Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988'
SVAR
MÍTT
eftir Billy (iraham
Þegar hrif ning’in dvínar
Eg hef verið giftur í nokkur ár og er farinn að óttast
um hjónaband okkar. I fyrstu vorum við ákaflega ást-
fangin en nú eru þessar ástartilfinningar að réna. Hvern-
ig getum við vakið þær að nýju?
Eg hef veitt því athygli að nokkur munur er á rómantík
og sannri ást. Þetta tvennt er oft mjög nátengt og þó mismun-
andi. Eg ætla að útskýra mál mitt.
Þegar rómantísk ást gagntekur okkur svella tilfinningarn-
ar. Karl og kona laðast hvort að öðru og eru í sjöunda himni.
Það er þetta sem fólk á oft við þegar það segist vera ást-
fangið. Það ber sterkar rómantískar tilfínningar í bijósti hvort
til annars. Auðvitað er ekkert rangt við það. Sannri ást fylgja
heitar tílfínningar.
En hér er sá hængur á að rómantísk ást dvínar smám
saman. Sælukenndin sem yfírgnæfði allt er ekki eins sterk
og áður og getur jafnvel horfíð með öllu. Því miður gerist
það þegar þetta ber við, að hjónin halda að nú sé úti um ástina
í sambúð þeirra og því sé best að skilja.
Eg vona þó að þið farið ekki þá leið, enda þarf svo ekki
að verða ef þið vinnið að því að byggja sambúð ykkar á
sannri ást. Hún er rómantísk tilfínning — en hún er meira.
Hún felur það í sér að þið helgið ykkur hvort öðru og streng-
ið þess heit að sýna hvort öðru vinsemd og tillitssemi í stað
eigingimi.
Já, kærleikurinn er ekki aðeins tilfínning heldur líka at-
höfn, framkoma. Lestu orð Biblíunnar þegar hún lýsir einkenn-
um sannrar elsku:
„Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleik-
urinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir
sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki
síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki Iangrækinn. Hann gleðst
ekki yfír óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breið-
ir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.“ (1. Kor. 13,4—7.)
Slíkur er kærleikurinn sem Guð auðsýnir okkur, og ég bið
þess að þið hjónin komist að raun um kærleika hans með því
að gefa ykkur Kristi á vald og reisa hjónaband ykkar á hon-
um. Leitist síðan við að sýna hvort öðru einlægan kærleika.
Þegar þið gerið það mun aftur lifna í gömlum glæðum hrifn-
ingar og sælu og ást ykkar verður miklu dýpri og auðugri
en ykkur hefur nokkum tíma órað fyrir.
n^Mr*sturtuklefi með öllum
fylgihlutum á frábæru verði
HREINIÆTI
ER OKKAR FAG
J. ÞORLAKSSON &
NORÐMANN H.F.
RÉTTARHÁLSI 2
SÍMI 8 38 33
Minning:
*
OlafurK. Bærings-
son — Patreksfirði
Fæddur 2. maí 1927
Dáinn 12. júlí 1988
í dag, 21. júlí, verður jarðsunginn
frá Patreksfjarðarkirkju Ólafur
Kristinn Bæringsson, verktaki, en
hann lést á heimili sínu, Bjarkargötu
8, Patreksfirði, hinn 12. þ.m.
Hann fæddist í Efri-Tungu í Ör-
lygshöfn hinn 2. maí 1927 og var
því rúmlega 61 árs er hann lést.
Foreldrar hans voru hjónin Jó-
hanna Ámadóttir og Bæring Bjarna-
son, er þar bjuggu. Ólafur fluttist
bam að aldri með foreldrum sínum
til Patreksfjarðar og ólst þar upp. Á
Patreksfirði átti hann síðan heima
alla tíð, og þar skilaði hann miklu
og giftudrjúgu ævistarfí allt til
síðasta dags.
Ungur að árum fór hann til náms
í Héraðsskólann á Laugarvatni og
dvaldi þar í þijá vetur. Að námi lo-
knu gerðist hann starfsmaður hjá
fyrirtækjum Ó. Jóhannesson & Co.
hf. á Vatneyri og vann þar hin
margvíslegustu störf um mörg ár,
eða allt til ársins 1963 að hann hóf
sinn eigin atvinnurekstur hér í
byggðarlaginu. Hann festi þá kaup
á skurðgröfu, hinni fyrstu hér um
slóðir, enda mikil verkefni fyrir slíkt
tæki. Um árabil vann hann við virkj-
unarframkvæmdirpar í Mjólká við
Amarfjörð, og mun þá vinnudagur-
inn oft hafa verið ærið langur.
Fljótfega óx þessi atvinnurekstur
mjög, tækjum og vélum fjölgaði,
verkefnin vom bæði stór og smá.
