Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 18
MORGUNBLADIU, Já Á Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Nú er tækífærið til að mennta sig fyrir allt er lýtur að skrifstofustörfum. Sérstök áhersla er lögð á notkun PC-tölva. Námið tekur þrjá mánuði. Námskeið þessi hafa reynst mjög gagnleg fyrir skrifstofufólk og þá er hyggja á skrifstofuvinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, rit- vinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlunar- gerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem SKRIFSTOFUTÆKNAR og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Innritun og nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 Á skrifstofu Tölvufræðslunnar er hægt að fá bækl- inga um námið, bæklingurinn er ennfremur sendur í pósti til þeirra sem þess óska. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Staða kvenna í verkalýðs- hreyfingnnni fer batnandi Rætt við Joyce D. Miller, varaforseta AFL-CIO UM helgina var Joyce D. Mill- er, varaforseti bandaríska al- þýðusambandsins AFL-CIO stödd hér á landi á vegum Menningarstofnunar Banda- ríkjanna. Á laugardaginn flutti hún fyrirlestur á Hótel Sögu um stöðu kvenna í Banda- ríkjunum og verkalýðshreyf- inguna þar i landi, en hún hef- ur um árabil verið í forystu- sveit bandarískra verka- kvenna. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Joyce Miller að máli á laugar- daginn og spurði hana fyrst um stöðu kvenna innan verkalýðs- hreyfíngarinnar í Bandaríkjun- um. „Til skamms tíma voru karl- ar alls ráðandi innan hreyfíngar- innar," svaraði hún. „En á síðustu árum hefur meira tillit verið tekið til okkar. Ég var kosin varafor- seti AFL-CIO árið 1980 og var fyrsta konan, sem gegndi því embætti. Nú erum við orðnar þijár. Konum í ýmiss konar ábyrgðar- og stjómunarstörfum hefur reyndar fjölgað mjög í Bandaríkjunum og á sama tíma eykst fjöldi kvenna í verkalýðs- hreyfíngunni jafnt og þétt. Senni- lega er rúmlega helmingur verka- kvenna félagsbundinn í verka- lýðsfélögum og þær bera að jafn- aði 30% meira úr býtum en hin- ar.“ Virkja þarf ungar verkakonur Árið 1974 átti Joyce Miller þátt í að koma á fót landssam- bandi verkakvenna og er hún formaður þeirra samtaka. „Við töldum þörf á vekja athygli á málstað kvenna innan verkalýðs- hreyfíngarinnar og okkur hefur orðið töluvert ágengt. Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á sjónarmiðum karla og kvenna innan hreyfingarinnar, en ef kon- ur gegna ábyrgðarstöðum þar, þá má ætla, að málefnum kvenna sé betur sinnt. Það er líka mikil- vægt að virkja yngri konumar. Staðreyndin er sú, að 3 af hvetj- um 5 nýjum félögum í verkalýðs- hreyfíngunni eru konur, svo brýna nauðsyn ber til að þar sé rætt um mál sem snerta þær.“ Morgunblaðið/Einar Falur Joyce D. Miller, varaforseti bandaríska alþýðusambands- ins. Óhagstæð vinnulöggjöf Einungis 13% bandarískra verkamanna eiga aðild að AFL- CIO, en alls em milli 15 og 16 prósent þeirra félagsbundnir. Þetta er töluverð fækkun, því fyrir nokkmm ámm var þetta hlutfall um 20%. Joyce Miller tel- ur að ástæður þessarar fækkunar séu einkum þijár: „í fyrsta lagi hefur störfum fækkað í ýmsum atvinnugreinum, þar sem verka- lýðsfélög hafa verið sterk. í ann- an stað em vinnulögin með þeim hætti, að erfítt er að virkja menn í verkalýðsfélögum, til dæmis hefur AFL-CIO ekki enn fengið umboð til að semja um kaup og kjör fyrir félagsmenn sína. I þriðja lagi hefur fjöldi lögfræð- inga í Bandaríkjunum sérhæft sig í því að aðstoða fyrirtæki við að vinna gegn verkalýðsfélögum og komast hjá samskiptum við þau.“ Stöndum með Dukakis Hún bætti því við, að Reagan forseti væri verkalýðsfélögunum andsnúinn, enda teldi hann slík samtök óþörf. „Þrátt fyrir þetta er staða verkalýðshreyfíngarinn- ar enn sterk og hefur batnað tölu- vert að undanfömu. Okkur hefur tekist að koma mönnum á þing, sem sýna málstað okkar skilning og nú stöndum við með Michael Dukakis í baráttu hans fyrir for- setaembættinu. Verkalýðshreyf- ingin er nær einhuga í þessari kosningabaráttu enda er Dukakis sammála þeim hugmyndum sem hún byggir á. Við veitum honum fjárhagslega stuðning og ég held að hann muni bera sigur úr býtum í kosningunum í nóvember." Ólík viðhorf til félagslegrar þjónustu Joyce Miller telur, að tvö grundvallarsjónarmið takist á í bandarískum stjómmálum. „Ann- ars vegar em það hugmyndir Reagans um að forræði hins opin- bera sé í eðli sínu óæskilegt og hver einstaklingur eigi að sjá um sig sjálfur. Hins vegar. telur verkalýðshreyfíngin að styðja eigi fólk með opinberum afskiptum. Stjóminni beri að hjálpa þeim, sem ekki geta hjálpað sér sjálfír og ábyrgist velferð þegnanna. Ég tel Michael Dukakis mun líklegri til að styðja þessa hugsjón hreyf- ingarinnar heldur en George Bush. Vegna þessa ágreinings hafa samtök verkafólks háð harða bar- áttu við stjóm Reagans," bætti hún við. „Nú leggjum við höfuðá- herslu á, að útgjöld til félagsmála verði ekki minnkuð meir en orðið er því það er skoðun okkar, að allir eigi að fá greitt úr sameigin- legum sjóðum." Viljum efla verkalýðsf élög' um allan heim Joyce D. Miller var að lokum spurð"hvort bandarísk verkalýðs- hreyfíng hefði afskipti af alþjóða- málum. Hún svaraði á þá leið, • að AFL-CIO hefði mjög öfluga alþjóðadeild. „Samtökin gegna miklu hlutverki í alþjóðasamtok- um verkalýðsfélaga og okkur er mjög í mun að efla verkalýðs- hreyfínguna hvarvetna í heimin- um. Oft greinir okkur á við ríkis- stjóm Bandaríkjanna en í sumum tilvikum erum við sömu skoðunar og hún. Um þessar mundir leggj- um við mikla áherslu á stuðning við Samstöðu í Póllandi, enda vilj- um við að verkalýðsfélög um allan heim njóti sama frelsis og við.“ EINSTAKT TÆKIFÆRI!! Viö eigum til nokkra MAZDA 626 árgerö 1988, sem við seljum með VERULEGUM AFSLÆTTI til aö rýma til fyrir 1989 ár- gerðinni. Dæmi um verð: (í þús. króna) Ágúst verð Verð nú Þú sparar 626 LX 1.8 L: 4 d. 5 g./vökvast. 813 731 82 5 d. sj.sk./vökvast. 889 808 81 626 GLX 2.0 L: (rafm.rúður/læsingar) 4 d. sj.sk./vökvast. 940 854 86 5 d. sj.sk./vökvast. 961 872 89 5 d. sj.sk./vökvast. (álfelgur, sóllúga) 1103 964 139 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl straxl! BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.