Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR I. OKTÓBER 1988 Hússtjórnarskólinn að Laugarvatni. Aðgát skal höfð á almannafé eftir Einar Olgeirsson Nú þegar að kreppir í þjóðfélag- inu, telst það varla að bera í bakka- fullan lækinn þótt húsnæðismál Hótel- og veitingaskóla íslands séu endurvakin, en miklar umræðu voru um stöðu skólans í tíð f.v. mennta- málaráðherra Sverris Hermanns- sonar. Umræður sem nánast lofuðu árangri, en einhverra hluta vegna stöðvuðust rétt fyrir síðustu al- þingiskosningar. Þá var lausn í sjónmáli. Nýjar forsendur ýta undir fordómalausa endurskoðun þessara mála. Ég tel rétt að ri§a upp nokkuð af því sem á undan er gengið. Þróun og staða HVÍ Lagt var til að HVI flytti úr núverandi leiguhúsnæði, en fengi til afnota þá nýaflagðan hússtjóm- arskóla á Laugarvatni, byggingu sem frá upphafi var hönnuð til sömu nota og starfsemi HVI gerir kröfur til. Hvað er í boði í grein sem ég ritaði í Morgun- blaðið þann 8. janúar 1987, kemur m.a. fram: „Skólabyggingin á Laugarvatni er 3.500 ferm. að flat- armáli. í byggingunni er fullkomið veislueldhús auk nokkurra minni eldhúsa og velbúinnar aðstöðu til lögunar alls kyns kaldra rétta. Þá er þar stór og glæsilegur veitinga- salur með samtengdri arinstofu, bar og setustofu er í kjallara og full- kominn ráðstefnusalur. Þá má nefna fundarsali og kennslustofur á hæðum og í kjallara hússins. í skólanum er jafnframt stórt and- dyri og gestamóttaka. Þá er I hús- inu á þriðja tug góðra gistiher- bergja auk tveggja smáíbúða." Hver er þörfin? Enn má HVI vera homreka fslenskra menntastofnana og kúldr- ast í leiguhúsnæði sem því var ætl- að fyrir 15 eða 16 ámm. Reyndar fékk ég því framgengt, þegar í al- gert óefiii var komið, að skólinn fengi til afnota 300 fermetra til viðbótar því 700 fm húsnæði sem hann hafði áður. Ég er því að tala um 1000 fin húsnæði á móti 3500 fm húsnæði Hússtjómarskólans að Laugarvatni. Samkvæmt lögum ber HVÍ að kenna fleiri fög en matreiðslu og framreiðslu, en þeirri kennslu einni hefur skólinn sinnt frá upphafi. Með framangreindri aðstöðu mætti bæta við þeim fðgum sem verið hafa af- skipt, s.s. kennslu í gestamóttöku, veitingastjóm, námskeiðum í tiltekt á hótelherbergjum og um notkun alls kyns kemískra efna (efna sem valda oftiæmi hjá mörgu fólki, oft vegna þekkingarleysis). Inn í þessa kennslu má bæta stuttum hússtjómamámskeiðum, sem falla að nefndum námsgreinum og nútíma hússtjómarháttum, enn- fremur námskeiðum fyrir þá sem reka minni hóteleiningar á lands- byggðinni, ekki síst bændum. Skól- anum má og þarf að lyfta á hærra plan með kennslu í hótelstjóm. Slík kennsla er ekki fyrir hendi hér á Iandi, heldur leita íslensk ungmenni til annarra landa með misgóðum árangri og nánast blindandi hvað atvinnu varðar. Við skulum hafa það hugfast að hótelstjóm erlendis miðast oftar en ekki við stærri ein- ingar og þar af leiðandi mannfrek- ari hótel. Hótel, þar sem hótelstjóri þarf ekki að hafa jafnvíðtæka inn- sýn í alla rekstrarþætti og hérlend- is. Virkur fagskóli með notagildi Nú í fyrsta skipti frá stofnun skólans liggur fyrir námskrá. Skv. henni skilst mér að gert sé ráð fyr- ir að nemendur lykju forskólanámi úr fjölbrautaskólum víðs vegar að af landinu, þá