Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 17 svo miklu máli: að hafa góð tæki til að vinna með að framleiðslunni, og til þess að beizla með auðlindir náttúrunnar, en til öflunar þeirra þarf fjármagn. Auðvaldsskipulagið er eina þjóð- skipulagið sem gert hefir þjóðir ríkar, með atvinnufrelsi, markaðs- hyggju og fjármagni, í einu orði sagt: fijálshyggju. Þar við bætist svo, að þetta skipulag hefir reynzt mikill vinur frelsisþrár mannkyns- ins sökum dreifingar hagvaldsins. Með októberbyltingunni var hag- valdið flutt til aðalritarans með vægast sagt skelfílegum afleiðing- um fyrir fólkið. A meðan ég er að skrifa þetta eru hundruð miljóna manna að deyja hægum hungurdauða hér og þar um heiminn. Þótt 100% tekna þeirra fari fyrir mat, þá hrekkur það ekki til þess að halda í þeim lífínu. Hér á landi fara um það bil 20% teknanna í matvæli samkvæmt búreikningum. Hinn mikli hávaði og^skæklatog um 2,5% eða jafnvel aðeins 1,5% hér á landi verka sem einhverskonar afskræming manns- andans, ekki sízt í ljósi þess að kaupmáttur vinnulaunanna hefur allt að því tuttugufaldast á þessari öld, og lífskjörin batnað í samræmi við það. Sú útbreidda hugmynd á vinstri væng stjórnmálanna að með herferð gegn ljármagninu verði hagur hinna lægst launuðu bættur, er vægast sagt mikil skammsýni, ef ekki beinlínis skemmdarstarfsemi. Viturlegast væri auðvitað að stöðva hinn almenna taprekstur sem marg- faldar eftirspurnina eftir fjármagni og keyrir upp vextina, þar sem tap- reksturinn étur upp eigið fé fyrir- tækjanna og sökkur þeim í óstöðv- andi skuldafen. Tapreksturinn er hít sem gleypir fjármagnið sem fara ætti í þarfar framkvæmdir og til að koma í stað nýrra erlendra lána. Áttatíu miljarða skuld sýnist nóg. í viðtali lýsti Steingrímur Her- mannsson því yfír að hér á landi þyrfti að koma á svipuðum vöxtum, sparifjárvöxtum, og í nágranna- löndunum. Nefndi hann sem viðmið- un sparifjárvexti í Sviss, 2%. Ég held að Steingrímur sé ekki nógu Hjálpraeðissamkoma kl. 20.30. Séra John Winston aðalfram- kvæmdastjóri hinnar sameinuðu kristnu kirkju á Indlandi talar. H AFN ARFJ ARÐ ARKIRKJ A: Sunnudagaskóli hefst kl. 10.30. Messa kl. 14, altarisganga. Organ- isti Helgi Bragason. Séra Gunn- laugur Garðarsson. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa á Lágafelli kl. 14. (Ekki kl. 11 eins og misritaðist í Mosfellspóstinum.) Sr. Birgir Ásgeirsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Þetta er fyrsta samvera vetrarins og fá börnin í hendur nýtt fræðsluefni. Messa kl. 14. Væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðuð til messunnar. Fundur um fermingar- starfið verður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Kaffi og umræð- ur. Bænasamkomur eru alla þriðju- daga kl. 20.30. Séra Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJ A: Guðsþjónusta verður kl. 14. Vænst er þátttöku væntanlegra fermingarbarna og foreldra þeirra. Kirkjukaffi verður í Útskálahúsinu að lokinni guðs- þjónustu þar sem fermingarstörfin verða rædd. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. GARÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- | þjónusta kl. 11 f.h. í Kirkjuhvoli. Sunnudagaskólinn og starf KFUK og M í Garðasókn hefst sameigin- lega við þessa athöfn. Nemendur Tónlistarskólans leika á hljóðfæri. Allir velkomnir. