Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 15.09.1988, Qupperneq 55
!8w jraa'MSFT'sag ?,i HuoAquTMMra /iigAjgHuoaoM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1#88 55 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Fundur leiðtoga Tyrkja og Gríkkja á Kýpur: Stefnt er að samein- ingu fyrir iúní 1989 í DAG hefst á vegum Sameinuðu þjóðanna fundur George Vas- siliou, forseta lýðveldis Kýpur-Grikkja, og Raufs Denktash, starfs- bróður hans frá norðurhluta eyjarinnar, sem Tyrkir hernámu árið 1974. Umræðuefnið er hugsanleg sameining eyjarinnar. Leið- togamir hittast í Ledra Palace-hótelinu i Nikósiu á svæði Samein- uðu þjóðanna, Grænu linunni svokölluðu, sem skiptir landinu i tvennt. Hótelið má muna sinn fifil fegri er það hýsti efnaða ferða- menn en núna er þar aðsetur kanadískra hermanna í friðargæslu- sveit SÞ. Vassiliou og Denktash hittust í fyrsta skipti 24. ágúst síðastliðinn í höfuðstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í Genf. Tilgangur þess fundar var fyrst og fremst að kynnast og reifa málin. Grund- völlur friðarumleitana nú eru tvö skjöl sem undirrituð voru í viðræð- um leiðtoga Kýpur-Grikkja og Tyrkja á vegum SÞ árin 1977 og 1979. Fundurinn í Genf þótti óvenju vinsamlegur þegar tekið er mið af hinni hatrömmu deilu Tyrkja og Grikkja á Kýpur. Marg- ir líta svo á að árangur fundarins megi rekja til persónu forseta Kýpur-Grikkja. Hann var tiltölu- lega lftt þekktur kaupsýslumaður þegar hann vann sigur í forseta- kosningunum í febrúar og hefur einsett sér að sameina tyrkneska og gríska hluta eyjarinnar. Hann þykir hófsamari í afstöðu sinni en forveri hans, Spyros Kypr- ianou, sem hitti Denktash fyrir þremur árum en án árangurs. Sameiningarviðleitnina má einnig rekja til Perez de Cuellars, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sem hefur á undraverðan hátt tekist að sigla hverri svæðis- bundnu deilunni á fætur annarri í átt til hafnar að undanfömu. Síðast en ekki síst er mikill al- þjóðlegur þrýstingur á Tyrki að draga 29.000 manna herafla sinn til baka frá Kýpur. Andreas Pap- andreou, forsætisráðherra Grikk- lands, og Turgut Ozal, forseti Tyrklands, hittust í Davos í Sviss fyrr á árinu til að ræða deiluefni sín og er mikið vitnað til þess fundar í fjölmiðlum á Kýpur þegar rætt er um bætta sambúð eyjar- skeggja beggja vegna Grænu línunnar. Tveir stærstu stjómarand- stöðuflokkamir á tyrkneska hluta Kýpur hafa einnig barist fyrir sáttaumleitunum en þeir njóta fylgis nær helmings kjósenda. Vassiliou og Denktash hafa sett sér það markmið að ná sátt- um fyrir júníbyijun á næsta ári. í fyrstu munu þeir hittast f dag og á morgun en ákveða sfðan hver næstu skrefin verða. Stjóm- málaskýrendur segja að verið geti að leiðtogamir hitti de Cuellar í New York í október til að meta stöðuna. Vildu ekki sjálfstæðið Sjálfstætt lýðveldi var stofnað á eynni Kýpur, sem er tæplega tíu þúsund ferkflómetrar að stærð, árið 1960. Hið merkilega var að flestir íbúamir, þ.e.a.s. þeir sem litu á sig sem Grikki fyrst og fremst, höfðu engan áhuga á sjálfstæðinu þá heldur vildu sam- einast Grikklandi eftir að hafa verið undir