Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 35 Norræn sýning NORRÆNA farandsýningin „Saa- rilia" sem 10 textíl-listakonur standa að, var opnuð 9. september í Bornholms Kunstmuseum. Heiti sýningarinnar er finnskt og út- leggst „I eyjum" og eru sýningar- munir túlkun höfundanna á margvíslegum hugsunum um eyl- önd. Eins og hendingar einnar listakvennanna, Kajsu af Peters- ens, í sýningarskrá: ÖU eigum við tengsl til einhverrar eyjar. Eyjar hafá töfra, hvort sem eru um- vafhar sagnablæ eður ei. Er það einangrun þeirra og greinileg mörk við heiminn, sem gera lífið þar skýrara en annars staðar? „Saarilla" átti aðeins að sýha í eyjum og var sýningin fyrst sett upp á Kjarvalsstöðum, þá í Listaskálan- um í Þórshöfn, en síðan var gerð undantekning vegna Norrænu kvennaráðstefnunnar í Osló, og „Saarilla" sýnd i tengslum við hana, enda ekki gert ráð fyrir sýningarstað í Noregi. Og nú prýða verk norrænu vefjarlistarkvennánna sali Lista- safnsins á Borgundarhólmi og síðan mun leiðin liggja til Aalands Konst- museum í Mariehamn og Gotlands Fornsal í Visby. í Listasafhi Borgundarhólms var sýningin opnuð með virðulegum hætti og flutti forstjóri safnsins Lars Kjærulf Möller ræðu við það tæki- færi. Nokkrar listakvennanna voru þar viðstaddar og voru þær mjög ánægðar með alla tilhögun og dvö- lina á sólskinseyjunni eins og Borg- undarhólmur er oft kallaður. Alls eru þær 10 eins og áður sagði: Margret- he Agger og Nanna Hertoft frá Danmörku, Agneta Hobin og Anna- liisa Troberg frá Finnlandi, Sigur- Verk Önnu Þóru Karlsdóttur á „Síiarilla". Á innfelldu myndinni eru f.v.: Nanna, Anna Þóra, Gun, Silla, Marit, Sidsel og Kajsa við Bornholms Kunstmuseum laug (Silla) Jóhannesdóttir og Anna Þóra Karlsdóttir, ísland, Sidsel Carlsen og Marith Ann Hope, Nor- egi og Gun Dahlqvist og Kajsa af Petersens, Svíþjóð. Sýningin hefur fengið mjög já- kvæða umfjöllun í dönskum blöðunv bæði hér í Höfn og á Borgundar- hólmi og vekja verk íslendinganna sérstaka athygli, en Silla sýnir hross- hár á fjörusteinum og Anna Þóra á myndverk úr íslenzku uUarfilti. Eru myndir af „Stiklum" SiUumeð hverri grein. Blaðamaður „Bornholmeren" túlkar verk þeirra stallsystranna þannig, að Silla minni á, að einnig sker í hafinu gefi líf og grið, en lista- verk Önnu Þóru séu sem vatnagróð- ur, sem sveigist og bærist í straum- inum. Jonna Dwinger hjá Politiken hrósar sýningunni á hvert reipi og^ segir, að fyrstu sterku áhrif hennar" séu vaðsteinar Sigurlaugar og líkir filtverki Önnu við grænt landið sem fagurleg breytist í bláma himins. I sýningarskrá eru myndir af lista- verkunum, teikningar og tilvitnanir í eyjaþjóð og spakmæli. Þar má einri- ig finna ljóð Þorsteins frá Hamri, sem heitir „Skipreiki": Undarlegt að vakna í rðstinni. Og sjá þig gegnum ölduhjúp: Land að stíga á. G.L.Ásg. smáaug/ýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar D Gimli 59883107 - Fjhst. D MfMIR 598803107 = 1 Frt. Bænastaöurinn Fálkagötu 10 Sunnudagaskóli kl. 10.30 sunnud. 2. okt. Bænastundir virka daga kl. 7 e.h. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðlr sunnudaginn 2.okt.: 1. Kl. 9.00 Hafnarfjall (847 m). Ekið aö Grjótoyri og gongið á fjallið að norðan. Verð kr. 1000.- 2. Kl. 9.00. Melasvert - Melabakkar. Ekið verður niður að ströndinni að Belgsholti og gengið þaðan um Melabakka. Létt gönguferð á láglendi. Verð kr. 1000.- 3. Höskuldatvellir - Trölladyngja (37S m). Ekið að Höskuldarvöllum og .gengið þaðan á Trölladyngju. Verð kr. 600.- Brottför frs Umferöarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bil. Ath.: Fyrsta myndakvöld vetrar- ins verður mlðvikudaglnn 12. okt. á nýjum stað, Sóknarhúsinu, SklphoWEOa. Ferðafélag (slands. Krossinn Auðbrekku 2.200 Köpavogur Samkoma I kvóld kl. 20.30. Allir velkomnir. I dag kl. 14.00-17.00 er opið hús í Þríbúöum, Hvorfisgötu 42. Utið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könn- unni. Kl. 15.30 tökum við lagið saman og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Almenn bænasamkoma kl. 20.30. M Útivist Sunnudagur 2. okt. Kl. 13.00 Strandganga í land- námi Ingólfs 22. ferð. Þorlákshöfn - Hafnarskeið - Ölfusárósar (Óseyrarbrú). Lokaáfanginn. Nú mæta allir, bæði þeir sem veríð hafa með aður og hinir sem vilja einnig kynnast skemmtilegri göngu- ferð. Rútan fylgir hópnum. Verð 900,- kr., fritt f. börn. m. foreldr- um sinum. Brottfbr frá BSl, bensínsölu. Sjáumst! Útivist. raðauglysmgar — raðauglysmgar j^;..:;;1 •¦;;;:;.:..