Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988
AF INNLENDUM
VETTVANGI
KRISTINN BENEDIKTSSON OG
ÞÓHALLUR JÓSEPSSON
ÓLGA Á SALT-
FISKMARKAÐI
Spánskir kaupendur vilja kaupa fram hjá SIF. Sumir
framleiðendur vilja seljaþeim - einnig ferskan flattan
fisk til að salta á Spáni. SIF breytir uppgjörsreglum sínum
inn þröngan hóp fyrirtækja og
seldu þeim einum saltfísk. Það
fyrirkomulag hins vegar gekk sér
til húðar vegna þess að það þróað-
ist þannig, að hluti af þessum
fyrirtækjum hætti rekstri og
íslenska saltfísksalan var komin
á mjög fáar hendur á Spáni. Það
var samhljóða ákvörðun stjómar
SÍF fyrir tveimur árum síðan að
þessu skyldi breytt og SÍF setti
upp sjálfstæða söluskrifstofu á
Spáni. Það eru engar takmarkan-
ir og hafa ekki verið á sölu fisks
til Spánar, allir þeir sem hafa
komið og spurst fyrir og viljað
borga það verð sem sem sam-
komulag hefur verið um, þeir
hafa fengið keyptan fisk.“
Viðskiptavinurinn snerist
gegn SÍF
Magnús segir að spánska fyrir-
tækið sem kaupir hér ferska físk-
inn og saltar á Spáni sé sami
aðili og áður hafði bróðurpartinn
af saltfískviðskiptunum þar, eða
um 70%. „Við höfðum tvo stóra
kaupendur og annar aðilinn var
kominn með allt of stórt hlutfall
Farið er að syrta í álinn hjá saltfiskverkendum eftir góðæri undanfarin ár. Lækkandi verð á
mörkuðunum og tollmúrar EB - landanna gera þeim nú erfitt fyrir.
ÍSLENSK saltfiskverkunarstöð
hefur gert samnfng um að selja
spænskum kaupanda 38 tonn
af saltfiski og saltflökum viku-
lega, samkvæmt heimildum
Kristins Benediktssonar frétta-
ritara Morgunblaðsins í
Grindavik. Þessi kaup eiga að
ganga án milligöngu SIF, ef
tilskilin útflutningsleyfi fást.
Með þessum útflutningi telur
saltfiskframleiðandinn sig fá
um 800 þúsund krónum meira
í sinn hlut fyrir hvern 38 tonna
farm, heldur en hann fengi með
milligöngu SÍF. Samkvæmt
sömu heimildum er allmikið
orðið um það, að spánskir kaup-
endur leita eftir beinum við-
skiptum við íslenska framleið-
endur. Einnig munu Portúgalir,
ítalir og Grikkir hafa leitað
eftir slikum kaupum. Eru þeir
þá oftast að leita eftir salt-
fiski, en einnig eru dæmi þess
að Spánveijarnir hafi keypt
hér flattan og flakaðan ferskan
fisk, flutt hann til Spánar og
saltað hann þar. Samkvæmt
heimildum Kristins eru þessir
fslensku framleiðendur óán-
ægðir með verð og greiðsl-
utíma, en kaupendurnir munu
vera óánægðir vegna þess að
gæði fisksins frá SÍF uppfylli
ekki kröfur þeirra. Morgun-
blaðið kannaði stöðuna í salt-
fisksölu íslendinga vegna þessa
og ræddi meðal annars við
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóra SÍF um þá gagn-
rýni sem SÍF fær frá óánægð-
um framleiðendum.
Kvótar í EB-löndum
Helstu viðskiptalönd íslendinga
( saltfískviðskiptum eru aðilar að
Evrópubandalaginu. EB hefur
sett kvóta á innflutning saltfísks
með lágum eða engum tolli. Flytja
má inn til EB landa 25.000 tonn
án tolla og 52.500 tonn með 5%
tolli. Eftir að sá kvóti er fullnýtt-
ur, kemur 13 % tollur á fískinn.
