Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði: Sala fisks utan af landi eykst sífellt „ÞAÐ eykst jafnt og þétt að við fáum fisk frá landsbyggðinni til sölu hér á markaðinum,“ sagði Helgi Þórisson, skrifstofustjóri fiskmarkaðarins i Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið. „Það gseti verið vegna takmarkana á útflutningi isfisks i gámum i sum- ar en það hefur einnig fengist gott verð hér að undanförau. Til dæmis vorum við að selja 13,3 tonn af þorski úr Júlíusi Geir- mundssyni ÍS fyrir 48,07 króna meðalverð. Við höfum selt fisk frá öllum landshlutum en lang- mest af fiskinum hefur komið héðan frá suðvesturhorainu. Við höfum þó selt töluvert af fiski frá Snæfellsnesi og jafnvel selt hann þangað aftur.“ „Snæfellingar hafa þó ekki keypt hér nema þeir séu algjörlega fisk- lausir,“ sagði Helgi. „Við seljum mjög lítið út fyrir okkar markaðs- svæði sem nær frá Akranesi til Stokkseyrar. Sumir fyrir utan þetta svæði hafa prófað að kaupa hér físk Atvinnu- leysi 0,4% SAMKVÆMT upplýsingum frá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins var atvinnu- leysi í ágústmánuði í ár 38% meira en það var i sama mánuði i fyrra. Þetta bendir til að dreg- ið hafi úr eftirspum og þenslu á vinnumarkaði. Eftir sem áður er atvinnuleysi í heild i ágúst mjög lítið eða sem svarar 0,4% af áætl- uðum mannafla á vinnumarkað- inum. Þetta atvinnuleysi er óbreytt frá mánuðinum á undan. Skráðir at- vinnuleysisdagar í ágúst voru 10.200 talsins sem jafngildir því að 470 manns hafí verið atvinnu- lausir. Vorvindar áhausti en þar sem flutningskostnaðurinn getur verið 4 til 5 krónur fyrir kíló- grammið hafa margir þeirra ekki keypt hér nema einu sinni. Flutn- ingskostnaðurinn heldur einnig aftur af mönnum á landsbyggðinni að senda físk á markaðina hér. í sumum tilvikum fá þeir ekki nema nokkrar krónur út úr því, enda þótt verðið á mörkuðunum sé mun hærra en landssambandsverðið. Ég held .að menn hafi talið að takmarkanir á sölu físks úr gámum í Bretlandi í sumar yllu meira fram- boði á mörkuðunum hér en raunin varð á,“ sagði Helgi. „Við höfum selt mjög lítið af físki utan af landi og það hefur ekki auk- ist að undanfömu," sagði Bjami Thors framkvæmdastjóri Faxamark- aðar í Reykjavík. „Við höfum fengið dálítið af ýsu frá Vestmannaeyjum að undanfömu. Við seldum nýlega úr einum gámi frá Guðbjörgu IS og ýsu frá Húsavík. Þetta fer að dragast saman hjá okkur vegna minnkandi afla. Við höfum verið að selja fiskinn fyrir svipað verð og í fyrra en launa-, viðhalds- og viðgerðakostnaður hef- ur aukist mikið síðan þá,“ sagði Bjami. . „Við höfum lítið selt úr skipum utanaf landi og þáð hefur ekki auk- ist að undanfömu að þau hafí selt hér,“ sagði Ólafur Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðumesja. Útvegsbanki íslands: Biður SH að selja veðsett- ar birgðir á Suðumesjum MIKIL hlýindi voru í suðvestan- átt um landið norðan- og aust- anvert í gær. Mestur varð hit- inn 25,8 gráður á Dalatanga en hiti var 20 stig á 5 stöðum norðan- og austanlands klukk- an 18. Vindur var nokkur, viða allhvass. Um sunnan- og vestan- vert landið var úrkomusamt, einkum á Vestfjörðum þar sem mest rigndi í Kvígindisdal við Patreksfjörð, 57 millimetra frá klukkan 9-18. Á sama tíma mældist 39 milli- metra úrkoma á Hólum í Dýra- fírði og á Norðurhjáleigu í Álfta- fírði. Hiti sunnan- og vestanlands var víðast 10-13 stig. Vegna úr- komunnar varð Vestfjarðavegur ófær öllum bílum í Skálmadal en gert verður við veginn í dag, að sögn Vegagerðar. Góð færð var um aðra vegi. Að sögn Veðurstofu má rekja hlýindin til þess að hæð við írland og lágþrýstisvæði á leið yfír landið beina hingað mjög hlýju lofti úr suðri. í dag verður svalara veður með vestlægri og norðvestlægri átt og smáskúrum á Vesturlandi og við Norðurströndina. Þurrt og víða bjart á Austur- og Suðaust- urlandi. Um helgina er svo aftur búist við suðvestlægum vindi með úrkomu sunnanlands og vestan- og hlýju veðri nyrðra. Morgunblaðið/KGA Hlýtt var f veðri um allt land í gær, úrkomusamt sunnanlands og vestan- en vfða sást til sólar f hvassviðri á Norður- og Austur- Iandi. Hluti