breskri stjóm { ára- tugi. Tyrkneskir íbúar eyjarinnar sögðu sig úr lögum við hið ný- stofnaða lýðveldi þremur ámm sfðar vegna óánægju með sinn hlut f stjóm landsins og til harðra átaka kom milli þjóðanna tveggja. Sameinuðu þjóðunum tókst að stilla til tímabundins friðar og árið 1968 hófust viðræður um stjómarskrárbreytingar sem tryggðu Tyrkjum aukin réttindi. Þær stóðu í sex ár en bám lítinn árangur. Eyjan hefur verið klofín frá árinu 1974 er Tyrkir réðust inn í landið. Tilefnið var það að Maka- rfosi erkibiskupi og forseta lands- ins hafði verið steypt af stóli að undirlagi herforingjastjómarinnar á Grikklandi. Makaríos sneri aftur nokkmm mánuðum síðar en tyrk- bandsríki með landamæmm". Það fæli í sér að Kýpur-Grikkir myndu hvorki mega ferðast að vild um eyna né setjast að f norðri. Kýp- ur-Grikkir á hinn bóginn leggja megináherslu á hin svokölluðu þrenn frelsisréttindi; réttindi allra Kýpurbúa til að flytjast búferlum, setjast að hvar sem er og eiga eig^nir hvar sem er. Enda er eina megindriffjöður samningaviðleitni í gríska hlutanum að finna meðal 200.000 grískra flóttamanna úr norðri sem vilja endurheimta jarð- ir sfnar og eignir. í huga Kýpur-Grikkja felst í hugmyndinni um sambandsríki einn forseti, ein utanríkisstefna og einn efnahagur. Mörgum finnst erfitt að ímynda sér að Denktash geti fallist á að láta forsetaembættið af hendi en stungið hefur verið upp á því að Denktash og Vassiliou á fundinum í Genf. neski herinn sat sem fastast. Tyrkland er eina erlenda ríkið sem viðurkennir lýðveldið sem Kýpur- Tyrkir stofnsettu á hemámssvæð- inu. Það þekur um þriðjung eyjar- innar og þar búa 163 þúsund manns, þar af einungis 661 af grísku þjóðemi f bænum Karpas- ia. í gríska hlutanum búa um það bil 540 þúsund manns, nær allt Grikkir. Eins og stendur em lítil sem engin samskipti milli eyjar- hlutanna tveggja og nær engin umferð um landamærin. Á dögun- um hugðust nokkrir blaðamenn frá gríska hlutanum fara norður og taka viðtal við Denktash en það strandaði á því að Tyrkir fóm fram á vegabréf á landamæmn- um. Blaðamennimir gátu ekki fallist á þessi skilyrði því þar með væra þeir að viðurkenna að tvö ríki væm fyrir hendi á Kýpur. Tortryggni á báða bóga Þó bæði Grikkir og Tyrkir á Kýpur virðist sjá sér hag í samein- ingu er tortryggnin í garð hins aðilans stærstur Þrándur í götu samkomulags. Tyrkir óttast að lokatakmark Kýpur-Grikkja sé að sameinast Grikldandi og Grikkir em á móti tvískiptingu eyjarinnar af þeirri ástæðu að þeir óttast að hún sé fyrsta skrefíð í átt að full- um yfirráðum Tyrkja. Báðir aðiljar hafá í orði fallist á að hið nýja ríki verði sambands- ríki en deilt er um flest önnur atriði. í Genf lagði Denktash, minnugur þess að tyrkneski minnihlutinn var kúgaður fyrir 1974, til að stofnsett yrði „sam- Tyrkir og Grikkir skiptist á að skipa mann í forsetastól. Deilt um tyrkneska innflytjendur Einnig er deilt um hver skuli verða afdrif um það bil 60.000 Tyrkja sem flust hafa til Kýpur frá meginlandinu. Stjóm Denkt- ash hefur vísað á bug þeirri kröfu sem kom fram á fundi utanríkis- ráðherra Samtaka óháðra ríkja í Nikósíu á dögunum þar sem