Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1988 2* Útgefandi tnWfofeffe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Varnarmálin og Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið hefur nú átt aðild að þremur ríkis- stjómum án þess að gera það að úrslitaatriði við gerð mál- efnasamnings að þar sé mótuð sú stefna að bandaríska vam- arliðið hverfí úr landi. í tveimur stjómum þar sem ráðherrar flokksins sátu 1956 til 1958 og frá 1971 til 1974 var það yfírlýst stefna að vamarsamn- ingnum við Bandaríkjamenn yrði sagt upp. í hvomgt skiptið kom það til framkvæmda. Þegar alþýðubandalags- menn gengu til stjómarsam- vinnu í þriðja sinn við fram- sóknarmenn og alþýðuflokks- menn undir forsæti Ólafs Jó- hannessonar 1978 var það tek- ið fram í stjómarsáttmálanum, að Alþýðubandalagið væri andvígt aðild íslands að NATO og dvöl vamarliðsins í landinu. Þá var því jafnframt Iýst yfír í samstarfsyfírlýsingu stjómar- flokkanna, að ekki yrði ráðist í nýjar meiriháttar fram- kvæmdir á yfírráðasvæði vam- arliðsins. í fjórða sinn gengu alþýðubandalagsmenn til sam- starfs um ríkisstjóm undir for- ystu Gunnars Thoroddsens í ársbyijun 1980. í stjómarsátt- mála þeirrar stjómar stóð ekk- ert um sérstöðu Alþýðubanda- lagsins í vamarmálum. Og að Keflavíkurflugvelli og Suður- nesjum var vikið með þessum sérkennilega hætti: „Áætlanir um flugstöð á Keflavíkurflug- velli verði endurskoðaðar og ekki ráðist í framkvæmdir við hana nema með samkomulagi allrar ríkisstjómarinnar. Undir- búið verði öflugt átak til at- vinnuuppbyggingar á Suður- nesjum. Athugað verði, hvort rétt sé að breyta því skipulagi, að utanríkisráðuneytið hafí yfírstjóm allra málaflokka á Keflavíkurflugvelli." í framkvæmd leiddi þetta orðalag til þess að á því rúma ári sem stjóm Ólafs Jóhannes- sonar sat var ekki ráðist í nein- ar „meiriháttar" framkvæmdir fyrir vamarliðið en hins vegar komu hingað til að mynda hin- ar öflugu ratsjárvélar af AWACS-gerð haustið .1978, eftir að alþýðubandalagsmenn komu í stjómina og unnið var skipulega að áformum um að endumýja hér mannvirki og tæki varaarliðsins. Orðin í sátt- mála stjómar Gunnars Thor- oddsens sem vitnað var til hér að ofan vom skýrð á þann veg, að alþýðubandalagsmenn hefðu neitunarvald um nýju flug- stöðvarbygginguna en á hinn bóginn var ráðist í fram- kvæmdir við Helguvík og smíði nýrra flugskýla fyrir vamarlið- ið. í stefnuyfírlýsingu ríkis- stjómar Steingríms Hermanns- sonar segir: „Ríkisstjómin mun ekki gera nýja samninga um meiriháttar hemaðarfram- kvæmdir og skipti íslendinga við vamarliðið verða endur- skipulögð." Þama er sem sé enn vikið að framkvæmdaþátt- um þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið í vamarmálum og byggist á vamarsamningnum frá 1951 en ekki gmndvellinum sjálfum. Enn á ný sættir Al- þýðubandalagið sig við dvöl vamarliðsins og þær fram- kvæmdir sem nú er unnið að í þágu vamanna svo sem við endumýjun og eflingu ratsjár- eftirlits eða smíði stjómstöðvar á Keflavíkurflugvelli. Áður en samstarf hófst