Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 49
4 tM.if •.j'SfeOTjiO r !:'ii'V I: \' ‘U AJ <lí<ÍA.,J(Jíf4)‘:iOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1988 Honda Civic Shuttle 4 WD Það eru ekki allir sem þekkja tilfinninguna að aka um á nýrri Honda bifreið. Að sitja undir stýri á Honda Civic Shuttle árgerð '89 er mjög eftirsóknarvert. Vélin er kraftmikil 16 ventla, með beinni innspýtingu og 116 hestöfl. Fjöðrunin er mjög nákvæm og þægileg (double wisbone). Fjórhjóla- Samskipti stjórnmála- manna og fjölmiðla Til Velvakanda. Pjölmiðlar spila æ stærri rullu í íslenskum stjómmálum. Aldrei var þetta ljósara en í andarslitrum ríkis- stjómar Þorsteins Pálssonar því aldrei hafa ijölmiðlar verið fleiri hérlendis. Vikum og mánuðum saman fyrir „dag hinna löngu hnífa" ríkti yfir- lýsingastríð forsvarsmanna flokk- anna þriggja. Varla heyrðist í stjómarandstöðu. Allir vora í raun undir sömu sök seldir, þó Steingrím- ur sé kannski sýnu verstur hvað þetta varðar. I mínum augum er það yflrlýsin- gagleði þegar ráðherra gefur „comment" um tillögur eða mál sem era óafgreidd, órædd eða hefur uppi fullar efasemdir um nýafgreidd mál frá ríkisstjóm. Sá hinn sami grefur undan trausti samráðherra og almennings á ríkisstjóminni og feigð stjómarinnar er vís. Þessu svarar Steingrímur Her- mannsson þannig að hann megi nú hafa sínar skoðanir líkt og aðrir. Gott og vel. Málið er hins vegar að islenskir syómmálamenn verða að gera sér grein fyrir að þeir era ekki Pétur og Páll út á götu. Aðalat- riðið hjá þeim er tímasetningin á þessum blessuðum yflrlýsingum. Enn era ekki til íslenskir stjóm- málamenn sem hafa (líkt og oft sést erlendis) bein í nefínu til að ganga í gegnum þvögu ýtinna fréttamanna og segja til dæmis, „vil ekkert segja um málið á þess- ari stundu“, „gef yfirlýsingar síðar ' dag“, „ekki tímabært að ræða málið í fjölmiðlum nú“, „trúnaðar- mál sem stendur", eða einfaldlega „no comment". Þess í stað staldra menn við, stara bláeygir framan í blaðamenn og svara meðan þeir enn hafa hugmyndaflug til að semja spumingar. Oft er meiningin í byij- un að segja ekkert en þess í stað öllu svarað í hálfkveðnum vísum Ræða Sigurbjörns Einarssonar biskups, sem hann hélt í tilefni 50 ára vígsluafinælis síns, heyrð- ist ekki nógu vel fyrir bergmáli. sem siðan era rangtúlkaðar. N,ú er rétt að taka fram til að forðast misskilning að undirritaður telur frjálsa íjölmiðlun einn af hom- steinum lýðræðis. Blaða- og frétta- menn vinna flestir verk sitt vel. Stundum geta líka komið upp mál þess eðlis að siðlaust er fyrir stjóm- málamann að þegja yflr þeim. En oft má satt kyirt liggja, a.m.k. um stundarsakir. Islenskir sljómmálamenn virðast ekki enn hafa vanist hinni nýju blaðamennsku þó kominn sé tími til. Góður ráðherra með völd á að standa og falla með verkum sínum. Þannig nær hann sér í prik hjá kjós- endum. Slæmur stjómmálamaður er hins vegar sá sem stundar kosn- ingabaráttu í flölmiðlum allt kjörtímabilið. Það er alveg nóg að gera það rétt fyrir kosningar hafí menn góða samvisku. Gallinn við pólitík almennt hér á landi er undirþægni við óteljandi sérhagsmunahópa. Meðan svo held- ur áfram snúast íslensk stjómmál hinn eilífa hring en ekki áfram. En það er önnur saga. Valdimar Guðjónsson Heyrði ekki til biskups Til Velvakanda Sunnudaginn 11. september, fór ég ásamt móður minni til messu í Hallgrímskirkju en þessi messa var í tilefni af 50 ára vígsluafmæli Sig- urbjöms Einarssonar biskups. Við eram báðar miklir aðdáendur hans og var móðir mín við vígslu hans í Dómkirkjunni fyrir 50 áram. Við sátum á 5. bekk og var kirkj- an fullsetin