Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 /, þetto- er skrifstok- Kúscmeicío.rci, Fótsnyrtirinn erhérvið hilð'ina." Aster... I/-2V ... a<3 íata Aana íkarp- húsið. TM Rog. U.S. Pat Off.— aN rights rwerved © 1987 Loa Angeies Times Syndicate Með morgunkaffinu taylí?* Ég trúi ekki á djöfulinn frekar en jólasveina. Það er bara pabbi sem skellir sér í einhvern galla. Mér þykir þetta leitt, vin- ur, en allir bankarnir eru lokaðir... Sökuð um þjófnað í Hagkaup Til Velvakanda Ég lagði leið mína inn í Hag- kaup j Skeifunni fyrir um mán- uði. Ég keypti talsvert mikið og þar á meðal flík fyrir manninn minn og spurði hvort ég fengi henni ekki skipt ef hún passaði ekki. Þetta var á föstudegi, en strax á mánudeginum eftir fór ég að fá flíkinni skipt fyrir aðra minni, þar sem hún hafði ekki passað. Ég var í peysutetri, sem ég hafði keypt á föstudeginum, en þar sem mjög heitt var inni í versluninni fór ég úr henni og hafði hana á handleggnum. Ég fékk flíkinni skipt, en þegar ég var á leiðinni út kemur ung stúlka til mín og spyr mig hvort ég hefði borgað peysuna, sem ég bar á handleggnum. Ég varð hvumsa en sagði eins og var að ég hefði borg- að hana á föstudeginum. Hún sagði þá að verðmiðar hefðu fund- ist á gólfinu, sem gætu átt við peysuna og því yrði ég að sýna kassakvittun til að sanna mál mitt. Ég hafði ekki hugmynd um hana og taldi líklegast að hún hefði far- ið út í tunnu með öðru rusli. Þá biður stúlkan mig að koma inn í einhvetja kompu og tala við hana. Ég varð að sjálfsögðu við því, enda taldi ég að málið skýrðist þá. Inn í kompuna kom verslunar- stjórinn, ungur maður og hroka- fullur og segir blákalt að ég hafi stolið peysunni. Mér varð mikið um þetta og engdist eins og ormur á glóð og sagði að ég hefði ætíð borgað fyrir mig og stuldur hvarfl- aði ekki að mér. Hann gerði sig valdsmannslegan og hlustaði ekki á mig og þá varð mér ljóst að manninum var fullkomin alvara. Ég spurði hann hvort ég mætti ekki reyna að finna stúlkuna, sem afgreiddi mig á föstudeginum. Ég fékk það og hún staðfesti að ég hefði keypt mikið þá, en sagðist ekki muna nákvæmlega hvað það hafi verið. Þegar ég kom inn í kompuna aftur voru komnir þar tveir lögreglumenn. Þeir báðu um að fá að sjá skilríki mín á þeim forsendum, að þeir þyrftu að at- huga hvort ég hefði orðið uppvís að þjófnaði áður. Sögðu þeir að það væru einmitt konur komnar yfir miðjan aldur eins og ég og ættu næga peninga, sem helst stælu úr búðum. Peysan var tekin og ég skrifuð upp, en svo var mér leyft að fara heim. Ég fór grátandi heim, enda hef- ur mannorð mitt ekki verið klætt af mér fýrr. Ég talaði við lögfræð- ing minn, sem hafði samband við verslunarstjórann. Hann spurði hann hvort einhver vitni hefðu orðið af því að ég hefði stolið peys- unni, en svo var auðvitað ekki. Þá sagði hann honum að skila peysunni heim til mín og biðjast jafnframt afsökunar, sem hann og gerði, en með hundshaus. Ég var svo leið yfir þessu og sagði við hann að Guð gæti kannski fyrir- gefið honum, en éggæti það ekki. Það sem mér svíður sárast er að vera stimplaður þjófur að ósekju og einnig þau ummæli að konur komnar á sjötugsaldurinn væru líklegir búðarþjófar. Það er varla að ég þori út í búð eftir þenn- an atburð. Þetta fékk svo mikið á mig að ég lá rúmliggjandi í nær hálfan mánuð á