með þeim Steingrími Hermannssyni og Ólafí Ragnári Grímssyni um stjóm landsins lá formaður AI- þýðubandalagsins ekki á skoð- unum sínum um Steingrím og stjómstöðina á Keflavíkurflug- velli. Ólafur Ragnar sagði í við- tali við Þjóðviljann um síðustu áramót, að bygging stjóm- stöðvarinnar væri prófsteinn á það hvort Steingrímur Her- mannsson utanríkisráðherra meinti eitthvað með ræðum sínum um frið og afyopnun. Vildi formaður Alþýðubanda- lagsins að sjálfsögðu að hætt yrði við framkvæmdina. Skyldi orðum hans nú verða snúið upp á Ólaf Ragnar Grímsson í hans eigin flokki? Svavar Gestsson forveri Ólafs Ragnars Grímssonar á formannsstóli í Alþýðubanda- laginu og núverandi mennta- málaráðherra hefur átt undir högg að sækja vegna þess hve vamarleysisstefnu flokksins var illa fylgt fram í stjómunum 1978 og 1980. Hefur hann hvað eftir annað orðið að svara ávítum vegna þessa á síðum Þjóðviljans og Ólafur Ragnar Grímsson gekk á sinn hátt í lið með þeim sem höfðu uppi dylgj- ur um Svavar vegna vamar- og öryggismálanna. Af því öllu sést að alþýðubandalagsmenn þola ilía tvískinnung forystu- manna sinna í þessu máli og að þeir fómi yfírlýstri stefnu fyrir ráðherrastóla. Kannski hefur Ólafur Ragnar Grímsson betri tök á flokknum að þessu leyti en Svavar Gestsson? Gamla klukkan hefur mælt tímann í Lyfjabúðinni Iðunni í 60 ár Sextíu ár eru liðin síðan Lyfíabúðin Iðunn var stofnuð í Reykjavík, opn- uð haustið 1928. Þá voru fyrir í bænum Reykjavíkur Apó- tek og Laugavegs Apótek. Lyfía- búðin Iðunn varð þannig þriðja apótekið í höfúðborginni og það ellefta sem hlotið hafði leyfi hér á landi frá 1760, er Bjarni Páls- son landlæknir setti á stofii fyrsta apótekið í Nesi við Selt- jöm. Stofiiandinn og fyrsti lyf- saii í Iðunni var Jóhanna Magn- úsdóttir, sem einnig varð fyrst kvenna á íslandi til að nema lyQafræði. Lauk kandidatsprófi í Danmörku 1919. Hún var ekki aðeins góður fúlltrúi framsæk- inna kvenna, heldur líka einn af frumheijum í íslenskri apótek- arastétt. Fmmkvæði á enn einu sviði hafði hún. Hún valdi fyrst fyrirtæki sínu alíslenskt heiti, Lyfíabúðin Iðunn, í stað hins hefðbundna nafiis apótek. Síðan 2. desember 1928 hefúr Lyfía- búðin Iðunn verið til húsa á sama stað við Laugaveginn. Gömlu dökku viðarinnréttingarnar selja enn virðulegan og hlýlegan svip á búðina með ótal litlum forvitni- legum skúffúm, hillum með nokkrum postuiinskmkkum og glösum með latneskum nöfiium og gamla innfellda klukkan mæl- ir enn tímann eins og hún hefúr gert í 60 ár. Hér hafa lyfsalar engan hag séð í að elta tísku- sveiflur. Lyfsalar i Iðunni hafa raunar ekki verið nema þrir. Jóhanna Magnúsdóttir 1928-1961, Jón Þórarinsson lyfíafræðingur, sem rak lyfíabúðina til dauða- dags 1975 er núverandi lyfsali, Kjartan Gunnarsson, lyfsali í Borgaraesi, tók við og hefúr rek- ið hana sl. 12 ár. Hefúr þvi verið mikil festa i rekstri Lyfjabúðar- innar Iðunnar i 60 ár. Fjöldi manns hefur á 60 árum starfað í Lyfjabúðinni Iðunni. Á fyrstu áratugunum vann þar um hálfur þriðji tugur erlendra