Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 51
51
.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1988
KNATTSPYRNA / DRENGJALANDSLIÐ
Island úr leik
Tapaði fyrir Noregi 0:3 í leik þar sem
dómarinn lék stórt hlutverk
ÍSLENSKA drengjalandsliðið er
úr leik (Evrópukeppninni í
knattspyrnu eftir tap fyrir
Norðmönnun í gær, 0:3. Fyrri
leik liðanna lauk með sigri ís-
lands 1:0 og því komust Norð-
menn áfram á samanlagðri
markatölu. íslendingar áttu sér
aldrei viðreisnar von og ekki
bætti úr skák að dómarinn var
greinilega á bandi heima-
manna.
Það byijaði ekki gæfulega og
Norðmenn tóku strax völdin.
íslendingar voru taugaóstyrkir og
vömin opin. Það tók Norðmenn
aðeins fímm mínút-
FráSigurjóni ur að nýta sér það
Einarssyni 0g Tommy Larsen
iNoregi skoraði af stuttu
færi.
Á 13. mínútu kom að þætti dóm-
arans en hann var í aðalhlutverki.
Þórhaliur Jóhannsson komst einn í
gegn og framhjá markverðinum
sem brá til þess ráðs að skella Þór-
halli. Dómarinn kom öllum á óvart
með því að dæma homspymu!
Um miðjan fyrri hálfleik kom há
sending fyrir íslenska markið og
virtist hún hættulaus. En boltinn
fór í Espen Sagsvensen og þaðan
í netið þrátt fyrir góða tilburði
Ægis Sigurðssonar markvarðar.
Rautt spjaldl
Á 30. mínútu kom enn eitt áfall-
ið. Bjarki Sigurðsson átti í útistöð-
um við Tore Fossum og kom til
handalögmála. Dómarinn sýndi
Bjarka rauða spjaldið en Norð-
manninum gula spjaldið. Furðuleg-
ur dómur!
Eftir þetta átti íslenska liðið ekki
möguleika og Norðmenn bættu við
einu marki í síðari hálfleik. Havard
Fjellvag sendi boltann fyrir markið
og Ægir Sigurðsson stökk upp og
hugðist slá boltann frá marki. En
fljóðljósin blinduðu Ægi og hann
missti boltann yfír sig og í netið.
Það sem eftir var leiksins sóttu
Norðmenn stíft en Ægir varði mjög
vel og bjargaði liðinu frá stærra
tapi.
„Langt undir getu“
„Liðið lék langt undir getu og
hefur greinilega ekki þolað press-
una," sagði Láms Loftsson, þjálfari
íslenska landsliðsins eftir leikinn.
„Dómarinn var slæmur og sló strák-
ana út af laginu. En norska liðið
var gott og átti sigurinn skilið,"
sagði Lárus.
Bjarki Qunnlaugsson í baráttu við norskan vamarmann. Bjarki fékk rauða spjaldið um miðjan fyrrí hálfleik og þótti
það mjög undarlegur dómur.
jlMjl
MSKIP
■ BRIGHTON hefur keypt
vamarmanninn Larry May frá
Sheffield Wednesday fyrir
200.000 pund. May mun leika með
Bríghton gegn Leeds í dag.
■ ARSENAL hefur ákveðið að
áfrýja dómi sem Paul Davis, mið-
valíarleikmaður liðsins hlaut hjá
enska knattspymusambandinu fyrr
í vikunni. Davis fékk níu leikja
keppnisbann og 240.000 króna sekt
fyrir að slá leikmann Southampton
í leik liðanna fyrr í mánuðinum.
George Graham, framkvæmda-
stóri Arsenal, sagði að ákvörðunin
um áfrýjunina væri byggð á hörku
dómsins og ósamræmi því sem þar
kæmi fram. Ósamræmið væri í því
fólgið að á meðan Davis fengi níu
leikja bann fynr brot sem af tilvilj-
un hefði verið fest á fílmu, þá
fengju menn aðeins þriggja leikja
bann fyrir gróf brot á leikvelli sem
kostuðu þá rauða spjaldið. Þess má
geta að dómari sá ekki umrætt
brot Davis og var það skoðað á
myndbandi eftir leikinn.
■ IMRE Varadi er kominn aftur
til Sheffield Wednesday, en hann
hefur leikið með Manchester City.
Hann fór í skiptum fyrir Cari
Bradshaw.
■ NIKE punktamótið í vegg-
tennis verður haldið á morgun,
sunnudaginn 2. október kl. 10.
Skráning fer fram í síma 687701
og 687701.
GOLF
GR frestar
bændaglímu
Bændagiímu Golfklúbbs Reylgavík-
ur, sem vera átti í dag, hefur verið
frestað vegna veðurútlits. Stefnt er
að því að bændaglíman verði í Graf-
arholti eftir viku.
