Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 FJÁRMAGNIÐ eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Málefnaágreiningurinn sem tor- veldað hefir stjómarmyndunina kemur ákaflega skýrt fram í yfirlýs- ingum Kvennalistans, sem enn er hreinn sveinn í pólitíkinni. Hann þorði ekki. Frú Guðrún Agnars- dóttir þingmaður hans nefnir tvö ófrávfkjanleg skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjóm (Morgunblaðið 28. sept- ember). Annað varðar samningsrétt launþegasamtakanna, hitt fjár- magnið. Varðandi samningsréttinn þá er það augljóst, að það er ekki samn- ingsrétturinn út af fyrir sig, sem um er að ræða. Þetta hefir komið greinilega fram í ummælum Guð- mundar J. Guðmundssonar. Á bak við samningsréttinn er annar rétt- ur, verkfallsrétturinn. Og það er að verða æ ljósara að hið smáa íslenska hagkerfi, og hið smáa íslenska þjóðfélag, eru of smá og viðnámsveik til þess að þola hann. Verkfallið er of gróft og ruddalegt tæki til þess að það sé nothæft þessari litlu þjóð. Fyrr eða síðar verða aðrar aðferðir að koma til. Vilmundur Gylfason barðist fyrir því að samningar fæm fram hjá hvetju fyrirtæki fyrir sig, og miðuð- ust við aðstæður þar. Áhrif stað- bundins verkfalls yrðu því takmörk- uð. Eins og nú er, þá er tekin ákvörðun í Reykjavík um eitt og sama kaupgjald um allt land, algjör- lega óháð aðstæðum. Þetta fyrir- komulag er að drepa atvinnulíf þorpanna. Mitt álit er svo, að full- trúar þriggja aðila ættu að taka bindandi ákvarðanir um kaup og kjör: atvinnurekenda, launþega og ríkisvalds. Ekkert verkfall. Það hef- ir komið æ greinilegar í ljós, að með verkfallsréttinum er traðkað á hinum lægstlaunuðu. Hann fitar bæði uppmælingaaðalinn og verð- bólguna. Það virðist gleymast stundum að laun verkamannsins, hans tekjur, koma úr hendi atvinnurekandans. Við launalækkun þiggur hann ekk- ert úr hendi launþegans. Frú Guðrún heimtar að launa- frystingin verði afnumin þegar í stað. Flestir hljóta að sjá, að þetta myndi aðeins auka á hinn mikla vanda, tapreksturinn, hinn mjög svo almenna taprekstur, sem gleypir fjármagnið, gerir fyrirtækin gjald- þrota og leiðir óðum til neyðar- ástands. í staðinn bendir hún á „ýmsar aðgerðir". Hún nefnir tvennskonar: að fella niður matar- skattinn og að koma skrúfstykki á fjármagnið, fara vel í vasa fjár- magnseigenda og skattgreiðenda. Matarskatturinn Niðurfelling matarskattsins myndi ekki aðeins opna breiðar smugur fyrir skattsvikarana, heldur breiðar dyr. Þá er og erfitt að sjá hvemig þessi ráðstöfun myndi hjálpa atvinnuvegunum. Jafnvel helztu lýðskrumarar þjóðarinnar hafa sumir ekki treyst sér til að ganga lengra í vesöld sinni, né aðr- ir á undanhaldi sínu fyrir þeim, en að leggja til að hann verði lækkað- ur. Kvennalistinn gengur því einu skrefi lengra en þeir. Matarskatturinn veldur lítilli ef nokkurri hækkun matvæla. Jón Baldvin hefir margsinnis Iýst þessu yfir. Gjöldum var létt af innfluttum matvælum og hin innlendu greidd niður. Uppgjöf sumra stjómmála- manna fýrir lygi og lýðskrumi nú, eftir að þessi nauðsynlega endurbót á skattheimtunni er komin til fram- kvæmda, er þjóðinni til óþurftar og þeim til óafmáanlegrar skammar. Fjármagnið Ég kem þá að því sem á að vera höfuðmál þessarar greinar, §ár- magninu, höfuðmáli frú Guðrúnar. Þegar samborgarinn hefir lagt fáeinar krónur á sparisjóð, þá er hann þar með kominn í hóp spari- fjáreigendanna. Þar með sést að hann er