Morgunblaðið - 21.07.1988, Síða 60
upplýsingar
um vörur og
þjónustu.
bi*
ALLTAF
, ‘ '
SOLARMEGIN
FIMMTUDAGUR 21. JULI 1988
VERÐ I LAUSASOLU 70 KR.
Kvóti á
þorsk og
ýsuaukinn
Utanríkisráðuneytið hefur
ákveðið að leyfa sölu á 550 tonn-
um af þorski og ýsu úr gámum
í Bretlandi í næstu viku en sl.
föstudag höfðu aðeins verið veitt
leyfi til sölu á 350 tonnum.
„Vegna góðra söluhorfa var
ákveðið að hækka kvótann,"
sagði Stefán Gunnlaugsson í ut-
anríkisráðuneytinu í samtali við
Morgunblaðið.
Seld verða um 300 tonn úr skip-
um í Bretlandi í næstu viku, að
sögn Sveins H. Hjartarsonar hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna. í Bretlandi voru m.a. seld
118 tonn af þorski úr gámum sl.
þriðjudag fyrir 93,58 króna meðal-
verð og 93 tonn af ýsu fyrir 83,00
króna meðalverð.
Umboðsmaður Alþingls:
Tuttugu
erindi hafa
þegar borist
Á NÆSTU dögum tekur til starfa
skrifstofa umboðsmanns Alþing-
is á Rauðarárstíg 27 í Reykjavík.
Að sögn Gauks Jörundssonar,
umboðsmanns Alþingis, hafa
embættinu þegar borist 20 erindi
auk fjölda fyrirspurna.
Gaukur Jörundsson sagði að
meðal þeirra erinda sem nú liggja
fyrir séu mál er varða forræði
bama, skattamál og ýmis atriði
varðandi atvinnulöggjöf, svo sem
leyfisveitingar og -sviptingar. Þetta
geti orðið algeng viðfangsefni um-
boðsmanns. Gaukur kvaðst telja
æskilegt að erindi verði afgreitt
innan hálfs árs frá því að það berst
embættinu.
Hver sá sem telur sig hafa verið
órétti beittan af stjórnvaldi getur
skotið máli sínu til umboðsmanns
að uppfylltum vissum skilyrðum.
Úrlausn umboðsmanns skuldbindur
ekki stjórnvöld en þeim er skylt að
veita umboðsmanni þær upplýsing-
ar sem hann óskar eftir vegna
meðferðar mála sem honum berast.
Sjá frétt um umboðsmann Al-
þingis á bls. 25.
Morgunblaðið/Sverrir
Fallhlíf dregin
afhraðbáti
Tómstundaiðja Islendinga
verður sífellt fjölbreyttari.
Ungir menn iðkuðu þann leik á
Fossvogi eitt kvöldið í vikunni
að svífa um í fallhlíf, sem
dregin var af hraðbáti. Þessi
íþrótt hefur verið vinsæl við
erlendar baðstrendur og er að
ryðja sér til rúms hér.
Starfsmenn flugturnsins í
Reykjavík gerðu athugasemdir
þegar ungu mennirnir svifu við
enda flugbrautarinnar en
höfðu að öðru Ieyti ekkert við
þessa iþróttaiðkan að athuga.
Skýrsla um salm-
onellasýkingar;
Skipulags-
leysi í ali-
fuglarækt
ÁSTAND mála á sviði alifugla-
ræktar hér á landi er með þeim
hætti í dag að salmonellumengun
kjúklinga og annarra kjötvara
getur átt sér stað á öllum sviðum
framleiðslunnar. Aðstaða til
fuglaeldis er mjög misjöfn og
víða slæm. Þá er skipulegt heil-
brigðis- og framleiðslueftirlit
nánast ekkert og heilbrigðis-
skoðun í sláturhúsum er ábóta-
vant.
Þetta kemur fram í skýrslu
nefndar á vegum heilbrigðisráðu-
neytisins, sem kannað hefur út-
breiðslu salmonellasýkilsins, og
leiðir til að koma í veg fyrir matar-
sýkingar af völdum hans.
I skýrslunni er einnig bent á að
engar kröfur eru gerðar varðandi
eftirlit við eldi alifugla hér á landi,
en þar er hættan mest á sýkingu
og mengun fuglanna. Nefndin telur
að ríkt hafi skipulagsleysi í alifugla-
rækt, sem byggist fýrst og fremst
á töluverðu þekkingarleysi fram-
leiðenda og neytenda, og ennfremur
afskiptaleysi stjórnvalda.
Nefndin bendir á ýmsar leiðir til
úrbóta, og leggur ríka áherslu á
að þegar verði hafnar aðgerðir til
lagfæringa á því sem hún álítur
vera í ólestri, og vekur sérstaka
athygli á að setja þurfi ný lög um
matvælaframleiðslu og eftirlit.
Sjá ennfremur bls. 2 og 24.
