Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 56

Morgunblaðið - 21.07.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 ÍÞRÚmR FOLX ■ PAUL Goddard mun líklega skrifa undir samning við Derby County í dag. Tvö lið hafa boðið Newcastle 425.000 pund, Derby °g Q.P.R., en reikn- Frá Bob að er með að Godd- Hennessy ard taki frekar til- iEnglandi boði Derby. Godd- ard hefur leikið með Newcastle í tvö ár, en var áður hjá West Ham og Q.P.R. • Hann hefur verið með um 1.000 pund í laun á viku hjá Newcastle og það er of stór biti fyrir Q.P.R. ■ PAUL McGrath fer líklega ekki til Tottenham á næstu dögum eins og búist var við. Hann fór í aðgerð á hnéi í gær og óvíst hvort hann verði búinn að ná sér áður en keppnistímabilið hefst 27. ágúst. Tottenham hafði boðið Manchest- er United eina milljón punda fyrir McGrath, en meiðslin munu líkega setja strik í reikninginn. McGrath meiddist í leik Ira gegn Englend- ingum í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu í sumar. ■ PORTSMOUTH hefur sam- þykkt að borga Sheffield Wednes- day 200.000 pund fyrir framheij- ann Mark Chamberlain. Hann skrifaði undir samning við Portsmouth í gær. ■ JOHN Hollins, fyrrum fram- kvæmdastjóri Chelsea er nú loks komin í starf sem snýst ekki um knattspymu. Hann var rekinn frá Sheffield Wednesday í mars og vinnur nú sem fjárhagslegur ráð- gjafi hjá fyrirtæki sem hjálpar 'f íþróttamönnum. Hollins byrjaði hjá Chelsea 15 ára og sagði það vera furðulega tilfinningu að vera ekki að undirbúa sig fyrir keppnistímabi- lið á þessum tíma árs. ■ LUTON hefur borgað Chelsea 75.000 pund fyrir sóknar- manninn Roy Wegerle frá Suður- Afríku. Hann var tvö ár hjá Chelsea, en kunni illa við sig þar. ■ MICKEY Thómas, maðurinn með apagrímuna frægu, heldur áfram að flakka á milli félaga. Hann hefur leikið með tíu félögum í Englandi og er nú kominn heim frá Bandaríkjunum. Þar lék hann með Witchita Wings í tvö ár. Hann æfir nú með Shrewsbury. ■ TREVOR Francis hefur skrifað undir eins árs samning við Q.P.R. Hann kom til liðsins frá Glasgow Rangers í mars. ■ LUTON hefur borgað Ever- ton 150.000 pund fyrir varamark- vörð félagsins, Alec Chamberlain. Hann hefur verið hjá Everton í tvö ár, en lítið leikið með liðinu. ■ TRANMERE Rovers hefur einnig keypt markvörð. Eric Nixon frá Manchester City fyrir 60.000 pund. ■ BRENTFORD borgaði Sheffield United 77.000 pund fyr- ir Richard Cadette. Það er hæsta upphæð sem Brentford hefur borgað fyrir einn leikmann. ■ JOHN Duncan, fram- kvæmdastjóri Ipswich kom öllum á óvart er hann borgaði 100.000 pund fyrir óþekktan leikmann frá Scunthorpe, David Hill. Verðið þykir mjög hátt fyrir óþekktan leik- mann, en þess ber að geta að Scunt- horpe hefur alið upp leikmenn á borð við Ray Clemence og Kevin Keegan, sem léku með Liverpool. SIGLINGAR / ÓLYMPÍULEIKAR Gunnlaugur Jónasson og íslelfur Frlðriksson keppa í siglingum á Ólympíuleikunum. „Skiptir mestu máli aðbyria Morgunblaðið/Páll Stefánsson Þanln segl - Gunnlaugur og ísleifur sigla hér bát sínum á Skerjafírði. Það getur kostað mikil átök að ná góðum vindi í seglin eins