Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 1. OKTÓBER 1988 7 Myndir og ljóð Tryggvi Ólafsson myndskreytir ljóðbók Þorsteins firá Hamri MYNDIR og ljóð nefnist bók sem komin er út hjá bókaútgáfunni Iðunni og inniheldur mynd- skreytingar Tryggva Ólafssonar við 14 ljóð Þorsteins frá Hamri. Það var Tryggvi Ólafsson sem valdi ljóðin í samráði við Þorstein frá Hamri og eru þau úr 8 ljóðabók- um skáldsins, útgefnuni frá 1958 — 1987.____________________ Telgutrygging hækkar um 3% TEKJUTRYGGING, heimiUsupp- bót og sérstök heimilisuppbót elli- og örorkulífeyrisþega hækka um 3% 1. október. Tekjutryggingin hækkar úr 17.107 krónum í 17.620 krónur, heimilisuppbót hækkar úr 5.816 krónum í 5.990 krónur og sérstök heimilisuppbót úr 4.000 krónum í 4.120 krónur, samkvæmt upplýs- ingum frá Tryggingastofnun ríkis- ins. í formálsorðum tilgreinir Tryggvi þau einkenni ljóða Þorsteins er hann telur bjóða upp á tvennur ljóða og mynda: „í ljóðum Þorsteins blasir við meitlaður samruni þjóðfélags- legrar vitundar, náttúruskynjunar og mannlegra kennda; en í bak- grunni þeirra á hljóðlát djúpskyggni skáldsins'sitt eigið form - oft hjúp- uð vissri dul, en áleitin að sama skapi". Bókin er mjög vönduð að allri gerð og gefín út í um 120 eintök- um, þar af 60 árituðum og tölusett- um, í tilefni af fimmtugsafmæli Þorsteins. Tryggvi Ólafsson Þorsteinn frá Hamri Grímuinnbrotið: Fjórði úr- skurðaður í varðhald FJÓRÐI gæsluvarðhaldsúrskurð- urinn vegna rannsóknar innbrots grímuklæddra manna í hús á Selt- jarnarnesi var kveðinn upp í Saka- dómi Reykjavíkur á fimmtudag. Þá var þrítugur maður úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 5. Óktóber. Maðurinn kærði ekki úrskurðinn til Hæstaréttar. Þórir Oddsson varar- annsóknarlögreglustjóri varðist í gær ailra frétta af gangi rannsóknarinn- Hótel Selfoss: Rekstaraðil- ar gjaldþrota Selfossi. REKSTRARAÐILAR Hótel Sel- foss, GÓMA hf. voru á miðviku- dag teknir til gjaldþrotaskipta að eigin ósk og hótelinu lokað. Bæjarráð Selfoss samþykkti í gærmorgun að kaupa birgðalag- er þrotabúsins og að tryggja áframhaldandi rekstur hótelsins um óákveðinn tíma. Að sögn Karls Bjömssonar bæj- arstjóra var þetta gert til að tryggja að lokun hótelsins bitnaði ekki á þeim sem pantað höfðu þjónustu næstu daga og vikur. Fyrirtækið GÓMA hf. hefur rekið hótel Selfoss frá 1. október í fyrra. Reksturinn hefur gengið illa á ár- inu. Ljóst er að vemlegt tap hefur orðið á honum, örugglega yfir 5 milljónir króna. Á fundi bæjarráðs í gær var samþykkt að fara fram á það við Bryndísi Brynjólfsdóttur bæjarfulltrúa, sem hefur reynslu af veitingarekstri að taka að sér rekstur hótelsins fyrir hönd bæjar- ins á meðan málefni þess verða könnuð. Karl Bjömsson sagði að rekstur bæjarins á hótelinu væri algerlega óviðkomandi fyrri rekstraraðilum. Sig. Jóns. Afsláttur á jólaferðum Flugleiða FÉLAG íslendinga á Norðurlönd- um, SIDS, hefur samið við Flug- leiðir um að rúmlega 2.000 félagar í SIDS fái afslátt á fargjöldum i áætlunarflugi Flugleiða til íslands um næstu jól. Þessi hópafsláttur hefur verið veittur síðastliðin 6 til 8 ár og félagar í SIDS greiða sama fargjald til íslands og um síðustu jól í skandinavískri mynt, að sögn Einars Sigurðssonar blaðafiilltrúa Flugleiða. Samið var um ferðir fyrir rúmlega 2.000 félaga í íslendingafélögunum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Félagar í SIDS em um 9.000 talsins og búa frá Tromse í Noregi í norðri til Sonderborg í Danmörku í suðri. Á ársþingi félagsins í Óðinsvéum í mars síðastliðnum var veitt jafn- virði 435 þúsund íslenskra króna í menningarsjóð sem á að efla tengsl íslendinga á Norðurlöndum við Is- land og íslenska menningu. Öllum er heimilt að sækja um styrki úr sjóðnum. Heimilisfang SIDS er: Hús Jóns Sigurðssonar Islands Kulturhus Östervoldgade 12 st. DK-1350 Ke- benhavn, segir í fréttatilkynningu frá SIDS. HRÍFANÐI FERÐ - EINSTAKT VERÐ: 3 NÆTUR: 27.900 kr.* 5 NÆTUR: 32.700 kr.* Víst er París engu lík þegar kvöldhúmið færist yfir og næturlífið vaknar til lífsins. Uppljómaðar götur, byggingar og listaverk. Ótal veitinga- og skemmtistaðir sem reynt er að líkja eftir í öðrum stórborgum heimsins. En París er líka París á daginn. Vagga listarinnar sem þú skoðar á jafn ólíkum söfnum og Louvre og Pompidou safninu, eða hjá . götumálurunum á Montmartre. Háborg tísk- unnar, frægustu tískuhús heims, sem Parísar- dömurnar bera vitni um. Verslanir eru í samræmi við það. Og jafnt á kvöldin sem daginn er borgar- bragur Parísar slfkur, götulífið og stemningin, að þú kemst ekki hjá því að hrífast við fyrstu kynni og þig langar alltaf að endurnýja kynnin. FERÐATILHÖGUN: Brottför 29. október, beint flug til Parísar. Gist á þriggja stjörnu hótelum í 3 eða 5 nætur. Hótelin eru í hjarta borgarinnar. Skoðunarferðir um París undir leiðsögn Friðriks Rafnssonar bókmennta- fræðings, sem bjó léngi í París og veit hvert straumarnir liggja. Á heimleiðinni er ekið til Luxembourgar og flogið þaðan heim. * Innifalið í verði: Beint flug til Parísar og heim frá Luxembourg. Ferðir til og frá flugvöllum erlendis. Gisting í tveggja manna herbergi og morgunverður. íslensk fararstjórn. PARÍSARFERÐ Á 18.900 kr. ÁTTU HEIMBOÐ í PARÍS? Nú er tækifærið að þiggja það. Beint flug til Parísar 29. október, hótelgisting fyrstu nóttina og flug heim frá Luxembourg þegar þér hentar (innan mánaðar). Allt þetta færðu fyrir 18.900 kr. Hugleiddu það -en ekki of lengi því sætafjöldi er takmarkaður! FERÐASKRIFSTOFAN - fólk sem kann sift fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.