lyfja- fræðinga, auk margra íslenskra lyfíafræðinga, sem síðar urðu sjálf- Morgunblaðið/Sverrir Kjartan Gunnarsson, apótekari í Lyfíabúðinni Iðunni. Klukkan sem felld er inn i gömlu upprunalegu innréttinguna með öllum lyfjaskúflúnum, hefúr gengið þar í 60 ár. stæðir apótekarar í Reykjavík og úti um Iandsbyggðina. Sýnir það kannski best þátt Lyfjabúðarinnar Iðunnar í þróun íslenskrar lyfsölu, þegar Íslendingar sjálfir voru að taka við lyfíagerð af erlendu fólki. Segir Kjartan Gunnarsson, lyfsali, að þama hafi mikið lið mætra kvenna og karla lagt hönd á plóg- inn. Góðan orðstír apóteksins þakk- ar hann fyrst og fremst góðu og traustu starfsfólki. Starfsfólki sem ætíð hafi látið sér annt um nafn og hag apóteksins, enda verði sú hópvinna sem fram fari innan veggja lyfjabúðar að vera þannig að sérhver hlekkur í keðjunni sé traustur. „Þegar Lyfíabúðin Iðunn tók til starfa var hér aðeins fámennur starfshópur — einn lyfíafræðingur, einn lærlingur, ein afgreiðslustúlka, hreingemingakona, sem einnig þvoði meðalaglös og flöskur, og bróðir minn, sem sá um bókhaldið í hjáverkum," skrifaði Jóhanna Magnúsdóttir á 25 ára afmæli Ið- Lyfjabúðin Iðunn við Laugaveg hefúr lítið breyst að ytra útliti í 60 ár, þótt lyfsalan hafi tekið stakkaskiptum. Fyrstu áratugina vora yfir 90% allra lyfía löguð á staðnum, nú 5-10%, annað flutt inn. Hf - ~ 1ÉÉÍ Starfsfólk Iðunnar 1946. Fremst sitja Jóhanna Magnúsdóttir apótekari og stofnandi Lyfíabúðarinnar Iðunnar, Óskar Einarsson læknir, Þóra Óskarsdóttir, Birgir Einarsson, Valborg Hermannsdóttir, Kristj- án Hallgrímsson. Standandi frá vinstri: Guðríður Erlendsdóttir, Jóhanna ívarsdóttir, Elín Ólafsdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Baldvin Sveinbjörnsson, Ásdís Jónsdóttir, Kristín Sigmarsdóttir, Guðmunda Jú- liusdóttir, Friðbjörg Steinþórsdóttir, Inga Þorkelsdóttir, Oddný Eyjólfsdóttir. Og aftast: Topsöe Jens- en, Hólmfríður Halldórsdóttir, Inga Þorsteinsdóttir og Gréta Kristjánsdóttir. unnar, en þá vora þar starfandi yfir 20 manns, svipaður fjöldi og nú á afmælinu 1980. Var þar einn lyfjafræðingur auk Jóhönnu, Johan Ellerap síðar apótekari á Seyðisfirði og í Keflavík. Höfðu verið afgreidd- ir 17 þúsund lyfseðlar fyrsta árið, en vora á aldarfjórðungi komnir upp í 60 þúsund . Jóhanna var merkur brautryðj- andi og kjarkkona mikil. Hún var alin upp á miklu menningarheimili, dóttir Magnúsar Torfasonar sýslu- manns og bæjarfógeta á ísafírði og síðar í Ámessýslu, og konu hans, Camillu, sem lauk fyrst íslenskra kvenna svo vitað sé stúdentsprófi 1889 í Danmörku og varð einnig fyrst kvenna til að nema við há- skóla og ljúka þar prófi. Jóhanna fæddist 1896 í Árbæ í Holtum og lauk stúdentsprófi átján ára gömul 1914 frá MR, fjórða konan sem það hafði gert og setið í skólanum. Jó- hanna byrjaði lyfjafræðinámið í ísa- fíarðarapóteki árið 1914, en lauk kandidatsprófi frá Farmaceutisk Læraanstalt í Kaupmannahöfn árið 1919. Vann hún í Danmörku í 2 ár og síðan í sex ár í Reykjavík- urapóteki eftir heimkomuna, en réðst þá í að