Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 51

Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 51 Foreldrar og börn við skírnina í Ólafsvallakirkju. Talið frá vinstri: Óskar Þorsteinsson, Katla Harðar- dóttir og Kristján Búi sonur þeirra, Pálmi Hilmarsson, Erla Þorsteinsdóttir og Berglind dóttir þeirra, Guðmundur Sigurðsson, Bergljót Þorsteinsdóttir og Haraldur fvar sonur þeirra, Þórður Þorsteinsson, Málfríður Sigurðardóttir og Gunnhildur dóttir þeirra. SKEIÐAHREPPUR Fjögur systkinabörn skírð Þann 5. júní sl. voru fjögur systkinabörn skírð í Ólafsvallakirkju á Skeiðum. Bömin eru öll ættuð frá Reykjum í Skeiðahreppi og em barnaböm hjónanna Unnar Jóhannsdóttur og Þorsteins Þórðarsonar. Það var séra Flóki Kristinsson sem skírði börnin, athöfnin var einstaklega hátíðleg og bömin mjög prúð og stillt. Við athöfnina vom viðstödd fimmtíu ára fermingarbörn sem héldu upp á fermingarafmæli sitt þennan dag og kirkjusókn var mjög góð. Glatt á hjalla í heita pottinum. Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson SUMARBÚÐIR Göngu- o g garpahópar í átaksf erðum Borgarfirði. Sumarbúðir Reykjavíkurpróf- astsdæmis, sem áður vom í Laugargerðisskóla á Snæfellssnesi, hafa verið í Heiðarskóla í Leirár- sveit í sumar. Þar verða 4 flokkar alls og geta 40 böm dvalið þar í senn. í sumarbúðunum em bæði strákar og stelpur á aldrinum 6 til 12 ára. Heiðarskóli nefndist lengi vel Leirárskóli og var íþróttaskóli Sig- urðar Guðmundssonar þar áður og síðar búðir fyrir fötluð börn yfir sumartímann. Annars er Heiðar- skóli gmnnskóli fyrir sveitirnar sunnan Skarðsheiðar. Margt er sér til gamans gert í sumarbúðunum. Fyrir utan föndur, leirvinnu, borðtennis og sund á , hveijum morgni, þá hafa verið göngu- og garpahópar, sem hafa farið í átaksferðir. Hefur verið breytilegt eftir hópum, hvað gert hefur verið, en m.a. hefur verið gengið á Snók sem er í Skarðs- heiðinni 573 metrar á hæð og Skessubrunna, sem eru í 741 metra hæð. Fræðslustund er síðdegis, þar sem farið er í gmndvallaratriði kristindómsins. Jafnframt er spum- ingakassinn opnaður, sem krakk- arnir hafa sett spurningar í, og þeim svarað. Kvöldvökur sjá krakk- amir sjálfir um og þar er vinsælast að færa upp leikrit. Þorsteinn Kristiansen æskulýðs- fulltrúi og Agnes Jensdóttir þroska- þjálfí em sumarbúðastjórar. Aðrir starfsmenn em Sigurður Sigurðs- son, Einar Guðmundsson og Dagný Tómasdóttir. Heimafólk úr Leirár- sveit sér um eldamennsku og að- hlynningu. Má þar nefna, að þær Jakobína, Fríða og Þómnn hafa hafragraut á hvetjum morgni fyrir þá sem vilja. Á staðnum er íþróttahús og þar geta krakkarnir farið í ratleiki og ævintýraleiki. Ekki má gleyma skógarferðunum en í þeim er lítil hætta á að villast. Komi slíkt fyrir, er bara að standa upp í fmmskógin- um, og þá sjá menn til allra átta og rata auðveldlega heim. Taylor ísvélar ^fyrirliggjandi Hagstætt verð. Góð kjör. Eiríkur Ketilsson Heildverslun, Vatnsstíg 3. Símar: 23472, 25234, 19155. stolnor ú M'mw&m \ p P(jj| V$ixo VIDCO a urvals myndbandaleigum SLAMDANCE: TOMHULCE lagði heiminn að fótum sér sem Mozart í myndinni AMADEUS. Hér er hann ekki síður frábær í hlutverki skopmyndateiknara sem grunaður er um morð. Myndin, sem vakið hefur gífurlega athygli fyrir ein- stakt handrit, kvikmynda- töku og leik, er að auki alveg svakalega spennandi. JÁ; ÞVÍ EKKIAÐ FÁ SÉR GÓÐA MYND Á NÆSTU ÚRVALS MYNDBANDALEIGU MEÐ GÓÐUM LEIKURUM OG HAFA ÞAÐ GOTT! POWER: RICHARD GERE, JULIE CHRISTIE, GENE HACKMAN. Betra gerist það varla. Spenn- andi og eftirminnileg mynd sem fjallar um þann hildarleik sem háður er bak við tjöldin við „markaðssetningu" frambjóð- enda í henni Ameríku og kannski víðar. f GÓÐUM FÉLAGSSKAP PÖNTUNARLISTINN Yfir 1000 síður kr. 190,- (án bgj). Vetrartískan frá Roland Klein - Kit - Burberrys - Mary Quant - YSL o.fl. Búsáhöld - leikföng - sælgæti -jólavöruro.fl. RMB-MAGNUSSON WB HÓLSHRAUNI 2 • SIMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.