Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 30
20 millj. kr. tap á Krossanes- verksmiðjuimi á síðustu vertíð Krossanesverksmiðjan var rekin með rúmlega 20 miljjóna króna tapi á síðustu loðnuvertíð. Geir Zoega framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðuna mætti rekja til þess hve seint loðnuvertíðin hefði hafíst. Vertíðin fór ekki af stað fyrir alvöru fyrr en í nóvember, heilum tveimur mánuðum seinna en áætlað var. Við misstum með öðrum orðum tvo mánuði framan af vertíðinni og kom það ipjög illa við okkur.“ Krossanesverksmiðjan tók samtals á móti 45.000 tonnum á síðustu loðnuvertíð og voru það þijú loðnuskip sem sáu verksmiðj- unni fyrst og fremst fyrir því hrá- efni. Súlan EA lagði upp 14.900 tonn, Þórður Jónasson EA 12.900 tonn og Öm KE lagði upp 9.600 tonn hjá Krossanesi. Auk þeirra lögðu nokkur önnur loðnuskip upp afla sinn í Krossanesi. Hákon var til dæmis með fjórar landanir, Erling tvær og Skarðsvík og Höfr- ungur eina hvor. „Við fengum innan við 2.000 tonn í septembermánuði í fyrra og aðeins 1.200 tonn í október. Hinsvegar fengum við 10.000 tonn í nóvember og er það eðlileg- ur mánuður að okkar mati. Ljóst er að vertíðinni hefur seinkað um rúman mánuð í ár, en maður trú- ir samt ekki öðru en að vertíðin sé að byija af alvöru nú,“ sagði Geir. Öm KE landaði fyrsta loðnu- farminum hjá Krossanesi í gær- kvöldi, rúmlega 700 tonnum. Verksmiðjurnar hafa pint sig Geir vildi engu spá um hvemig loðnuverð ætti eftir að þróast á þessari vertíð. Rætt hefði verið um 3.100 til 3.300 krónur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, en vissulega færi verðið eftir mörk- uðum. „Ég tel þetta umtalaða verð nokkuð eðlilegt, það þýddi 45-50% hækkun frá síðustu loðnu- vertíð. Við stefnum að því að kom- ast á núllið á yfirstandandi vertíð. Ljóst er að loðnuverksmiðjumar hafa verið reknar með miklu tapi síðustu tvö árin. Verksmiðjumar hafa pínt sig til að greiða meira fyrir hráefnið en telja má eðli- legt, hreinlega til þess að fá skip- in til að fara á veiðar. Stærri hluti af verksmiðjukostnaðinum hefur á síðustu tveimur árum farið í hráefniskaup en áður og raun- vemlega er spumingin sú hvort við náum því til baka. Um 40% af tekjum verksmiðja fóra áður í hráefniskaup. Það hlutfall hefur síðustu tvö árin farið allt upp í 60%, en ég tel eðlilegast að það sé um 50%. Vissulega vilja útgerð- armenn og sjómenn fá hækkun á loðnuverði. Ef verð fer hinsvegar upp í 4.000 krónur eins og Færey- ingar era að bjóða, verða verk- smiðjumar áfram reknar undir núllinu og allar markaðshækkanir 6.000- 4.000- 2.000- LOÐNU landað í Krossanesi: Vertíðina 1985-86 10.000 10.000 8.000- 6.000 4.000 Vertíðina 1987-88 TONN 10 0M Vertíðina 1986-87 TONN 8.000---- 6.000---- JAN koma í hlut skipanna, sem okkur fínnst óeðlilegt." Svartolíutilboð frá bresku olíufélagi Samkeppnisstaða íslensku loðnuverksmiðjanna er mjög slæm, að sögn Geirs. Aðföng væra öll miklu dýrari á íslandi en hjá keppinautunum í Færeyjum og í Noregi og enginn vilji væri fyrir breytingum þó mjög hagstæð tilboð hafi borist okkur. Nýlega leitaði Félag íslenskra fiskmjöls- framleiðenda eftir tilboðum í svartolíu og barst tilboð frá bresku olíufélagi, sem bauð íslenskum loðnuverksmiðjum svartolíutonnið á 4.300 krónur komið til heimahafnar. Þess má geta að tonnið af svartolíu kostar um 7.000 krónur hjá íslensku olíu- félögunum. Geir sagði að Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda hygðist láta á það reyna hvort leyfi fengist fýrir innflutningi svartolíunnar hjá viðskiptaráðu- neytinu. Ef leyfíð gengi eftir, myndu loðnuverksmiðjumar selja þeim skipum svartolíu sem legðu upp hjá þeim. Geir sagði einnig að íslensku loðnuverksmiðjumar greiddu margfalt verð keppinaut- anna í Noregi og Færeyjum fyrir rafmagn. Því kæmi það sér mun betur fyrir verksmiðjumar ef gerð^ yrði undanþága á því einkaleyfi, sem í gildi væri á