setja á stofn eigin lyfjaverslun í árslok 1928. Jafn- framt veitti hún frá júlí 1928 til vors 1930 forstöðu Áfengisverslun ríkisins. Er Jóhönnu minnst sem eins af framheijum í íslenskri apó- tekarastétt, sem mikið lét að sér kveða. Hún var einn af stofnendum Apótekarafélags íslands og í stjóm þess á áranum 1929-41, síðast formaður þess. Árið 1939 giftist hún Óskari Einarssyni lækni og skólabróður sínum úr menntaskóla. Eignuðust þau eina dóttur, Þóra Camillu, og bjuggu uppi yfir lyfja- búðinni á Laugaveginum. Jóhanna lét af störfum sem lyfsali í maí 1961. Hún lést 1981. Jóhanna lét Lyfjabúðina Iðunni eftir í góðum höndum samstarfs- manns síns Jón Þórarinssonar lyfja- fræðings, sem hafði starfað þar frá 1944. Hann hafði lokið kandidats- prófi í faginu frá Philadelphia Col- lege of Pharmacie and Science það sama ár. Hann rak lyfjabúðina til 1975. Einnig sat hann í stjóm fyrir- tækisins um árabil og í stjóm Ápó- tekarafélags íslands eftir að hann gerðist apótekari. 1976 tók Kjartan Gunnarsson við Lyfjabúðinni Ið- unni. Hann hafði áður stofnað Bor- gamess Aótek og rekið það fyrstu 12 ár þess. Einnig hafði hann stofn- að og rekið heildverslun með lyf. Lyfíabúðin Iðunn er enn til húsa þar sem starfsemin hófst fyrir 60 áram. Jóhanna Magnúsdóttir byij- aði þar með lyfíabúðina á neðstu hæðinni og eignaðist húsið allt. Nú era tvær hæðir og bakhúsið notað fyrir starfsemina. Áður en bakhúsið var byggt, var fallegur tijágarður að húsabaki, sem Jóhanna vildi ekki missa. Gerði sér þá lítið fyrir og flutti hann upp á þakið. Þar var garðurinn í fjöldamörg ár. Kjartan Gunnarsson kveðst hafa séð eftir garðinum, þegar þurfti að gera upp þakið. Þá vildi Lyfíaeftirlitið ekki leyfa honum að hafa lyfjageymslu í húsi með garði á þaki. Svo hann varð að víkja. Kjartan hittum við í skrifstofunni á annarri hæð, þar sem veggir era þaktir gömlum landakortum og myndum úr gömlum íslandsleið- öngram, ásamt ýmsum forvitnileg- um gömlum munum. Enda er hann safnari mikill, og hefur haft upp á mörgum fágætum landakortum úti í heimi. Hann sagði að eitthvað væri til af dóti úr apótekinu frá gamalli tíð, pillubox og fleira, sem yrði geymt. Þótt búnaður lyfíabúðarinnar hafi fengið að halda sér, þá hefur orðið mikil breyting á rekstrinum, segir Kjartan. „Þegar ég kom að þessu starfi um 1945 þá vora yfír 90% lyfjanna framleidd í apótekinu. Nú er þessu öfugt farið, 90-95% lyfja sem hér era seld era flutt inn af sérstökum lyfjainnflytjendum. Þegar ég var að byija í Laugavegs- apóteki hjá Stefáni Thorarensen, sem var strangur húsbóndi og góð- ur kennari, þá var hann að byija með fyrstu lyfjaheildsöluna þar í kjallaranum. Hann kom auga á það að innflutningur tilbúinna lyfja væri framtíðin og þar hafði hann alveg rétt fyrir sér. Byijaði á að fá umboð frá Ámeríku á stríðsáranum og flytja inn fyrir sjálfan sig. Fór svo að selja öðram lyfsölum um allt land og tryggja sér umboð í Evrópu. Það varð svo fyrsta lyfía- heildsalan. Ég tók seinna þátt í þessari þróun, því ég stofnaði lyfja- heildsöluna