Morgunblaðið - 01.10.1988, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988
21
Neitar að
yfirgefa
hundinn sinn
NÍU ára gamall íslenskur dreng-
ur, sem búsettur hefur verið í
Frakklandi ásamt foreldrum
sínum, neitar að flytjast til ís-
lands nema hundur hans fái að
fylgja honum. Samkvæmt lögum
er óheimilt að flytja hunda til
landsins.
í bréfi sem faðir drengsins hefur
sent til landbúnaðarráðherra, er því
haldið fram að hundurinn hafi verið
undir læknisfræðilegu eftirliti í
Frakklandi, og jafnframt verið
sprautaður þar gegn öllum hugsan-
legum sjúkdómum. Þá hafi aldrei
komið upp hundaæði á þeim lands-
svæðum þar sem hundurinn og
drengurinn dvelja.
Samkvæmt upplýsingum yfir-
dýralæknis var föður drengsins gert
Ijóstj þegar hundurinn var fluttur
frá Islandi, að ekki fengist leyfi til
að flytja hann til landsins á ný, þar
sem gildandi lög heimiliðu það ekki.
„Ein með
öllu“ á£ram
SÝNINGIN „Ein með öllu“ í sýn-
ingarsalnum Undir pilsfaldinum,
verður framlengd og opin fram
á næsta sunnudag, 2. október.
Á sýningunni eru verk eftir Árna
Ingólfsson, Hrafnkel Sigurðsson,
Krislján Steingrím og Ómar Stef-
ánsson. Sýnd eru málverk, grafík,
skúlptúr og verk unnin með bland-
aðri tækni. Öll verkin eru til sölu
og allir verlkomnir á sýninguna í
kjallara Hlaðvarpans að Vesturgötu
3. Opið er daglega fiá kl. 15-21.
Fréttatilkynning.
1NNLENT
Morgunblaðið/Bj ami
Hið nýja hús Friðriks A. Jónssonar að Fiskislóð 90.
Morgunblaðið/Bjami
Ogmundur Friðriksson í söludeild fyrirtækis síns.
Friðrik A. Jónsson
flytur að Fiskislóð
FYRIRTÆKIÐ Friðrik A. Jóns-
son hefur flutt starfsemi sina
í nýtt húsnæði við Fiskislóð 90
í Reykjavík. Jafhframt hafa
orðið á þvi eigendaskipti og er
Ogmundur Friðriksson nú einn
eigandi þess.
Ógmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið, að hann væri mjög
ánægður með þessar breytingar,
staðsetning hússins við höfnina
væri góð og húsið hentugt, en í
því væri bæði sala og þjónusta.
Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutn-
ingi siglinga- og fiskileitartækja
og er með umboð fyrir vörur frá
Simrad, Sperry, Shipmate, JMC,
Vingthor og Gold Star.
Friðrik A. Jónsson var stofnað
1942 af Friðriki A. Jónssyni, en
að honum látnum árið 1974, varð
það að hlutafélagi í eigu bama
hans. Eins og áður sagði er Ög-
mundur Friðriksson nú einn eig-
andi þess.
Halla Haraldsdóttir, gler- og myndlistarkona.
Eitt verka Höllu Haraldsdóttur.
Halla Haraidsdóttir í Gallerí List
HALLA Haraldsdóttir opnar sýn-
ingu á verkum úr steindu gleri
í Galleri List í dag, laugardag. Á
sýningunni verða einnig myndir
unnar með vatnslitum, Qöðurstaf
og penna. Sýningin opnar kl. 14
og verður hún opin til 9. október
í Galleríinu í Skipholti 50b.
Halla er kunn fyrir myndir sínar
úr steindu gleri. Hafa myndir af
verkum hennar birst í erlendum
glerlistatímaritum þar sem fjallað
hefur verið um list hennar. Einnig
hefur Halla unnið með olíulitum,
vatnslitum og gert myndir úr steini.
Hún hefur haldið fjölda einkasýn-
inga á undanfömum ámm og tekið
þátt í mörgum samsýningum hér-
lendis og eriendis.
Verk eftir Höllu í glerlistinni era
dreifð víða um lönd. Á íslandi er
þau m.a. að finna í Hveragerðis-
kirkju, Selfosskirkju, Þingeyrar-
kirkju, í ýmsum opinberam stofnun-
um og á einkaheimilum.
