Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 59 Norðurlandamót grunnskólasveita: Skáksveit Seljaskóla hreppti annað sætið Skák Karl Þorsteins Norðurlandamót grunnskóla- sveita í skák lauk í Sandnes { Noregi 2.—4. september sl. Tjele Efterskole frá Danmörku bar sigur úr býtum og fulltrúi ís- lands, sveit Seljaskóla, hafnaði i öðru sæti. Sigur dönsku sveitarinnar var raunar nokkuð öryggur. Sveitin hlaut 15 vinninga af 20 mögulegum en íslenska sveitin 12V2 vinning. Danska sveitin sem kemur frá Jót- landi hefur nokkra sérstöðu gagn- vart sveitum annarra skóla því skák er valgrein í skólanum og meðal kennara eru alþjóðlegir titilhafar. Þetta hefur gefíð góða raun því í skólann hafa safnast efnilegustu ungmenni Danaveldis í skákíþrótt- inni og ekkert lát virðist þar á. Skáksveit Seljaskóla tókst ekki að verja glæstan árangur síðustu tveggja ára með sigri á mótinu. Sveitina skipuðu (íslensku skákstig- in innan sviga): Þröstur Ámason (2195), Sigurður Daði Sigfússon (2195), Snorri Karlsson (1815), Ingi Fjalar Magnússon (1720) og Ingólfur Gíslason (1520). Árangur- inn er samt fyllilega sómasamlegur. Á efstu borðunum eru sveitarmeð- limir Seljaskólasveitarinnar raunar hærri að skákstigum en keppinaut: ar þeirra í hinni dönsku sveit. í sveitarkeppnum reynir á hinn bóg- inn meira á mátt hinna mörgu og meðalstig dönsku andstæðinganna voru mun hærri. Úrslitaviðureign í mótinu var raunar tefld í fyrstu umferð því þá hlutu sveitarmeðlir einungis einn vinning gegn þremur vinningum dönsku andstæðinganna. Tapið vó þungt á vogarskálunum í keppninni um sigursætið. Heldur saxaðist þó á forskot dönsku sveitarinnar uns kom að lokaumferðinni. Á meðan norska aðalsveit'in hélt þá jöfnu gegn Seljaskólasveitinni tók danska sveitin sænsku andstæðinga sína í kennslustund og sigruðu 8V2—V2. Vinningataflan lítur annars þannig út: 1. Tjele Efterskole Dan. 16 vinningar 2. Seljaskóli Isl. I2V2 vinningar 3. Skeieneungd.sk. Nor. llvinningar 4. Strupeskole Nor. lOvinningar 6. Fagelskolan Svi. 9vinningar 6. Kiteen Ylaaste Fin. 2V2vinningar Taflan er um marg fróðlegt varð- andi þróun skákíþróttarinnar í ná- grannalöndum okkar. Mikil rækt er lögð við þjálfun ungra skák- manna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð með ágætum árangri. Ólympíusveitir viðkomandi landa á komandi móti í Þessólóniku í nóv- ember endurspegla þá þróun því þær eru að meginhluta til skipaðar ungum skákmönnum sem teflt hafa ötullega í unglingamótum í Skand- inavíu. í Finnlandi er á hinn bóginn mikil lægð í skákíþróttinni um þess- ar mundir, enda lífsafkoma þeirra er stunda greinina heldur ótrygg. Aðstæður í Sandnes voru hinar þokkalegustu að sögn fararstjórans Ólafs H. Ólafssonar. Undirbúnings- vinnan var mikil fyrir mótið og kemur þar margt til. Kristján Guð- mundsson var helsta hjálparhella drengjanna varðandi byijunarund- irbúning og helstu sálarbrögð í hinni hörðu keppni. Með sveitinni út var að auki Guðmundur Guðjóns- son, kennari við Seljaskóla. Skákþing íslands í drengja- og telpnaf lokki Keppni í drengja- og telpnaflokki (14 ára og yngri) verður dagana 16.—18. september nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfí og umhugsunartími er 40 mfn. á skák. Teflt verður í félagsheimili TR á Grensásvegi 46. Innritun fer fram á skákstað föstudaginn 16. september kl. 18.30—18.55. Skákstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. . Að lokum skulum við líta á skák úr mótinu. Hún var tefld á þriðja borði í viðureigninni gegn dönsku sveitinni. Þrátt fyrir lítið byijunar- frumkvæði saumar Snorri Karlsson hægt og sígandi að andstæðingi sínum og þrátt fyrir að nákvæm- ustu leiðimar til sigurs séu ekki ætíð valdar er andstæðingurinn knúinn til uppgjafar eftir 57 leiki. Hvítt: Snorri Karlsson. Svart: Pelle Bank. Slavnesk vörn. 1. d4 - d5, 2. c4 - c6, 3. Rc3 - Rf6, 4. Rf3 - dxc4, 5. a4 - Bf5, 6. e3 - e6, 7. Bxc4 - Bb4, 8. 