Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 iömsM œtiD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Björn Stefánsson í Keflavík er einn þeirra varðveislumanna íslenskrar tungu sem stundum skrifar mér bréf um þetta hugð- arefni sitt. Til viðbótar því, sem til hans var vitnað í síðasta þætti, er þessa að geta: 1) Honum ofbýður staglstíll- inn eins og fleirum, og þá ekki síst í því sem opinberir aðilar láta frá sér fara. Umsjónarmað- ur tekur enn undir þetta og undrast til dæmis að hafa heyrt sjálft menntamálaráðuneytið hvað eftir annað auglýsa „stöður grunnskólakennara við grunn- skóla" úti um allt land. 2) Umsjónarmaður er sam- mála Birni Stefánssyni, þegar hann telur hvimleitt mál og endasleppt eða halaklippt, ef ekki er um það getið, í hverju menn eiga að taka þátt. Hvernig væri að segja: Vertu með í stað hins: „Taktu þátt"? Eða þá: Hvað voru margir með í stað- inn fyrir: „Hvað tóku margir þátt"? 3) Hann amast eins og fleiri málvöndunarmenn við „stærð- argráðunni" og „ársgrundvellin- um". Umsjónarmaður er ekki frá því, að þessi orð hafi heldur lát- ið undan síga. Gömul predikun: „í morgun, þegar vér riðum til kirkjunnar, sáurn vér eina örn sitja á Laufskálabökkum, hald- andi einum laxi sér í klóm, hver eð virtist mundu rífa undan henni það eina læri. Þannig fer djöfullinn með oss, kristnir menn. Hann leitast við að rífa undan oss það andlega læri. En við því eru ráð, kristinn maður. Taktu skónál skynseminnar og þræddu hana upp á þráð þrenn- ingarinnar, taktu síðan leppdulu lítillætisins og saumaðu hana fyrir þína sálarholu, svo að sá helvíski kattormur, djöfullinn, klóri sig þar ekki í gegnum, si sona og si sona." Um leið og presturinn sagði þetta seinasta, glennti hann fingurna í sundur og krafsaði fram fyrir sig. Umsjónarmaður vill geta þess, aið þessi predikun er-til í mismunandi gerðum, en hér er farið eftir Steindóri Steindórs- syni frá Hlöðum sem kunni hana orðrétta eins og hún reyndist vera prentuð í I. árgangi Huld- ar. Önnur alþekkt gerð er í Al- manaki Þjóðvinafélagsins um árið 1886. Orðið kattormur, sem prest- urinn notaði um skrattann í predikuninni hér að framan, hef- ur aðeins fundist á tveimur stöð- um í bókum, segja þeir orðabók- armenn Háskólans umsjónar- manni. í Félagsritunum gömlu táknar það heldur en ekki ann- að, Þar segir m.a. í grein um íslensk sjúkdómanöfn (X, 28, 1790): „Þat er íslendingar kalla re- form, kémr sem optast í fíngurn- ar, bæði í neglr fram og verðr þar at naglætu, en allt er hit sama hvar hann kémr um líka- mann, og í tilliti eðlisins er hríngormr, ristill, reformr og kattormr, eitt og hit sama at vitni hinna ýngstu lækna." Því til viðbótar, er sagði í 433. þætti (23. apríl) um Guðjón notað sem samnafn, er hér birt- ur ofurlítill stúfur úr þýðingu Páls Skúlasonar, Mislitt fé, en þar glímdi hann við þann mikla vanda að koma smásögum Dam- ons Runyon á íslensku: „Hinsvegar er enginn vafi á því, að Blindi-Bensi er blindur. Augnalokin eru einhvern veginn saumuð niður fyrir augun, svo að það er alveg óhugsandi, að hann sé að gera sér læti, því að margir guðjónar hafa eftirlit 455. þáttur með þessu árum saman og sjá hann aldrei gægjast." Þess má enn geta, að ósjaldan í þessari þýðingu er jósep sam- nafn og þá skrifað svona með litlum staf. Smælki, sem alveg eins mætti vera óhljóðverpt og heita smálki (kk.):; 1) Iþróttamaður bætti afrek sitt. Fréttamaður sagði að það hefði verið mikil „bæting". Veit ég vel að orðið bæting er til, a.m.k. í samsetningum, eins og netabæting. En væri ekki alveg upplagt að nota ennþá hið góða, gamla orð framför? Er nokkur ástæða til þess að sniðganga það, er einhver bætir afrek sín, honum fer fram? 2) Er hægt að sættast á að nefna tvist, það sem útlendingar kalla díóðu? 3) Umsjónarmanni þykir koll- ótt, þegar stagast er á orðinu „sería" í kynningu á sjónvarps- efni handa börnum. Væri ekki miklu snjallara að hefja leikinn á því að kenna börnum að það, sem á erlendu máli er „sería", heitir röð á móðurmáli okkar. Stutt og laggott. (Og í staðinn fyrir „púsluspil" höfum við rað- spil.) . 