Árið 1979 buðu forráðamenn
þýska glerlistafyrirtækis, Oidt-
mann, henni að starfa með lista-
mönnum fyrirtækisins en það hefur
m.a. unnið vérk fyrir margar kirkj-
ur hérlendis.
(Úr fréttatiikynningu)
Stjórn SH:
Auknar lánveitingar
leysa vandann ekki
STJÓRN Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna telur að þær lán-
veitingar til sjávarútvegsins, sem
gert er ráð fyrir samkvæmt
bráðabirgðaiögum ríkisstjórnar-
innar, geri lítið annað en að
sökkva greininni dýpra í skulda-
fen. Ráðstafanir að þessu tagi
fresti einungis aðsteðjandi vanda
um sinn en leysi hann ekki, og
hvetji aðeins til áframhaldandi
rekstrar á röngum rekstrarfor-
sendum.
í bráðabirgðalögunum er gert ráð
fyrir stórauknum lánveitingum til
sjávarútvegsins í gegnum Atvinnu-
tryggingasjóð, auk þess sem Verð-
jöfnunarsjóður fiskiðnaðarins taki
800 milljóna króna lán til að geta
greitt sem svarar til um 5% á bata
í framleiðslu frystihúsanna frá 1.
júní síðastliðnum og fram á næsta
vor.
„Þessar ráðstafanir era einungis
fólgnar í lántökum til þess að geta
haldið taprekstri áfram," segir Jón
Ingvarsson, sljómarformaður SH.
„Gengislækkunin upp á 3% eykur
hins vegar tekjur fiystingarinnar
um 2%, og það er sá eini bati sem
nú liggur fyrir að minu mati, því
lögin gera ráð fyrir endurgreiðslu
lánsins úr Verðjöfiiunarsjóði. Þetta
era menn óánægðir með. Okkur
hefði fundist eðlilegra að ftysting-
unni hefði verið sköpuð viðunandi
rekstrarstaða."
<
Áskirkja í Reykjavík.
Vetrarstarf í Áskirkju
SUNNUDAGINN 2. október
hefst vetrarstarf í Áskirkju.
Barnastarfið byijar og messu-
tímini* breytist frá því sem var
í sumar og jafiiframt verður
akstur til og frá kirkju tvisvar í
rnánuði.
Bamastarfið hefst með bama-
guðsþjónustu kl. 11 á sunnudaginn
og verða bamaguðsþjónustur í Ás-
kirkju framvegis hvem sunnudag á
sama tíma. Þar era bömunum
kenndar bænir og vers og sagðar
sögur og afhentar biblíumyndir og
afmælisböm fá litla gjöf, en bama-
sálmar og hreyfisöngvar era sungn-
ir.
Eins og aðra sunnudaga vetrar-
ins verður guðsþjónusta í Áskirkju
kl. 14. Þar mun Eiður Ágúst Gunn-
arsson syngja einsöng og kirkjukór
Áskirkju syngur. Organisti er
Kristján Sigtryggsson.
Líkt og í fyrravetur mun Safnað-
arfélag Ásprestakalls láta bifreið
aka að dvalarheimilum og fjölmenn-
ustu byggingum sóknarinnar til að
auðvelda fólki ferð til kirkjunnar
og verður sá háttur hafður á tvisv-
ar í mánuði í vetur og verða ferðirn-
ar kynntar nánar í fréttabréfi Safn-
aðarfélagsins, sem ætlunin er að
dreifa til allra heimila í sókninni.
Eftir guðsþjónustuna á sunnu-
daginn selur Saftiaðarfélag Ás-
prestakalls kaffi í Safnaðarheimili
Áskirkju og rennur ágóðinn til
kirkjubyggingarinnar.
Vona ég að sóknarböm og vel-
unnarar Áskirkju Qölmenni til kirkj-
unnar á sunnudaginn til að njóta
þar helgrar stundar og styðja jafn-
framt starf Safnaðarfélagsins.
Árni Bergur Sigurbjömsson
30 bílar tekn-
ir úr umferð
LÖGREGLAN í Kópavogi stóð
fyrir skyndiskoðun bifreiða í
fyrradag og vom 30 bflar teknir
úr umferð vegna vanbúnaðar.
Þá var einn ökumaður sviptur
ökuréttindum í Kópavogi en hann
ók á yfir 100 km hraða á Nýbýla-
veginum.
Söngmenn
Kartakórinn Fóstbræður getur bætt vift sig söng-
mönnum.
Upplýsingar í síma 40174 eftir kl. 19 í kvöld og næstu
kvöld.