í hópi borgara sem oftast em vel metnir, enda em þetta mátt- arstólpar þjóðfélagsins. Kannski er hann einn af hinum minni þeirra, en máttarstólpi samt, hvaða þjóð- félags sem er. Ég man enn hve sumir urðu undrandi, er sú frétt barst út fyrir eitthvað 60 ámm, að Sovétstjómin greiddi sparifjáreig- endum góða vexti, og að hún gæfi út ríkisskuldabréf með svipuðum vöxtum. Seinna uppgötvuðu menn að skuldabréfin vom í reynd eins- konar skylduspamaður. Enn seinna uppgötvuðu menn, að Sovétstjóm- inni þótti ekki taka því að endur- greiða bréfin. Sú tilkynning kom ekki fyrr en eftir styijöldina miklu. Sem sagt: sparifjáreigandinn er ákaflega þarfur maður, og því oft- ast vel metinn samborgari. En stundum versnar við framhaldið. Þegar spariféð er orðið að vemleg- um fjárhæðum og komið í vélar og tæki, jafnvel stórkostleg mannvirki eins og vatnsaflsvirkjanir og stór- iðju, eða þótt ekki sé nema í íbúðir eða samgöngutæki, og troði þá upp sem hlutabréf og verðbréf, þá heit- ir það ekki lengur sparifé heldur fjármagn, og Iýðskmmaramir fá sætt í munn. Kvennalistinn er kom- inn á bragðið. í viðtalinu telur frú Guðrún upp fjögur atriði. 1. Bindiskylda á fjármagnsmarkaði Ég held að flestir þeir, sem tala um þessa bindiskyldu sem æsilega, átti sig ekki almennilega á því hvað Dr. Benjamín H.J. Eiríksson. „Hvort sem mönnum líkar betur eöa verr, þá ríkir sífellt kapphlaup um fjármag'iiið, svo sem auðskiljanlegt er, verð ég að bæta við. Bak við lága vexti er ævinlega yfírfljótanlegt §ár- magn. I sögu mann- kynsins eru þeir því fremur sjaldséð fyrir- brigði. Eflið Qármagns- markaðinn, þá munu vextirnir lækka með auknu framboði Qár- magns.“ þessi bindiskylda er. Ég sé ekki betur en að bindiskylda sé þegar í gildi að því er varðar spariféð, þar sem henni verður á annað borð við komið, en það er í innlánsstofnun- um. Á fjármagnsmarkaðinum í þrengri merkinu er ekki um innlán að ræða, heldur verzlun. Hvemig „binda“ eigi hluta kaup- eða sölu- verðsins hlýtur að vera verðugt við- fangsefni hagspekinga Kvennalist- ans. Ég ætti kannski að segja: hag- spekings, því að þeir geta ekki ver- ið margir. 2. Skattleggja Qármagnstekjur Hér er gamalt orðahunang allra lýðskrumara. Þarna eru peningam- ir: tökum þá! Frúin virðist reiðubúin að hjálpa nýju ríkisstjóminni. Fæð- ingardag hennar segir nýi fjármála- ráðherrann, Ólafur R. Grímsson, í DV: Fjármagnið sótt í stórum stíl til Qármagnseigenda! Hvaðan kemur svo þetta vígorð? Þetta sem Ólafur er að flytja þjóðinni er kjör- orð franska kommúnistaflokksins, kjörorð Georges Marchais: Við tök- um peningana þar sem þeir em! Ólafur lætur sporin ekki hræða sig. Kommúnistaflokkur Frakklands er að veslast upp. Gjaldþrot kommún- ismans nær um allan heim. Greinilegast kom þessi hugsun- arháttur fáfróðra og skilningslítilla manna fram í kvikmyndinni um Idi Amin. Seðlabankastjórinn sem neit- aði að prenta dollaraseðla handa honum fór í krókódílana, ef mig misminnir ekki. Það bíða því ekki góðir dagar sparifjáreigendanna ef þeir gerast of stórir og standa sig of vel. Smátt og stórt er þetta sama eðlis, sama fólkið sparifláreigand- inn og ijármagnseigandinn, báðir mannfélaginu í eðli sínu jafn gagn- legir. Viðfangsefnið er í byrjun að mynda fjármagnið, síðan að varð- veita það, að gæta fengins fjár. Báðir, spariijáreigandinn og fjár- magnseigandinn, eru mannfélaginu jafn gagnlegir, já nauðsynlegir, því að í rauninni er þetta