Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 52
FÉLAG íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda hyggst láta á það reyna hvort félagið feer leyfi viðskipta- ráðuneytisins tíl að flytja inn svartolíu fyrir fiskmjölsverk- smiðjur. Félagið leitaði nýlega eftir tilboð- um erlendis. Breskt fyrirtæki bauð loðnubræðslunum svartolíutonnið á 4.300 krónur, komið til heimahafn- ar. íslensku olíufélögin selja svart- olíutonnið á 7.000 krónur. Þau hafa einkarétt á olíuinnflutningi. Þetta kom fram í samtali við Geir Zoéga, framkvæmdastjóra Krossanesverk- smiðjunnar. Sjá Akureyrarsíðu á bls. 30. Tíu fyrirtæki smíða tíu togara fyrir Marokkó: Þurfa ríkisábyrgð vegna 2.300 milljóna samnings Á FUNDI fulltrúa skipasmíða- stöðva í gær var rætt um hugsan- lega verkaskiptingu á milli Stálvíkur hf. og níu annarra fyrir- tækja, sem hyggjast taka höndum saman um smíði 10 togara fyrir Verslunarbankinn: Vextir í samræmi við láns- traust viðskiptamanna VERSLUNAKBANKINN mun frá og með 1. október ákveða vexti almennra og verðtryggðra skuldabréfa með nýjum hætti. Auglýstir verða svonefiidir kjörvextir sem verða lægstu fáanlegu vextir í bank- anum en 0—3% vaxtaálag bætist við f samræmi við lánstraust við- skiptamanna. Engin breyting verður á vaxtareikningi áður útgefinna skuldabréfa. Lánstraust fyrirtækja í viðskipt- um verður eftirleiðis metið annars vegar út frá fjárhagslegri upp- byggingu þeirra og hins vegar hug- lægari þáttum. Fyrirtækin verða aðgreind í fimm flokka en lántökur einstaklinga greinast í tvo flokka. Þeir einstaklingar sem hafa átt góð, reglubundin og löng viðskipti við bankann munu njóta lægri vaxta en aðrir. Að meðaltaii munu vextir lækka nokkuð. Kjörvextimir á verðtryggð- um lánum verða 8,5% en með vaxtaálagi geta vextir á slíkum lán- um hæst orðið 11,5%. Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að bankinn liti á upptöku kjörvaxta sem framfara- skref í bankaviðskiptum og að hér væru tekin upp vinnubrögð sem löng reynsla væri fyrir erlendis. Lántakendur væru aðgreindir á við- skiptagrundvelli eftir áhættu. Með þessu móti fengju góðir viðskipta- menn að njóta betri kjara, en hinir lakari Qárhagslegan ávinning af því að bæta stöðu sína. Marokkómenn. Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Stálvíkur hf. í Garðabæ, segir að samningurinn um verkefiiið sé upp á 2,3 mifij- arða íslenskra króna og muni skapa um 170 manns atvinnu næstu þijú árin. Stálvík hefúr ósk- að eftir ríkisábyrgð fyrir 500 mifijón króna láni og segir Júlíus Sólnes, stjómarformaður Stálvík- ur, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar þurfi að liggja fyrir á næstu dög- um, annars sé hætta á að Stálvík missi samninginn. Ólafúr Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, sagði að málið væri nú til skoðun- ar í Qármálaráðuneytinu og öðr- um ráðuneytum og hann vildi ekki tjá sig um málið fyrr en þeirri skoðun lyki. Fulltrúar frá átta fyrirtækjum voru á fundinum í gær, en auk þeirra fyrirtækja sem getið er í frétt Morg- unblaðsins í gær ætla Rafboði hf. og Nökkvi hf. í Garðabæ að taka þátt í verkefninu. Á fundinum var skipuð undimefnd, sem mun gera tillögur um verkaskiptingu við tog- arasmíðina. Jón Gauti sagði að líklega væri hægt að sjá um stærsta hlutann af búnaði skipanna hér á landi, svo sem spil, veiðarfæri og fiskvinnslubúnað. Undimefndin mun væntanlega hefja starf eftir helgi og smíði togar- anna ætti að geta hafist innan tveggja mánaða ef allt gengur að óskum og stuðningur ríkisvaldsins fæst. Jón Gauti segir að samningur- inn liggi í raun fyrir og Marokkó- menn séu tilbúnir með fyrstu greiðsl- ur, en íslendingar þurfi fyrst að leggja fram ábyrgðir. Nú vinna um 800 manns við skipa- smíðar á íslandi og hefur fækkað um 150 manns nú nýlega, að sögn Jóns Gauta. Framundan hefði verið verkefnalaus tími og ljóst að íslensk- ar skipasmíðastöðvar hefðu ekki bol- magn til að starfa við slíkar aðstæð- ur í langan tíma. „Því lítum við svo á að þetta geti ekki einungis komið í veg fyrir að iðnaðurinn koðni niður og verði að engu, heldur drifið hann upp í að verða þess megnugur að vera samkeppnisfær við umheiminn. Þessi markaður virðist leggja áherslu á gæðin og ef við skilum af okkur gæðaskipum á réttum tíma, eins og við höfum sýnt að við getum gert, hef ég þá trú að við fáum ákveðinn forgang að markaðinum.