Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 53 Tillögnr Framsóknarflokksins: Deild við Framkvæmda- sjóð fái þrjá milljarða Morgunblaðið/Einar Falur Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins ræðir við fréttamenn að loknum ríkisstjómarfundi HÉR á eftir birtast í heild tillög- ur Framsóknarflokksins nm breytingar við tillögur forsætis- ráðherra í efnahagsmálum: Eftir að niðurfærsluleiðinni hefur verið hafnað hefur forsætisráðherra lagt fram tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum sem Framsóknar- flokkurinn telur ekki fullnægjandi. Til að freista þess að ná samkomu- lagi hefur Framsóknarflokkurinn ákveðið að gera tillögur um breyt- ingar á tillögum forsætisráðherra og um viðbætur sem fullnægja bet- ur þeim grundvallaratriðum sem flokkurinn leggur höfuðáherslu á, sem eru: — Að dregið verði úr þenslu sér- staklega á þeim svæðum þar sem hún er mest. — Að í aðgerðunum felist sem varanlegastur bati á rekstrar- grundvelli útflutningsatvinnu- veganna. — Að útflutningsatvinnuvegunum verði ekki eða sem allra minnst mismunað. — Að dragi úr viðskiptahalla. — Að dregið verði markvisst úr fjármagnskostnaði og stjóm á öllum fjármagnsmarkaðinum samræmd. — Að hjöðnun verðbólgu verði tryggð. Með þessi grundvallaratriði í huga em eftirgreindar breytingar- tillögur gerðar og í þeirri atriðaröð sem er í tillögum forsætisráðherra: 1. Verðlagsmál Almennt verðlag vöm og þjón- ustu, gjaldskrár opinberra fýrir- tækja, bæði ríkis og sveitarfélaga, og gjaldskrár sjálfstætt starfandi sérfræðinga verði frystar að öðm leyti en sem nemur áhrifum er- lendra verðhækkana. Þetta verði stutt með nauðsynlegum heimildum í lögum og gildi til 10. apríl 1989. 2. Frystmg launa Engar breytingar. 3. Landbúnaðarafurðir Launaliður f verðlagsgmndvelli búvöm hækki ekki á tímabilinu til 10. aprfl 1989. Hækkunum á landbúnaðarvömm umfram áhrif erlendra verðhækk- ana verði mætt með niðurgreiðsl- um. Til þess verði aflað tekna í ríkis- sjóð. Afurðalán landbúnaðarins verði sami hundraðshluti og fyrri. Útflutningsuppbætur verði greiddar án frekari tafa. 4. Fiskverð Almennt fiskverð sem ákveðið var í júníbyijun framlengist óbreytt til 10. apríl 1989. 5. Sérstakar aðgerðir til að bæta afkomu útflutnings- greinanna (Komi í stað „sérstakar tíma- bundnar verðbætur á frystar afurð- ir“ og „endurgreiðslur úr verðjöfn- unarsjóði til rækjuframleiðenda"). 5.1. Frá 1. september til 10. apríl nk. verði sérstök 4 af hundraði uppbót greidd á FOB verð freðfisk- og hörpudiskafurða. Þessi uppbót nemur því verðjöfnunartilefni sem er fyrir hendi, en innistæða er ekki' fyrir. Aflað verði tekna í þessu skyni. 5.2. Frá 1. september til 10. apríl nk. verði greitt 4 af hundraði upp- bót á FOB verð útfluttra ullarafurða eða samsvarandi niðurgreiðsla á ull. Aflað verði tekna í þessu skyni. 5.3. Launatengd gjöld (slysa-, líf- og atvinnuleysistryggingagjöld) verði felld niður f útflutningsgrein- um og söluskattur að fullu endur- greiddur í öllum útflutningsgrein- um. Aflað verði tekna í þessu skyni. 5.4. Stofnaður verði sérstakur útflutningslánasjóður sem annist afurðalán og e.t.v. aðra sérstaka fyrirgreiðslu við útflutning eða Seðlabankinn yfírtaki afurðalán vegna útflutningsatvinnuvega að f gærmorgun. nýju. Vaxtamunur vegna afurða- lána lækki í einn af hundraði. Fjár- magns verði aflað með bindingu og erlendri lántöku. 5.5 Verð á raforku til útflutnings- greina verði lækkað og samræmt. Miðað skal við að verð til frystingar lækki um 25 af hundraði. Lækkun- in verði borin af Landsvirlg'un. 5.6. Sérstök deild verði sett á fót við Framkvæmdasjóð sem veiti lán eða framlög til fjárhagslegrar end- urskipulagningar. Stefnt verði að því að deildin hafí kr. 3000 milljón- ir til umráða. Telqur deildarínnar verði: 1. Kr. 500 milljónir á ári í 3 ár af samanlögðu aðstöðugjaldi í landinu. Miðað verði við að aðstöðu- gjald lækki ekki frá því sem nú er. Aðstöðugjald umfram ákveðna fjár- hæð á íbúa leggist f sjóðinn þannig að ofangreind flárhseð fáist. Inn- heimta fari fram í gegnum Jöfnun- arsjóð sveitarfélaga. 