4) I síðasta þætti misfórst sögnin að merja, fékk inn í sig k og breyttist í merkja. Reynd- ar gerði þetta afskaplega lítið til, því að no. merkja er af sama uppruna og morkinn. Það getur komið merkja í kjötið. Þá mis- fórst uppruni á milli lína, átti að skiptast: upp-runi. Vilfríður vestan kvað: Átti Bjarney í Bolungarvík undan bósanum Kol unga tik; án þess að glúpna hún gekk oft til rjúpna bæði þrautgóð og þolungamk. Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar |1 skorar á safnaðarfólk að greiða atkvæði í allsherjaratkvæðagreiðslunni 1. og 2. október nk. í Álftamýrarskóla og krossa við JÁ. Bílasími 27270 Wæcl^ma VARMAHLIFAR MEDIMA varmahlífar eru áhrifarík hjálp Medima varmahlífamar eru áhrifarík hjálp til að viðhalda nauðsynleg- um hita á veikum líkamshlutum eins og hálsi, öxlum, olnbogum, hnjám, hrygg, fótum, úlnliðum, vöðvum, nýrum, blöðruhálskirtli og blöðru. Til notkunar í kulda höfum við einnig Medima nærfatnað á börn og fullorðna. Stuttar og síðar buxur. Stutterma og langerma boli. Medima vörurnar eru framleiddar úr blöndu af kanínuull (angóraull) og lambsull. Til að auka á styrk og endingu er Polamyd styrktarþráður. Medima vörurnar eru vestur-þýsk hágæðavara flutt inn af Náttúrulækn- ingabúðinni beint frá verksmiðju og er verðið sambærilegt við verðið út úr búð í Vestur-Þýskalandi. Náttúrulækningabúðin, Laugavegi 25, sími 10263. pUwqgwnMitfcl^ Áskríftarsíminn er 83033 VISUN, FONSUN OG STUDLUN Myndhöggvarinn Hallsteinn Sigurðsson er ekki þekktur fyrir litskrúðugt nafnaval á myndir sínar. Fyrir utan ofanskráð nægir honum Svif, Veggskrið, Keilur og Hvel, sem hann tölusetur svo til aðgreiningar með rómverskum tölum, því að hann gerir iðulega fleiri tilbrigði af hverri hugmynd. Vafalítið er sýning hans á Kjarvalsstöðum um þessar mundir sú heillegasta og athyglisverðasta, sem frá honum hefur komið tií þessa, en hún er senn í vestri gangi og hálfum vestursal. Hall- steinn er nú mun öruggari í form- um en áður og um leið hnitmið- aðri í vinnubrögðum ásamt því að verkin eru lífrænni í útfærslu. Á sýningunni er ein mjög ein- föld en formfögur altaristafla og fleiri einfaldar en áhrifaríkar lág- myndir í járni má sjá á veggjunum. Kannski eru myndirnar í hvítu og svörtu sterkasta framlagið, en hins vegar má allt eins búast við því, að myndir sem hann hefur málað gular eða rauðar, falli mjög vel inn í rétt umhverfi og sérstaka lýsingu, en hér eru Kjarvalsstaðir ekki heppilegasti ramminn utan um slíka litafjölbreytni í skúlptúr. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON sölustjóri LÁRUS BJARNASON HDL. LÖGG. FASTEIGNASALI Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Gott steinhús á góðum stað í Hvömmunum f Kópavogi. Á hæö er rúmgóð 5 herb. íbúð með stórum sólsvölum. Á jarðh./kj. er 2ja herb. íbúð, þvottahús, rúmgóðar geymsl- ur og stór bílskúr. Fallegur trjágarður. Arkitekt: Sigvaldi Thordarson. Margskonar eignaskipti möguleg. Á vinsælum stað í Vesturbœnum í Kóp. neöri hæð i tvíbhúsi 4ra herb. 100,1 fm nettó. Sérhiti. Sérþvottahús. Nokkuð endurn. Bílsksökklar fylgja. Nýtt hús- næðislán kr. 2,2 millj. fylgir. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. íbúð í Hafnarfirði eða Gárðabæ. Endurnýjuð í vesturborginni 3ja herb. hæð við Brávallagötu 101 fm nettó. Stór og góð. MikiA end- urn. Sérhiti. Sólsvalir. Fjórbýli. Skipti æskileg á stærri ibúð t.d. í nágr. Við Háaleitisbraut - laus strax Góð 4ra herb. íbúð á 2. hæð 92 fm. Frábært útsýni. Húseign með tveimur íbúðum Fjársterkir kaupendur óska eftir húseignum með tveimur íbúðum. Þ. á m. óskast húseign með 3ja-4ra herb. íbúð og 2ja-3ja herb. íbúð sem losnar í siðasta lagi í mai-júni nk. Mosfellssveit - Hafnarfjörður ._ Góður kaupandi - ræktunarmaöur - óskar eftir einbhúsi, ekki stóru, en með stórri lóð. Enntremur óskast lítið einbhús i Mosfellssveit. Opiö í dag laugardag frákl.11tilkl. 14. ALMENNA Fjöldifjársterkra kaupenda. FjA^S^JEJ^GJMj^Sjj^AJI LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.