Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B 210. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgimblaðsins Fellibylurinn Gilbert genginn yfir Yucatan Fjórðungnr Jamaica-búa talinn heimilislaus Miami, Reuter. FELLIBYLURINN Gilbert skall í gœr á sumarleyfisdvalarstöðum á Yucatan-skaga i Mexíkó og var vindhraði um og yfir 300 km/klst. Af þessum sökum þufti að flytja um 100.000 manns á brott, en Gilbert er mesti fellibylur þessarar aldar. Ytri mörk fellibylsins voru í gær komin út á miðjan Mexikóflóa og er talið að hann kunni að æða yfir Texas þegar á föstudag haldi hann sömu stefnu. Yfirvöid á eynni Jamaica, sem varð mjög illa úti í fellibylnum, settu útgöngubann í Kingston frá sólsetri til dögunar, til að reyna að hafa hemil á ránum og gripdeildum. Íbúar Jamaica hafa orðið einna verst úti vegna Gilberts, en yfírvöld á eynni telja að um 500.000 manns — um fjórðungur eyjarskeggja — séu heimilislausir hans vegna. Skemmd- imar eru metnar á um 300 milljónir Bandaríkjadala. Edward Seaga for- sætisráðherra sagði fellibylinn vera Olíuverð á skyndimark- aði rýkur upp Lundúnum, Reuter. OLÍUVERÐ á skyndimörkuðum hækkaði verulega í gær eftir að fréttir bárust af þvi að Verðlags- nefnd OPEC myndi koma saman til fundar hinn 25. og 26. þessa mánaðar. Meðalhækkunin nam tæpum 6% eða 75 bandarískum sentum á olíu- fatið. Olíumarkaðsmenn vonast til þess að nefndin komi sér saman um aðgerðir til þess að hækka olíuverð, sem hefur lækkað að undanfömu. Þá hafði fellibylurinn Gilbert einnig áhrif á verðhækkunina, en óttast er að olíuskorts kunni að gæta í Bandaríkjunum, þar sem öll vinna við olíuborpalla á Mexíkóflóa hefur fallið niður vegna fellibylsins. mestu náttúruhamfarir í manna minnum á eynni og fór þess á leit að önnur ríki veittu Jamaica neyðar- aðstoð. Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, tók undir beiðni þessa. Banda- ríkjastjóm brást skjótt við og sendi þegar flugvélar með vistir og annan neyðarbúnað. í Mexíkó yfirgáfu ferðamenn strandhótel á ferðamannaeynni Cozumel, en fólk á Yucatan-skaga hélt lengra inn í landið áður en Gil- bert reið yfir. Ekki færri en 12 manns hafa látist af völdum fellibylsins. Þegar Gilbert gekk yfir Mexíkó rifnuðu þök af húsum sem pappír væri og fuku út í veður og vind. Sex metra háar öldur gengu á land og mun vart standa hús óskemmt við ströndina. Herinn var þegar sendur á vett- vang eftir að stormurinn gekk yfir og stóð vörð á götum á götum úti, en ekki er vitað um neitt manntjón enn sem komið er. Mexíkanska ríkisolíufélagið lét loka öllum borholum sínum á botni Mexíkóflóa — 146 talsins — og vom allir 5.000 starfsmenn félagsins á borpöllum þess fluttir í land. Seint í gærkvöld var fellibylurinn að mestu genginn yfir Yucatan- skaga og á leið yfir Mexíkóflóa. Vindhraðinn hafði þá fallið niður í 230 km/klst. en einstakar hviður mældust vera um 320 km/klst. Veð- urfræðingar töldu þó líklegt að vind- hraðinn myndi aukast að nýju vegna hlýrra hafstrauma. Við strendur Bandaríkjanna eru yfirvöld þegar farin að gera ráðstaf- anir vegna Gilberts. Hafa menn neglt borð fyrir glugga og reynt að hefta tré og annað, sem kynni að láta undan í fárviðrinu, sem nálgast óð- um. í verslunum hafa menn hamstr- að vatn á flöskum, matvöru, raf- hlöður og annað, sem menn telja geta komið að góðum notum. Sjá skýringarkort og frásögn sjónarvotts á siðu 36. "5. , Bk' Reuter í borginni Galveston í Texas kepptust menn í gær við að negla fyr- ir glugga áður en fellibylurinn Gilbert gengur í garð. Heimsókn páfa til Lesotho: Fjórir látast í áhlaupi Suður-Afríkumanna Maseru, Reuter. NOKKRUM mínútum eftir að páfi kom til konungdæmisins Lesotho