eftir, þar sem ég er veik fýrir hjarta. Ólöf Pétursdóttir Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur tQ — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistia og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- Ieyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. HÖGNI HREKKVlSI Víkveiji skrifar að er án efa vandaverk að þýða kvikmyndir svo vel sé. Þýðendum slíkra mynda í sjónvarpi hefur oft tek- ist ágætlega að koma meginatriðum til skila á því knappa plássi sem þeim er ætlað, þ.e. þessum tveimur línum sem birtast í senn á skjánum. Þó virð- ist sem sumir þeirra ætli sér að nýta línumar tvær of vel, svo textinn verð- ur nánast óskiljanlegt skeyti. Víkverji hefur til dæmis tekið eftir að einn þessara þýðenda sleppir gjarnan per- sónufomöfnum úr setningum og verð- ur þýðingin þannig oft á tíðum undar- leg. Samtal lítur þá svona út í texta: „Kem í kvöld," segir kona nokkur við karlmann, sem svarar að bragði: „Bíð eftir þér. Fer ekki fyrr en komin." Víkveija finnst satt best að segja ákaf- lega þreytandi að fylgjast með heilu kvikmyndunum, þar sem textinn er hafður svo knappur. Þrátt fyrir að knappur texti sé ákaf- lega þreytandi þá er ekki síður leiðin- legt að fylgjast með kvikmyndum, sem þýðendur skilja augljóslega lítið í sjálf- ir. Þetta á oft við um bandarískar kvikmyndir, sem fjalla um ýmsa hópa, sem ekki tala beinlínis neitt fyrirmynd- armál. Sem dæmi má nefna kvikmynd sem sýnd var fyrir nokkru og Qallaði að um hóp glæpamanna í fátækra- hverfi. Málfar þeirra var ekki upp á marga fiska og þýðandinn hafði greinilega ekki hugmynd um hvað slangur þeirra þýddi. Þess vegna liðu oft fleiri mínútur án þess að nokkur texti birtist á skjánum, á meðan glæpamennirnir þusuðu á götumáli. Það væri óskandi að þýðendur, sem taka að sér að snara slíkum kvikmynd- um yfir á íslensku, hefðu einhveija hugmynd um merkingu slanguryrð- anna. XXX að kemur stundum fyrir blaða- menn að þeir láta undir höfuð leggjast að leiðrétta viðmælendur sína og birta viðtöl, sem eru óskiljanleg og á röngu máli. Viðkvæðið er þá oft: „Maðurinn sagði þetta svona, orðrétt." Ekki skal það dregið í efa, en blaða- menn ættu öðrum fremur að vera á varðbergi. Víkveiji verður til dæmis að viðurkenna, að hann gat ómögulega skilið hvað var átt við þegar haft var eftir stjómmálamanni nokkrum að það dygðu engin handaflsvinnubrögð til að lækka vexti. Hvemig vinnubrögð eru „handaflsvinnubrögð" og fyrst þau duga ekki til, þarf þá að grípa til ein- hverra „vélavinnubragða?" Ef til vill átti stjórnmálamaðurinn við að hann þyrfti að grípa til reiknivélarinnar ef honum ætti að takast að lækka vexti. xxx Eitt af því sem fer hvað mest í taugamar á Víkveija er þetta eilífa tal um valkosti. Mönnum virðist ómögulegt að segja að þeir eigi margra kosta völ, eða hafi um margt að velja. Margir valkostir skulu það vera. Það er undarlegt, en allur þorri almennings virðist nú vita allt um valkosti. Samt er valkostinn hvergi að finna í orðabókum. Þar er aðeins talað um valköst, sem er orð allt ann- arrar merkingar en valkosturinn vin- sæli. Samkvæmt orðabók Menningar- sjóðs er valköstur nefnilega hrúga af likum fallinna manna. Valkosturinn margumræddi er hins vegar aðeins dæmi uni hnignun málvitundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.