Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Sjuk börn þurfa eiraiig að leika sér Rætt við Ivonny Lindquist IVONNY LINDQUIST er heið- ursdoktor í læknisfræði frá Há- skólanum í Umeá í Norður- Svíþjóð og heiðursfélagi margra alþjóðlegra félaga, sem láta sig varða sjúk börn. Hún er talin brautryðjandi á sviði leikmeð- ferðar sjúkra bama og kenning- ar hennar og leiðbeiningar hafa verið leiðandi í því starfi, að sögn Öldu Halldórsdóttur, bamahjúk- runarfræðings. Ivonny Lindquist er nú stödd hér á landi í tengslum við norræna ráðstefnu, sem ber yfirskriftina „Siðfræði og sjúkraþjónusta bama“. Ráðstefn- an er haldin á vegum áhugafé- lags um þarfir sjúkra barna, „Nordisk förening för syke baras behov“ (NOBAB), sem Lindquist átti stóran þátt í að stofna. Að sögn Öldu verður Ivonny Lind- quist gerð að heiðursfélaga ís- landsdeildar félagsins, Um- hyggju, á ráðstefnunni. Ivonny Lindquist var tekin tali og var fyrst beðin um að segja frá kynn- um sínum af leikmeðferð sjúkra baraa. Fyrstu kynnin af leikmeðferð , „Ég er lærður forskólakennari og fluttist árið 1956 til Umeá í Norður-Svíþjóð. Það var lítil bama- deild á sjúkrahúsinu þar. Yfirlæknir deildarinnar vildi fá forskólakenn- ara til þess að koma og lesa fyrir bömin á deildinni og bað mig um að taka það að mér. Ég gerði það og tók með mér bækur bamanna minna og einhver leikföng. Fyrsta bamið sem ég hitti var 5 ára gamall drengur sem þjáðist af krabbameini. Hann hafði verið eitt og hálft ár á sjúkrahúsinu og hafði sjaldan fengið heimsóknir, þar sem foreldrar hans bjuggu langt í burtu. Þessi drengur var mjög þijóskur í fyrstu heimsókn minni til hans. Þegar ég spurði hann hvort ég ætti að lesa fyrir hann var svarið mjög ákveðið nei. Og sama svar fékk ég þegar ég spurði hvort hann vildi lita. Eg vissi ekki hvemig ég ætti að bregðast við, en datt í hug að ná í snjó fyrir utan stofuna. Ég náði í handfylli og lét hann hafa sem hafði jákvæð áhrif. Þá sá ég að þessar venjulegu aðferðir dygðu ekki til þess að lífga upp á líf sjúkra bama. Eg tók því á það ráð að leyfa honum að ráða ferðinni. Láta hann spyija mig en ekki öfugt. Hann spurði mig mjög ákveðinna spum- inga um mig og líf mitt - Áttu mann? Kanntu að keyra?- og svo framvegis." Þarf að vinna út frá f orsendum barnsins „Mér skildist á þessu að það þarf að vinna með sérhvert bam út frá eigin forsendum. Stundum þurfa þau að komast í snertingu við nátt- úruna án þess að geta farið út. Þá þarf einfaldlega að flytja náttúruna inn til þeirra, svo dæmi sé tekið. Á sjúkrahúsinu var farið með bömin eins og lítið fullorðið fólk, enda hafði starfsfólkið enga sér- þekkingu á þörfum bama sem eiga við veikindi að stríða. Ég barðist fyrir því að fá eigið athvarf til þess að vinna með bömin og fékk það. Þar gátu þau komið og leikið sér, án þess að þurfa að halda aftur af sér. Engir fullorðnir til að tmfla og ákveðið svæði með leikföngum, þar sem þau gátu fengið útrás fyr- ir leikjaþörf sína. Bömin hafa líka gagn og gaman af því að skipta um_ umhverfi. Ég var hvött til þess að skrifa bók um reynslu mína af þessu starfí MorKunblaðið/Einar Falur Ivonny Lindquist til vinstri ásamt Öldu Halldórsdóttur, barnahjúk- runarfræðingi. ! ^ - Einn þáttur leikmeðferðarinnar leika sér með læknisáhöld. með sjúkum bömum í Umeá og það varð úr. Hún kom út 1971 og fékk mikla umfjöllun í blöðum og tímarit- um, útvarpi og sjónvarpi. Ég varð afar undrandi að svo margt fólk hefði áhuga á þessum málum. Nú hefur bókin verið þýdd á sjö tungu- mál og er víða notuð sem leiðbein- ingarit um leikmeðferð." Þverfaglegt starf Hugmyndina að stofnun NOBAB sagðist Lindquist hafa fengið í Bandaríkjunum. Snemma á 8. ára- tugnum hefðu verið stofnuð samtök með svipuð markmið fyrir ensku- mælandi lönd, „Association for the Care of Children Health" (ACCH). „Ég kynntist þessum samtökum og það hafði mikil áhrif á mig hvemig þau voru uppbyggð. Þetta voru þverfagleg samtök auk þess sem foreldrar tóku þátt í starfí þeirra. UmQöllun á vettvangi þeirra var þverfagleg, þar sem læknar, hjúk- mnarfólk, næringarfræðingar, for- eldrar og aðrir, sem komu nálægt umönnum sjúkra bama, útskýrðu fyrir hinum sinn þátt í