Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Reuter Aðgerðum lögreglunnar í Tíbetmótmælt Tíbeskar konur efiidu til Qöldag-öngn í Nýju Delí á Indlandi í gær til að mótmæla þvi að lögreglan í Lhasa, höfuðborg Tíbets, skyidi beita táragasi til að koma í veg fyrir mótmæli á þriðjudag. Þá var þess minnst að ár er liðið síðan tíbeskir munkar efiidu til mótmæla gegn yfirráðum Kinveija. Páfabréf: Páfagarði. Reuter. í Páfabréfi, sem birt var í gær og nefnist Göfgi konunnar, segir að þótt konan sé göfiig mannvera geti hún ekki tekið prestsvígslu vegna þess að Jesús Kristur valdi sér aðeins karlmenn sem læri- sveina. í yfirlýsingunni segir Jóhannes Páll páfi II. að konan og karlmaður- inn séu systkin sem mannverur en tengsl þeirra hvað varðar prestsem- bættið séu hins vegar „ákvörðuð af guði.“ Yfirlýsingin, sem páfi seg- ir skrifaða í hugleiðingarstíl, er nefnd páfabréf og er það næst mik- ilvægasta tegund yfirlýsinga sem páfi sendir frá sér á eftir svonefndu umburðarbréfi. Páfi segir að vænta Búrma: Gamalt vín á nýjum belgjum í Búrma Kommúnistar vilja viðræður við Lýð- ræðisfylkinguna Rangoon. Reuter. NOKKRIR fyrrverandi félagar í Sósíalistaflokki Búrma, sem fór með völd í Búrma í aldarfjórð- ung, voru valdir til að gegna valdamiklum stöðum í hinum nýja Þjóðeiningarflokki. í út- varpi í Rangoon á fimmtudag var skýrt frá því að Tha Kyaw, sem var fulltrúi Sósíalistaflokksins í Ríkisráðinu, valdamestu stofnun Búrma, hefði verið útnefiidur formaður hins nýja flokks. Auk Tha Kyaws valdi miðstjórn flokksins þá Tun Yi og Than Tin aðalritara flokksins í sameiningu, en þeir áttu báðir sæti í miðstjóm Sósíalistaflokksins sáluga. Herinn upplýsti að skotið hefði verið á 200 „iðjuleysingja" í helsta verslunarhverfí Rangoon á miðviku- dag með þeim afleiðingum að 12 féllu og 8 særðust. Þá var það haft eftir óbreyttum borgara að herinn hefði hafið herferð gegn svarta- markaðsbraski á fimmtudagskvöld á svæði sem kallast „Markaður Saw Maung", en svo hét hershöfðinginn sem fór fyrir uppreisnarmönnum í valdatökunni 18. september. Talsmenn hersins sögðu að her- inn hefði hrundið meiriháttar árás kommúnista nálægt landamærum Kína og hafið gagnárás. Talsmaður Kommúnistaflokksins sagði að innan skamms yrðu teknar upp viðræður við Lýðræðisfylking- una um stúdenta sem í kjölfar valdatöku hersins 18. september vilja ganga til liðs við uppreisnar- heri. Sakharov-viðurkenningEvrópuþingsins: Sakharov tilnefnir Anatólíj Marstsenko Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉSKI andófsmaðurinn, Andrei Sakharaov, hefiir í bréfi til Evrópuþingsins mælst til þess að viðurkenning sú sem þingið hefiir nýlega ákveðið að veita og við hann er kennd verði veitt Anatólíj Marstsenko. Anatólíj Marstsenko sem var dæmdur til fangelsivistar vegna stuðnings við Sakharov, lést i fang- elsi í desember 1986. Sakharov- verðlaunin verða afhent í fyrsta skipti á fundi Evrópuþingsins í des- ember nk. Plumb lávarður, forseti þingsins, sem nýlega var á ferð í Sovétríkjunum bauð Sakharov að koma til Strassborgar að veita við- urkenningunni móttöku og beindi þeim tilmælum til sovéskra yfir- valda að hann fengi fararleyfí. Taidar hafa verið góðar líkur á að Sakharov og eiginkona hans, Jelena Bonner, fengju að fara til Strassborgar. Aðrir sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir verð- launahafar eru. andófsmaðurinn Natan Sharanskíj, blökkumanna- leiðtoginn Nelson Mandela og Desmond Tutu, erkibiskup. Sjávarútvegsnefiid Evrópuþingsins: Framlag til sjávar- útvegsins of lágt Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ir verði sérstakir sjóðir sem sinni Bann við prestsvígslu kvenna enn réttlætt megi annarrar yfiriýsingar þar sem Qallað verði um niðurstöður bisk- upaþings, sem haldið var í fyrra um hlutverk konunnar innan kirkj- unnar og í þjóðfélaginu. Rökstuðningur páfa fyrir banni kaþólsku kirkjunnar við því að kon- ur taki prestsvígslu er mikilvægasti hluti nýja páfabréfsins. „Þegar Jes- ús valdi lærisveinana var hann al-' gjörlega sjálfráður. Hann var jafn sjálfráður við þetta val og þegar hann, með allri hegðan sinni, lagði áherslu á göfgi og köllun konunnar án þess að fylgja viðteknum venjum síns tíma og fara eftir hefðum sem viðurkenndar voru í lagasetningu." Páfi segir að lærisveinunum einum hafi verið falið það „helga ætlunar- verk“ að veita hið heilaga sakra- menti og vald til að fyrirgefa synd- ir