Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hœfileikar Bog-
mannsins
í dag er röðin komin að hæfi-
leikum og jákvæðum eiginleik-
um Bogmannsins (22. nóv.-21.
des.). Eins og áður er fyrst og
fremst íj'allað um mögulega
hæfileika, eða það'sem býr i
merkinu, en eigi að síður þarf
aðhlynningu við.
Fjölhœfur
Hæfileikar Bogmannsins eru
margir því hann er fjölhæft
merki. Hann getur því fengist
við nokkuð mörg og ólfk starfs-
svið með góðum árangri. Það
er því erfitt að festa hann nið-
ur og segja að hann hafi hæfi-
leika á einu afmörkuðu sviði
öðrum fremur. Enda er það svo
með Bogmanninn að sjálfur
vill hann ekki láta binda sig
niður eða takmarka um of við
eitt ákveðið svið. Eigi að síður
standa nokkrir málaflokkar
uppúr þegar hann er annars
vegar.
Yfirsýn
Júpíter, sem m.a. er táknrænn
fyrir æðri hugsun, er stjómandi
Bogmannsins. Það táknar að
hann hefur hæfileika þar sem
hugsun og hugmyndavinna
nýtur sín. Þegar talað er um
æðri hugsun er átt við þann
hæfíleika að tengja saman ólík
þekkingarbrot og mynda eina
samhangandi heild. Hæfileiki
Bogmannsins er sá að hann á
frekar auðvelt með að hafa
yfirsýn yfír heild hvers máls,
að sjá hvað tengist og hvað
ekki. Það hefúr því verið sagt
að Bogmaðurinn hafi hæfileika
sem lögfræðingur og heim-
spekingur eða almennt á sviði
aeðri menntunar.
Hugmyndarikur
Framangreindur hæfileiki get-
ur riýst honum á mörgum öðr-
um sviðum en í lögfræði og
háskólamenntun. Bogmaður
sem fæst við viðskipti hefur
t.d. hæfileika til að hafa yfirsýn
yfir markaðinn og sjá fyrir sér
nýja möguleika. Samfara þessu
er síðan það að vera hug-
myndaríkur.
FerÖamál
Eitt af sígildari hæfileikasvið-
um Bogmannsins tengist ferða-
málum, erlendum löndum og
tungumálum. Hæfileiki hans til
að hafa yfirsýn nær eirinig til
þess að skilja ólík þjóðfélög,
hugsunarhátt manna af ólíkum
uppruna og til þess að læra
ólíkartungur. Tungumálahæfi-
leiki Bogmannsins nýtur sín
þó aðallega á staðnum sjálfum,
þegar lifandi tungumál er ann-
ars vegar.
JákvceÖ viÖhorf
Einn helsti hæfileiki Bog-
mannsins er fólginn í jákvæð-
um og opnum viðhorfum. Hann
er yfirleitt vakandi gagnvart
lifinu og möguleikum þess.
Hann er þvi frekar fordómalít-
ill og fljótur að sjá tækifæri
þar sem aðrir sjá ekkert.
Sveigjanleiki
Bogmaðurinn býr oft yfir
ákveðnum sveigjanleika, bæði
andlega og líkamlega. Hann
er liðugur og því oft góður í
íþróttum, enda þarf hann einn-
ig á líkamlegri útrás að halda.
Skjót viöbrögö
Meðal annarra hæfileika má
nefna að Bogmaðurinn býr yfir
snerpu og hefur hæfileika til
að taka skjótar ákvarðanir.
Hann getur því starfað án ut-
anaðkomandi reglna og þar
sem öryggi er lítið en þeim
mun meira reynir á skjót og
sjálfstæð viðbrögð. Hann er þvi
góður í frumskóginum.
GARPUR
LfaTTCJ/CLE/VI/VtA c/ao i/o
HlTT/t /WG T , tÐ,ys>AR /
| SAL R.ÍICIS -
I R'ADS/NS.