birgðannabyrjaður að skemmast Hvað varðar það atriði að dregið hafí úr eftirspurn og þenslu bendir Vinnumálaskrifstofan á önnur ein- kenni eins og að borist hafa fleiri tilkynningar um uppsagnir starfs- fólks fyrirtækja. Einnig hefur gjald- þrotatilfellum, þar sem ríkisábyrgð á launum hefíir þurft að koma til, fjölgað verulega. Gríndavfk. STJÓRNENDUR Útvegsbanka íslands hf. hafa óskað eftir þvf við forráðamenn Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna að þeir selji fyrir þá tæp þúsund tonn af frosnum fiskafurðum sem bank- inn hefur yfirtekið fajá nokkrum fiskvinnslufyrirtækjum á Suður- nesjum og geymd eru f frysti- geymslu Sjöstjörnunnar í Njarðvfkum sem bankinn eignað- ist fyrir nokkrum árum. Mikið af fiskinum liggur undir skemmdum vegna þoraunar þar sem hann hefur þegar verið tvö ár í frosti en heildarverðmæti afurðanna selt á erlendum mark- aði er rúmlega hundrað miHjónir króna. Erfíðleikar fískvinnslunnar hafa komið hvað harðast niður á Suður- nesjum en þar hafa viðskipti Út- vegsbankans í Keflavík við mörg físk'.'innslufyrirtæki þróast þannig að þegar stigið var á bremsumar fyrir nokkrum mánuðum og lokað fyrir fyrirgreiðslu af ýmsum ástæð- um, hafa nokkur orðið gjaldþrota og önnur beijast hörðum höndum til að halda lífí, að sögn stjómenda þeirra. í frystigeymslu Sjöstjömunnar og víðar hafa hlaðist upp birgðir af frosnum físki sem bankinn hefur lánað út á og nú er svo komið að stjóraendur bankans hafa óskað eftir því við forráðamenn SH að þeir reyni að selja þessar birgðir. Hjalti Einarsson, framkvæmda- stjóri SH, staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að þessi ósk hefði komið inn á borð hjá þeim og væri um að ræða langan lista yfír afurð- ir ýmiss konar. „Málið er nú á því stigi að mats- maður hefur gert útekt á birgðun- um en beðið er eftir því að forstjór- inn og sölustjórinn komi heim frá útlöndum úr fríi svo hægt sé að taka ákvörðun í málinu," sagði Hjalti. Guðmundur Hauksson banka- stjóri Útvegsbankans hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri brot á lögum að ræða við- skipti bankans og einstakra við- skiptavina hans opinberlega. „Almennt séð hefur versnandi staða fiskvinnslunnar komið við Hreinsað til við Fjölbrautaskólann íBreiðholti MIKIL ruslatínsla á sér nú stað í nágrenni Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Er þetta gert til að lýsa stuðningi við hreinsunarátakið sem nú er að hefjast í höfuðborginni. Jafnframt er hreinsunin í kringum skólann gerð í þeim tilgangi að kenna nýjum framhaldsskóianemum góð vinnubrögð og betri umgengnisreglur. Hafa eldri nemendur skólans ákveðið og skipulagt verkið og annast verksijóm, en busar hafa séð um framkvæmdina. Nú eru á fímmta hundrað nemendur í Qölbrautaskólanum í Breiðholti. kaunin á bankanum eins og öðrum. Staða útibúsins í Keflavík var orðin þannig, að hlutfall milli lána út á birgðir og innlána var orðið slæmt svo stigið var fast á bremsumar fyrir nokkmm mánuðum. Nú hefur hins vegar bmgðið til betri vegar og á síðustu sex mánuðum stefndi í viðunandi stöðu. Við skoðum þó mál einstakra viðskiptavina okkar á hveijum tíma og reynum að meta möguleika á fyrirgreiðslu sérstaklega," sagði Guðmundur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins em mörg íslensk físk- vinnslufyrirtæki með miklar birgðar í erlendum frystigeymslum þar sem greiðslukostnaður er minni og vitað er að í einstaka tilfellum er fískur orðinn skemmdur enda birgðimar orðnar rúmlega tveggja ára gamlar í einhveijum tilfellum. Kr.Ben. Vinnuslys: Fékk límtrés- bita í bakið KRANAMAÐUR um þrítugt slas- aðist alvarlega þegar límtrésbiti sem hann var að hifa að nýbygg- ingu Heklu hf. við Laugaveg losnaði úr trossu og slóst í hrygg mannsins. Óhappið varð í hádeg- inu í gœr. Að sögn lögreglu vildi óhappið þannig til að önnur tveggja trossa, sem notaðar vom við að hífa bit- ann, lét undan. Við það kom slynk- ur á bómuna og mun kranamaður- inn hafa talið að bitinn mundi slást í kranann. Hann hljóp því út úr krananum en varð þá fynr bitanum. Maðurinn liggur nú á sjúkrahúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.