Ólafur naut mikils trausts allra
þeirra, er hann vann fyrir, enda
óvenju útsjónarsamur og hagsýnn í
öllum verkum.
Þegar synir hans, Gísli og Ágúst,
gengu til samstarfs við hann um
reksturinn, má segja að til hafí orðið
myndarlegt verktakafyrirtæki, hið
langstærsta á sunnanverðum Vest-
fjörðum.
Yfírstjóm öll og ákvarðanataka
hvíldi þó á traustum herðum Ólafs,
og hann var sá sem hélt um stjóm-
völinn, allt til síðasta dags.
Ólafur var á sínum yngri árum
mikill áhugamaður um hverskonar
íþróttir, og sjálfur var hann ágætur
íþróttamaður. Mér er einkum minnis-
stætt hversu afbragðsspretthlaupari
hann var, harður og fylginn sér enda
vann hann flest þau hlaup er hann
tók þátt í.
Ólafur var gæddur miklum félags-
þroska, og valdist því oft í forystu-
sveit hinna ýmsu félaga hér í þorp-
inu. Hann var um árabil formaður
Verkalýðsfélags Patreksfíarðar, og
það hafa sagt mér kunnugir að því
starfí hafí hann gegnt af mikilli festu
og skyldurækni.
Óhætt er að segja að árið 1954
hafí fært honum mikla gæfu, en hinn
30. október það ár gekk hann að
eiga eftirlifandi eiginkonu sína,
Hrafnhildi Ágústsdóttur frá Bíldu-
dal. Þar sameinuðust tveir dugmiklir
persónuleikar, er áttu eftir að skapa
friðsælt og gott heimili þar sem vin-
ir og frændur voru alltaf velkomnir.
Jafnframt húsmóðurstörfunum
hefír Hrafnhildur tekið virkan þátt I
atvinnurekstri þeirra feðga. Hún
reyndist eiginmanni sínum mikii stoð
og stytta, ekki síst eftir að Ólafur
kenndi sér þess meins, fyrir fímm
árum, er varð honum að aldurtila.
Þau Ólafur og Hrafnhildur eignuð-
ust þijá mannvænlega syni, er allir
eru nú uppkomnir og kvæntir. Ágúst
og Gísli eru búsettir á Patreksfírði,
en Bæring býr í Mosfellsbæ.
Við fráfall góðs vinar koma upp
í hugann margar ljúfar minningar
úr lífi og starfi. Þess vegna er sökn-
uðurinn mikill meðai okkar vina hans
og félaga. Það er mikil eftirsjón í
Ólafí úr okkar litla byggðarlagi, þar
sem hann var svo virkur alla tíð.
Skarð hans mun. því vandfyllt.
Fjölskyldur okkar hafa búið hér í
nábýli alla tíð síðan við giftum okkur
og stofnuðum heimili okkar sama
daginn fyrir 34 árum. Börnin okkar
léku sér oft saman og náin vináttu-
tengsl milli fjölskyldna okkar hafa
haldist alla tíð.
Við Sjöfn minnumst með gleði
allra ferðanna sem við fórum saman,
bæði innanlands og utan. Við nutum
þess öll að komast til hlýju landanna
og njóta þar hvíldar og hressingar í
þessum glaðværa hópi.
Þegar lífsbrautir fólks liggja sam-
an um áratuga skeið, verða fátækleg
orð lítíls virði. Sannur drengskapar-
og heiðursmaður hefir kvatt, en
minningin lifir og hún er okkur mik-
ils virði.
Þótt nú skilji leiðir, trúi ég því að
til séu bönd sem dauðinn fær ekki
rofíð. Við Sjöfn færum eiginkonu
hans, bömum, tengdabömum svo og
ástvinum hans öllum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Ingólfur Arason
Hann fæddist að Efri-Tungu í
Örlygshöfn, sonur hjónanna Jóhönnu
Guðbjargar Ámadóttur og Bærings
Bjamasonar, er bjuggu þar. Fjöl-
skyldan fluttist til Patreksfjarðar
árið 1930. Þau eignuðust níu böm,
sjö syni og tvær dætur. Á lífí eru tvö
systkinabörn, Anna og Sigurjón, og
eru þau bæði búsett á Patreksfírði.
Ólafur kvæntist 30. október 1954
Hrafnhildi Ágústsdóttur frá Valhöll
á Bíldudal, dóttur hjónanna Jakobínu
Pálsdóttur frá Vatnsfirði og Ágústs
Sigurðssonar, kaupmanns. Þau lét-
• ust bæði árið 1943.
Systkinin frá Valhöll vom sjö, þrír
synir og fjórar dætur, og ein fóstur-
dóttir.
Hrafnhildur og Ólafur hafa ætíð
búið á Bjarkargötu 8 á Patreksfirði
og hefur hann rekið þar umfangs-
mikið fyrirtæki, Vinnuvélar hf., sem
hann stofnaði árið 1963 og er það
fjölskyldufyrirtæki.
