Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Í"S Vr > ,, (?eir tóku frá m'cr öiLa m i nkapelsana mirvK og demcxntskrGyttix. artnbandsárlS. " HÖGNI HREKKVlSI „ LÖG&AN ER AÐLEITA PABBA þÍNUM ' " Ný feija á milli Reykja- víkur og Akraness Kæri Velvakanda. Alltaf erum við að komast að því hve íslendingar eru ofsalega rfkir og duglegir! Síðasta frétt þar um var í Morg- unblaðinu 9. september síðastliðinn. Þar segir að við séum búnir að taka á leigu feijuskip frá Svíþjóð sem á að sigla á milli Reykjavíkur og Akraness. Feijan er eitthvað hrað- skreiðari en Akraborgin og ætti því að vera þægilegra fyrir Akumes- inga og Borgfirðinga að skreppa til Reykjavíkur til að versla, eins og segir í fréttinni. Höldum svo bara áfram að kjafta um peningaleysi og erfiðleika. Helgi Jóhannesson, Aðallandi 5. Starfsfólk Trygginga- stofnunar gerir allt fyrir gamla fólkið „Ég vil mótmæla skrifum ellilí- feyrisþega í Velvakanda fyrir skömmu þar sem hann úthúðar starfsfólki Tryggingastofnunar og segist hafa fengið slæma þjónustu og fyrirgreiðslu. Ég hef hvergi mætt betra við- móti né fengið betri þjónustu en þar og ég held að maðurinn hafi bara ekki verið með sjálfum sér þegar hann skrifaði skammimar. Ég hef oft farið í Tryggingastofnun og hitt þar fyrir Margréti H. Sigurð- ardóttur og vil ég halda því fram að þar sé góð manneskja á réttum stað. Hún vill allt fyrir gamla fólk- ið gera. Ég mótmæli því þessum skrifum og það gera sömuleiðis margir sem ég hef talað við.“ Sigríður Árnadóttir. Eru yngri farþegarnir annars flokks þegnar hjá SVR? Til Velvakanda. Undarlegt bréf birtist í Velvak- anda 28. ágúst s.l. Ókynntur „Pét- ur“ tekur upp fádæma vöm fyrir tillitsleysi vagnstjóra SVR á leið 14, sem ég ferðaðist með þann 1. júlí í sumar og skýrði Jesendum Velvakanda frá, og miður góðum leik þessa starfsmanns í þjónustu okkar bæjarbúa. Ljótum leik gagn- vart unglingsstúlku sem hann skildi eftir veifandi við biðstöð SVR við Álfabakkann hér í Breiðholti. Aðra eins lofræðu um störf SVR—starfsmanns og strætis- vagnafyrirtækið hef ég ekki rekist fyrr á í íslenskum blöðum. Óljóst er hvað vakir fyrir greinarhöfundi, enda felur hann nafn sitt af ein- hveijum undarlegum ástæðum. Eða kannski vegna hagsmuna sinn, gæti hvarflað að manni. Vöm Péturs er vægast sagt fá- dæma og viðhorfín lítt mannleg. Tilefni skrifa Péturs voru aðfinnslur mínar við framkomu fyrrgreinds vagnstjóra SVR og hugleiðingar um hvort bæjarlífið þurfi virkilega að vera svo hranalegt að ekki sé hægt að sýna yngstu borgurum þessa lands meiri virðingu. Ég fæ það stundum á tilfinning- una að böm og táningar séu ann- ars flokks þegnar í augum sumra, eink'um starfsmanna í þjónustu SVR og sundstaða borgarinnar. Starfsfólk þetta myndi aldrei sýna miðaldra fólki sömu framkomu og það býður unga fólkinu upp á. Svo mikið er víst. Og er þá von að manni þyki sem hér séu fyrsta og annars flokks íslendingar þegar framkoma margra borgarstarfs- manna er með þessum hætti? Þett'a gæti reynst afdrifaríkara fyrir marga þolendur en við eldra fólkið gemm okkur grein fyrir. Pétur heldur uppi vömum fyrir þeirri hranalegu framkomu vagn- stjórans að skilja unglingstelpumar eftir af þeirri ástæðu að þær voru örfáa metra frá þeim stað sem strætisvagninn stöðvar. Sé þessi Pétur talsmaður SVR, sem ætla má af skrifum hans, er hann hér að kynna spánnýjar forsendur Strætisvagna Reykjavíkur sem ég held að fæstir Reykvíkingar hafi gert sér nægjanlega grein fyrir. Ég hef að minnsta kosti ekki gert mér grein fyrir því fyrr að SVR þjóni tímatöflum fremur en þörfum far- þeganna. Það eru nýjar fréttir. Strætisvagnafarþegi úr Neðra— Breiðholti. Yíkverji skrifar Nú stendur yfir mikið umferðar- átak, sem gengur undir kjör- orðinu „Akstur er dauðans alvara". Umferðarslysin á hveijum degi bera því vitni að nauðsynlegt er að allir haldi vöku sinni og leggist á eitt um að umferðin gangi snurðulaust fynr sig. í þessu sambandi langar Víkveija til þess að víkja að nokkrum um- ferðarmannvirkjum, sem risið hafa að undanfömu. Á nýju Reykjanes- brautinni, sem er framhald Elliða- vogs og liggur að Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði, hafa menn sett upp eyjur á miðri brautinni, sem þegar skyggja tekur geta valdið slysum. Eyjur þessar eiga að beina um- ferðinni í ákveðinn farveg og er það vel, en þegar ókunnugir aka um geta þeir hæglega ekið á þessar eyjur og getur þá hætta steðjað að. Hið sama er að segja um eyjur, sem settar hafa verið upp á Vesturlands- vegi milli Grafarholts og Úlfarsár. Þegar umferðaryfirvöld erlendis þrengja svo akreinar, sem gert hef- ur verið á þessum tveimur stöðum, er það venjulega gert með gulri málningu. Fatist einhveijum akst- urinn og hann fer yfir gulu línum- ar, gerist venjulega ekkert, en sé ekið á kantsteinana, sem hér hafa verið settir upp, geta menn valdið stórtjóni á bifreiðum og jafnvel slas- að sjálfa sig og aðra. XXX á finnst Víkveija og þrenging- ar umferðaryfirvalda á Snorra- braut við Laugaveg og Hverfisgötu, þar sem ein akrein hefur verið tek- in undir bílastæði, óskiljanleg ráð- stöfun. Þegar umferð er þung veld- ur þessi framkvæmd erfiðleikum og er flöskuháls í umferðinni. Með fjölgun bifreiða ætti það að vera kjörorð yfirvalda að greiða fyrir vaxandi umferð fremur en hið gagnstæða. XXX arla opnar lesandi blaðs svo blaðið sitt nú á dögum að ekki sé þar getið um hnífsstungu. Ný- lega var ung kona vegin með hnífi hér á höfuðborgarsvæðinu og í þriðjudagsmogganum var skýrt frá sambýlisfólki sem svo sinnaðist að þau veittu hvort öðm áverka með eggvopni. í sama blaði sagði að kona hafi stungið mann sinn í bak- ið með hnífi, er kom til ósættis þeirra í milli. Hér er um tvö óskyld atvik að ræða. Er nema von að hinn almenni blaðalesandi spyiji: Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Getur fólk ekki lengur talast við án þess að eggvopn komi til sögunn- ar?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.