en þó var bergmálið svo mikið að móðir mín heyrði ekkert af ræðu biskups eða aðeins orð á stangli. Oft hefur verið skrifað og talað um þetta en ekkert gert í málinu. Erindi mitt með þessu bréfí til ykk- ar er að fara fram á að fá ræðu biskups birta í Morgunblaðinu. Ég veit að margir myndu lesa hana eins og allt annað sem Sigurbjöm hefur samið í gegnum árin. Það væri ekki síst gagnlegt fyrir þá kirkjugesti sem vora við messu þennan sunnudag, því ræðan mun hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum vegna bergmálsins sem alltaf er í þessu blessaða Guðshúsi. María TÆKIFÆRI BANKAR! Ókeypis upplýsingar um hugmyndir, formúlur og framleiðslu sem þú getur notfært þér ef þú hefur áhuga á að eiga og reka þitt eigið fyrirtæki með því að byrja smátt f frístundum. Áhugasamir vinsamlegast sendi auglýsingadeild Morgunblaðsins nafn, heim- ilisfang og símanúmer merkt: „Tækifæri - 3184“ Með allar fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Islenskir nasistar Vegna lokafrágangs á bókinni „íslenskir nasistar" eftir Hrafn og llluga Jökulssyni, sem bókaútgáfan Tákn gefur út núna fyr- ir jólin, er óskað eftir myndefni og/eða öðrum upplýsingum. Vinsamlegast hafið samband í síma 16928 nú um helgina eða sendið upplýs- ingar og/eða gögn tengd þessu tímabili til bókaútgáfuTákns, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík, fyrir 7. okt. nk. Þessir hringdu . . Týndiúri Þorvaldur hringdi: „Föstudagskvöldið 2. septem- ber týndi ég úrinu mínu á Hótel íslandi eða á svæðinu þar í kring. Þetta er silfurhúðað karlmannsúr af gerðinni Tutima-Quarts og það er ferkantað að lögun. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 73243.“ Hvar er hægt að selja gamlar hljómplötur? Kona hringdi: „Mig vantar upplýsingar um hvar sé hægt að selja gamlar hljómplötur. Það er löngu hætt að framleiða þessa tegund af hljómplötum en þær eru 78- snúninga, vel með famar og inni- halda sígilda tónlist. Samhljómur á óhentugum tíma Friðjón hringdi: „Ég vil spyrjast fyrir um hvort ekki er hægt að breyta tímasetn- ingunni á þáttunum „Samhljóm- ur“ sem eru á Rás 1. Þessum þáttum er útvarpað kl. 11 á morgnana en það er frekar óheppilegur tími fyrir svona góða þætti því þá era flestir í vinnunni og þar getur verið erfitt að hlusta á þáttinn vegna hávaða og erils. Það væri betra að þáttunum væri ekki útvarpað á vinnutíma því þá gæti maður hlustað á þá heima og þar nýtur maður þess betur.“ Tapaði slæðu Anna hríngdi: „Fyrir tveim vikum tapaði ég gulbrúnni munstraðri slæðu. Ég var á leiðinni frá Hafliarstræti upp í Hellusund en líklega missti ég slæðuna í Ingólfsstræti. Það var mjög hvasst svo slæðan getur hafa fokið langa leið. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 13133 eða 32943. Fundar- laun eru í boði. Tapaði ullarfirakka og tösku SofRa hringdi: Laugardagskvöldið 24. septem- ber tapaði ég svörtum ullarfrakka og svartri tösku á Hótel Borg. í töskunni eru m.a. húslyklar og skilríki sem kemur sér mjög illa að tapa. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 45816.“ Fyrirspum Laufey hringdi: „Maðurinn minn notar „Half and half“ tóbak en það hefur ekki fengist f langan tíma. Mér þætti gaman að vita hvenær umboðsað- ilinn ætlar að panta inn nóg af þessu tóbaki." drifið er sítengt, en læsist á öll hjól þegar mótstaðan eykst, s.s. í hálku og vegleysum. Honda Civic Shuttle er smekklega hannaður fjölskyldubílI með mikið rými og gott útsýni fyrir alla. Viljir þú kynnast tilfinningunni skaltu skoða hann nánar. VERÐ FRA KR. 884.000 - miðast við gengi 27.9.88 (WjHONDA HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.