Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 50

Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 fclk f fréttum SUMARBÚÐIR I Vatnaskógi Borgarfirði. Sumarbúðir KFUM í Vatna- skógi í Svínadal eru fjölsóttar að vanda. Eru það fjölmennustu sumarbúðir sinnar tegundar hér á landi. Að meðaltali eru um 95 drengir í hveíjum flokki og 9 flokkar eru alls yfir sumarið, viku hver flokkur. Að auki verður sér- stakur karlaflokkur síðustu helg- ina í ágúst fyrir gömlu strákana, sem vitaskuld eru hressir og síungir í anda. Dagskráin er hefðbundin, þar sem skiptast á hefðbundnar úti- verur, svo sem íþróttir, siglingar á bátum, og í eldri flokkunum svefn undir berum himni eina nótt. Agætis aðstaða er orðin inni við — ef eitthvað er að veðri — þar sem stórt íþróttahús er til staðar. Að auki eru fræðslustund- ir um kristindóminn og kvöldvök- ur. Sérstaklega þykir drengjunum gaman að því, þegar foringjamir leika „Grænhettu og úlfinn í tvö- þúsundogtíu útgáfunni", þar sem Grænhetta er að fara með mynd- bönd til ömmu gömlu, þegar úlfur- inn hittir hana í frumskógi Vatna- skógar. í vor var sett upp fullkomið brunavamakerfi, samkvæmt kröfum Bamavemdarráðs og var það helzta framkvæmd við sumar- búðimar á þessu starfssumri. Forstöðumenn sumarbúðanna hafa verið m.a. Guðmundur Guð- mundsson, Guðmundur Leifsson, Skúli Svavarsson, Olafur Jó- hannsson, Helgi Gíslasori og Þór- arinn Bjömsson. Ráðskonur hafa verið m.a. Kristbjörg Gísladóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Kjellrún Svavarsson og Linda Sigurðar- dóttir. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Á kvöldvökunum er sungið af krafti, AKRANES Fermingarbörn koma saman eftir fimmtíu ár Akranesi Fermingarböm er fermdust hjá séra Þorsteini Briem á Akranesi fyrir fímmtíu árum komu saman í Akranes- kirkju 29. maí sl. Þann dag voru rétt fimmtíu ár liðin frá fermingardegi þeirra. Við guðsþjónustu hélt eitt þessara fermingarbama, frú Bjamfríður Leósdóttir, stólræðuna og önnur lásu ritningatorð. Athöfnin var öll hin hátíðlegasta. Að guðsþjónustu lokinni kom hópurinn saman og gerði sér dagamun. Urðu þar fagnaðarfund- ir enda í fyrsta skipti sem hópurinn kemur saman frá því á fermingardaginn fyrir fimmtíu árum. Birgitte Nielsen og Mark Gastineau. BIRGITTE NIELSEN Gitte yfirgefur fótboltakappann Nú hefur Gitte Nielsen yfirgefið fótboltakappann Mark Gast- ineau sem hún tók saman við eftir skilnaðinn við Sylvester Stallone. Gitte segir sjálf að þau hafi ekki elskað hvort annað á sama hátt og það hafi verið ástæðan fyrir því að sambandinu lauk. Hún hefur upp á síðkastið verið að leika í kvikmyndinni Domino en eftir upptökur á þeirri mynd fór Gitte í frí til Danmerkur þar sem hún er í góðu yfírlæti hjá foreldrum sínum og syni. Ekki alls fyrir löngu lýstu Mark og Gitte yfir opinberlega að þau ættu von á barni og virtust þá mjög hamingjusöm. Stuttu síðar missti Gitte fóstrið en rætnisfullar rægi- tungur segja að Gitte hafi farið í fóstureyðingu til að fóma ekki frama sínum í kvikmyndaheimin- um. Um sama leyti kom upp sú til- gáta að Gitte hafí aldrei verið ófrísk og þetta hafi einungis verið fjöl- miðlagabb til að vekja athygli á kvikmyndinni Domino sem Gitte var að leika í. Gitte hefur nú séð sig tilneydda til að tjá sig um málið. Hún segist hafa verið ófrísk en hún hafi misst fóstrið vegna of mikils vinnuálags og vísar algjörlega á bug þeim vangaveltum sem hafa verið í gangi undanfarið. Hún segir hinsvegar að þetta leiðindamál sé ekki ástæð- an fyrir því að hún yfirgaf Mark Gastineau. Á blaðamannafundi sem var haldinn í Róm sagði Gitte að kvik- myndin Domino hafi mikla þýðingu fyrir sig. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég gef eitthvað af sjálfri mér við kvikmyndaleik. Þetta var heil- mikil upplifun og afar slítandi þeg- ar á leið. Fólk sem heldur að ég sé kaldlynd og tilfínningalaus fær að sjá aðra hlið á mér í Domino. Eftir þessa reynslu líður mér eins og ég sé fímmtug þrátt fyrir að ég er aðeins 24 ára gömul.“ COSPER Ertu viss um að þetta sé bílskúrinn, ekki hundakofi! - JG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.