Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 25 Bretar taka upp stj órn- málasamband við Irana Sameinuðu þjóðunum. Reuter. BRETAR og íranar hafa ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasam- band á ný, að því er Sir Geoffrey Howe, utanrikisráðherra Bret- lands, sagði eftir fimd með írönskum starfsbróður sínum, AJi Akbar Velayati, í aðalstöðv- um Sameinuðu þjóðanna í New York í gær. Howe sagði að emb- ættismenn ættu eftir að ganga frá frekari útfærslu þessa sam- komulags. „Þjóðimar hafa ákveðið að taka upp fullt stjómmálasamband sem byggjast mun á gagnkvæmri virð- ingu og samskiptum. Markmið okk- ar er að taka upp fullt stjómmála- samband en að sjálfsögðu mun það gerast stig fyrir stig,“ sagði Howe. Stjómmálasambandi þjóðanna var ekki formlega slitið en starfs- mannafjöldi sendiráðanna var lækkaður niður í einn mann á síðasta ári þegar íranskir sendiráðs- menn vom handsamaðir í Manch- ester gmnaðir um búðarhnupl. í kjölfar þess sætti breskur sendi- ráðsmaður í Teheran illri meðferð. Með gagnkvæmri virðingu og samskiptum er talið að Howe hafi átt við að sendiráð beggja ríkjanna yrðu í framtíðinni jafn fjölmenn og að starfsmönnum þeirra yrði tryggt öiyggi. Aðspurður um hvort þessi nýja framvinda mála gæti stuðlað að lausn Teny Waites, sendimanns bresku kirkjunnar, sem hvarf í Líbanon í janúar á síðasta ári og talið er að sé í haldi hryðjuverka- manna hliðhollum írönum, sagði Howe: „Það verðar allir að gera sér það ljóst að ákvörðun landanna er ekki í tengslum við nokkurt annað mál. En auðvitað notfæri ég mér aðstöðuna, eins og ég hef gert við öll slík tækifæri, og hvet írönsku stjómina til að stuðla að lausn allra gísla, að svo miklu leyti sem henni er fært að gera það.“ Howe sagði að íranar hefðu lýst sig fúsa til þess en hann vildi leggja áherslu á að málin væm alls óskyld. Howe lýsti því yfir að fundur hans og Velayati hefði verið stuttur en gagnlegur og að þeir hefðu einn- ig rætt um friðarviðræður írana og Iraka í Genf. Bretar hafa fyrstir vestrænna þjóða bætt stjómmálasamskipti sín við Irana. ísrael: Tveir Palest- ínumemi íalla Jerúsalem. Reuter. TVEIR Palestínumenn voru skotnir og Smm særðust í átökum við ísraela og hermenn í bænum Hebron á V estur bakkanum í gær. Palestínumenn segja að annar þeirra sem lést hafi fengið tvær byssukúlur í bijóstið eftir árás á bifreið ísraela. Eiginkona ísraelans sagði að maður sinn hefði skotið tveimur skotum upp í loftið eftir að 30 unglingar hefðu brotið rúður í bílnum og slasað son þeirra. Hún sagði að hann hefði hvorki drepið né sært neinn. Lögreglan staðfesti þetta en Palestínumenn segja að Israelinn hafi skotið á unglingana. Palestínumenn segja ennfremur að annar Palestínumaður hafi verið skotinn þegar. múhammeðstrúar- menn réðust á lögreglumenn til að mótmæla fyrmefndu drápi. Viktor Tsjebríkov yfirmaður KGB síðan 1982. Hann var hand- genginn Brezhnev og komst til æðstu valda innan KGB með stuðningi hans og Andropovs. langt. Andófsmaðurinn Andrei Sakharov, sem Gorbatsjov leysti úr útlegð, sagði að Lígatsjov væri hættulegur „endurskoðunarsinni.“ Hann var hins vegar vinsæll með- al embættismanna flokksins og annarra Sovétmanna sem hafa áhyggjuraf þróun mála í landinu. Viktor Tsjebríkov hófst til æðstu valda innan KGB þegar Júríj Andropov lét af stöðu yfir- manns öryggis- og leynilögregl- unnar 1982 og bjó sig undir að taka við forystu flokksins eftir Leonid Brezhnev. Varð Tsjebríkov yfírmaður KGB í desmeber 1982 einum mánuði eftir dauða Brez- hnevs og valdatöku Andropovs. Um Tsjebríkov er lítið vitað en opinber ævilýsing hans er aðeins tólf línur. Hann er verkfræðingur sem komst til flokksvalda í skjóli Brezhnevs. Hann vissi um spilling- una í kringum Brezhnev en þagði yfir henni og flaut með án þess að flækjast í spillingarvefinn. Tökum höndum saman Verjum haqsmuni sparifjáreiqenda! OPINN FUNDUR Á HÓTEL ÍSLANDI Laugardaginn 1. október 1988, kl. 14:00 1. Fundur settur Skýring á tilurð og tilgangi fundarins Sigurður Gunnarsson, framkv.stj. 2. Fundarstjóri tekur við stjórn fundar Helgi K. Hjálmsson, framkvæmdastjóri 3. Framsöguerindi a. Gunnar Helgi Hálfdanarson, framkvæmdastjóri b. Guðmundur Magnússon, prófessor c. KristjánJ. Gunnarsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík 4. Almennar umræður Sparifj áreigendur eru allir þeir sem eiga eignir t.d. í bönkum, sparisjóðum, lífeyr- issjóðum eða verðbréfum. Sparifjáreigendur skipta tugum þúsunda. Þeir eru t.d. eldra fólk og lífeyrisþegar, unglingar og börn, og allir þeir, sem eru að reyna að koma sér upp sjóði, til örygg- is eða annarra nota síðar. Sparifjáreigendur eru ekki fámenn klíka sem hefur safnað sér óhóflegum gróða. Sparifjáreigendur úr öllum stjórnmála- flokkum, öllum starfsstéttum og á öllum aldri verða að taka höndum saman og vinna gegn ábyrgðarlausum aðgerðum stjórnvalda og stjórnmálamanna. Það á að verðlauna þá sem spara en ekki að refsa þeim! Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Hægt er að skrá sig í samtökin í síma 680021. Símsvari allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.