fjármagns- viðskiptum milli landa muni kalla á hliðstæða þróun hér á landi. Frelsi í fjármagnsviðskiptum leiðir til þess að fjármagnskostnaður hér á landi hlýtur að samræmast ljármagns- kostnaði í helstu viðskiptalöndum landsmanna. Valdi lánskjaravísital- an vemlegu misgengi lánskjara hér á landi og í öðmm löndum fær hún ekki staðist til lengdar. Þær hræringar sem hér um ræð- ir gefa tilefni til þess að stjómvöld leggi rækilegt mat á stefnuna í gengismálum, í fjármagnsviðskipt- um við útlönd og verðtryggingar- málum. í tengslum við aðgerðir og framvindu í þessum efnum telur nefndin að tilefni geti gefist til end- urskoðunar á gerð lánskjaravísitölu með hliðsjón af breyttum aðstæðum. Meginniðurstaða nefndarinnar er þannig sú að breytingar á fyrir- komulagi verðtiyggingar séu því aðeins tímabærar að þær séu hluti af víðtækum, alhliða efnahagsað- gerðum, sem stuðli að jafnvægi í þjóðarbúskapnum, inn á við og út á við. Markmið slíkra breytinga ætti að vera að koma á betra samræmi milli lánskjara hér á landi og í um- heiminum, en til þess að það takist þarf að ná verðbólgunni hér á landi niður á sambærilegt stig við það sem algengast er í viðskiptalöndum ís- lendinga. Nefndina skipuðu Birgir Ámason hagfræðingur, Gestur Jónsson hrl., Magnús Jónsson veðurfræðingur, Ólafur ísleifsson hagfræðingur, Stefán Melsted lögfræðingur, Yngvi Om Kristinsson hagfræðingur og Bjöm Bjömsson bankastjóri, sem var formaður nefndarinnar. Nefndin skila sameiginlegu áliti, en Mag^nús Jónsson gerir fyrirvara um einstaka þætti nefndarálitsins. Reykjavík, 20. júlí 1988. Egilsstaðakirkja: Þýskur kór og íslenskur einsöng’vari Kór Pauluskirkju í Hambach- /Neustadt heldur tónleika í Eg- ilsstaðakirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni em kirkjuleg og veraldleg kórverk og orgeltónlist. Einsöngvari með kómum verður Margrét Bóasdóttir og orgelleikari verður prófessor Heinz Markus Göttsche. Stjómandi verður Carola Bischoff.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.