!\loregur-ísland 3:0
Evr6pukeppni drengjalandsliða (U-16) i knattspymu, BÍðari leikur. Sofienyrleikvangurinn
f Kolbotn, föstudaginn 30. aeptember 1988.
Mðrk Noregs: Tommy Larsen (6.), Espen Sagsvensen (27.) og Havard Pjellvag (65.)
Gul spjðld: Tore Fossum (30.) og Ásgeir Baldursson (84.)
Rautt spjald: Bjariti Gunnlaugsson (30.)
Démari: Kim Milton Nielsen frá Danmörku. Mjög slakur og vilhallur Norðmönnum.
Áhorfendur: 300.
Lið Noregs: Ave Larvik, Björge Larsen (Morten Eriksen 66.), Tore Fossum, Roger
Svendsen, Eric Thomesen (Amund Bjarkan 76.), Havard Fjellvag, Stian Larsen, Tommy
Betgersen, Jan Stále Berg, Danny Sames og Tommy Larsen.
Lið islands: Ægir Dagsson, Dagur Sigurðsson, Gunnar Pétursson, Lárus Sigurðsson,
Asgeir Baldursson, Nökkvi Sveinsson, Bjarki Gunnlaugsson, Sigurður Ómarsson, Þór-
hallur Jóhannsson, Amar Gunnlaugsson og Gunnar Pétursson (Kristinn Lárusson 70.).
UM HELGINA
Vertíðin hefst
Fyrsta umferð Flugleiðadeildar-
innar í körfuknattleik verður
leikin um helgina. Á sunnudag fara
fram fjórir leikir. UMFG og Þór
leika í íþróttahúsi Grindavíkur, KR
og ÍR mætast f íþróttahúsi Haga-
skóla, Valur tekur á móti nýliðum
ÍS í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda
og í Keflavík leikur ÍBK við hina
nýliða deildarinnar, Tindastól.
Haukar og Njarðvík sitja hjá í
fyrstu umferð.
Þrír fyrstu leikimir heQast
klukkan 20.00, en leikurinn í
Keflavík er kl. 16.00.
KNATTSPYRNA / HM
Guðmundur
dæmir í Wales
GUÐMUNDUR Haraldsson, Þess má geta að íslendingar
dómari mun dæma leik Wales munu sjá um dómgæslu í tveimur
og Finnlands i 4. riðli heims- Evrópuleikjum. Eysteinn Guð-
meistarakeppninnar í knatt- mundsson mun dæma leik Jeu-
spyrnu. Leikurinn verður í nesse d’Esch frá Luxemburg og
Cardiff og er annar leikur Gomik Zabrza frá PóIIandi. Bræð-
þióðanna í keppninni. umir Sveinn og Ólafur Sveinssyn-
ir verða þar á Hnunni.
Linuverðir Guðmundar verða Þá mun Óli ólsen dæma leik
Eysteinn Guðmundsson og Glentoran frá Norður-íriandi og
Sveinn Sveinsson. Í liði Wales sem Spartak Moskvu frá Sovétrílcjun-
mætirFinnumverðamargirfræg- um. Línuverðir hans veiða Frið-
ir leikmenn s.s. Ian Rush og Mark geir Hallgrfmsson og Eyjólfur
Hughes. Olafsson.
/
Morgunblaðið/Kr.Ben.
Islenskar klappstýrur
Nýjung verður tekin upp hjá körfuknattleiksliði Grindvíkinga í vetur er fyrstu íslensku klappstýmmar munu
troða upp á úrvalsdeildarleikjum. Þær munu hvetja leikmenn UMFG til dáða og stjóma hvatningarópum áhorf-
enda að bandarískri fyrirmynd.
FIMLEIKAR
Ársþing FSÍ
ÆT
Arsþing Fimleikasambands Is-
lands verður haldið 14.-16.
október næstkomandi. Þingið verð-
ur haldið á Holiday-inn við Sigtún
í Reykjavík og hefst föstudaginn
14._ október kl. 19.30.
í þinghléi á föstudagskvöldið
býður Fimleikasambandið þinggest-
um til kaffisamsætis í tilefni 20 ára
afmælis sambandsins. Þar verður
kjörinn fímleikamaður ársins og
veittar viðurkenningar.
í tilefni afmælisins efnir Fim-
leikasambandið síðan til fímleika-
sýningar í Laugardalshöll 15. októ-
ber. Þar kemur fram fimleikafólk
frá flestum aðildarfélögum sam-
bandsins og allt besta fimleikafólk
landsins.
Að lokinni sýningu verður Fim-
leikasambandið og aðildarfélögin
með kynningarbása í anddyri Laug-
ardalshallar þar sem sýningargestir
geta kynnt sér fjölbreytta starfsemi
fimleikafélaganna.
Þingstörf heflast að nýju sunnu-
daginn 16. október kl. 10.00 í
íþróttamiðstöðinni í Laugardal.