Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988
KÖRFUKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Einar Falur
Tveir bestu!
Valur Ingimundarson og Pálmar Sigurðsson settu skemmtilegan svip á
úrslitakeppnina í fyrra. Valur leikur með Tindastól í vetur en Pálmar
reynir að veija titilinn með félögum sínum í Haukum.
Fjögur lið munu
bevjast um titilinn
Keppni í úrvalsdeild hefst á morgun
ÚRVALSDEILDIN íkörfuknatt-
leik hefst á morgun meö fjórum
leikjum. Breytt fyrirkomulag
með nýjum liðum og fleiri leikj-
um mun vonandi auka veg
körfuknattleiksins og fylgja eft-
ir glæsilegum endaspretti
síðasta veturs. Þá risu körfu-
knattleiksmenn úr nokkurri
lægð, og spennandi úrslita-
keppni blés lífi í þessa grein
að nýju. Spurningin er hvort
takist að fylgja þessu eftir og
gera mótið skemmtilegt og
umfram allt — spennandi.
Urvalsdeildin, sem nú heitir
„Flugleiðadeild," hefur tekið
töluverðum breytingum. Liðunum
hefur verið fjölgað um eitt og eru
nú tíu í stað níu áð-
Logi B. ur. Liðunum er skipt
Eiðsson í tvo riðla, Ameríku-
skrifer 0g Evrópuriðil, en
þó munu öll liðin
mætast í vetur. Leikimir í undan-
keppninni eru nú 130 og hefur fjölg-
að um 58 síðan í fyrra.
Eftir riðlakeppnina tekur við úr-
slitakeppni með tveimur efstu liðun-
um í hvorum riðli. Keppni þar verð-
ur með svipuðu sniði og undanfarin
ár. Efsta liðið í A-riðli mætir liðinu
í 2. sæti í B-riðli og öfugt. Sigurveg-
arar munu svo leika til úrslita þar
til annað liðið hefur sigrað tvívegis.
Leikdagar
Til að koma þessum leilgum fyr-
ir hefur verið ákveðið að leika á
föstum dögum, tvisvar í viku. Alltaf
er leikið á sunnudögum og svo á
annaðhvort þriðjudögum eða
fímmtudögum.
Þetta er mjög sniðugt fyrirkomu-
lag og ef vel er að því staðið er
hægt að gera þessa daga að sér-
stökum „körfuboltadögum." Með
því ætti áhugi að aukast og meiri
spenna að færast í mótið.
Fjögur lið berjast um titilinn
Búast má við því að fjögur lið
komi til með að beijast um titilinn.
Þó er of snemmt að spá, en ef litið
er á liðin eins og þau eru í dag þá
má telja það nokkuð öruggt að
Keflavík, Njarðvík, Haukar og Val-
ur verði sterkust í vetur. KR,
Grindavík og Tindastóll munu
vissulega taka stig af þessum liðum,
en hafa líklega ekki nógu breiðan
hóp til að ná í allra fremstu röð.
Haukar eru íslandsmeistarar en
titilvörnin mun án efa reynast þeim
erfið. ívar Webster er farinn í KR
og munar um minna. Hann lék
mjög vel í úrslitakeppninni og verð-
ur erfítt fyrir Hauka að þurfa
skyndilega að hafa áhyggjur af frá-
köstum. Hinsvegar hefur liðið mik-
inn „karakter" og gæti náð langt
á því í vetur.
Njarðvíkingar urðu að horfa á
eftir meistaratitlinum eftir að hafa
verið einráðir undanfarin ár. Lið
þeirra hefur orðið fyrir nokkrum
skakkaföllum, því Vaíur Ingimund-
arson leikur ekki með þeim í vetur.
Hann er án efa einn besti leikmað-
ur landsins og skarð hans verður
vandfyllt. Þá er Sturla Örlygsson
farinn, en Njarðvíkingar hafa oft
komist langt á breiðum hópi leik-
manna og munu líklega einnig gera
það nú.