Kvótinn mun nú vera fullnýttur á
Portúgalsmarkaði og langt kom-
inn annars staðar. Það er frá þess-
um löndum sem kaupendur þeir
koma, sem vilja eiga bein milliliða-
laus viðskipti við íslenska saltfisk-
framleiðendur. Einkum hafa verið
þar á ferð Spánverjar og Portúgal-
ir, en einnig hafa ítalir og Grikk-
ir komið við sögu. Samkvæmt
heimildum fréttaritara blaðsins í
Grindavík hafa þessir kaupendur
skýrt áhuga sinn á viðskiptunum
með því, að gæðaslys hafi orðið
hjá SIF. Hafa Spánveijamir boðið
hærra verð en SÍF greiðir fram-
leiðendum fyrir físk sem fer á
Spánarmarkað. Einnig hafa Spán-
veijamir haldið því fram, að ekki
fái allir þar S landi að kaupa salt-
físk af SIF, markaðurinn sé lokað-
ur.
íslensku framleiðendumir
skýra áhuga sinn á viðskiptunum
með því, að þeir fái þannig hærra
verð heldur en með milligöngu
SÍF, útskipanir verði reglulegri
og greiðslur hraðari.
Spánveijar leita til
óánægðra framleiðenda
Jón Ármann Héðinsson, fram-
kvæmdastjóri Hreifa hf í Hafnar-
fírði, segist hafa fengið margar
óskir um beina saltfísksölu til
Spánar. Hann segir Spánveijana
skýra áhuga sinn með fyrmefnd-
um gæðavandamálum, en þau
bitni á þeim íslenskum framleið-
endum sem ekki eigi það skilið.
Því sé farin að grafa um sig óán-
ægja hjá framleiðendum, einkum
þar sem verði er jafnað á milli
markaðslandanna. Það þýðir að
SÍF greiðir sama verð fyrir fískinn
til framleiðenda, hvort heldur er
um að ræða Spánarfísk sem upp-
fyllir miklar gæðakröfur, eða
Portúgalsfísk sem ekki uppfyllir
sömu gæðakröfur.
Krækt framhjá kvótum
Spánveijamir hafa gert meira
en að leita eftir saltfiski héðan.
Eitt fyrirtæki, sem áður var stór
viðskiptavinur SÍF, hefur ekki
sætt sig við breytt sölufyrirkomu-
lag SÍF á Spáni. Þetta fyrirtæki
hefur síðan í vetur fengið sendan
ferskan þorsk til Spánar og hafa
nokkrir íslenskir'saltfískframleið-
endur flatt og flakað fískinn fyrir
Spánveijana. Fiskurinn hefur ver-
ið sendur flugleiðis til Amsterd-
am, alls um 30 tonn á viku, og
síðan fluttur í kæligámum með
bflum til Spánar. Þar hefur fískur-
inn verið saltaður og seldur sem
íslenskur tandursaltfiskur. í haust
stendur til að auka þessar send-
ingar upp í ailt að 80 tonn á viku.
400 framleiðendur
Morgunblaðið ræddi við Magn-
ús Gunnarsson framkvæmda-
stjóra SÍF vegna þessara gagn-
rýni og um atvikin sem að framan
er lýst.
