Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 Morgunblaðið/gugu Björn Valdimarsson framkvæmdastjóri og Þórdís Kristleifsdóttir hönnuður i Moss-peysum frá Drífu h.f. INNHVERF ÍHUGUN Kynnist þessari einföldu slökunartækni Maharishi, innhverfri íhugun (Transcend- ental Meditation), með því að hlýða á al- mennan kynningarfyrirlestur i kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 í Garðastræti 17 (3. hæð). Aðgangur ókeypis. ísienaka íhugunarfélagið, s. 10662. Útborgun: 24.170 og 5.000. á mán. REYKJAVÍK i............ .............—.. og kosta aðeins 74.170.- Viðerumaðtakaheim stóra sendingu af Pandúa settunum í „Leather-Look“ efn- unumsemerusvoslit- sterksófasett 3 + 2+1 og 3+1 +1í brúnu, svörtu, gráu, drapp- lituðu o.fl. litum. Moss-peysur frá Hvammstanga: Framleiða hátískuvöru á inn- lendan og erlendan markað Ullarpeysur frá Ullariðnaðar- fyrirtækinu Drífu á Hvamm- stanga hafa fengið góðar við- tökur, en fyrirtækið hóf hönnun og markaðssetningu á peysun- um hérlendis og erlendis fyrir þremur árum. Við fyrirtækið starfa nú um fimmtán manns, en það starfaði í 12 ár sem und- irverktakafyrirtæki sem að mestu fékkst við jakkasaum. Morgunblaðið tók tali fram- kvæmdastjóra og hönnuð fyrirtæk- isins, þau Bjöm Valdimarsson og Þórdísi Kristleifsdóttur og leitaði frétta af fyrirtækinu. „Við flytjum út þriðjung fram- leiðslu okkar á markaði erlendis, til Norðurlanda, Þýskalands og Bretlands. Þetta er fyrsta árið sem við flytjum sjálf út vöruna. Áður fluttum við út í samvinnu við Ála- WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir SöojollaQíLflSpiuir <St Vesturgötu 16, sími 13280 Broadway TAÐ URÞARS EM ÞÚ ERT NÚ MER „UNO“ OGA LLTAF MJÖG SVOVEL KOMINN. SJÁUMST í FÍNU FORMI. Starfsfólk Tískusýning í Blómasal á morgun á íslenskum fatnaði. Módelsamtökin sýna ullarlinuna '88 i hádeginu alla (östu- daga frá Rammagerðinni, Hildu, Fínull, Álafossi ásamt skartgripum frá Jens Guðjónssyni gullsmió. Vikingaskipið er hlaðið islenskum úrvalsréttum alladagaársins. Sjávarréttahlaðborð á aðeins 995 kr. Borðapantanir f síma 22321. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA 2? HÓTEL foss en síðan ákváðum við að sjá um útflutninginn sjálf. Við fáum viðunandi verð fyrir peysurnar er- lendis og gengisforsendur fyrir út- flutninginn hafa batnað upp á síðkastið. En þetta er samt allt í járnum enn. Vaxtapólitíkin kemur til með að sliga alla framleiðslu í þessu landi,“ sagði Björn Valdi- marsson framkvæmdastjóri. „Upp úr 1980 gerðist æ erfiðara að reka undirverktakafyrirtæki. Útflutningsfyrirtækin sýndu æ ríkari tilhneigingu til að sölsa undir sig framleiðslufyrirtækin svo við sáum okkar ráð óvænna að fara að flytja vöruna út sjálf. í fram- haldi af því leituðum við eftir hönn- uði og nú erum við að þreifa fyrir okkar á mörkuðum erlendis og virð- ast viðtökur vera með ágætum. Þá erum við í vöruþróunarverkefni með Iðntæknistofnun sem felst í að finna nýtt band og höfum við verið að reyna okkur áfram með kanínuull til að gera peysur okkar gjaldgeng- ari tískuvöru," sagði Björn enn- fremur. Hönnuðurinn, Þórdís Kristleifs- dóttir, nam fagið í „Köbenhavns mode og design skole“ sem er nýr af nálinni og var hún í fyrsta ár- gangi sem útskrifaðist þaðan. Hún er úr Kópavogi og kvaðst hún ekki hafa verið ginnkeypt fyrir því í fyrstu að fara til Hvammstanga til að hanna ullarpeysur en lét þó til leiðast að lokum. Hún hefur hannað fjöldann allan af peysum og af þeim hafa 11 mynstur í þremur litasam- setningum verið settar í fram- leiðslu. „Eg vinn þetta mest í skorpum á sumrin. Á veturna sinni égýmsum öðrum störfum við fyrirtækið, eins og til að mynda kynningu. Þessi mynstur virðast falla ágætlega að smekk útlendinga en við höfum átt í dálitlum erfiðleikum með bandið í peysurnar. Peysurnar eru full- hlýjar fyrir erlenda kaupendur þó þær eigi ágætlega við hér á landi. Þá þykja þær einnig of líkar ítölsku línunni. Þess vegna erum við að leita fyrir okkur með fínna band,“ sagði Þórdís. Þau sögðu að þetta stæði allt í jámum enn sem komið er, en að unnið væri að markaðsmálum og vöruþróun og ef varan næði að festa sig á markaði erlendis væri framtíð- in björt. Þau vildu einnig koma á framfæri að starfsfólk Drífu h.f. ætti þakkir skildar fyrir vel unnin störf því oft gleymdist það í öllu argaþrasinu. 60 sleðahund- ar til Thule- veiðimanna Grænlandssjóðurinn á Islandi styrkti fyrir skömmu veiðimenn í nyrstu byggðum Grænlands með jafnvirði 60 sleðahunda, en pest sem kom upp í hundastofni veiði- mannanna síðastliðinn vetur drap um 80 % af hundunum í Thule, eða um 700 hunda. Byggðirnar norðan við Thule eru þær nyrstu í heimi, en þar búa innan við 1000 manns. A undanfömum mánuðum fór fram landssöfnun í Grænlandi til þess að hlaupa undir bagga hjá veiði- mönnunum, því án sleðahunda eru þeim allar bjargir bannaðar. Búið er að afla fjár fyrir um 450 hunda, en veiðimennirnir verða að þjálfa hunda sína sérstaklega og þykir það ekki síður mikilvægt en tamning hesta á íslandi. Grænlandssjóðurinn starfar í nafni Alþingis og voru sendar til Norður- Grænlands 30 þúsund krón- ur danskar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.