2. Framlag ríkisins til Atvinnu- leysistryggingasjóðs á árinu 1989 renni til deildarinnar. Deildin fái að láni kr. 500 milljón- ir úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins. Það sem á vantar taki deildin að láni með ábyrgð ríkissjóðs. Lán deildarinnar verði vaxta- og afborgunarlaus fyrstu þijú árin. Ríkisstjómin skipar sérstaka nefnd til að setja reglur og skilyrði um útlán deildarinnar og staðfestir þær reglur. Deildin skal starfa í samráði við samstarfsnefnd Framkvæmdasjóðs, Byggðasjóðs, Fiskveiðasjóðs og fuiltrúa ríkis- og einkabankanna. 5.7. Önnur nauðsynleg telgu- aukning útflutningsatvinnuvega eða ígildi hennar verði framkvæmd með annarri niðurfærslu kostnaðar og/eða breytingu á gengi. Við það verði miðað að afkoma útflutnings- greina verði í jafnvægi. 6. Lækkun vaxta og breytingar á fjármagnsmarkaði 6.1. Meðal raunvextir útlána verði ekki yfir 6 af hundraði og vaxta- munur ákveðinn. Ef ekki næst fljót- lega viðunandi árangur í viðiæðum Seðlabanka og lánastofnana verði lagaheimildum beitt til að ná settu marki. Ríkissjóður lækki vexti á ríkis- skuldabréfum í 5 af hundraði. 6.2. öll skuldabréf verði á nafn og skráningarskyld og sömuleiðis eigendaskipti. 6.3. Bankar og aðrar fjármagns- stofnanir verði upplýsingaskyldar gagnvart skattayfirvöldum. 6.4. Grundvelli lánskjaravístölu verði breytt strax til að draga úr misgengi. Lánskjaravísitala verði afnumin strax og veiðbólga er orð- in 10 af hundraði á þriggja mánaða mælikvaiða. Öll önnur sjálfvirk vísi- tölutenging verði afnumin. 6.5. Skylda verðbréfasjóða til kaupa á skuldabréfum ríkissjóðs verði hækkuð eða bindiskylda ákveðin. 7. Breyttur útreikningur drátt- arvaxta óbreytt. 8. Um beitingu heimildar til gengisbreytingar Sjá 5.7. 9. Aðgerðir gegn þenslu (í stað aðhalds í ríkisQármálum og lánsfjármálum). 9.1. í ríkisflármálum verði megin- stefnan að ekki eigi sér stað raun- aukning útgjalda hjá einstökum ráðuneytum á árinu 1989. Frestað verði framkvæmd nýrra laga sem hafa útgjaldaaukningu í för með sér. Tekna verði aflað þann- ig að fjárlög verði hallalaus, m.a. með skattlagningu fjármagnstekna til jafns við vinnutekjur umfram ákveðna lágmarksávöxtun, sam- ræmdri skattlagningu allrar flár- málastarfsemi og hækkun tekju- skatts samfara hækkun skattleysis- marka. 9.2. Dregið verði mjög úr erlendri lántöku. 9.3. Tekjur sveitarfélaga af að- stöðugjaldi verði jafnaðar, sbr. lið 5.6. 9.4. Heimild verði veitt í lögum til þess að leggja skatt á nýjar fram- kvæmdir. 10. Eiginfjárstaða fyrirtækja Útlán hinnar sérstöku deildar við Framkvæmdasjóð sbr. lið 5.6. eiga ekki síst að stuðla að því að treysta eiginfjárstöðu útflutningsfyrir- tækja. Jafnframt verði útflutnings- fyrirtælg'um gert kleift með ákvæð- um í skattalögum að jafna sveiflur með því að mynda eigin varasjóði til að mæta hugsanlegum áföllum. REIKNAÐU MEÐ ■daniel hechter- R A R I S MJÖG GOTT VERÐ 5 GERÐIR Heildverslun Þ. Löve & Co. Sími 10239 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur frá 250 W uppi1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fytgihlutir geymdir í vél. • Sjálfinndregin snúra og híeðsluskynjari. Gömlu góöu SIEMENS gœöin! SMTTH& NORLAND Nóatúni 4 - Simi 28300 1 i. Með þessu stórkostlega fyrirkomulagi næst hámarksnýting á lagersvæði. Mjög hentugt kerfi og sveigjanlegt við mismunandi aðstæður. Greiður aðgangur fyrir lyftaraogvöruvagna. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVCRSLUrv BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 TÚLVUSKEYTING MEÐ CR0SFIELD MYNDAMÓT HF SKOLAFOLK VASATOLVUR í úrvali f rá: CASIO _ SHARP IBICO Texas instruments Trump-adler Daniel Hechter Pira comp Sendum í póstkr. —ti Ttiunnjum - B BRJICA LAUGAVEG1116-118V/HLEMM S. 621122.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.