rafmagns- framleiðslu. Verksmiðjumar ættu að geta framleitt mun ódýrara rafmagn með gufutúrbínum. „Ég vil alls ekki að sett verði bönn á siglingar íslenskra loðnuskipa til annarra Ianda. Það má heldur ekki binda hendur forsvarsmanna loðnuverksmiðja. Við verðum að fá að reka verksmiðjumar á sem hagkvæmastan máta til að vera samkeppnishæfir," sagði Geir. Innbærinn hellulagður Bæjarstarfsmenn vinna nú hörðum höndum við hellulagningu gangstétta í gamla innbænum á Akureyri. Þeir höfðu þó áhyggj- ur af því hve lengi yrði hægt að halda verkinu áfram þar sem sumarstarfsmenn væru nú óðum að hverfa aftur inn í skólastof- urnar sínar og eins myndi vetur konungur væntanlega fá að ráða einhverju um gang mála þar sem komið væri nú fram í október. Norðurlandsdeild SÁÁ: Stoftifimdur haldinn í dag Stofnfundur Norðurlandsdeildar SÁÁ, Samtaka áhugamanna um áfengisvandamálið, verður hald- inn í Borgarbíói í dag og hefst hann klukkan 14.00. Þórarinn Tyrfíngsson iæknir á sjúkrastöð- inni Vogi verður gestur fundar- ins og flytur hann erindi um áfengisvandamálið. Eftir fúnd- . inn ætlar nýja deildin að standa fyrir kaffisölu á Hótel Varðborg og er það fyrsti liðurinn í fjáröfl- un. Deildinni er fyrst og fremst ætlað að vera leitar- og leiðbeiningarstöð. Rekin verður skrifstofa og mun ný stjóm taka á næstunni ákvörðun um ráðningu starfsmanns. Kjörin verður níu manna stjóm og þrír varamenn. Sex hundrað manns era á félags- skrá SÁA á Akureyri. í fyrra leit- uðu 65 karlmenn og 18 konur á náðir SÁÁ vegna áfengissýki og fóra í meðferð á Vogi. Fyrir utan þann flölda, leituðu um 40 manns frá Akureyri, gjaman aðstandendur alkóhólista, til göngudeilda sjúkra- húsa fyrir sunnan. Þeir munu því hafa þurft að gera sér ferðir suður Handknattleikur: Æfingaleik- ir um helgina FYRSTU æfingaleikir vetrarins í handbolta fara fram um helgina og eru þeir liður í undirbúningi fyrir fyrstu deildar keppnina sem hefst í lok októbermánaðar. UBK úr Kópavogi sækir þá KA- menn heim og verður keppt í Iþrótta- höllinni á Akureyri. Fyrri leikur lið- anna hefst kl. 19.30 í kvöld og sá síðari verður leikinn á morgun, laug- ardag, og hefst kl. 15.00. til^ að sækja námskeið á vegum SÁA, sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. Þórarinn sagði að brýnt væri að bæta aðstöðu alkóhólista eftir að meðferð lyki. „Númer eitt, tvö og þijú er að styðja við bakið á þessum í vikunni er væntanlegt til heimahafnar á Dalvík nýtt tog- skip, sem hlotið hefúr nafhið Bliki. Kemur það í stað gamla Blika, sem seldur var til Þorlákshafiiar, en eigendur hans fengu hann af- hentan í júlí síðastliðnum. Eigandi hins nýja togskips er útgerðarfé- lagið Bliki hf. Á síðasta ári gerði Bliki hf. kaup við Auðbjörgu hf. í Þorlákshöfn. Fékk Bliki í sinn hlut gamlan bát auk þess sem fyrirtækið yfirtók smíðasamning sem Auðbjörg hf. hafði gert við skipasmíðastöð í Svíþjóð. Gamli báturinn gekk síðan upp í smíðasamninginn, en Bliki EA einstaklingum eftir að þeir koma úr sjálfri meðferðinni og bæta þann- ig árangur meðferðarinnar. Þessu er Norðurlandsdeildinni meðal ann- ars ætlað að sinna auk þess sem búast má við heimsóknum að sunn- 12 var afhentur nýjum eigendum í júlí. Bliki hf. fékk nýja skipið afhent í síðustu viku og var það þá skírt og hlaut nafnið Bliki EA 12, en það var Ágúst Bjamason sem gaf skipinu nafn. Eftir afhendinguna fór skipið á prafuveiðar og ráðgert er að það komi til heimahafnar nú í vikunni. Það er 35 metra langt með 990 hest- afla aðalvél og búið öllum nýjustu siglingar- og fiskileitartækjum. Um borð er búnaður til frystingar á rækju og öðram físktegundum. Gert er ráð fyrir því að allur afii verði unninn um borð. an. Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson. Bliki EA 12, hið nýja togskip útgerðarfélagsins Blika hf. á Dalvík. Nýr Blikí EA væntan- legur til heimahafiiar Dalvík. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.