Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 I Blessaður hafðu orð á skegginu hans við hann ... Með morgimkaffínu Ég sé það á þér að hið innra með þér ertu á móti hverskonar valdbeitingu. HÖGNI HREKKVISI jfcVterTU AP &JÓÞA HUNDAFAN6AR.- AN^ i' ÖLL. BOÞ?/" Það getur verið að einhverjum sé farið að finnast nóg um allt mál- flóðið i kringum prestsembættið við Fríkirkjuna. Fríkirkju- málið Til Velvakanda. Það getur verið að einhverjum sé farið að finnast nóg um allt málflóðið í kringum prestsembættið í Fríkiijunni. Til þess að hindra misskilning skal það tekið fram að ég hef ekki verið í neinum óvinahóp séra Gunn- ars Bjömssonar. Mér er kunnugt um að margir safnaðarmenn hugs- uðu með tilhlökkun til að fá þennan prest sem deilan er risin út af. Prestshjónin höfðu bæði hljómlist- arhæfileika og presturinn virtist eiga gott með að ná til æskulýðsins. Ég var þeirrar skoðunar að safn- aðarstjómin hefði verið of fljót á sér þegar hún vék prestinum frá í síðara skiptið. Vegna síðari atburða hef ég þó breytt um skoðun. Ég ætla ekki að setja áróður í hlutlaust dagblað, en leyfi mér að bera fram nokkrar spurningar, bæði til séra Gunnars og einstakra safnaðarmanna og svari nú hver fyrir sig. 1. Við vitum að tilfinningamenn eiga stundum erfitt með mannleg samskipti en er það heppilegur prestur sem glatar tengslum við tvo kirkjukóra og organista og allt starfslið kirkjunnar? 2. Er það ekki meira dómgreind- arleysi en prestur getur leyft sér, að telja sig ekki bundinn af erindis- bréfi sem hann hefur sjálfur undir- ritað? Bréfíð var raunar samningur sem hann gekkst undir þegar hann var endurráðinn eftir fyrri brott- reksturinn. Ber að skilja þetta svo að ekkert sé að marka undirritaða samninga, og ekki frekar þótt prestur hafí skrifað undir þá? 3. Er sá prestur líklegur til að verða andlegt sameiningartákn safnaðar sem ætlar að komast í starfsaðstöðu með fógetavaldi? Þórarinn Árnason Samviskan - ieiðar sljarnan trausta Til Velvakanda. Samviskan er samvitund við æðri veru og því áríðandi að fara að ráðum hennar svo farsæld geti skapast. Samviskan í bijósti hvers manns er bestur ráðgjafí á lífsins leið. Sá, sem hlustar á hana og hlýðir henni í hvívetna, þarf ekki annað leiðar- ljós. Svo góður leiðtogi er sam- viskan og öruggur fylginautur, að ef hver og einn þjóðfélagsþegn færi ávallt að hennar ráðum, þá þyrfti enga löggjöf, enga löggæslu, enga dómstóla, engin fangelsi. Lífið væri þá allt betra og farsælla en það er. Allir væru þá einlægir hver við annan, engin lygi gæti þrifíst, enginn gerði öðrum mein. Allir væru hver öðrum náungar. Hver einn væri öðrum kær. En samviskan virðist oft svo lág- vær, að erfitt getur verið að greina rödd hennar í tæka tíð, áður en rangt er breytt. Það er eins með hana og aðra góða eiginleika í fari okkar: Hana þarf að rækta í garði eigin sálar, hlusta eftir leiðbeinandi rödd hennar og leitast við að fara ávallt að hennar ráðum. Samviskan er rödd Guðs í bijósti okkar. Hin æðsta vera skynjar hveija okkar hugsun og gerð, og leitast við að leiðbeina okkur á rétt- an veg. Okkur ber að hlýða þessari röddu, því hún er send „frá lífsins æðsta brunni", þ.e. af þeim, sem meira veit og betur vill en nokkur mannleg hugsun. Allt mannlíf jarðar væri betra og farsælla ef röddu samviskunnar væri hlýtt, því hún er sú leiðar- stjama, sem ávallt vísar á réttan veg' Ingvar Agnarsson essi mannræktarkenning er ekki ný af nál. Hún hefur ver- ið sett fram með margvíslegum hætti öldum saman. Hún er rauði þráðurinn í trúarviðhorfí milljóna manna um heim allan. Kenningin