JÓF/ZHHtJHPTUfi. SG/NA /SEVNtsr
A&ETLEG/t.'HEF7ZX3/NN HELDOP
/30 ÓETTA SÉ HA/JS
ARTLUN/
J-Jj. /HEÐ HUGPHSFSHO KLEAT/Ubq
1 cg hefklFnshu/yi///N/ OrF'ý/nunf
' !//£> ÞESSAfít plaGu yF/H ETelZ/JÍU/
SEGTU/H 6LESS V/D
be/na;
GRETTIR
TOIV/IIWII (Ví IPIVIIVII
IwlVIIVII LHJ JCLImIMI
tfYSNAR. /ETLt
AE> HALDA TE~
| lAoi/ A
UUbKA
| MÚJ HETUR FöSTBURÐAR-_^
GJAUXO HÆJCMÐ UM /
þKRdNU "
FERDINAND
SMAFOLK
Þríkeppni? Auðvitað .
Ég lauk þríkeppni seinast Ég át kleinuhring, pizzu
í gær____ og stóran ís!
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Jeff Meckstroth og Eric Rod-
well verða í liði Bandaríkja-
manna sem spilar á ólympíumót-
inu í Feneyjum i haust. Hér eru
þeir að verki í vöm gegn þremur
gröndum.
Norður gefur; allir á hættu.
Norður ♦ K74
¥ ÁD8542
♦ D62 ♦ 7
Vestur Austur
♦ Á108 ♦ 9632
¥106 11 ¥K97
♦ K109874 ♦ g
♦ G8 Suður ♦ DG5 ¥ G3 ♦ Á53 ♦ Á6543
♦ KD1092
Vestur Norður Austur Suður
— 1 hjarta Pass 2 lauf
Pass 2 hjörtu Pass 2 grönd
Pass Pass 3 grönd Pass Pass
Útspil: Tígulnía.
Niuútspil lofar tíunni sam-
kvæmt þeirra aðferðum en ekki
endilega hærra háspili. Sagn-
hafi, reyndur landsliðsmaður,
drap fyrsta slaginn á ásinn
heima og sótti hjartað. Hann
fékk að eiga á hjartagosann en
Meckstoth í austur drap næst á
hjartakóng og skipti yfir í spaða.
Til að standa vörð um spaðainn-
komu heima lét suður smám
saman spaða og fékk slaginn á
kóng blinds. Tók síðan hjörtun.
Norður
♦ 74
¥-
♦ D6
♦ 7
Vestur
♦ ÁIO
♦ -
♦ K
♦ G8
Austur
♦ 96
¥ -
♦ -
♦ Á65
Suður
♦ DG
¥ —
♦ -
♦ KDIO
Hjörtun þrengdu nokkuð að
sagnhafa heima en hann var þó
enn á lífi þegar hann spilaði laufi
á kóng. Nú hefði hann getað
bjargað andlitinu með því að
spila laufdrottningu en skiljan-.
lega valdi hann spaðann. Rod-
well drap á ásinn, tók tígulkóng-
inn og lýsti kastþröng á hendur
sagnhafa! Einn niður.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á alþjóðlegu móti í Ungverja-
landi í vetur kom þessi staða upp
í skák heimamannsins S. Farago,
sem hafði hvítt og átti leik, og
Frakkans Parmentiers. Svartur
lék síðast 29. — He8-b8 og hefur
líklega aðeins gert ráð fyrir fram-
haldinu 30. Rcxd6 — Hxel+ 31.
Hxel — Dxd5. Hvítur á miklu
sterkari leið:
29. Rh6+! — Kh8 (Auðvitað ekki
29. — gxh6? 30. Dg3+ og mátar)
30. Rxf7+ - Kg8 31. Hxe8 -
Rxe8 32. Rg5 - Rdf6 33. Re6
- Rc7 34. Rxf8 - Kxf8 35.
Rxd6 og skömmu síðar gafst
svartur upp.