Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 21.07.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1988 59 ■ KNATTSPYRNA / MJÓLKURBIKARKEPPNIN Valur-Fram 3 : 1 1:1 — eftir venjulegan leiktíma. Mjólkurbikarkeppnin í knattspymu. Valsvöllur, miðvikudagur 20. júlí. Mörk Vals: Tryggvi Gunnarsson (4. mín.), Atli Eðvaldsson, vítaspyrna (101. mín.), Jón Grétar Jónsson (117. mín.). Mark Fram: Ómar Torfason (21. mín.). EINHVER strangasti víta- spyrnudómur, sem hefur sést á kappleik hér á landi, sást á Valsvellinum að Hlíðarenda í gærkvöldi. Það var ekki nóg að vítaspyrnudómur Friðgeirs Hallgrímssonar væri strangur, heldur var hann einnig afdrifaríkur fyrir Fram. Atli Eðvaldsson kom Valsmönnum yfir, 2:1, íframlengingu leiks- ins, úr vítaspyrnunni og síðan létu Valsmenn hné fylgja kviði og Jón Grétar Jónsson gull- tryggði sigur þeirra, 3:1, sem var sanngjarn eftir gangi leiks- ins. Þetta var grátlegur dómur og ósanngjarn, því að ég kom aldrei við knöttinn með hendinni. Knötturinn skall á lærunum innan- verðum," sagði Þor- steinn Þorsteinsson, en dómari leiksins dæmdi vítaspyrnuna á Þorstein. mjög óhress með SigmundurÓ. Steinarsson skrifar Þorsteinn var Jón Grétar Jónsson, innsiglaði sigur Valsmanna, 3:1, yfir Fram, að Hlíðarenda í gærkvöldi. ferð með knöttinn. Morgunblaðið/Júlíus Hér sést hann á fullri Geysilega strangur vrtaspymudómur var afdrifaríkur fyrir Fram Valsmenn fögnuðu sigri, 3:1, íframlengdum leikað Hlíðarenda dóminn og eflaust hefur hann og félagar hans í Fram, verið enn ósattari þegar þeir sáu myndir frá leiknum, sem sýndur var beint á Stöð 2. Þar sást að Þorsteinn sagði rétt frá - knötturinn kom aldrei nálægt höndum hans. Sigurjón Kristjánsson, leikmaður Vals, átti skotið sem hafnaði á Þorsteini. „Ég get ekki sagt ákveð- ið um, hvort að þama hafi verið um vítaspymu að ræða. Mér sýnd- ist knötturinn hafna í lærinu og hönd Þorsteins," sagði Sigurjón. „Við erum komnir á ferðina" Atli Eðvaldsson lék stórt hlutverk hjá Val. Hann skoraði úr vítaspym- unni af öryggi og lagði upp hin tvö mörk Valsmanna. „Eg er ánægður. Við emm komnir á fefðina og það stöðvar okkur ekkert úr þessu,". sagði Atli. Tryggvi Gunnarsson skoraði fyrsta mark Valsmanna, 1:0, á fjórðu mín. Valsmenn bmnuðu þá fram eftir að Pétur Ormlsev hafði bmgðist bogalistin fyrir framan mark Vals. Guðmundur Baldursson sendi knöttinn til Atia, sem renndi honum inn fýrir vörn Fram. Ómar Torfason sofnaði á verðinum og Tryggvi Gunnarsson komst á auðan sjó - náði að sæta lagi og sendi knöttinn skemmtilega yfír Birki Kristinsson, markvörð Fram. Ómar Torfason jafnaði, 1:1, á 21. mín., þegar hann skallaði knöttinn yfir Guðmund Baldursson, mark- vörð Vals, eftir aukaspymu Péturs Ormslev. Valsmenn vom nær búnir að skora sitt annað mark rétt fyrir leikshlé. Atli tók þá knöttinn skemmtilega niður með brjóstinu og skaut að marki. Birkir náði að slá knöttinn, sem hafnaði á þver- slánni. Barátta um miðjuna Mikil barátta var um miðjuna í seinni hálfleiknum og vom Vals- menn oftast grimmari og þeir vom nær því að skora. Birkir varði vel skot frá Magna Blöndal Péturssyni og síðan bjargaði Ómar Torfason skoti frá Jóni Grétari Jónssyni, á marklínu. Ekki tókst leikmönnum liðanna að bæta við mörkum og varð því að framlengja leikinn. Leikmenn liðanna þreifuðu fyrir sér í byijun framlengingar, en síðan varð þáttaskil á 101 mín., þegar vítaspyrnan var dæmd á Fram. Framarar þoldu ekki mótlætið, en Valsmenn vöknuðu til lífsins og urðu sterkari. Þeir náðu að láta hné fylgja kviði og Jón Grétar Jónsson, sem kom inn á sem varamaður, skoraði sigurmarkið á 117. mín., eftir að Atli hafði skallað knöttinn til hans. Leikurinn var mikill baráttuleikur, en ekki eins harður og gulu spjöld dómarans Friðgeirs Hallgrímsson- ar, sýndu. Hann sýndi fimm leik- mönnum gula spjaldið. Atla Eð- valdssyni, Þorgrími Þráinssyni og Magna Blöndal Péturssyni, Val og Guðmundi Steinssyni og Viðari Þorkelssyni, Fram. GOLF / LANDSMOT Fjölmennasta landsmótið LANDSMÓTIÐ í golfi hefst á mánudaginn. Keppni stendur yfir í sex daga og reiknað