„Það er erfítt að dæma um það
sem menn segja um gæðin," sagði
Magnús. „Gæðaslys hafa öðm
hveiju komið fyrir. Hér em 400
framleiðendur sem framleiða salt-
físk og við reynum að samræma
framleiðsluna eins og við frekast
getum. Það geta þó orðið tilfærsl-
ur á skipum, lestun getur seink-
að, það getur ýmislegt gerst sem
gerir að verkum að þessi við-
kvæma vara er ekki eins blæfalleg
og hún ætti að vera þegar hún
kemur til kaupenda. Það er líka
misjafnt hvemig kaupendur taka
við fiskinum, stundum líður lang-
ur tími frá því að varan kemur á
land, þar til kaupandinn grand-
skoðar hana. Þá er ekki alltaf ljóst
hvort kaupandi eða framleiðandi
ber ábyrgðina ef gæðin em ekki
í lagi. En ég hef ekki trú á að
þetta sé neitt sem skapar vemlega
óánægju á markaðnum vegna
þess að við höfum auðvitað gert
okkur grein grein fyrir að þama
þarf að taka á og við höfum farið
af stað með meiriháttar gæðaá-
tak. Stjóm SÍF hefur skipað sér-
staka nefnd til að yfirfara öll
gæðamálin og endurskipuleggja
þau. Neöidin er búin að starfa í
sumar og hún er í fleiru, hún tek-
ur líka á afgreiðslumálum, hvem-
ig fiskinum er pakkað og fleira."
Allir geta keypt af SÍF
Spánskir kaupendur hafa hald-
ið því fram að ekki fái allir að
kaupa af SÍF á Spáni. Um það
segir Magnús: „Það hlýtur að
byggjast á misskilningi vegna
þess að þetta fyrirkomulag var í
gildi fyrir nokkmm ámm síðan.
Þá skiptu íslendingar við ákveð-
af heildarsölu íslands til Spánar,
sem gerði það óumflýjanlegt fyrir
okkur að dreifa þessu meira. Þetta
var allt gert í fullu samráði við
hann, en þegar til kastanna kom
þá fyrrtist hann við og lagðist
mjög harkalega gegn okkur. Það
undirstrikar kannski að þessi
breyting varð að gerast."
Margir hatast við SÍF
Magnús var spurður um hvem-
ig það gæti gerst, að einstakur
framleiðandi geti samið beint við
Spánveija og fengið hærra verð
fýrir fískinn heldur en SÍF greið-
ir. Magnús taldi það vera ólíklegt
að Spánveijar fæm að leita eftir
viðskiptum við einstaka framleið-
endur og bjóða þeim hærra verð
en þeir geta fengið fískinn á frá
SÍF. „Það verður að hafa í hugá
að við emm stærsti einstaki aðil-
inn í saltfísksölu í heiminum,
reyndar þeir einu sem em nægi-
lega stórir til þess að hafa áhrif
á markaðinn. Og SÍF hefur náð
hæsta verðinu. Þess vegna em
margir sem hatast við okkur og
vilja eyðileggja samtökin. í þessu
dæmi sem þú nefndir, hlýtur að
vera einhver misskilningur. Þeir
sem hafa fylgst með sölu á salt-
fiski síðustu árin vita, að núna
eins og oftast áður er töluverður
verðmunur á milli Spánar og Port-
úgal. Þetta er nokkuð sem við
höfum að öllu jöfnu ekki viljað
Qalla um í blöðum því að það er
ekki kostur fyrir íslenska saltfisk-
framleiðendur að þetta sé gert að
blaðamáli. Það hefur hins vegar
verið stefna hjá SÍF að menn
hafí fengið sama verð fyrir sams-
konar físk. Þess vegna hefur ver-
ið fundið út meðalverð sem menn
hafa fengið borgað fyrir fískinn.
Það hefur verið blandað saman
Spánarverði og Portúgalsverði."
Fœr ekki hærra verð en
SÍF
Þannig að þessi saltfískfram-
leiðandi er þá ekki að fá hærra
verð fyrir fískinn en venjulega er
greitt á Spánarmarkaði, þótt hann
segist fá 800 þúsundum króna
hærra verð fyrir 38 tonn en hann
fengi frá SÍF?
