Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 39 Israel: Hermenn handtaka 150 Palestínumenn Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR herflokkar luku í gær aðgerðum sem staðið hafa í átta daga í borginni Kalkilya á Vesturbakkanum og höfðu að markmiði að stöðva gijótkast og aðrar mótmælaðagerðir Pa- lestínumanna á svæðinu. Tals- menn hersins sögðu að ástandið hefði verið orðið óþolandi fyrir þá mörgu ísraela sem aka um borgina en hún er skammt frá Tel Aviv. Alls voru 150 menn handteknir en útgöngubanni í borginni, sem hefur um 25 þúsund íbúa, var aflétt í gær. Hermenn gengu hús úr húsi í Kalkilya í leit að meintum andófs- mönnum meðan á aðgerðunum stóð. Talsmaður hersins sagði að tíu menn hefðu særst af völdum skothríðar hermanna á Gaza-svæðinu undan- fama daga í tengslum við mótmæli Palestínumanna. Þrítugur Palestínu- maður var stunginn til bana í gær í borginni Nablus. Að sögn heimild- armanna var hann grunaður um samstarf við ísraelsk yfirvöld. Grímuklæddir, arabískir unglingar sáust í nánd við heimili mannsins skömmu áður en líkið fannst. í gær- morgun skutu ísraelskir hermenn í Nablus á Palestínumenn er höfðu kastað gijóti í hermennina og særðu hermennimir 12 ára gamlan dreng í hálsinn. Á vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðinu búa um 1,5 millj- ónir Palestínumanna. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra ísraels, og Shimon Perez utanríkis- ráðherra, leiða helstu flokkana í kosningabaráttu þeirri, er stendur yfir í landinu. Kosið verður 1. nóvem- ber. Hvorugur leiðtoganna er reiðu- búinn að viðurkenna Frelsissamtök Palestínumanna, PLO, sem fulltrúa Palestínumanna í mögulegum við- ræðum um frið 5 Mið-AustUrlöndum; þeir líta á PLO sem hryðjuverkasam- tök. Margir stjómmálaskýrendur álíta að leiðtogi PLO, Yasser Arafat, muni boða stefnubreytingu á fundi Þjóðarráðs Palestínumann, er hald- inn verður í næsta mánuði, og viður- kenna ísrael gegn því skilyrði að Palestínumenn fái að stofna sjálf- stætt ríki á hemumdu svæðunum sem ísraelar stjóma. Síðustu mánuði hafa nánir samstarfsmenn Arafats gefið til kynna að slík breyting væri væntanleg en Arafat hefiir sjálfur forðast að taka ótvírætt af skarið. Svíþjóð: Vonast eftir góðum kafbátaafla á línuna Stokkhólmi. Reuter. TALSMAÐUR sænska sjóhers- ins sagði á þriðjudag, að nú færu fram tilraunir með nýtt vopn gegn ókunnum kafbátum innan lögsögunnar. Er þar um að ræða fiskilinu með segli á öðrum enda en belg á hinum. Rolf Sahlen majór sagði, að sæju þyrluflugmenn sjónpípu kaf- báts eða gmnsamlegt bámbrot köstuðu þeir hringlaga segli í sjó- inn. „Ef vel tekst til festist segull- inn við kafbátinn en fiskilínan og belgurinn fljóta upp,“ sagði Sa- hlen og bætti því við, að búnaður- inn væri mjög ódýr, kostaði innan við 1.500 kr. ísl. Sænski sjóherinn hefur ámm saman elst við ókunna kafbáta í skeijagarðinum en aldrei tekist að ná neinum þrátt fyrir djúp- sprengjukast og aðrar tilfæringar. Svíar hafa tvisvar borið það á Sovétmenn að eiga kafbátana en þeir síðamefndu hafa alltaf þver- tekið fyrir það. Árið 1981 stran- daði sovéskur kafbátur innan sænskrar lögsögu skammt frá flotastöðinni í Karlskrona en Sov- étmenn sögðu, að bilun í siglinga- tækjum hefði valdið þvi. Metsölubku) á hvetjum degi! LESTU AFRAIvF. Teg: Roma 3+2+1 kr. 125.450,- 3+1+1 kr. 114.150,- REYfUWtK Roma leðursófasettið er klætt ekta leðri allt í kring. Það fæst í brúnum ogsvörtumlit og tveimur útgáfum- 3+2+1 og 3+1+1. Roma sófasettið er vestur-þýsk gæðavara. Útb: 24.150,- Afb: 7.500,-ámán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.