Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 HANDKNATTLEIK / JÚGÓSLAVÍA Isakovic og Cvetkovic leika ekki með Júgóslövum á Ólympíuleikunum MILE Isakovic og Jovica Cvetkovic, óiympiu- og heimsmeistarar í handknatt- leik, verða ekki í ólympíuliði Júgóslava sem tekur þátt f Ólympíuleikunum f Seoul í september. Missæti kom upp milli þeirra og júgóslavneska handknattleikssambandsins sem leiddi til þess að þeir gáfu ekki kost á sér í ólympíu- liðið. Þetta er mikil blóðtaka fyrir heims- og ólympfumeist- ara Júgóslava, þvf Isakovic og Cvetkovic hafa verið f fremstu röð handknattleiks- manna heims udnanfarin ár. Júgóslvar eru sem kunnugt er f sama riðli og íslendingar f Seoul. Isakovic hafði gert tveggja ára samning við spánska liðið Barc- elona, en júgóslvaneska hand- knattleikssambandið neitaði hon- um um leyfí til að leika á Spáni. Isakovic, sem er talinn einn besti homamaður heims, sætti sig ekki við þessa ákvörðun og sagðist ekki gefa kost á sér í ólympíuliðið af þeim sökum. Sama var upp á teningnum hjá Jovica Cvetkovic sem lék með GWD Minden í 2. deild vestur- þýsku deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Hann hafði gert óformiegan samning við Gum- mersbach en fékk ekki leyfi hjá sambandinu til að leika þar eftir Ólympíuleika. Hann neitaði því að taka þátt í Ólympíuleikunum. Cvetkovic er mikil skytta og var m.a. markahæstur í vestur-þýsku 2. deildinni í vetur með 173 mörk. Júgóslvar, sem hættu við þátttöku í austur-þýska handknattleiks- mótinu á dögunum, fóru til Japan og léku þar fjóra landsleiki í síðustu viku. Þeir unnu þrjá leiki, en töpuðu einum, 25:29. Isakovic og Cvetkovic fóru ekki með til Japan og hefur austur-þýska sam- bandið ákveðið að gefa þeim alfar- ið frí frá landsliðinu. Júgóslavar hafa valið 15 leikmenn sem taka þátt í Ólympíuleikunum í Seoul. Þeir eru: Mile Isakovlc. Markverðir: Mirko Basic, Rolando PuBnik og Ermin Wielic. Aðrir leikmenn: Irfan Smaliasic, Goran Perkovac, Vaselin Vujovic, Istoc Puc, Veselin Vukovic, Zlatko Portner, Zlatan Saracevic, Skobod- an Kusmanowski, Momiier Rnic, Mo- hamed Memic, Brokitsky og Holbreth. Jovlca Cvotkovlc. KNATTSPYRNA FH-ingar fá Víkinga í heimsókn EPSTA liðið í 2. deild, FH.fær Víkinga í heimsókn á Kapla- krikavöll í kvöld klukkan 20.00 í mjólkurbikarnum. FH-ingar hafa átt mjög góða leiki í sum- ar, hafa skorað mikið af mörk- um og hafa ótvíræða forystu í deildinni. Þá eru Víkingar að koma til eftir afleita byrjun. * Ovíst er hvort Pálmi Jónsson, markaskorarinn í liði FH, get- ur leikið með í kvöld vegna meiðsla, og þá er Janus Guðlaugsson einnig meiddur. í Víkingsliðinu er Lárus Guðmundsson frá vegna meiðsla í öxl, sem hann hlaut í leik gegn ÍBK. „FH-ingar eiga heima í 1. deild, eins og þeir hafa leikið í sumar þannig að við gerum okkur vel grein fýrir því að leikurinn í kvöld verður erfíður. Þetta verður hins vegar opinn og fjörugur leikur," sagði Guðmundur Hreiðarsson, mark- vörður Víkinga. Hörður Magnússon, í liði FH, sagði að FH-ingar myndu að líkindum stilla upp óbreyttu liði frá síðasta leik. „Við ætlum okkur að komast beina leið í úrslitin og draumaleik- urinn er á móti Fram,“ sagði Hörð- ur. KORFUKNATTLEIKUR / DRENGJALANDSLIÐIÐ Strákamir á ferðinni í herbrfreiðum Morgunblaðið/Einar Falur Jón Slgurðsson, þjálfari drengjalandsliðsins, sést hér með syni sínum, Sig- urði, sem er leikmaður í íslenska drengjaliðinu. GOLF LEK-mót íLeirunni Landsamtök eldri kylfmga, sem verða eins og eðlilegt má telja Qölmennari með hveiju árinu, halda á eigin vegum fjögur golfmót á sumrinu. Það næsta verður haldið á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja í Leiru á laugardaginn og hefst það kl. 9.30. Ræst verður út til kl. 13. Þetta LEK-mót er jafnframt eitt af svonefndum viðmiðunarmótum, og felst í því, að árangur manna þar vegur þungt í sambandi við val í landslið LEK, sem keppir á Spáni í lok september. Keppt verður bæði með og án forgjafar og eins og í J* fyrri LEK-mótum eru kylfingar á aldursbilinu 50-55 ára velkomnir með sem gestir. ■Á morgun verður opin hjóna- og parakeppni hjá Golfklúbbi Suður- nesja kl. 14. Keppt verður bæði með og án forgjafar. ■JC-mótið fer fram á Svarf- hólsvelli á Selfossi á laugardaginn. Mótið er fyrir JC-félaga og gesti þeirra. DRENGJALANDSLIÐIÐ f körfu- knattleik stóð sig vel f keppni í Portúgal - vann landsliðið Portúgal, sem varð sigurvegari í mótinu. Strákarnir léku vel gegn Portúgölum og náðu þeir mjög góðum kafla þegar staðan var, 10:14, fyrir Portúlga. Þá skoruðu strákarnir tíu stig í röð og komust yfir, 24:14. Staðan var svo, 37:27, í leikhléi. Strákarnir héldu sínu striki í seinni hálfleik - komust yfir, 62:43, og unnu öruggan sigur, 75:62,“ sagði Jón Sigurðsson, þjálf- ari liðsins. Jón Arnar Ingvarsson var besti leik- maðurinn á vellinum og skoraði 31 stig. Nökkvi Már Jónsson var einn- ig góður - setti 18 stig. Þá léku þeir Marel Guðlaugsson, átta stig, og Eggert Garðarson, vel. Eggert var mjög sterkur í vörninni og tók mörk fráköst. „Strákarnir léku síðan gegn portú- galska meistaraliðinu Atletico, sem var skipað eldri leikmönnum. Þeir náðu sér aldrei á strik og máttu þola tap, 54:57, eftir jafnan Ieik. Atletico skoraði þrjú síðustu stig leiksins, en Jón Amar var nær bú- inn að jafna - knötturinn dansaði á hringnum, en vildi ekki ofan í körfuna, rétt fyrir leikslok,“ sagði Jón. Nökkvi Jónsson var besti leikmaður íslenska liðsins. Hann setti 12 stig, en Jón Arnar var stigahæstur, með 21 stig. Bergur Hinriksson og Eggert Garðarsson léku einnig ágætlega. Landslið Portugal varð sigurvegari í mótinu, Spánn varð í örðu sæti, Island í þriðja og lið Atletico í fjórða. Góðar móttökur Jón sagði að íslenska liðið hafi feng- ið góðar móttökur í Portúgal og hefur liðinu verið boðið að koma aftur til að taka þátt í móti. „Við bjuggum við sérstakar aðstæður - vomm keyrðir fram og til baka í langferðabifreið frá portúgalska hernum. Og dvöldum t.d. í æfinga- búðum hersins, þannig að við vomm í_ „ömggum höndum," sagði Jón. Ástæðan fyrir þessi var að æðsti maður hermála í Portugal, er form- aður körfuknattleikssambands landsins. $ I MJOLKURBIKARIIMN 8 liða úrslit HÖRKULEIKUR FH — VÍKIIMGUR 4 vj&J* *°°0 I'Ö* 0:1 tsv A*‘Ai iuÆÍumaAiUisÍ tumUMÍIÍÍ . I, 11)10 JloVÓiiB i'áílö (kJ -HIÖVJV •i‘AS. I <13 .1. •.i/y-li.W. via óéiáe iBaafHyi 008 mu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.