Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 15.09.1988, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐ „Saltfiskmót" Leikið á morgun gegn Spánverjum Slavko Bamblr slær á létta strengi á landsliðsæfíngu. Hann mun velja lands- liðið fyrir C-keppnina að loknu „Saltfísksmótinu." KVENNALANDSLIÐ íslands, Spánar og Portúgal heyja landskeppni um nœstu helgi og eru leikirnir þáttur í undir- búningi liðanna fyrir C-heims- meistarakeppnina í Frakklandi í nœsta mánuði. ísland teflir fram A og B liðum, en eftir mótið verður landslið íslands, 4ft»sem tekur þátt í C-keppninni, endanlega valið. Mótið hefst á laugardag. Þá verður leikið í Keflavík og eigast við A lið íslands og Portúgal og B lið íslands og Spánn. Á sunnu- dag leika A og B lið íslands saman og Spánn og Portúgal. Leikimir fara fram í Hafnarfírði. Síðasta umferðin verður mánudaginn 19. september. Þá leika Island A og Spánn og ísland B og Portúgal. Báðir leikimir verða í Seljaskóla. í kvöld leika ísland A og Spán- verjar landsleik í Vestmannaeyjum. Aðstöðuleysi íslenska liðið æfír stíft þessa dag- ana — yfirleitt tvisvar á dag, en frí er á sunnudögum. Æfingasalir liggja þó ekki á lausu og vinnur kvennalandsliðsnefnd ötult starf við að „sníkja út“ tíma í íþróttahúsum hér og þar. Það kemur undarlega fyrir sjón- ir, að nú þegar vilji er fyrir hendi til þess að rífa upp kvennahand- knattleik á landinu, hæfur þjálfari kominn til starfa og mikill áhugi hjá stúlkunum, þá sé vandamálið að fínna aðstöðu til æfínga. Það er ekki víst að allir myndu sætta sig við daglegar ferðir frá Reykjavík til Sandgerðis til þess að komast á landsliðsæfíngar! KORFUKNATTLEIKUR / REYKJANESMOT Njarðvfkingar efstir Njarðvíkingar eru efstir á Reykjanesmótinu í körfu- knattleik, en fjórum leikjum er nú lokið. Njarðvíkingar hafa sigrað í báðum leikjum sínum, gegn Grindavík, 69:66, og gegn Reyni 94:30. Grindvíkingar komu á óvart er þeir sigruðu Islandsmeistara Hauka 80:76 í fyrrakvöld, en í leikhléi var staðan 50:44, Grindvíkingum í vil. Keflvíkingar hafa aðeins lokið einum leik, sigruðu Reynismenn örugglega 163:40. Staðan á Reykjanesmótinu: Njarðvík.....2 2 0 163: 96 4 Keflavík.....1 1 0 163: 40 2 Grindavík....2 1 1 146:145 2 Haukar.......1 0 1 76: 80 0 Reynir.......2 0 2 40:257 0 KRAFTAKEPPNI Morgunblaðið/KGA Jón Páll Slgmarsson sterkasti maður heims 1988 verður að sjálfsögðu meðal keppenda í Reiðhöllinni. Kraftur ’88 í Reiðhöllinni KRAFTUR '88 — sterkasti maður íslands, alþjóðleg kraftakeppni, verður haldin í Reiðhöllinni á sunnudaginn. Bill Kazmaier, sterkasti maður allra tíma, er væntanlegur til landsins í dag og tekur þátt í keppninni — en hann og Jón Páll Sigmarsson áttust einmitt við í keppninni Sterkasti maður heims í Búdapest í Ungveijalandi fyrir þremur vikum síðan og þá hafði Jón betur. Keppendur á mótinu verða auk Kazmaiers og Jóns Páls, Hjalti „Úrsus" Ámason, Torfí „Loðffll" Ólafsson, Magnús Ver Magnússon og Guðni Sigur- jónsson. Keppt verður í því að velta tveimur bflum á tíma, jafn- henda trédrumbi, henda 25 kflóa lóði yfír á og í jeppadrætti. Síðan verður lýsistunnuhleðsla, raf- geymalyfta og loks sekkjahlaup; þar sem hlaupið verður með 100 kflóa sekk 50 m og 200 kílóa sekk- ur dreginn sömu vegalengd til baka. Kazmaier hefur lyft mestri samanlögðu þyngd í kraftlyfting- um, 1100 kílóum, sem er auðvitað heimsmet í dag. En honum er fleira til lista lagt; nafn hans er til dæmis skráð í heimsmetabók Guinness fyrir heimsmet í gull- fískaáti, en hann sporðrenndi 600 lifandi gullfískum í röð! KNATTSPYRNA / 2. DEILD KVENNA ■ meistari BREIÐABLIK sigraði í 2. deild kvenna með miklum yfirburð- um. Liðið tapaði ekki einum einasta leik og endurheimti sœti sitt í 1. deild með glœsi- brag. Á myndinni er lið Breiðbliks. Efri röð frá vinstri: Ingibjörg Hin- riksdóttir liðsstjóri, Edda Her- bertsdóttir, Sigríður Tryggvadótt- ir, Þjóðhildur Þórðardóttir, Kristr- ún Hermannsdóttir, Sara Har- aldsdóttir, Sigríður Sigurðardótt- ir, Áslaug Hersteinsdóttir, Bergdís Eysteinsdóttir og Jón íj- Þórir Jónsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Randí Níelsdóttir, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Ás- bergsdóttir fyrirliði, Ágústa Jóns- dóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir, og Ásta María Reynisdóttir. Á myndina vantar Sigrúnu Óttars- dóttir og Katrínu Oddsdóttir. Breiðblik IÞRMR FOLK — iHAiuiri/ni/iiit iromso 1 norsku 1. deildinni upplifði martröð markvarðarins í leik gegn Sogndal um helgina. Tromsö var yfir í hálf- leik 1:0. Um miðjan Sigurjón síðari hálfleik hugð- Einarsson jst markvörðurinn, Noægíá Bjarfe F,em>. kasta boltanum ut til sam- heija. Ekki tókst betur til en svo að hann missti boltann aftur fyrir sig og í eigið mark, 1:1. Þar með tapaði Tromsö dýrmætum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Það var ekki til að draga úr atvikinu að leikurinn var sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu. ■ MIKLAR deilur hafa staðið milli norska knattspymusambands- ins og ríkissjónvarpsins vegna und- anúrslitaleikjanna í bikarkeppninni. Venjan hefur verið sú að sjónvarpið sýni annan leikinn beint. Nú vildi sjónvarpið sýna leik Rosenborg og Start, en knattspymusambandið vildi láta sýna leik Moss og Brann. Málið endaði á versta veg fyrir sjón- varpsáhorfendur því hvorugur leik- urinn verður sýndur, og deiluaðilar eru enn í fylu hvor í sínu homi. HAPPDFUETTI 4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno Dregiö 7. októker. Heildarverómœti vinninga 16,5 milljón. /7/tt/r/mark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.