frá hótel- eða hús- stjómarbraut. Að því námi loknu kæmi til námssamningur við eitt- hvert hótel/veitingahús og viðkom- andi fagmeistara eða tilvísun í kjarasamning þar sem það á við. Hótel- og veitingaskóli íslands yrði því virkur fagskóli. Af þeim sökum tækju nemendur hluta náms síns jafnvel í héraði, og styttist þá náms- skylda innan hans. Þar með dreifist nemendafjöldi á fleiri annir og heildamámstíminn styttist. Að öllu þessu gefnu liggja fyrir nýjar forsendur, nemendur gætu hugsanlega hafið skólaferil sinn með því að laga almennan heimilis- mat fyrir aðra skóla á Laugar- vatni, jaftivel undir leiðsögn núver- andi fagmanna þar, sem væm þá hlutakennarar með sínu starfi. Til þess að nýta megi Hússtjóm- arskólann sem hótel allan ársins hring þarf 30—40 herbergja heima- vist við skólann. Samkvæmt heimild sem ég hef aflað mundi slík bygg- ing kosta 33—34 millj. króna. En þá yrðu þessi herbergi nýtt á sumr- in t.d. sem viðbót í hótelrekstri eða til handa ÍSÍ svo eitthvað sé neftit. Fellur þá hugmyndin vel að áfangaskýrslu Laugaryatnsnefndar sem send var Birgi ísl. Gunnars- syni, fv. menntamálaráðherra á þessu ári en í henni segir: „Ætla má af augljósum ástæðum, að íþróttamiðstöð íslands verði tengd t.d. stóraukinni ferðamannaþjón- ustu á Laugarvatni og ýmis konar endurhæfingu, heilsugæslu og sjúkraþjálfun. Verður því óhjá- kvæmilega að gera ráð fyrir Einar Olgeirsson „Fæ ég ekki annað séð en hagsmunir íþrótta- skólans, hótelskólans og annarra mennta- stofnana á Laugarvatni geti farið vel saman, ef rétt er að staðið. Með tilkomu Hótel- og veit- ingaskólans að Laugar- vatni aukast umsvif þeirra þátta sem á góma hafa borið.“ verulegri hótel- og veitingaþjón- ustu ekki á sumrin, heldur einnig á veturna." Borðliggjandi eru teikningar til handa svokölluðum matvælaskóla, og honum ætlað lými í Kópavogskaupstað. Aætlað- ur kostnaður við byggingu hans var síðast þegar ég vissi 4—500 milljón- ir króna. Á sínum tíma afhenti Sverrir Hermannsson, fv. menntamálaráð- herra, ÍSÍ þessa aðstöðu þ.e. 1 stk. hótelskóla með öllu, tímabundið, og þá sem heimavist. Ekki veit ég hversu mikill greiði íþróttahreyfing- unni er gerður með þessum ráiðstöf- unum, en Ijóst er að Laugvetningum brá í brún þegar starfsfólk Eddu- hótelsins tók saman föggur sínar nú nýlega, þar sem samningur þess til hótelhalds í skólanum rann út í ár. Það er með ólíkindum að starf- semi Eddu-hótelsins á Laugarvatni, sem hefur sannað svo vel tilveru sína mörg undanfarin sumur, skuli nú borin út þegar blúndulagður vegur er nánast kominn að útidyr- um þessa húsnæðis. Með tilvísun í áfangaskýrslu Laugarvatnsnefnd- ar, er mér nær að halda að ÍSÍ- mönnum finnist þessi þróun mála á Laugarvatni ekki æskileg, miðað við ætlaða nýtingu þeirra íþrótta- mannvirlqa og útivistaraðstöðu sem þeir hyggjast koma á. I áfangaskýrsju Laugarvatns- nefndar vilja ÍSÍ-menn að sjálf- sögðu vegn íþróttanna sem mestan, en lögð áhersla á hvað Laugarvatn liggi vel við samgöngum vegna nálægðar við náttúruundur og fagra staði á Suðurlandi. • Allt er þetta satt og rétt, en til þess að einhver njóti þessarar staðsetningar og náttúruundra, þarf hótel og veit- ingaaðstöðu. Þar þarf að vera glæsilegt og eftirsótt hótel