hefur ekki breytzt, þó að hún hafi lagað sig að breytileg- um aðstæðum. Hinsvegar hefur við- horfíð til hennar verið að breytast. Fólk leggur aukna áherzlu á sjálfs- ábyrgð hvers og eins að því er varð- ar eigin heilbrigði og velferð, án þess að draga úr gildi samábyrgðar. Það er hinsvegar óþarfi að leita langt yfír skammt að kjarna máls- ins. Kærleikur sá, sem um ræðir, er eitt og allt í kristnum dómi. Það er út í hött að hann þurfi að sækja í önnur trúarbrögð. Hann er innan seilingar hveijum og einum. Forvamir á sviði andlegs og líkamlegs heilbrigðis em að veiga- miklum hluta til í hendi okkar sjálfra. Við berum ábyrgð á því lífí, sem okkur er léð og býr í eigin brjósti. Persónuleiki okkar er að dijúgum hluta til okkar eigin hönn- un og smíð, þótt umhverfi og að- stæður hafi einnig sín áhrif, hlið- stæð og tíðarfar á gróður. Þessi einstaklingsbundna sjálfs- ábyrgð leysir okkur þó á engan hátt undan samábyrgð. Vegvísir meistarans: „Það sem þér gerið mínum minnsta bróður ...“, stendur eftir sem áður óhaggaður. Víkverji skrifar Höfum við sem einstaklingar afgerandi áhrif á eigin heil- brigði, bæði til sálar og líkama, með lífsmáta okkar? Þessi spuming leitaði á huga Víkverja þegar hann hlustaði á við- ræðuþátt á dögunum í sjónvarpi, sem fjallaði meðal annars um þetta efni. Upp í huga Víkvetja kom stað- hæfíng, sem Magnús Olafsson setti fram í erindi á Landsþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga fyrir fáum ámm, svohljóðandi: „Það er einföld og sláandi stað- reynd, að heilbrigðisvandamál samtímans og framtíðarinnar ein- kennast öðm fremur af lífsstíl og umhverfistengdum sjúkdómum." Magnús færði fram eftirfarandi rök fyrrir máli sínu: „í Bandaríkjunum hefur til dæm- is verið sýnt fram á, að um það bil helmingur allra dauðsfalla — í tíu algengustu sjúkdómum þarlendis — tengjast greinilega á einn eða annan hátt lífsvenjum fólks." Ef þetta er rétt getum við, hvert og eitt, sem og samféiagið fyrir okkar hönd, beitt fyrirbyggjandi aðgerðum til að forðast ótímabær veikindi og ótímabæran dauða. „Lífssjúkdómar samtímans," segir Magnús i erindi sínu, „sem margir tengjast frekar velferð en skorti, liggja fiestir vel við forvöm- um.“ Með forvömum er átt við að- gerðir einstaklinga og samfélags til að koma í veg fyrir slys og veik- indi, það að fólk þurfi á aðstoð heiibrigðisþjónustunnar að haida. xxx Víkveiji sá, sem hér skrifar á skjá, hefur lengi rennt grun í, að við getum haft ríkuleg áhrif á líkamlegt heilbrigði okkar með „réttu" fæðuvali og nauðsynlegri hreyfingu, það er með heilsurækt. í viðræðuþætti þeim, sem minnst var á, létu viðmælendur hliðstæða skoðun í ljósi, byggða á lífsreynslu þeirra. Víkveiji telur sig hinsvegar ekki dómbæran um það, hver hin „rétta“ fæðusamsetning sé. Margir kostir kunna að falla undir • hið „rétta" í þéssu efni. Einsýnin er sjaldan farsæll stefnuviti. Sennilegt er að fjölbreytni fæðunnar skipti meginmáli. Hitt er síðan ótvírætt að útivist, göngur, skokk og sund heyra til heilsurækt. Það sjónarmið var og sett fram í máli fólks í tilvitnuðum sjónvarps- þætti, að það sem fram fer í hugar- heimi okkar hafi ekki síður áhrif á heilbrigði okkar, líkamlegt sem andlegt, en fæðið og hreyfíngin. Miklu máli skiptir því að ræicta með sér jákvæð viðhorf tii lífsins og til- verunnar, sjálfs sín og náungans. I því efni er sjálfsþekking forsenda sjálfsstjórnar. Keppikeflið er hug- arró og sálaijafnvægi, velvilji til lífs og umhverfís — og raunar allt það sem flokka má undir „samheitið" kærleikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.