“ Sjá viðtal við Júlíus Sólnes á bls. 29. Uorgunblaðið/Ami Sœberg Garíj Kasparov heimsmeistari reynir að brosa til ljósmyndarans þrátt fyrir tæplega 30 stunda ferða- lag. Með honum eru Sigurður Kolbeinsson fiármálastjóri Stöðvar 2, Þorsteinn Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri mótsins og Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2. Ferðalúinn heimsmeistari GÁRÍJ Kasparov, heimsmeist- ari i skák, var þreytulegur þeg- ar hann steig loks feeti á íslenska grund í gærkvöldi, enda búinn að vera á ferðalagi á annan sólarhring, og lenda í svo margvíslegum hrellingum að hann hefði sjálfsagt frekar kosið margra mánaða heims- meistaraeinvígi í staðinn. Kasparov tekur hér þátt í Heimsbikarmóti Stöðvar 2 sem hefst á mánudaginn. Hann lagði af stað aðfaranótt föstudags frá Moskvu, og strax þá byrjuðu erf- iðleikamir því flugvél sovéska flugfélagsins Aeroflot seinkaði. Kasparov þurfti að millilenda í Varsjá, og hafði þar aðeins hálfa klukkustund til að skipta um vél. Þar lét hann skrá farangur sinn áfram til íslands í gegnum Amst- erdam. Þegar þangað var komið kast- aði þó tólfunum því flugaf- greiðslumenn á Schiphol-flugvelli höfðu farið í verkfall. Flugvél Amarflugs sat föst á flugvellinum í nokkra klukkutíma og farþegar urðu að vera í vélinni. Loks þegar vélin komst í loftið urðu leifamar af fellibylnum Helenu á leið henn- ar og til að bæta gráu ofan á svart var farangur Kasparovs hvergi sjáanlegur þegar til Keflavíkur kom því hann hafði ekki verið færður milli flugvéla á Schiphol. Handknattleikur: Landsliðs- þjálfarastað- an eftirsótt FJÓRIR heimskunnir handknatt- leiksþjálfarar hafa á síðustu dög- um lýst yfir áhuga á að taka við starfi landsliðsþjálfara íslands. Þetta eru Paul Tiedemann, Bran- islav Pokrajac, Zoran Zivkovic og Vojtech Mares. Margt bendir til þess að Pólveij- inn Bogdan Kowalczyk hætti nú sem landsliðsþjálfari, þó ekki sé loku fyrir það skotið að hann gegni starfinu fram yfir B-heimsmeist- arakeppnina í Frakklandi í febrúar nk., eins og fram kemur í frétt á íþróttasíðu. Forráðamenn HSÍ era famir að svipast um eftir arftaka Bogdans, og hafa fjórmenningamir sem áður era nefndir allir lýst áhuga sínum á að taka við starfínu. Tiedemann hefur stýrt liði Austur-Þjóðveija í tæpa tvo áratugi, Pokrajac þjálfar nú landslið Bandaríkjanna en var áður landsliðsþjálfari Júgóslavíu, Zivkovic einnig, en undir hans stjóm urðu Júgóslavar einmitt heimsmeistarar í Sviss 1986. Mares er þjálfari landsliðs Tékkóslóvakíu. Sjá nánar á bls. B 1. Fiskmjöls- framleiðendur: Vilja flytja sjálfir inn svartolíu Fellibylurinn Helena kominn: Spáðer 11 vindstigum SPÁÐ er austan- og norðaustan hvassviðri, allt að 10 til 11 vind- stigum, og talsverðri úrkomu um allt land en sæmilega hlýju veðri í dag. Það eru leifar fellibylsins Helenu, sem hvassviðrinu valda. Á morgun verður hvöss norðan- átt, 7 til 8 vindstig, og heldur kóln- andi um allt land. A mánudaginn gengur hvassviðrið hins vegar niður, að sögn Veðurstofunnar. Bifreiðaeftirlitið: Flestumsagt upp störfum FLESTUM starfsmanna Bifreiða- eftirlits ríkisins hefúr verið sagt upp störfúm, þar sem eftirlitið verður lagt niður um næstu ára- mót, að sögn Ingimundar Ey- mundssonar, formanns Félags íslenskra bifreiðaeftirlitsmanna. „Bifreiðaeftirlitsmennimir, sem ekki var sagt upp störfum, vinna meðai annars við nýskráningar og annað siíkt eftir áramótin þar til Bifreiðaskoðun íslands tekur við skoðun og skráningu," sagði Ingi- mundur í samtali við Morgunblaðið. „Nokkrir skrifstofumenn eftirlits- ins fengu einnig uppsagnarbréf," sagði Ingimundur. „Þessar uppsagn- ir koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum, því búið var að gera áætl- anir um starfsemi Bifreiðaeftirlitsins langt fram á næsta ár. Eftirlits- mennimir, sem sagt var upp störf- um, fara á 6 til 12 mánaða biðlaun eftir áramótin," sagði Ingimundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.