Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 44
Listkynning í Alþýðubankanum Menningarsamtök Norðlend- inga og Alþýðubankinn hf. á Akureyri kynna að þessu sinni myndlistarkonuna Dröfn Frið- finnsdóttur og hanga nokkur verka hennar uppi í Alþýðu- bankanum á Akureyri. Dröfn stunaði nám við Myndlista- og handiðaskóla íslands árið 1962. Árið 1982 hóf hún nám við Myndlistarskólann á Akureyri og þaðan útskrifaðist hún úr málaradeild 1986. í fyrra var hún við nám í Lahti- listaskólanum í Finnlandi. Dröfn hefur haldið tvær einkasýningar á Akureyri, í Lahti, auk þess sem hún hefur tektö þátt í nokkrum samsýningum. Á listkynningunni eru tólf verk unnin með akrýl-litum á striga. Kynningin er í útibúi Al- þýðubankans hf., Skipagötu 14 á Akureyri og lýkur henni 4. nóvem- ber. ’ 7 ' • Brettingur NS 60 nýkominn heim frá Póllandi í sumar. Engir samningar fyrir sjó- menn á „hálffry stiskipum “ Sjómenn á Brettingi NS neituðu að fara á veiðar Dröfn Friðfinnsdóttir myndlistarkona. Sjómenn á hinum nýendur- byggða togara Vopnfirðinga, Brettingi NS 50, neituðu að halda til veiða síðastliðið þriðjudags- kvöld vegna ágreinings við út- gerð skipsins um samningamál. Deilan leystist í gærmorgun með þvi að gengið var að mestu að kröfum sjómanna og hélt skipið til veiða klukkan 17.00 í gær. Pétur Olgeirsson, framkvæmda- stjóri Tanga hf., sem er útgerðarfé- lag skipsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að deilan snerist ekki um krónur heldur um hvenær greitt væri fyrir veiðiferðimar. „Það eru einfaldlega engir samningar í gildi um svona tegundir skipa sem eru bæði ísfisktogarar og frystitogarar. Brettingur er eini togarinn hérlend- is sem er svokallað hálffrystiskip enn sem komið er, en tveir aðrir togarar hafa möguleika til þess einnig, Björgvin á Dalvfk og Júlíus Geirmundsson á ísafírði. Sjómennimir vildu fá að sitja við sama borð og sjómenn á alfrysti- skipum, það er þeir vildu fá greitt Framkvæmdastjóra Kaldbaks hf. sagt upp störfum: Ástæðuna má rekja til ágrein- ings og samskiptaörðugleika — segir Jóhann Ingólfsson stjórnarformaður Framkvæmdastjóra Kald- baks hf. á Grenivík, Knúti Karlssyni, hefur verið sagt upp störfum þjá fyrirtækinu. Ástæðuna má fyrst og fremst rekja til ýmiss ágreinings og samskiptaörðugleika sem verið hefur viðloðandi lengi, að sögn Jóhanns Ingólfssonar stjómar- formanns Kaldbaks hf. Knútur tók við framkvæmda- stjórastöðunni hjá Kaldbak hf. þegar fyrirtækinu var komið á laggimar fyrir um tuttugu árum síðan. Sjálfur átti hann 35% hlut í fyrirtækinu ásamt fiölskyldu sinni og munu þau hlutabréf nú vera til sölu í kjölfarið á uppsögn- inni. Að sögn Jóhanns eru heima- aðilar að íhuga kaup, en ekkert mun vera ákveðið ennþá í því efni. Kaldbakur hf' er almennings- hlutafélag og eiga það auk Knúts og Qölskyldu heimamenn á Grenivík ásamt hreppnum. Um síðustu áramót var nafnverð hlutabréfa Knúts metið á rúmar 2,9 milljónir króna. Fimm menn sitja í stjóm Kald- baks hf., þrír heimamenn, þeir Jóhann Ingólfsson, Jakob Þórðar- son og Flosi Kristinsson og mynd- uðu þeir meirihluta með uppsögn- inni. Þá situr Knútur auk þeirra í stjóm fyrirtækisins ásamt syni sínum Ögmundi Knútssyni. Kald- bakur hf. rekur frystihús, salt- fiskverkun og skreiðarverkun. Auk þess gerir fyrirtækið út eigið skip, Núp.