er með að rúmlega þrjú hundruð kylfingar slái hvíta boltann fram og aftur um Grafarholts- völlinn. Þetta er fjölmennasta landsmót sem farið hefur fram, enda mikil gróska í golfinu und- anfarin ár. Ifyrra var landsmótið haldið á Jaðarsvelli á Akureyri. Þá mættu 254 kylfingar til leiks, en í gær höfðu um 300 kylfingar skráð sig og búist við að fleiri bættust í hóp- inn. Aukningin er gífurleg og for- ráðamenn golfklúbbanna hafa áhyggjur af því hve lengi verði hægt að láta alla floka keppa í einu. Keppni hefst kl. 8 á mánudaginn, en þá byija 2. flokkur kvenna og karla og 3. flokkur karla. Meistara- og 1. flokkur byija svo á miðviku- daginn og leika fram á laugardag en þá lýkur mótinu. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Grafarholtsvellinum og hann því í vel stakk búinn til að taka við öllum þessum fjölda kylfinga. Það verður þó ekki auðvelt að koma þeim öllum fyrir og því stendur keppni yfir frá morgni til kvölds. Þess má geta að þeir atvinnukylf- ingar sem dvelja á íslandi munu keppa í svokölluðum sýningar- flokki. Það eru sex golfkennarar og án efa fróðlegt að fylgjast með þeim. Núverandi íslandsmeistarar eru Úlfar Jónsson og Þórdís Geirsdóttir og þau munu að sjálfsögðu gera sitt besta til að veija titilinn, en búast má við harðri keppni á þessu fjölmennasta landsmóti golfmanna frá upphafi. Úlfar Jónsson íslandsmeistari Hvað sögðu þeir - Hörður Helgason „Þetta var bikarleikur eins og bikarleikir eiga að spilast. Það var spenna frá fyrstu míútu til hinnar síðustu og þannig eiga þessir leikir að vera,“ sagði Hörður Hilmarsson, þjálfari Vals. „Sigur okkar í leiknum var sann- gjarn að mínum dómi. Við vor- um betri aðilinn lengst af og fengum fleiri marktækifæri. Markið sem við fengum á okkur var mikið heppnismark, og það hefði verið grátlegt að tapa á slíku marki." Um vítadóminn umdeilda sagði Hörður að hann þefði ekki séð það atvik til að geta dæmt um það. „Það réði heldur ekki úrslit- um í leiknum, því það vorum við sem fengum færin á meðan þeir ströggluðu úti á velli,“ sagði Hörður að lokum. Ásgeir Elíasson „Við nýttum ekki færin og nýtt- um heldur ekki tækifærin til að skapa þau. Þá var meira um mistök hjá okkur en oftast áð- ur; sendingarnar rötuðu ekki alltaf rétta leið. Leikurinn var samt að mínum dómi mjög jafn og það var því hai t að þurfa að tapa þessum leik á ströngum vítaspyrnudómi, sem líklega átti ekki rétt á sér. Við verðum hins vegar að taka þessu karlmann- lega og snúa okkur ótrauðir að deildarslagnum,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari Fram. Atli Eðvaldsson „Við ætluðum okkur sigur í leiknum, og það tókst, og held að hann hafi verið mjög sann- gjarn,“ sagði Atli eftir leikinn. „I síðasta leik gegn Fram vorum við óheppnir að láta hirða öll stigin af okkur, en hér í kvöld vorum við sá aðilinn sem átti marktækifærin. Framarar áttu að vísu færi í upphafí leiksins en síðan ekki söguna meir. Bi- karleikir taka 120 mínútur og það þýðir ekkert að ætla sér að sigra á fyrstu 10 mínútunum og halda þá að leikurinn sé bú- inn. Við unnum hins vegar jafht og þétt allan tíman að því að sigra og tókst það sem við æt- luðum okkur,“ sagði Atli. PéturOrmsiev Pétur Ormslev fyrirliði Fram var heldur órhress með úrslitin en sagði samt að þetta hefði verið dæmigerður bikarleikur og ör- ugglega skemmtilegur á horfa fyrir áhorfendur. „Það er hins vegar leiðinlegt þegar dómarinn eyðileggur fyrir með vafasömum ' vítaspymu- dómi. Ég stóð svo að segja við hliðina á dómaranum þegar hann dæmdi vítið, og ég var ekki í neinni aðstöðu til að sjá hvað var á seyði þama. Félagar mínir hérna segja hins vegar að hann hafi stoppað í klofinu á Þorsteini, og þessi ákvörðun dómarans var því til þess að drepaokkur niður," sagði Pétur. 4.DEILD Bolungarvík burstaði Höfrung Bolvíkingar burstuðu Höfmng frá Þingeyri, 4:0, í C-riðli 4. deildar í Bolungarvík í gærkvöldi. Jóhann Ævarsson skoraði tvö og þeir Ólafur Guðmundsson og Run- ólfur Pétursson eitt mark hvor. Staðan i hálfleik var 3:0.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.