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 2 e.h. Séra Hjálmar Jónsson, pró- fastur, predikar. Kór Sauðárkróks- kirkju syngur ásamt Garðakórnum. Organisti Rögnvaldur Valbergs- son. Séra Bragi Friðriksson. SIGLUFJARÐARKIRKJA: Guðs- þjónusta verður sunnudaginn 2. okt. kl. 14. Séra Stína Gísladóttir tekur við störfum í söfnuðinum í orlofi sóknarprests. Organisti er Antony Ralyei. Sóknarnefnd. ....... vel kunnugur peningamálum í Sviss. Bankar í Sviss myndu hafa gnægð fjár þótt þeir greiddu litla sem enga vexti. Þeir greiða svissn- eskum spariijáreigendum 2% vexti, fyrst og fremst til þess að styðja við bakið á þeim og viðhalda þeirra dygðum á þessum vettvangi. Þeir vita hvað dygð sparandans er þjóð- félaginu mikil nauðsyn. Þaðan koma tæki og tól verkamannsins og margvíslegar framfarir. Þeir fá meira en nóg fé frá útlendingum til varðveizlu í svissneskum frönk- um, án vaxta. Þeir sem eru reiðu- búnir að ávaxta fé sitt með nokk- urri áhættu kaupa verðbréf. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá ríkir sífellt kapphlaup um fjármagnið, svo sem auðskiljan- legt er, verð ég að bæta við. Bak við lága vexti er ævinlega yfírfljót- anlegt fjármagn. í sögu mannkyns- ins eru þeir því fremur sjaldséð fyrirbrigði. Eflið fjármagnsmarkað- inn, þá munu vextimir lækka með auknu framboði fjármagns. Fjármagnið myndast á tvennan hátt: með myndun spariij'ár og með arði af atvinnurekstri svo og með rekstraraafgangi ríkisins. Boðskap Eyjólfs Konráðs er ekki hægt að kalla annað en bamaskap eður sprell. 3. Nýtt skattþrep Mikið væri það hollt fyrir Kvennalistann að kynna sér stefnu frú Thatchers. Hún og Reagan for- seti bmgðu á það ráð, að lækka stórlega skatt af hæstu tekjum. Þau skildu sem sé, að það er þetta fé sem fer í bankana eða kemur inn á verðbréfamarkaðinn sem framboð á nýju fjármagni, og að fjármagnið er afl þeirra hluta sem gera skal. Hjá eigendunum væri þetta fé betur komið en sem eyðslueyrir hjá ríkinu. Síðan hefír atvinnulíf þessara þjóða blómstrað. Bæði hafa þau Thatcher og Reagan verið endurkjörin þrátt fyrir hinn linnulitla upplogna þvætt- ing sem ritstjórar og blaðamenn Þjóðviljans hafa skrifað um þau árum saman. Ályktun: Hin fyrirhugaða aukna skattlagning á ijármagnið myndi gera sjúkdóminn, sem lækna á, miklu verri, Það vantar meira fjár- magn, og myndi enn vanta þótt ástandið væri til muna heilbrigðara, þetta sjá allir, hérumbil allir. Fram- boð á íjármagni minnkar að sjálf- sögðu, þegar það er tekið af eigend- unum og gert að eyðslueyri hjá ríkinu: 4. Eftilvill Þessi liður er Ef til vill skyldu- spamað á hátekjufólk. Hér er farið að rofa til. Það sem við hin sjáum sér frú Guðrún loksins líka: það vantar sparifé, það vantar fjár- magn. Hugsun þeirra Marchais og Idi Amins er hér skýr og hrein: Hér er það, ég tek það, fjármagnið, peningana. Nýi fjármálaráðherrann tekur undir þetta skýrt og skorinort. Ég held að á ferðinni sé ekki neitt heillaráð. Ráðdeildarfólkið skilar tekjuafgangi sínum inn á fjár- magnsmarkaðinn án allrar nauð- ungar. Um ráðleysingjana með háu tekjumar, ef einhverjir em, er það að segja, að til þeirra má ná með því að skattleggja eyðsluna, og þar kemur matarskatturinn inn í mynd- ina. Er þetta heilbrigt lýðræði? Hvaðan hefír svo Kvennalistinn þessa stefnu sína? Frá „grasrót- inni“ segir frú Guðrún. Þetta er valddreifíng sem virkar með ótrú- legum hraða, bætir hún við. Sú tegund lýðræðis, sem vér