Flugráð gerir samþykkt um
varaflugvöll á Egilsstöðum
Stórar vélar geti einnig lent á Akureyri og Sauðárkróki
FLUGRAÐ hefur gert samþykkt
um varaflugvöll á Egilsstöðum
fyrir millilandaflug en leggur
jafnframt til að lokið verði við
endurbætur á Akureyrarflug-
velli næsta sumar. Þannig er
2.000 metra langri flugbraut á
Akureyri ætlað að brúa bilið uns
Staðgreiðsla ekki reiknuð af
hlunnindum í 66% tilvika
Viðamikil könnun um allt land á döfinni
EMBÆTTI skattrannsóknarstjóra hefur lokið við könnun á stað-
greiðsluskilum 80 fyrirtækja á Reykjavíkursvæðinu. I Ijós kom að
í 52 fyrirtækjum eða 66% tilvika reiknuðu fyrirtækin ekki stað-
greiðslu af hlunnindum, til dæmis bílastyrk, eins og kveðið er á
um í nýju skattalögunum. Könnunin var gerð í júnímánuði síðast-
liðnum.
Guðmundur Guðbjarnason
skattrannsóknarstjóri segir í sam-
tali við Morgunblaðið að tvennt
hafi einkennt niðurstöður þessar-
ar könnunar auk framangreinds.
„I ljós kom að launagreiðendur
virðast almennt ekki hafa gert sér
grein fyrir þeim áhrifum sem nýju
lögin hafa á nákvæmari færslur
í launabókhaldi. Hinsvegar reikn-
uðu allir staðgreiðslu af venjuleg-
um launum, það er fyrir dag- og
næturvinnu,“ segir hann.
í aðeins einu tilviki af 80 reynd-
ist fyrirtæki ekki hafa staðið skil
á staðgreiðslunni til ríkissjóðs, en
sem fyrr segir var mikill brestur
á að þeim ákvæðum um stað-
greiðslu af hlunnindum sem lögin
gera ráð fyrir væri fylgt.
Fyrirtækin 80 sem mynduðu
úrtak könnunarinnar voru það
sem Guðmundur kallar af eðli-
legri stærð fyrir höfuðborgina,
með allt að 30 starfsmenn hvert.
Á næstunni mun embætti skatt-
rannsóknarstjóra gera aðra könn-
un svipaða þessari en mun viða-
meiri og mun úrtakið í henni ná
til alls landsins.
Aðspurður um hvað embættið
gerði í tilvikum þar sem ekki er
um að ræða staðgreiðslu skatta
af hlunnindum sagði Guðmundur
að fyrst væri mönnum gefínn
kostur á að leiðrétta mistök sín.
Ef þeir gerðu slíkt ekki færi stað-
greiðslan í vanskil og því fylgdu
sektar- og dráttarvaxtagreiðslur.
hægt verður að taka 2.400 metra
braut á Egilsstöðum í notkun
1991.
Samþykkt um þetta var gerð á
flugráðsfundi í fyrradag og send
samgönguráðuneytinu. Að sögn
formanns ráðsins, Leifs Magnús-
sonar, er gert ráð fyrir 2.400 metra
langri flugbraut á Egilsstöðum sem
gagnast mun þegar veðurskilyrði á
Keflavíkurflugvelli hamla lendingu
þar. Leifur segir vaxandi notkun
tveggja hreyfla þotna gera aúknar
kröfur til varaflugvalla. Þijú flugfé-
lög í áætlunarflugi til og frá
landinu, það er Arnarflug, Luft-
hansa og SAS, noti nú eingöngu
slíkar þotur og Flugleiðir stefni að
hinu sama fyrir árslok 1991.
Þegar er hafin vinna við 2.000
metra langa braut á Egilsstöðum
og bætist 400 metrar við skapast
lendingarskilyrði fyrir allar gerðir
millilandaflugvéla sem nú eru í
áætlunarflugi til og frá landinu.
Talið er að kostnaður við lengingu
brautarinnar um 400 metra sé
kringum 100 milljónir króna.
Segir Leifur Magnússon það til-
lögu Flugráðs að þjóðvegurinn við
Egilsstaði verði lagður yfir flug-
brautina og honum lokað í þau fáu
skipti sem nota þurfi síðustu 400
brautarmetrana í stað þess að flytja
veginn suður fyrir brautarendann.
Þá segir Leifur að þar sem ekki
verði lokið við framkvæmdir á Eg-
ilsstöðum fyrr en í fyrsta lagi 1991
leggi Flugráð til að Akureyrarflug-
völlur brúi bilið. Lagfæringum sem
hófust nú í sumar verði lokið á
næsta sumri þannig að stórar flug-
vélar geti lent þar. Felist lagfæring-
arnar einkum í að breikka malbik-
aðan hluta brautarinnar og bæta
við svæði fyrir brautarenda svo að
stórar vélar geti snúið við auk ör-
yggisráðstafana.
Flugráð telur að áfram skuli
stefnt að endurbótum á flugvellin-
um á Sauðárkróki í samræmi við
flugmálaáætlun svo að stórar vélar
geti einnig lent þar. Þannig verði í
framtíðinni 2.000 metra langar
flugbrautir á Akureyri og Sauðár-
króki, en fyrst verði reynt að beina
vélum sem ekki geta lent á
Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða.
Matthías Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, segir að sér hafi
borist samþykkt Flugráðs í gærdag
en ekki hafi verið fjallað um hana
í ráðuneytinu. Hann muni leggja
samþykktina fram á ríkisstjómar-
fundi næstkomandi þriðjudag og
ríkisstjórnin móti stefnu í varaflug-
vallarmálinu á næstu vikum eða
mánuðum.
Sjá ennfremur bls.4.