björguðu suður-afrískar Bandaríkin: Yöruskiptahalli lækk- ar um 3,59 milljarða Washington, Reuter. Vöruskiptahalli Banda- ríkjanna í júlímánuði reyndist aðeins nema 9,53 milljörðum dala og hefur ekki verið lægri i þijú og hálft ár. Þetta ber vott um að dregið hafi úr innflutningi og telja hagfræðingar að þetta kunni að vera vísbending um að hagvöxtur verði ekki jafnör og tíl þessa verði um leið þægilegri hagstjórnar. Bandaríkjadalur hækkaði mjög í verði á gjaldeyrismörkuðum vegna þessa og í kauphöllinni í Wall Street styrktust flest hlutabréf. Ef ekki hefði komið til olíuverðshækkunar má ætla að bæði Bandaríkjadalur og verðbréf hefðu hækkað talsvert meira. Vöruskiptahalli Bandaríkjanna hefur lækkað jafnt og þétt að und- anfömu og jafnvel hraðar en bjart- sýnustu menn þorðu að vona. Stjómmálaskýrendur telja að þessar fregnir muni styrkja George Bush, forsetaefni Repúblikana- flokksins, enn meira, en hann hefur talsvert forskot á Michael Dukakis, forsetaefni demókrata, samkvæmt síðustu skoðanakönnunum. For- setakosningar fara fram í Banda- ríkjunum hinn 8. nóvember. Hagfræðingar telja að hagkerfi Bandaríkjanna sé loks að hægja á sér en það vex nú og dafnar 70. mánuðinn í röð, sem er met á frið- artímum. Sumir hagfræðingar hafa þó efasemdir um að hagvöxtur minnki áfram og telja hagstæðari vöruskiptajöfnuð geta haft hvetj- andi áhrif á hann. lögreglusveitir öllum nema ein- um 69 pílagrima, sem haldið var í gíslingu í langf erðabifreið þar í landi. Fjórir létust i árásinni. Þrir af fjórum skæruliðum, sem tekið höfðu pilagrímana í gíslingu, létust, en auk þeirra lést ung stúlka. 11 manns særð- ust i áhlaupinu, þar af fjórir al- varlega. Að sögn embættismanns í Pretoríu, höfuðborg Suður- Afríku, hófu skæruliðarnir skothríð á allt sem hreyfðist um leið og áhlaupið hófst. Skæruliðamir fjórir héldu gíslum sínum — nunnum, skólabömum og öðrum pflagrímum — í langferðabif- reiðinni í meira en sólarhring án votts eða þurrs. Pílagrímamir ætl- uðu til Maseru, höfuðborgar Lesotho, til þess að fagna páfa, en ræningjamir neyddu bflstjórann til þess að aka að breska sendiráðinu, þar sem þeir kröfðust þess að fá að tala við páfa og Mosheshoe kon- ung, en hótuðu gíslunum lífláti ella. Bflalest páfa ók fram hjá sendi- ráðinu í minna en hálfs kflómetra fjarlægð þegar páfí kom til Lesotho frá Jóhannesarborg í Suður-Afríku, en þar neyddist vél páfa til að lenda vegna veðurs. Upphaflega ætlaði páfi ekki að fara til Suður-Afríku — að sögn vegna þess að hann hefði ekki tíma til þess — en talið Reuter Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús i Lesotho eftir áhlaupið. Á innfelldu myndinni sést páfi í fylgd með Pik Botha, utanrikisráð- herra Suður-Afríku. er að aðskilnaðarstefna Suður- Afríkustjómar hafi valdið þar mestu um. Hann lét sér þó vel líka að lenda þar og þáði málsverð í boði Pik Botha, utanríkisráðherra Suður-Afríku. Embættismenn Páfagarðs vildu ekkert segja um áhlaupið í Lesotho, en embættismenn í Suður-Afríku sögðu að reynt hefði verið að forð- ast blóðbað í lengstu lög. Suður-Afríka sendi lögreglu- sveitimar til Lesotho að beiðni þar- lendra stjómvalda. Mörgum klukkustundum eftir að skothríðinni lauk ríkti ringulreið í Maseru, en þarlendir embættis- menn vildu ekkert segja um áhlaup- ið. Blaðamenn og aðrir sjónarvottar sögðu að Suður-Afríkanar hefðu alfarið séð um áhlaupið, en hermenn Lesotho sáu einungis um að loka svæðinu af og halda óviðkomandi í burtu. Eftir að áhlaupið var yfír- staðið brutu hermenn Lesotho myndavélar blaðaljósmyndara og beindu vélbyssum að blaðamönnum, sem reyndu að komast að vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.