¦;:¦; ^:/--:;.-:\-:.:-- ...¦¦¦.,.';;-;:-,-:-:-.-v ':."¦•.. :':::;: ¦:¦¦-¦ ¦ ¦•¦•. :¦:¦: ¦-.: '¦":':-\::.<::J\.:--:--:- :'::-.;...•;,:.:•;::¦¦ •¦:-;- '¦ ' ¦..¦::.¦'. ¦¦¦¦¦•'•¦¦ ¦-.; ;¦:.:¦... ¦.¦:'.¦ :.;.:,;:.: ¦¦:':: ¦.¦¦¦¦¦¦.:::--'y::l!:„':.L.::,:---: ¦::.: ¦ '>:--¦--'¦¦; ::'-'":'-:y-- raðauglýsingar { fundir — mannfagnaðir \ Verkafólk Rangárvallasýslu Aðalfundur Rangæings verður haldinn í verkalýðshúsinu á Hellu, laugardaginn 15. október nk. og hefst kl. 16.00. Á dagskrá venjuleg aðalfundarstörf og kjör fulltrúa á 36. þing ASÍ. Stjórnin. tifboð — útboð Ráðhús Reykjavíkur Málmgluggar, forhliðar og gler Forval Ákveðið hefúr verið að bjóða út málm- glugga, forhliðar og gler í lokuðu útboði. Bjóðendur þurfa að framkvæma hönnun að híuta til og að geta sýnt fram á að tæknileg- um kröfum sé fullnægt. Útboðsgögnin miðast við að sami framleið- andi leggl til glugga og gler, en réttur verður áskilinn til að taka tilboðum í annað hvort, og því einnig heimilt að gera tilboð á sama hátt, en athygli er vakin á því að útfærslu framleiðenda þarf þá að samræma. Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í lokuðu útboði í þetta verk, geta sótt upplýsingar um verkefnið á skrifstofu borgarverkfræðings Skúlatúni 2, 3. hæð. Verkefnisstjórn Ráðhúss Reykjavíkur. Austurland - haustfagnaður Haustfagnaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi verður haldinn i Hótel Vala- skjálf laugardaginn 1. október og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Húsiö opnað kl. 19.00. Heiðursgestir verða hjónin Gréta Krístj- ánsdóttir og Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Austfirðinga. Formenn sjálfstæðisfélaganna á hverjum staö taka við pöntunum og gefa allar nánarí upplýsingar. Einnig tekur Hótel Valaskjálf vift pöntunum. Bakkafjörður - Vopnafjörður: Ólafur B. Valgeirsson, simi 31439. Egilsstaöir - Fijótsdalshéraö: Sigurður Ananiasson, simar 11550 og 11210. Seyðisfjöröur: Garðar Rúnar Sigurgeirsson, simi 21216. Reyðarfjörður: Markús Guðbrandsson, símar 41178 og 41378. Eskifjörður: Erna Nielsen, símar 61162 og 61161. Neskaupstaður: Ágúst Blöndal, sími 71139. Fásknjðsfjörður: Sigurður Þorgeirsson, simar 51261 og 51377. Stöðvarfjörður: Bjarni Gíslason, sími 58858. Breiðdalsvik: Baldur Pálsson, símar 56654 og 56740. Djúpivogur: Sigurður Þorleifsson, simi 88992. Höfn: Albert Eymundsson, símar 81148 og 81142. Allir velkomnir. Stjórh kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins iAusturlandskjördæmi. Reykjaneskjördæmi - formannafundur Stjórn kjördæmis- ráðs Sjálfstæðis- tlokksins i Reykja- neskjördæmi boðar hér með formenn fulltrúaráða og sjálf- stæðisfélaga i Reykjaneskjördæmi til fundar i sjálf- stæðishúsinu, Hamraborg 1, fimmtudaginn 6. október kl. 20.00. Dagskrá: 1. Bragi Michaelsson gerir grein fyrir málum kjördæmisréös. 2. Matthias A. Mathiesen, alþingismaður ræðir um stjórnarslit og stjórnmálaviðhorfiö. Stjórn kjördæmisráðs. Garðabær Aðalfundur Hugins Huginn félag ungra sjálfstæðismanna i Garöabæ heidur aöalfund föstudaginn 7. október kl. 20.00 að Lyngási 12. Dagskráin verður þannig: 1. Sveinn Andrí Sveinsson formaður stúd- entaráðs ávarpar fundinn. 2. Bæjarmálaáiyktun. 3. Skýrsla stjórnar. 4.. Reikningar félagsins. 5. Umtæður um skýrslur og reikninga. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar, endurskoðenda og fulltrúa félagsins í kjördæmisráö, kjördæmasamtök ungra sjálfstæö- ismanna og fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna i Garðabæ. 8. Önnur mál. Allir núverandi og tilvonandi fé|agar eru hvattir til að mæta. Stjóm Hugins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.