Hermes hf. haustið Starfsfólk Lyfíabúðarínnar Iðunnar. Frá vinstri: Guðrún Kjartansdóttir, Erla Rúriksdóttir, Anna B. Þorkelsdóttir, Dóra S. Kristinsdóttir, Ágústa Ólafedóttir, Sif Gunnlaugsdóttir, Finnur Kolbeinsson lyfía- fræðingur, Brynhildur Briem lyfíafræðingur, Vilborg Ásgeirsdóttir, Kjartan Gunnarsson apótekari, Alfreð Ó. ísaksson, lyfíafræðingur, Sigurbjörg Jónsdóttir, Svava Ágústsdóttir, Bára Kristjánsdóttir, Elín Kolbeins, Hildur B. Jónsdóttir, Dagmar Hannesdóttir, Addný Vatnsdal Axelsdóttir, Hulda Svein- björnsdóttir. LYFJABUÐIN 'fiÐUNN K.JARTÁN GUH «■*•*«■* i***i*m: við komum á morgnana byijaði maður á því að setja upp hvíta svuntu og hanska og svo var tekið til við að laga lyfin. Var kannski að laga mixtúra einn daginn, pillur þann næsta o.s.frv., þurfti að kunna réttu handtökin og skil á öllu. Ég var svo heppinn að fá afbragðs kennara, Helga Þorvarðarson sem var einhver bráðflinkasti maður sem ég hefi kynnst og hafði þó ekki háskólapróf, Snæbjöm Kalda- lóns sem seinna varð lyfsali á Siglu- firði o.fl. í Lyfjabúðinni Iðunni er haldið í lítilsháttar framleiðslu lyfja á staðn- um, 5-10%, að því er Kjartan segir. En þótt svo stór hluti lyfjanna sé innfluttur hefur starfsfólki ekkert fækkað. „Hér vinna um 20 manns, því það er og verður alltaf mikið nákvæmnisverk að afgreiða lyf. Reglur allar era orðnar strangari, sem betur fer, og meira eftirlit. Kröfur era miklar og mikið um- stang að fara nákvæmlega að öllum reglugerðum. Þau mál era í mjög góðu lagi hér á landi." „Hér verður áreiðanlega lyfíabúð áfram, löngu eftir að ég er horf- inn,“ sagði Kjartan Gunnarsson, apótekari í Lyfjabúðinni Iðunni, að lokum. „Þótt stutt virðist kannski milli lyfíabúða hér við Laugaveginn þá er nóg að gera. Lyfjabúð, sem hefur starfað í 60 ár, hefur aflað sér orðstírs og trausts. Við verðum vör við að fólk heldur áfram að koma hingað þótt það flytji úr ná- grenninu. Og svo er farið að byggja upp við Skúlagötuna og ný íbúða- byggð að rísa við sjóinn." E.Pá. 1928. iNSSON NÁRSSON 1961, sem enn er rekin. Nú era heildsölumar reknar sem sérfyrir- tæki og ekki ætlast til þess að við apótekaramir flytjum inn lyf. Það er bannað. Við kaupum þau af heildsölunum. Þannig hefur þróunin líka orðið í nágrannalöndum okk- ar.“ Kjartan viðurkennir að starfið sé því ekki eins skemmtilegt og það var, það fínni hann æ betur. „Þegar s mmtmm _J| HAMSpHv. RASISi..H.:a- mYTljGf.1 sambýli í hillunum. Þessi mynd er tekin 1954. Star&fólkið í tijágarðinum bak við LyQabúðina Iðunni: Valborg Ásgeirs- dóttir, Herdís Þórðardóttir, Óskar Einarsson, Ólafia Kristjánsdóttir, Jón Þórarinsson, síðar apótekari Iðunnar, Oddný Eyjólfedóttir. Aftar standa: Steinunn Stefiinsdóttir, Sigríður Helgadóttir, apótekarinn Jóhanna Magnúsdóttir, Þóra Óskarsdóttir, Ásmundur Eyjólfeson, Erla Kaldalóns. Aftasta röð: Guðborg Einarsdóttir, Guðríður Erlendsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Örn Ævarr Markússon, Snæbjörn Kaldalóns, Steingrimur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.