ÞH, sem verið hefur á netum og línu til skiptis. Núpur ÞH er 182 tonna stálskip og er nú verið að ræða sölu þess. Skip- ið hefur lagt upp 40% af þeim afla, sem komið hefur til Kaldbaks hf. og er sá hluti um 1.000 tonn á ári af slægðum fiski. „Óhætt er að segja að reksturinn sé erfið- ur þessa dagana, en eflaust ekk- ert verri en gengur og gerist hjá fyrirtækjum í fiskvinnslu annars staðar á landinu. Engar ákvarðan- ir liggja fyrir af hálfu stjómar fyrirtækisins um til hvaða að- gerða skuli grípa, við bíðum bara eftir aðgerðum stjómvalda eins og vel flestir aðrir. Vinna hefur verið í frystihúsinu daglega og þegar mest er, þá lætur nærri að starfsfólk sé um 60 talsins." Knútur lét af stöðu fram- kvæmdastjóra þann 6. september sl. og mun stjómin vera að leita eftir nýjum aðila til að taka við. Ekki hefur þó verið farin sú leið að auglýsa eftir öðrum fram- kvæmdastjóra, heldur mun stjóm- in vera að skima í kringum sig, eins og Jóhann orðaði það. „Vildi auka hlutafé“ „Grundvallarágreiningurinn var um hvemig byggja ætti fyrir- tækið upp. Ég vildí auka eigið fé fyrirtækisins stórlega, að lág- marki 10-15 milljónir kr. um ára- mót. Eigið fé fyrirtækisins er lítið vegna slæmrar rekstrarstöðu á þessu ári, en stjómin var mér gjör- samlega ósammála," sagði Knút- ur í samtali við Morgunblaðið. „Þá var ákveðið að helmingur hluta- bréfanna skyldi boðinn út í sumar og var ég og fjölskylda mín einu aðilamir sem buðu í hlutabréfin. Ef kaupin hefðu gengið eftir ætti ég rúmlega 90% hlutafjárins 1 dag. Skilyrði fyrir sölu bréfanna voru þau að hlutabréfin skyldu öll seljast í einu og hafði ég trú á að hægt væri að byggja þetta upp ef menn stæðu sameinaðir. Ekkert varð hinsvegar úr sölu og heyrðist sú skýring að ef stór hluti bréfanna yrði seldur, myndu þau hlutabréf, sem eftir stæðu, verða verðlaus. Ég bauð þrefalt nafn- verð í bréfin, en nafnverð var 4.610 þúsund og sömu greiðslu- skilmála og Reykjavíkurborg samþykkti þegar hún seldi hlut sinn í Granda, 20% út á árinu og hitt á 8 árum með lánskjaravísi- tölu og 3,5% vöxtum." Knútur sagði að aðalkappsmálið hjá sér hefði þó ekki verið að eignast fyrirtækið, heldur hefði legið mun meira á því að auka hlutaféð. „Valdabarátta með kaupum fram og aftur í félaginu bætir ekki eig- inijárstöðu þess. Aftur á móti styrkir aukning hlutafjár eiginij- árstöðu fyrirtækisins," sagði Knútur. sem svarar til 90% af aflaverðmæti áður en haldið var á sjó aftur. Hins- vegar er reglan sú á ísfísktogurum að gert er upp við sjómenn þegar næst er komið að landi. Sjómenn á Brettingi vildu ekki sætta sig við að vera settir undir ísfisktogara- regluna þar sem skipið er að hálfu leyti frystitogari og lyktaði málum þannig að útgerð skipsins féllst á að greiða samkvæmt frystitogara- samningum," sagði Pétur. Hann sagði nauðsynlegt að gerð- ir yrðu sér samningar fyrir þessi hálffrystiskip, eins og hver önnur, og væri sú samningagerð að sjálf- sögðu á herðum LIU. Erfitt væri að segja til um hvemig best væri að haga þessum málum. Frá því að skipið kom úr endurbyggingu í Póllandi, hefur það farið í tvær veiðiferðir og hafa skipvetjar fengið þær greiddar eftir ísfisktogararegl- unni. Gallerí AllraHanda: Opnunar- tíma breytt Gallerí AllraHanda, sem er til húsa á Brekkugötu 5, efri hæð, hefur breytt opnunartímum sinum þannig að nú er opið á fimmtudögum frá kl. 17-19, á föstudögum frá kl. 13-18 og á Iaugardögum frá kl. 10-12. Aðrir opnunartímar geta verið eftir samkomulagi. í Galleríi AllraHanda eru til sölu og sýnis íslenskir Iistmunir eftir marga af þekktustu og viðurkennd- ustu listamönnum ýmissa list- greina. Má þar nefna grafík eftir Þórð Hall, Ingunni Eydal, Hörpu Bjömsdóttur, Guðrúnu B. Ólafs- dóttur og Jenný Guðmundsdóttur. Leirmunir em eftir Koggu, Kol- brúnu Kjarval, Lisbet Sveinsdóttur, Jónínu Guðnadóttur, Biyndísi Jóns- dóttur og Guðnýju Magnúsdóttur. Silfurmunir em eftir Jens Guðjóns- son, Snorra Sigurðsson, Hansínu Jensdóttur og Onnu Maríu Guð- mundsdóttur, „pýrit“-gullsmiðja. Myndvefnaður er eftir Asu Ólafs- dóttur og Guðrúnu Gunnarsdóttur. Textflmunir em einnig á boðstólum, svo sem sérhannaðir hattar og silki- slæður auk ýmiskonar norðlensks heimilisiðnaðar, nytjalistar og íslensks ilmvatns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.