einn og sami samfélagsborgarinn. í þjóðfélaginu geisar gömul rimma: andstaða launavinnu og fjármagns er það stundum kallað, verkamannsins og fjármagnseig- andans. Þegar grannt er skoðað sést að hún byggist á miklum mis- skilningi. Hvergi vegnar launþeg- anum betur en þar sem fjármagnið er mest og fijálsast, í löndum auð- valdsins. Hvergi eru launin eins há og lífskjörin betri. Enda blasir það við allra augum, að þar eru hjálpar- gögn vinnunnar mest og best, af- köst vinnunnar mest, langmest. Þama sést hvað það er sem skiptir Guðsþjónustur í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudag 2. októ- ber 1988. Barnastarf hefst í söfnuðum í prófastsdæminu. Ath. þar sem er breyttur messutími. Hádegisverðarfundur presta verður i safnaðarheimili Bústaða- kirkju mánudag 3. október. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnasam- koma í Foldaskóla í Grafarvogs- hverfi laugardag 1. okt. kl. 11 ár- degis. Guðsþjónusta í Árbæjar- kirkju sunnudag kj. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14 (Ath. breyttan messutíma). Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Eiður Á. Gunnarsson syngur ejnsöng. Kaffi- sala safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Þriðjudag 4. okt. kl. 20.30: Fundur í safnaöarfélagi Ásprestakalls í safnaöarheimili Áskirkju. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Sigríð- ur Jónsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organ- isti Guðni Þ. Guðmundsson. Mið- vikudag: Félagsstarf aidraðra kl. 13—17. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og for- eldra þeirra. Sr. Þorbergur Krist- jánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barna- starf kirkjunnar hefst með sam- komu í kirkjunni kl. 10.30. Öll börn velkomin. Egill og Ólafía. Sunnu- dag: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Sr. Lárus Halldórsson. Messa kl. 14. Ferming. Altaris- ganga. Fermd verða systkinin Árni Sveinn Fjölnisson og Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Framnesvegi 15, Rvk. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Lárus Halldórsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- og Hóiakirkja: Barnaguðs- þjónusta ki. 11. Ragnheiður Sverr- isdóttir. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Fermdir verða: Kristbjörn Óskar Guðmundsson, Svarthamri 52, og Þórður Másson, Jórufelli 2. Organisti Guðný Margrét Magn- úsdóttir. Fundur í æskulýðsfélag- inu mánudagskvöld kl. 20.30. Guðsþjónusta og altarisganga miðvikudagskvöld kl. 20. Sóknar- prestar. GRENSÁSKIRKJ A: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Vinsam- legast ath. breyttan messutíma. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Altaris- ganga. Sr. Sigurður Pálsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudag 6. okt. Fundur kvenfé- lagsins kl. 20.30. Laugardag 8. okt.: Samvera fermingarbarna kl. 10. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Kvöldbænir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miövikudögum kl. 18. Sóknarprestur. HJALLAPRESTAKALL: Barna- samkoma kl. 11 í messuheimili Hjallasóknar, Digranesskóla. For- eldrar eru beðnir að hvetja börn sín til þátttöku og gjarnan að fylgja þeim. Sr. Kristján Einar Þorvarðar- son. KÁRSN ESPREST AKALL: Barna- starfið hefst nk. sunnudag með fjölskylduguðsþjónustu í Kópa- vogskirkju kl. 11. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum í kirkjuna. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur-sögur-myndir. Þórhallur Heimisson cand.theol og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guösþjónusta kl. 14. OrganistiJón Stefánsson. Prestur sr. Sig. Hauk- ur Guðjónsson. Fermd verða: Ingi- björg Magnúsdóttir, Álfheimum 22, Rvk, Erik K. Magnússon, Sjáv- arhólum, Kjalarnesi, og Ólafur Ragnarsson, Álfheimum 22. Eins og alltaf hjá okkur verður heitt á könnunni eftir athöfn. Sóknar- nefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Laugardag 24. sept.: Guðsþjón- usta í Hátúni 10b kl. 11. Sr. Jón Bjarman annast guðsþjónustuna. Sunnudag: Messa kl. 11 í Laugar- neskirkju. Sr. Guðni Gunnarsson, skólaprestur messar. NESKIRKJA: Laugardag: Samvera aldraðra kl. 15. GunnarÁsgeirsson stórkaupmaður flytur efni í máli og myndum. Sunnudag: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Munið kirkju- bílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðm. Oskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfundur fyrir 12 ára börn kl. 18. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30. Þriðjudag: Æsku- lýðsfundur fyrir 10—11 ára kl. 17.30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ferming, altarisganga. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar og sr. Krist- inn Ágúst Friðfinnsson þjónar fyrir altari. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Fermd verða: Helga Björg Sigbjarnardóttir, Flúðaseli 72, Her- mann Páll Sigbjarnarson, Flúða- seli 72, Kristín Gunnarsdöttir, Rauðagerði 63, Sigurður Heimir Kolbeinsson, Jöklaseli 17, Þor- steinn Örn Kolbeinsson, Jöklaseli 17, og Þórólfur Gunnarsson, Rauðagerði 63. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Organisti Sig- hvatur Jónasson. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Smári Óla- son. Einar Eyjólfsson. KIRKJA óháða safnaðarins: Kirkjudagurinn. Messa kl. 14. Ein- leikur á fiðlu: Jónas Dagbjartsson. Organisti Jónas Þórir. Kaffisala kvenfélagsins eftir messu. Þór- steinn Ragnarsson safnaðarprest- ur. EYRARB AKKAKIRKJ A: Barna- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti Jón Þ. Björnsson. Fyrir- bænaguðsþjónusta mánudag kl. 17.30, beðið fyrir sjúkum. Séra Björn Jónsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti Kristín Jóhann- esdóttir. Trompetleikur Eiríkur Örn Pálsson. Fundur systrafélagsins mánudag kl. 20.30. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guösþjónusta kl. 14. Ræðuefni ábyrgð og aðgerðir kirkjunnar gagnvart alnæmi. Athugið breytt- an messutíma. Sóknarprestu. BORGARPREST AKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10. Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Guðsþjónusta á dvalarheimili aldr- aðra kl. 14. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- messa kl. 11 í umsjá Kristínar Sig- fúsdóttur. Fjölskyldumessa kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Sr. Tóm- as Guðmundsson. NÝJA postulakirkjan, Háaleitis- braut. Messa sunnudag kl. 11. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delfía: Almenn bænasamkoma laugardag kl. 20.30. Sunnudagur. Safnaðarsamkoma kl. 14, ræöu- maður Sam Glad. Almenn vakning- arsamkoma kl. 20. Ljósbrot syng- ur. Ræðumaður Garðar Ragnars- son. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14. Kafteinarn- ir Anne Gurine og Daniel Oskarson stjórna og tala. Kaffiveitingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.