ís- lendingar búum við, byggist á þvi, að fjöldinn feli mönnum, sem hann treystir til þess, að taka ákvarðanir fyrir sig, fyrir sína hönd, í málum sem varða almenningsheill. Traust- ið stafar af því að frambjóðandinn er með réttu eða röngu talinn hafa eitthvað til bmnns að bera umfram allan almenning. Þetta er oft mann- vit, þekking, menntun og lífs- reynsla, eitthvað eða allt af þessu. Sumir hafa fleira í farangrinum til þings, svo sem vel kom í ljós í stjórn- armyndunarviðræðunum. En er ráð Kvennalistans gott: að hinir upp- lýstu leiti ráða hjá hinum óupp- lýstu? Er það ekki að snúa hlutun- um á hvolf, eða leita til umbjóðend- anna eftir ákvörðunum? Én ein- hvemveginn finnst mér þetta minna mig ónotalega á hin fomu orð úr einni íslendingasögunni, á þessa leið: Því verr þykkja mér gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Höfundur varáður um árabil ráðunautur ríkisstjómarinnar í efhahagsmálum ogsíðarbanka- stjóri Framkvæmdabanka ísiands. Listmunir-Sýningar-Uppboð Pósthússtræti 9, Austurstræti 10,101 Reykjavík Sími: 24211, P.O.Box 121-1566 Listmunauppboð nr. 16 Haldið í samvinnu viö Listmunauppboö SigurÖar Benediktssonor hf.á Hótel Borg sunnudaginn 2. október 1988 kl. 15:30 Hérfylgir sýnishom úr uppboðsskrá: 52. Gunnlaugur Blöndal Portrett. Olía á striga. 52x38 cm. Merkt. Matsverð 45.000,- 63. Jóhannes S. Kjarval Frá Loðmundarfirði. Pennateikning. 26x33 cm. Merkt Matsverð 55.000,- 53. Valtýr Pétursson Hafís. Olía á striga 1968.40x35 cm. Merkt Matsverö 50.000,- 64. Þoivaldur Skúlason Frá Blönduósi. Pennateikning. 20x23 cm. Merkt. Matsverð 55.000,- 54. Kari Kvaran Blátt áfram. Gvass. 83x61 cm. Merkt Matsverð 80.000.- 65.JóhannesS. Kjarval Skúta. Sepiatúss 1918.16x18 cm. Merkt Matsverð 75.000- 55. Svenir Haraldsson Helgafell í Vestmannaeyjum. Vatnslitur 1944.19x21. Merkt Matsverð 50.000,- 66. Jóhannes S. Kjarval Dyrfíöll. Pastel. 34x48 cm. Merkt Matsverð 65.000,- 56. Jóhannes S. Kjarval Dyrp, Borgarfíörður. Pennateikning. 25x32 cm. Meikt. Matsverð 50.000,- 67. Gunnlaugur Scheving Öræfajökull. Vatnslitir 1933.48x56 cm. Merkt. Matsverð 180.000,- 57. EyjólfurJ. Eyfells Olia á striga 1922.45x73 cm. Merkt Matsverð 75.000,- 68. Jóhannes S. Kjarval Stúlka í bláu. Kritarmynd (tvöföld). 62x46 cm. Merkt Matsverð 90.000- 58. AJfreð Ftóki Tvö andlit. Rauðkrft 1981.86x60 cm. Merkt. Matsverö 85.000.- 69. Gunnlaugur Scheving Skarðsheiði. Olia á striga. 50x60 cm. Merkt Matsverð 200.000,- 59. Pétur Friðrik Keilir. Vatnslitir 1952. 55x75 cm. Merkt. Matsverð 65.000,- 70. Enar Jónsson Dögun. Gips. 60x70x32 cm. Ein af höggmyndum Einars af þessu viðfangsefni. Gerð í Danmörku á áainum 1901-8. 60. Gunnlaugur Blöndal Siglufjarðarhöfn. Vatnslitir. 26x37 cm. Merkt Merkt EJ. 1901-8. Matsverð 55.000,- 71. Gunnlaugur Blöndal Reynisdrangar. Olía á striga. 75x100 cm. Merkt 61. Karf Kvaran Linuspil. Olía á striga 1988.102x92 cm. Merkt Matsverð 320.000,- á baki. Matsverö 130.000,- 72. Kristín Jónsdóttir Sólblóm. Olía á striga. 65x51 cm. Merkt 62. Sveinn Þórarinsson Hnefildalsá á Jökuldal. Olía á striga. 40x50 cm. Merkt. Matsverö 400.000- Matsverð 70.000,- 73. Jón Stefansson Stóð. Olia á masonit 33x41 cm. Merkt. Matsverð 550.000.- Athugið: Uppboðið hefst kl. 15:30 Myndimarveröasýndarídag, laugardagl. október.fráld. 14.00-18.00 ÍPósth kslmú 9. éfraél&Lt BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.