fyrir heilagan anda. Hann bætir við: „Úr því að Kristur innleiddi kvöldmáltíðarsakramentið og tengdi það á skýran hátt kenni- mannaþjónustu lærisveinanna er rökrétt að álykta að hann hafi á þann hátt viljað tjá sig um tengsl konunnar og karlmannsins." í páfabréfinu eru hundruð tilví- sana í Biblíuna og þar segir enn- fremur að konan og karlmaðurinn séu jafn göfug vegna þess að þau séu bæði sköpuð í guðslíki. SJÁVARÚTVEGSNEFND Evr- ópuþingsins bendir á i nefndar- áliti að einungis 0,7% af Qár- lagaútgjöldum Evrópubanda- lagsins renni til fiskveiða og vinnslu. Framlagið, sem er tæpir tuttugu milljarðar íslenskra króna, nægi engan veginn til að hægt sé að ná þeim markmiðum sem bandalagið hafi sett sér í þessum efiium. Neftidin harmar að fiskveiði- stefnunni hafi verið haldið utan við þær breytingar sem gerðar voru á uppbyggingarsjóðum bandalagsins þegar ákveðið var að tvöfalda fram- lög til þeirra. Lagt er til að stofnað- þörfum sjávarútvegs innan EB. Annars vegar verðtryggingarsjóður fiskafurða sem um þessar mundir er hluti af landbúnaðarsjóði banda- lagsins og hins vegar uppbygging- arsjóður til að styrkja endumýjun og uppbyggingu í sjávarútvegi inn- an EB. Nefndarmenn gagmýna harðlega hvemig staðið er að fram- setningu til sjávarútvegs í fjárlög- unum, þeim sé dreift vítt og breitt og þess vegna mjög erfítt að fá yfirsýn. Þá er framkvæmdastjómin átalin fyrir að standa ekki við fyrir- heit um auknar fjárveitingar til eft- irlits með fískiskipum bandalagsins. Ítalía: Komu skips með eitur- efiiafarm mótmælt Bæjarstjórnin í Manfredoníu segir af sér eftir árás á ráðhúsið Manfredonia. Reuter. ÖLL bæjarstjórnin í hafiiarbæn- um Manfredoníu í Suður-Ítalíu sagði af sér á fimmtudag eftir að bæjarbúar höfðu ráðist inn í ráðhúsið til að mótmæla komu skips sem hafði verið vísað frá Nígeríu með farm af eitur- efiiaúrgangi. AÐ sögn lögreglunnar tóku rúm- lega 2.000 manns þátt í mótmælun- um og var meðal annars kveikt í aðalinngangi ráðhússins, auk þess sem rúður vom brotnar, símalínur skomar í sundur og lögreglubílum var velt. Þegar lögreglan kallaði á liðsauka var tilkynnt í hátölurum að bæjarstjómin hefði sagt af sér. Ciriaco De Mita, forsætisráð- herra Ítalíu, sem á miðvikudag skip- aði svo fyrir að skipinu yrði heimil- að að koma með famrinn til Man- fredoníu, kvaddi bæjarstjóra hafn- arbæjarins á sinn fund í Róm. Skipið, sem er vestur-þýskt og ber nafnið Deep Sea Carrier, er með 2.500 tonn af iðnaðarúrgangi og er annað skipið sem lendir í slíkum vandræðum. Vestur-þýska skipinu Karin B var vísað frá fimm Evrópulöndum eftir að Nígeríu- menn höfðu sent það til baka með eiturefnaúrgang. Skipinu var lagt í hafnarbænum Livomo á fimmtu- dag eftir að það hafði legið við akkeri utan við höfnina í tíu daga. Ekki er enn vitað hvað gert verður við farminn. Noregur: Krefst 7 0 millj. í bætur fyrir alnæmissmit Ósló. Frá Helge Sörensen, fréttaritara Morgunblaðsins. Hálfsjötugur maöur, sem þjáist af alnæmi, hefur höfðað mái á hendur Óslóarborg og gerir þær kröfiir, að hann fái greiddar nærri 70 miHjónir Tsl. kr. vegna þess, að hann hafi sýkst við uppskurð á Aker-sjúkrahúsinu árið 1981. Forsvarsmenn sjúkra- hússins viðurkenna, að líklega hafi maðurinn sýkst við blóðgjöf en vísa frá sér allri ábyrgð þar sem á þessum tíma hafi ekki verið um neina óaðgæslu að ræða. Alnæmissjúklingurinn er mjög illa haldinn og læknar segja, að líðan hans eigi aðeins eftir að versna úr þessu. Hefur hann raun- ar verið veikur lengst af síðan hann gekkst undir uppskurðinn fyrir sjö ámm en það var ekki fyrr en í júlí sl., að læknunum hugkvæmdist að kanna hvort hann gæti verið með alnæmi. Þá var maðurinn að niðurlotum kom- innjafnt andlega sem líkamlega. Skaðabótakrafan er gerð til Óslóarborgar, sem á Aker-sjúkra- hús, en því er samt ekki haldið fram, að forsvarsmönnum sjúkra- hússins eða einstökum læknum hafi orðið á mistök, heldur, að um sé að ræða hlutlæga ábyrgð vegna smitunarinnar. Aldrei fyrr hefur verið gerð jafn há skaðabótakrafa í Noregi en Edmund Asböll, hæstaréttar- lögmaður, segir í viðtali við Aften- posten, að með tilliti til þess, sem alnæmissjúklingurinn hefur mátt líða, hljóti krafan að vera mikil. Áður hafa dreyrasjúklingi verið greiddar rúmar 1,7 millj. ísl. kr. í bætur fyrir smit við blóðgjöf en Asböll sagði, að sú upphæð væri til skammar og hrein móðgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.