og myndin ber með sér. - segja siglingamennimir Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson ÞEIR Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriks- son munu keppa fyrir íslands hönd í siglingum á Olympíuleikunum S-Kóreu íhaust. Þeirfélag- ar hafa undirbúið sig af kappi fyrir leikana og hafa ekki gert annað en að æfa og keppa frá því i janúar. Keppnin í siglingum fer fram í Pusan, sem er sunnarlega í S-Kóeru og nokkuð langt í burtu frá höfuðkeppnisstöðunum, sem eru kringum höfuðborg- Guðmundur ina Seoul. Talið er Jóhannsson að keppnih geti orð- skrifar ið mjög erfið vegna að þarna eru þungir straumar, mikið dýpi og oft hvasst á þessum árstíma. Gunnlaugur og ísleifur heíja keppni 20. september og keppa átta sinn- um á 10 dögum. Keppnin í sigling- um fer ekki fram í riðlum heldur keppa allir í einu. Takmarkið er því ekki að komast áfram eða ná ein- hveijum ákveðnum tíma heldur að vera sem fremstur í röðinni. Gefin eru stig fyrir sæti og reiknuð stigin úr sjö af átta beztu skiptunum en slakasta árangrinum sleppt. Báturinn, sem Gunnlaugur og Isleifur keppa á, er 4,7 m langur, hefur 7 m hátt mastur, vegur um 90 kg og hefur þijú segl. Keppt verður í sex flokkum í siglingunum á Ólympíuleikunum og eru Islend- ingamir í þeim flokki tveggja manna báta, sem minnstir eru. „Það skiptir mestu máli að byija vel, ná góðu starti, þannig að hinir komist ekki fram fyrir okkur og taki frá okkur allan vind. Árangur- inn er að hálfu leyti kominn undir því. Þess vegna æfum við startið sérstaklega vel“, sögðu þeir Gunn- laugur og ísleifur. Hafa keppt á sjö alþjóðlegum mótum frð áramótum Þeir Gunnlaugur og ísleifur hafa æft saman frá því í október. Gunn- laugur, sem 26 ára, er mjög reynd- ur siglingamaður og keppti á Ólympíuleikunum í Los Ángeles fyrir íjórum árum. Hann er skip- stjóri og stýrir bátnum og stórsegl- inu. ísleifur, sem er 32 ára, er há- seti og stjómar fokku og belgsegli. Frá því í janúar hafa þeir ekki gert annað en að æfa og keppa auk þess sem þeir hafa aflað fjár fyrir kostnaði við undirbúning og þátt- töku í leikunum en kostnaðurinn nemur um 1200 þús króna. Þeir hafa tekið þátt í sjö alþjóðlegum mótum í Evrópu og yfirleitt hafnað í sætum í kringum miðju. Engin alþjóðleg lágmörk em í greininni en íslenzka ólympíunefndin tók mið af því, að þeir hafa nokkmm sinnum orðið fyrir ofan miðju í alþjóðlegum siglingamótum. „Siglingar reyna á, að keppendur séu í góðu líkamlegu formi. Við stunduðum mikið líkamsæfingar í vor en nú æfum við einkum tækni- leg atriði í meðferð bátsins. Erlend- is fáum við hins vegar meiri þjálfun í hraða auk keppnisreynslu", sögðu Gunnlaugur og ísleifur. Fyrir nokkmm ámm ámm kom daufur tími í siglingum þegar segl- brettin komust í tízku en síðustu tvö til þijú ár hefur orðið upp- sveifla á nýjan leik að sögn þeirra Gunnlaugs og Ísleifs. „Við vonumst til þess að þátttaka okkar á Ólympíuleikunum verki sem hvatn- ing á unga siglingamenn og að íþróttin haldi þannig áfram að efl- ast“, sögðu þeir Gunnlaugur og ísleifur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.