svo bjóða megi upp á alla þá aðstöðu sem áætluð er í margnefndri skýrslu Laugarvatnsnefndar. Öllu því sem þar er reifað má svo sannar- lega hrinda í framkvæmd, en það er yfírleitt eitt sem hindrar svona hugsjónaframkvæmdir öðru frem- ur, nefnilega rekstur og fjármögn- un. I þessari sömu skýrslur er farin hefðbundin leið um fjármögnun, þ.e. leitað til ríkis og sveitarfélaga. Auðvitað eiga ríki og sveitarfélög að styðja við bakið á allri menning- arstarfsemi í landinu, spurningin er hins vegar á hvem hátt við get- um hagrætt þessum málum þannig að rekstragjöld séu ekki alfarið byrði á þjóðarskútunni. Hvað er til fyrirstöðu? Það er margt og merkilegt til fyrirstöðu, af skrifum að dæma, þó einkum þetta: Forsvarsmönnum Menntaskólans I Kópavogi' finnst eitthvað frá þeim ágæta skóla tek- ið, að minni hyggju ekki af ein- lægri hugsjón til HVI, heldur er vitnað til pólitískra loforða sem ein- hver f.v. ráðherra gaf í ráðherratíð sinni. Rök skipta engu máli, heldur ekki hagkvæmni, hugsjón né fjár- útlát. Loforð era loforð og við þau skal staðið. Smámál, eins og að- stæður og ástand í þjóðfélaginu, er gömul tugga af þeirra hálfu eins og fullyrt er að ástandið sé núna vegna óábyigra lofoiða sem veiði að standa við. Þetta má öllum vera ljöst, eins óljóst og það nú er. Önnur fyrirstaða: Núverandi skólastjóri HVI getur ekki hugsað sér að flytja að Laugarvatni, nem- endur kenndu einangran og bama- gæsluleysi við, kennarar vora þá, með eða á móti eins og gengur. ÖIl þessi rök finnast mér léttvæg, bæði málefnalega og ekki síst þjóð- félagslega séð. Mín trú er sú að ábyigir ráðamenn í landinu velji þann kostinn sem hagkvæmari reynist, svo einfalt er það. Vilji fólk ekki starfa eða nema við þennan skóla utan boigarmarkanna, er það þeirra mál, aðrir hljóta að koma f staðinn. Mikið hefur verið rætt og framkvæmt í byggðastefnu á ís- landi undanfarin ár og það maigt af hinu góða. Svo virðist sem þessi stefna sé á tímabundnu undan- haldi, en hvað mál HVÍ varðar er það skínandi bjart og fagurt byggðastefnumál, nú er ekki verið að sælgast eftir fjármagni, heldur verið að benda ríkissjóði á óþarfan fjármagnskostnað og hvemig nýta má hráefni og kennsluhúsnæði HVÍ og gera honum þar með kleift að afla tekna upp f kostnað allan árs- ins hring. Hvað með Laugvetninea sjálfa? íslendingar era sem betur fer famir að gera sér ljóst að feiðaþjón- usta er vaxandi atvinnugrein til aukinna gjaldeyristekna og at- vinnutækifæra. í upphafi mynd- aðist smá byggðakjami í kringum menntastofnanir þær sem komið var upp á Laugarvatni að tilstuðlan Bjama Bjamasonar. Síðan era mörg ár liðin og tímar orðnir breytt- ir, en frá þessum litla kjama er nú risið þorp innfæddra Laugvetninga. Ég sé lítið á þá minnst í áfanga- skýrslunni, hafa þeir engra hags- muna að gæta? Er staðreyndin sú að um ókomna framtíð eigi Laugar- vatnsstaður að vera miðstýrð hjá- leiga menntamálaráðuneytisins? f dag virðist lítill hópur „skólaaðals" með allt sitt á þurra ráða ferðinni um framgang mála þar eystra og eftir mínum heimildum oft í óþökk sveitarstjómar, sem gerir sér fulla grein fyrir, að ef ekkert verður að gert flytja heimamenn annað og plássið lognast útaf. Hins vegar fæ ég ekki annað séð en hagsmunir