Þau eignuðust þrjá syni:
Gísla, sem vinnur við fyrirtækið,
hann er kvæntur Kristínu Gísladóttur
íþróttakennara, og eiga þau eina
dóttur, Sunnu Sigurósk.
Bæring, markaðsstjóra hjá Vífíl-
felli hf., kvæntur Guðbjörgu Péturs-
dóttur, sem vinnur hjá Iðntækni-
stofnun íslands. Þau búa í Mosfells-
bæ og eiga tvær dætur, Hildi Björgu
og Helgu Láru.
Ágúst, sem vinnur við fyrirtækið,
er kvæntur Nönnu Leifsdóttur og
eiga þau tvo syni, Ólaf Kristin og
Guðmund Bæring. Allt er þetta unga
fólk harðduglegt.
Ólafur var á yngri árum mikill
íþróttamaður og einnig Hrafnhildur.
Heimili systur okkar og Ólafs á
Bjarkargötu 8 hefur ætíð legið um
þjóðbraut þvera, þau voru vinmörg
og afar gestrisin. Það stóð ætíð opið
gestum, vinum og „stórfjölskyldu"
okkar systkinanna.
Ólafur var hörkuduglegur maður,
verkhygginn með afbrigðum,
skemmtilegur og sérlega prúður og
hlýr maður.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
þökkum honum samfylgdina, sem
aldrei bar skugga á. Elskulegri syst-
ur okkar og fíölskyldu hennar biðjum
við guðs blessunar um ókomin ár.
Mætur maður er farinn á fund
feðra sinna.
Systkinin frá Valhöll
Sigríður Michel-
sen - Kveðjuorð
Nú kveð ég vjnkonu mína Sigríði
Michelsen, konu sem hefur gengið í
gegnum svo ólýsanlega þung veik-
indi sem hún hefur borið með ofur-
mannlegu þreki, alltaf glöð og gef-
andi birtu í umhverfi sínu, og kvaddi
þennan heim með reisn. En hún
Sigga Mikk, eins og við kölluðum
hana, var svona í gegnum lífíð.
Við bjuggum í Hveragerði og
bömin okkar ólust upp saman. Auð-
vitað vorum við ekki alltaf sammála,
tókum hvor aðra í karphúsið sem
endaði í eldhúskróknum í sátt og
samlyndi.
Þegar ég sit hér í kvöld og fletti
upp í minningum eins og bók sem
ég get lesið aftur og aftur, kemur
margt í hugann. Við voru saman í
kvenfélaginu í Hveragerði í skemmti-
og fjáröflunamefnd. Það þótti nú
ekki allt gáfulegt sem við létum okk-
ur detta í hug og ekki var það betra
þegar hún Dúna í Rósakoti bættist
í hópinn.
Eitt kvöld þegar ég var búin að
svæfa bömin, datt mér í hug að við
ættum að halda blómaball og velja
blómadrottningu. Ég hringdi í Dúnu
°K Siggu. Ekkert mál, við gerum
það. En við vorum ekki einar í nefnd-
inni og hinar töldu þetta amerískan
stæl og sögðu sig úr nefndinni. Við
héldum okkar striki. Garðyrkjumenn
skreyttu húsið. Ung stúlka í kvenna-
skóla Ámýjar var valin blómadrottn-
ing. Palli og Sigga leiddu dansinn
eins og þeim var einum lagið.
Þegar ég vann með bömin í barna-
stúkunni var það alltaf Sigga sem
hjálpaði mér, gerði búninga og mál-
aði.
Einu sinni veiktust börnin mín af
skarlatsótt og heimilið var sett í
sóttkví. Hver var það nema Sigga
sem hringdi á hvetjum degi? Laufey
mín, vantar þig eitthvað úr búð?
Kassi af tómötum, vínberjum eða
gúrkum birtist á hlaðinu.
Það var ósköp notalegt að hitta
Siggu og hún sagði við mig: Það
veitti ekki af að laga á þér hárið,
komdu i kvöldkaffi. Kom svo heim
með permanent.
Það var svo undarlegt hvað við
Sigga áttum margt sameiginlegt
þrátt fyrir það hvað við vorum ólík-
ar. Það var allt svo fínt og fágað
hjá henni en allt í belg og biðu hjá
mér. Mér þótti svo innilega vænt um
hennar syni, þessa óþægðarpjakka,
eins og mín börn sem ekkert voru
betri.
Ég bið góðan guð að gefa bónda
hennar og fjölskyldu styrk á þessum
erfíða hjalla lífs og dauða. Það sem
er fyrir öllu er að hennar þrauta-
göngu er lokið. Guð blessi ykkur öll
og minningu hennar.
Laufey Jakobsdóttir