farið var fram á að landnemamir snem heim. Sú krafa byggist á því að innflutningur Tyrkjanna er brot á ákvæði samnings frá árinu 1960 milli Gríkklands, Tyrklands, Bret- lands og hins nýstofnaða lýðveldis á Kýpur um innflytjendur. Það er samkvæmt þessum samningi sem Bretar em enn með herstöðv- ar á eyjunni. Eins og fram hefur komið er lausn Kýpurdeilunnar ekki ein- ungis undir þeim komin sem eyj- una byggja. Fundurinn Í-Davos fyrr á árinu milli Papandreous og Ozals gaf tóninn. Denktash stend- ur og fellur með stuðningi Tyrkja og heyrst hefur að forsenda þess að Tyrkir fái inngöngu í Evrópu- bandalagið sé að þeir kalli herinn heim frá Kýpur. Sem dæmi um það hversu Kýpur-Grikkir reiða sig á stjómina í Aþenu má nefna að það olli geysilegu fjaðrafoki er það upplýstist að Michael Do- untas, sendiherra Grikklands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í skýrslu til stjómvalda heima fyrir að skipting eyjarinnar væri ákjós- anlegri en það samkomulag sem nú væri f undirbúningi. GEGN STREITU Vitundartækni Maharíshi, INNHVERF ÍHUGUN, er einföld, huglæg aðferð sem vinnur gegn streitu og spennu. Almenn kynning verður haldin í kvöld fimmtudag kl. 20.30. I Garðastræti 17. Aðgangur ókeypis. fslenska íhugunarfélagið, s. 16662. DLT42J B0RÐAÐ EINS 0G í SUÐUR-KÍNA, - cin vika - Blandðður kínverskur forréttur með svínakjötí og rækjum. 4 litlir réttir: Fylltur smokkfiskur Marinerað steikt svínakjöt Pönnusteiktur Sjanghæhumar . Szechuan kjúklingur m/kínverskum hnetum Hrísgrjónavín (15 cl) (Heitt eða kalt) Verð kr. 1.290.- Að öðru leyti er matseðillinn okkar í fullu gildi. Við seljum út og sendum heim. Kínvcrska veitingahúsið, Laugavegi 28. Sími 16513. Tæknival hf. kynnir: Stórkostleg nýjung ■ikflililili'MliKmTII Handstýrðurmyndskanni fyrir PC eigendur. Lesbreidd: 64 mm +/ — 4% Upplausn: 200 punktar á tommu lárétt og lóörétt. Leshraði: 3.3 sentimetrar /sek Stærð: 122x90x31 mm Snúra: 1.8 metrar. Tengispjald: Fyrir allar IBM PC/XT/AT og PS/2 model 30 og samhæfðar vélar. Lágmarkskröfurum vélbúnað: 256KB vinnsluminni, DOS 2.0 eða ofar, tvlhliða disklinga- drif, 1 DMA rás. Sé HALO DPE útgáfuforritið notað með skannanum er mælt með 640 KB vinnslu- minni og öðru drifi eða hörð- um diski að auki. Útgáfuforritið HALO DPE fylg- ir með I kaupunum ásamt handbók og leiðbeiningum um notkun. Með þessum bunaöi bætist enn við valkosti og möguleika PC eigenda. Fram til þessa hefur það ekki verið á færi einstaklingaaðeignast mynd- skanna vegna mikils kostnað- ar. Með HS 1000 myndskann- anum geta nu allir leyft sér að skanna myndir — breyta þeim — prenta þær út — nýta þær með útgáfuforriti til að gera eintaldar auglýsingar— kynn- ingarbæklinga allskonar eða hanna sln eigin eyðublöð svo eitthvað sé nefnt. Jafnvel Macintosh eigendur eiga ekki enn kost á þessari nýjung og eru þó ýmsu góðu vanir. HS 1000 myndskanninn kost- ar aðeins 22.354 krónur á þessum verðbólgutlmum. Hlægilegt verð. Komdu og skoöaöu — Prófaðu eða kauþtu þér HS 1000 skanna. Gsngi 25.5.88. SIÆKNIVAL Grensásvegi 7, 108 Reykjavlk, Box8294, S: 681665 og 686064
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.