meðferð- inni. Þetta gerir meðferðina mark- vissari og betur er svarað þörfum sjúkra bama. Mér fannst að Norð- urlöndin þyrftu að koma sér upp sams konar samtökum. Á bamaári Sameinuðu þjóðanna 1979 fékk ég styrk til þess að efna til ráðstefnu felst í þvi að leyfa böraum að Norræn ráðstefna um þarfir sjúkra barna „SIÐFRÆÐI og sjúkraþjónusta baraa" er yfirskrift norrænnar ráðstefnu, sem stendur yfir á Hótel Loftleiðum dagana 15-17 september. Það er áhugafélag um þarfir sjúkra barna, „Nordisk förening för syke baras behov“ (NOBAB), sem stendur að ráð- stefnunni. íslandsdeild félagsins ber heitið Umhyggja og hefur starfað frá árinu 1979. Að sögn Öldu Halldórsdóttur, barna- hjúkrunarfræðings, er markmið Umhyggju að vinna að bættum aðbúnaði og aðstæðum sjúkra barna innan sjúkrahúsa sem ut- an. Félagsmenn eru bæði for- eldrar og fagfólk og eru þeir um 150 talsins. í frétt frá Umhyggju segir: „Þau meginviðfangsefni sem rædd verða á ráðstefnunni fjalla um siðfræðileg vandamál tengd nútíma sjúkra- tækni og sjúkrameðferð, og hvemig skapaður verði siðfræðilegur grundvöllur í sjúkraþjónustu bama. Rætt verður um sjálfsskynjun og sjálfshugmyndir bama, unglinga og foreldra tengdar veikindum og sjúkrameðferð. Ennfremur verður fjallað um siðfræði og stjómun sjúkraþjónustu, siðfræðileg hugtök í sjúkraþjónustu bama og hvar erf- iðustu siðfræðilegu ákvarðanimar eru teknar." Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á Hótel Loftleiðum í dag fímmtudaginn 15. september milli kl. 18 og 19.30 og á föstudags- morgun kl. 8 áður en fyrirlestrar heíjast. Vemdari ráðstefnunnar er Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. um þessi mál. Við fengum fólk frá ACCH til þess að koma og fræða okkur um starfsemi samtakanna. Raunverulega tók NOBAB svo til starfa árið eftir. Nú em samtökin eins konar regnhlífarsamtök yfír starfsemina í hveiju Norðurland- anna fyrir sig.“ Öll börn vilja leika sér Ivonny Lindquist var spurð að því hvort NOBAB og önnur hliðstæð samtök hefðu haft mikil áhrif. Hún sagði svo vera. Skilningur á þörfum sjúkra bama hefði aukist mikið og aðstaða til leikmeðferðar batnað. „Deyjandi böm vom áður með- höndluð eins og fullorðnir á dánar- beði. Það var haldið að þau vildu vera í friði. En bamið vill ekki vera eitt, jafnvel þótt því líði mjög illa. Það vill vera með öðmm fram á síðustu stund. Böm sem þjást af krabbameini halda yfírleitt meðvit- und uns yfír lýkur og því er nauð- synlegt að einhver sé hjá þeim. Og öll böm vilja leika sér þótt þau séu veik. Skilningur á þessum þörfum bamanna hefur aukist og er víða orðinn þáttur í meðferðinni. Það er þó enn útbreitt viðhorf að þar sem böm komi inn á spítala til þess að fá læknishjálp þá eigi læknismeð- ferðin sjálf að hafa allan forgang og ekki hugað að þörfúm bamsins að öðm leyti." 30 ára hefð á íslandi Hún var að lokum spurð að því hvemig leikþörf sjúkra bama væri sinnt hér á landi að hennar áliti. „Sigríður Bjömsdóttir á Bamadeild Landakotsspitala hefur barist á þessum vettvangi næstum jafn lengi og ég. Henni og öðmm sem að þessum málum starfa hefur orð- ið veralega ágengt.Á minni stöðum er þó oft erfíðara að fá viðurkenn- ingu á starfí sínu, en Sigríður er þekkt á alþjóðavettvangi. Það _er 30 ára hefð fyrir leikmeðferð á ís- landi en hér vantar fyrst og fremst aðstöðu og markvissa stefnu. Ef þessir þættir væm fyrir hendi mundi starfið vaxa og dafna. Ef séraðstaða er fyrir hendi inni á sjúkrahúsunum fyrir leikmeðferð verður starfíð miklu markvissara. Það hef ég séð á sjúkrahúsum um allan heim,“ sagði Ivonny Lindquist að lokum. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar | þjónusta | | atvinnuhúsnæði | Skrifstofuhúsnæði Timburhús! Smíðum timburhús á byggingastað. Yfir 10 ára reynsla. Upplýsingar í síma 42814 eftir kl. 18.00. Timburhús hf., c/o Þorsteinn Vilhjálmsson húsasmíðam. Til leigu ca 100 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð. Laust nú þegar. Til leigu Okkur vantar ca 70-150 fm húsnæði nú þeg- r ar til leigu undir hluta af starfsemi okkar. 1 Má vera iðnaðarhúsnæði. 1 Upplýsingar í símum 29230 eða 20255. f VALD. POULSENf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.