íþróttaskólans, hótelskólans og annarra menntastofnana á Laugar- vatni geti farið vel saman, ef rétt er að staðið. Með tilkomu Hótel- og veitingaskólans að Laugarvatni aukast umsvif þeirra þátta sem á góma hafa borið. Laugarvatn yrði áfram menntasetur, en um leið ferðamannastaður með heilsárs- hóteli. Laugarvatn yrði lífvænlegur staður og gimilegur til aðkomu hvenær sem væri. Að jarðbinda menntamálin Stjómir Félags matreiðslumanna og Félags framreiðslumanna hafa tekið undir skoðanir okkar veitinga- manna. Samband veitinga- og gisti- húsa samþykkti hugmyndina sam- hljóða á aðalfundi sem haldin var á Akureyri 1986. Mér er kunnugt um að sú samþykkt stendur óhögg- uð ennþá. Norræna fræðsluráðið í matreiðslu og framreiðslu kom til íslands fyrir tveimur áram. Þeir skoðuðu aðstöðuna á Laugarvatni og bára lof á hana og staðarval. Umsögn þeirra liggur í mennta- málaráðuneytinu. Að spyma við fiaeti Laugvetningar Laugvetningar vita að nú þarf að spyma við fæti, efla menn til dáða, þó einkum þá einstaklinga sem hagsmuna eiga að gæta. Það þarf að forða Laugarvatni frá því að vera ríkisrekin skólahjáleiga, en koma þar upp blómstrandi feiða- mananbæ, í samvinnu við þær menntastofnanir sem fyrir era. Engin menntastofnun fellur betur að hugmyndum ÍSÍ og Laugvetn- inga en tilkoma Hótel- og veitinga- skóla íslands þangað austur. Ef skólinn fellur að fyrirhugaðri upp- byggingu staðarins, eftir hveiju er beðið? Oábyrgt Qárfestingaræði Er ekki tími til kominn að af- greiða húsnæðismál HVÍ af fullri festu. 500 milljón króna fjárfest- ingaræði getur ekki verið alvara. Er ekki tímabært að gera sér grein fyrir að engin heilög skylda bindur saman allar matvælagreinar í einn skóla. Hótel- og veitingaþjónusta er um svo margt frábragðin öðram einhæfari matvælagreinum (auðvit- að ekki í neikvæðri merkingu). Öll vinna innan hótelveggja er bein þjónusta sem oftar en ekki byggist á faglegum samskiptum fyrir fram- an viðskiptavininn öfugt við t.d. kjötiðnaðarmenn og bakara, enda hafa þeir síðastnefndu nú þegar komið sér upp mjög góðri aðstöðu í Iðnskólanum i Reykjavík, aðstöðu sem ég leyfí mér að efast um að þeir kæri sig um að hverfa frá. Hótel- og veitingaskóli er ekkert einkamál þéttbýlinga HVI verður um ókomin ár grunn- ur fagþekkingar þeirra atvinnu- greinar sem við horfum svo mjög til þessa stunda. Bændastéttin sem á mjög undir högg að sækja og hefur mátt þola hvað mestan mótbyr hin síðari ár, hefur m.a. tekið upp þessa atvinnu og þótt hún arðvænleg hliðarbú- grein. Þessari þróun þarf að fylgja eftir með námskeiðahaldi í nýjum HVÍ að Laugarvatni. HVÍ er svo sannarlega ekki ætlaður þéttbýlinu einu. Niðurlag Þegar þessi oið era skrifuð situr engin ábyrg ríkisstjóm og alger óvissa ríkir um stjómarmyndun. Ég vil beina því til þeirra sem taka munu við stjóra landsins að huga að þessum orðum. Lausn sem spar- ar hálfan milljarð króna úr ríkis- sjóði, öllum að meinlausu, hlýtur að vera umhugsunarverð. Höfundur er framreidsliimaður, hótelstjórííKeykjavík, formaður Sambands veitínga- oggistihúaa, t v. skólaformaður Hótel- og veit- ingaskóla íslands ogf.v. forseti Hótel- og veitingasamands Sorð- urlanda. - - ----‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.