Keflvíkingum gekk ekki sem
skyldi síðasta vetur þrátt fyrir gott
lið. Fjórir leikmenn hafa sagt skilið
við liðið og skilja þeir eftir sig vand-
fyllt skörð. Bræðumir Gylfí og
Hreinn Þorkelssynir eru famir, en
þeir voru tveir reyndustu leikmenn
liðsins í fyrra. Ólafur Gottskálksson
hefur tekið sér frí frá körfuknatt-
leik og Matti 0. Stefánsson er far-
inn ti Bandaríkjanna. Nokkuð stór
biti að kyngja fyrir Keflvíkinga og
verður fróðlegt að sjá hvaða leik-
menn taka stöður fjórmenninganna.
Valsmenn stilla upp svipuðu liði
og í fyrra. Matthías Matthíasson
og Hreinn Þorkelsson em komnir
en Páll Amar hefur gengið til liðs
við Stúdenta og Leifur Gústafsson
er farinn til Danmerkur. Valsmenn
verða þó með sterkt iið í vetur.
Torfí Magnússon hefur ákveðið
að einbeita sér að þjálfun og hætta
að leika með liðinu, en það þykir
ótrúlegt að Torfí geti verið aðgerða-
iaus á bekknum.
Grindvíkingar áttu nokkra mjög
góða leiki í fyrra og KR-ingurinn
og tæknivillukóngurinn Astþór
Ingason kemur til með að styrkja
lið þeirra. Þrátt fyrir það er vart
hægt að búast við Grindvíkingum
í úrslitakeppninni, að minnsta kosti
ekki strax.
KR-ingar hafa orðið illa úti í leik-
mannafiutningum. Guðni Guðna-
son, Símon Ólafsson og Ástþór
Ingason era famir og eini nýi leik-
aðurinn er ívar Webster. Ólafur
Guðmundsson hefur náð sér af
meiðslum, en hann lék lítið með í
fyrra. Það verður fróðlegt að sjá
hvað landsliðsþjálfarínn Lazlo Ne-
meth gerir úr þessu liði.
Sauðkrækingar hafa bætt vera-
Iega við sig og munar þar mest um
Val Ingimundarson. Fyrir era ágæt-
ir leikmenn þ.á.m. Eyjólfur Sverris-
son besti leikmaður 1. deildarinnar
í fyrra. Með Val innanborðs getur
Tindastóll staðið í hvaða liði sem er.
Lið ÍR hefur ekki tekið miklum
breytingum. Sturla Örlygsson mun
þjálfa liðið auk þess að leika með
því, en breytingamar hefðu þurft
að vera heldur stórtækari til að lið-
ið kæmist í fremstu röð.
Þá era aðeins tvö lið ótalin, Þór
og IS. Þórsarar eiga erfíðan vetur
fyrir höndum og þurfa að hafa mik-
ið fyrir sæti sínu í úrvalsdeildinni.
Lið þeirra er svipað og í fyrra og
þá var fallið ekki langt undan. Stúd-
entar era tiltölulega óþekkt stærð.
Lið sem kom upp úr 1. deild í fyrra
og er af flestum talið líklegt til að
fara sömu leið aftur.
Spennandi mót, takk fyrirl
Til þess að mótið verði skemmti-
iegt þarf fyrst og fremst spennu.
Þá verða allir leikir mikilvægir og
leikmenn leggja sig fram. Með
spennandi móti ætti því útlitið að
vera bjart í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik.
Morgunblaðið/Einar Falur
Meistarar
Leikmenn Hauka fagna íslandsmeistaratitlinum í vor eftir sigur á Njarðvíkingum. Búast má við spennandi móti
í vetur og það verður án efa erfitt fyrir Hauka að veija titilinn.
HAPPDRÆTTI
4 Ford Bronco - 30 Fiat Uno
Dregið 7. októker.
Heildarverómœti vinninga 16,5 milljón.
fi/tt/r/mark