„Nei, engan veginn,“ segir
Magnús. „Ég þori ekki að segja
til um gæðasamsetningu, mat og
magn, en þetta er í rauninni minni
verðmunur en við höfum oft og
tíðum verið að fá á milli Spánar
og Portúgal. Þetta er hins vegar
þekkingarleysi og afskaplega ós-
kynsamlega farið með þetta við-
fangsefni, enda getur lítið magn
eins og þetta lækkað verðið á
þeim rúmlega tvö þúsund tonnum
sem við erum búnir að semja um
að afhenda til Spánar fram að
áramótum."
Breytt verðlagning
„Síðan vil ég líka segja það í þessu
sambandi," heldur Magnús áfram,
„að það er ljóst að gæðakröfumar
hafa verið að breytast líka og við
höfum ákveðið í samráði við þessa
gæðanefnd sem ég nefndi áðan
að skilja nú á milli þessara tveggja
markaða og leggja af þessa teng-
ingu milU þeirra. Við höfum
ákveðið að frá og með næstu
mánaðamótum skiljum við að
Spán og Portúgal. Þetta hefur
verið að þróast í þá átt að Spán-
veijamir gera meiri kröfur um
blæfallegri físk og þykkari og em
tilbúnir til þess að borga hærra
verð fyrir hann og þá aðlögum
við okkur að því með því að skilja
þama á milli. Með inngöngu Spán-
ar og Portúgals í Evrópubanda-
lagið munu landamæri ríkjanna
hverfa og verðmunur á milli land-
anna einnig. Verðmunurinn mun
þá fremur verða á milli gæða-
flokka. Sú verð- og sölustefna sem
mótaðist fyrir inngöngu ríkjanna
f Evrópubandalagið verður að
breytast miðað við þessar nýju
aðstæður og SÍF vinnur markvisst
að þeirri aðlögun."
Versnandi staða
saltfiskverkunar
Magnús var að lokum spurður
hvemig staða saltfískframleið-
enda væri um þessar mundir.
Hann sagði mjög hafa hallað und-
an fæti síðustu mánuði hvað
snertir verð og innflutningstak-
markanir til EB landanna. Lág-
tollakvótamir em upp umir og
þá er um það eitt að ræða að
tapa a.m.k. 8% af fiskverðinu ef
selja á út eftir að 13% tollar era
komnir í stað 5% áður. Hann sagði
að SÍF hefði reynt að hraða út-
skipunum og afgreiðslum til kaup-
enda til þess að ná sem mestu
magni inn á markaðina áður en
kvótamir væm fylltir. Það hefði
þýtt, að kaupendur hefðu þurft
að taka við fískinum hraðar en
ráð var fyrir gert og þess vegna
hefðu þeir ekki getað innt greiðsl-
ur af hendi jafn hratt og áður.
„Við áttum um tvennt að veljk,
annað hvort að senda fískinn út
hraðar og ná að selja hann innan
marka kvótanna. Eða að bfða og
fá þá annað hvort lægra verð með
eðlilegum greiðsluhraða, eða jafn-
vel að geta alls ekki selt. Þrátt
fyrir þetta höfum við flutt út núna
á fyrstu átta mánuðum þessa árs
um 93% af því magni sem selt
var á sama tíma í fyrra, en þá
var metár í sögu SÍF. Og þetta
gerist þrátt fyrir að sá aðili sem
var okkar stærsti kaupandi á
Spáni kaupir ekki af okkur leng-
ur, heldur hefur snúist gegn okk-
ur. En það era erfiðleikar í salt-
fískvinnslunni. Verð hefur óum-
flýjanlega lækkað hjá okkur eins
og í öðram greinum fískvinnsl-
unnar. Markaðimir era okkur
mjög erfíðir vegna innflutningsk-
vóta, ástandið var gott hjá okkur,
betra en í frystingunni, en nú er
það búið. Við getum hins vegar
ekki gefíst upp, við verðum halda
áfram að gera eins og handbolta-
landsliðið okkar syngur: Við ger-
um okkar besta," sagði Magnús
Gunnarsson að lokum.