0-0 - Rbd7, 9. Bd2 (Heldur bitlaust áframhald. Heimsmeistar- inn Garrí Kasparov valdi skarpara framhald í viðureign gegn Timman á móti í Amsterdam nýlega. Fram- haldið þá varð 9. Db3 — a5, 10. Ra2 - Be7, 11. Rh4 - Bg6, 12. g3 og hvíta staðan er betri.) 9. — Bg6, 10. Re2 - Bd6, 11. b4 - 0-0, 12. Db3 - Rb6 (12. - e5 var eðlilegra framhald.) 13. Bd3 — Re4 (Svartur á nú í engum erfiðleikum. Framhaldið teflir hvíti leikstjóm- andinn skemmtilega. Hann veikir drottningarvænginn hjá svörtum og eftir nokkur uppskipti nær hann frumkvæðinu á ný.) 14. b5 — c5, 15. Dc2 - Rxd2,16. Dxd2 - cxd4, 17. Bxg6 — hxg6, 18. Rexd4 — De7, 19. a5 - Rc4, 20. Da2 - Re5, 21. a6! - Rxf3, 22. Rxf3 - bxa6, 23. Dxa6 - e5, 24. Hfdl - Hfd8, 25. Hácl - Ba3?, 26. Hxd8 - Hxd8, 27. Hc8 - f6, 28. g3 - Hxc8, 29. Dxc8+ — Df8, 30. Dc4 - Df7, 31. Dc8+ - Df8, 32. Dg4 - De8, 33. Dc4+ - Df7,.34. Dc6 - Bf8, 35. Rd2 - De7, 36. Re4 - Df7, 37. Rc3 - Db3, 38. Rd5? (Sleppir svörtum úr þrengingunum. Sjálfsagt var að forðast þráskák með 38. h4) — Dbl+, 39. Kg2 — De4+, 40. Kh3 - Df5+, 41. Kg2 - e4? (Jafntefli væri útkoman eftir 41 — De4+) 42. Rc3! (Hvíti riddar- inn hefur auga með peðinu á e4 og hindrar drottningarskákir sem gætu endað með þráskák. Hvíta staðan er nú unnin.) 42. — Df3, 43. Kgl - f5, 44. Da8 - g5, 45. Dxa7 - Bb4, 46. Da2 - Kh7, 47. Re2 - Bc5, 48. Dd2 - Dg4, 49. Dc2 - Bb6, 50. Rd4 - g6, 51. Re6 - Kh6, 52. Dd2 - f4, 53. Db2 - Df5, 54. Dg7+ (Leiðir tíl fallegra taflloka. A hinn bóginn væri ekki hægt að gagnrýna 54. Dh8 mát!) 54. - Kh5, 55. h3! - Dxh3,56. Dh7+ - Kg4,57. Dd7! Svartur gafst upp. Lokastaðan er skemmtileg. Svartur getur sig hvergi hrært og mát eða drottning- artap er yfírvofandi við riddara- stökk í næsta leik. Metsölublað á hvetjum degi! múiil §• r Hk .' ’■ ’j É 1 Þessi hópur tók sig saman um að halda hlutaveltu til ágóða fyrir Eþiopiusöfnun Rauða krossins og þar söfnuðu krakkarnir rúmlega 1.370 krónum. Þau heita: Pálmar, Elísabet, Eva, Reynir, Ingibjörg og Heiðdís. Suður í Kópavogi héldu þessir krakkar hlutaveltu á Álfhólsvegi 20, til ágóða fyrir Krabbameinsfélag íslands, sem þau svo afhentu, rúm- lega 2.000 krónur. Þau heita: Fríða Sigurðardóttir, Hanna L. Karls- dóttir, Kristj ián Dereksson og Eva Hlín Dereksdóttir. Þessir hressu krakkar héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Breiðholts- kirkju, en þau eiga heima við Kóngsbakka í Breiðholtshverfi. Þau söfnuðu 1.250 kr. Krakkamir heita: Ásdís, Hildur, Inga, Jóna, Karl, Hildur og Kolbrún. Drifbúnaður fyrir spil o.f I. = HEÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNÚSTA - LAGER .< C/) Ovenjuleg 09 skemmtileg símasýning í Kringlunni I4.-I7.september Þá verður Póstur og sími með símadaga á torginu á 2. hœð í Kringlunni. Þar fcerðu að kynnast því nýjasta í þjón- ustu Pósts og síma fyrir símnotendur. Við verðum með nýja og fullkomna síma og símsvara til sýnis og sölu (þú mátt þrófa þá) og þií fœrð að vita allt um nýja Sérþjónustu í stafrœna símakerfinu og Almenna gagnaflutningsnetið. Komdu á símadaga í Kringlunni 14. -17. seþtember. Þú hefur örugglega gaman af þvi. POSTUR OG SIMI KRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.