Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 IMORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Tækniskóli íslands — Opið hús í TILEFNI af Norrænu tækniári verður Tækniskóli íslands með Opið hús, sunnudaginn 2. október, kl. 13—17, í húsa- kynnum sínum á Köfðabakka 9 í Reykjavík. Skólinn býður aUa velkomna að skoða skólann, kynna sér það sem þar fer fram og þiggja veitingar. Tækniskóli íslands er á 25. ári, en þegar hann var stofnaður haust- ið 1964, höfðu þess háttar skólar starfað í um hálfa öld í nágranna- löndum okkar. Hlutverk Tækniskóla íslands er að veita nemendum sínum almenna menntun og tæknimenntun, sem gerir þá færa um að takast á hend- ur tæknistörf í þágu atvinnuvega landsins. Sem dæmi má nefna umsjón og rekstur fyrirtækja í iðnaði og út- gerð; áætlanir, mælingar og eftirlit; störf á rannsóknarstofum í heil- brigðisþjónustu; hönnun, hagræð- ingu og verkstjóm; uppsetningu véla og verksmiðja; kaup og sölu á iðnvamingi og tækjabúnaði; störf við útvarp, sjónvarp og aðra fjöl- miðla; störf við rafveitur, síma, tölv- ur og sjálfvirkni; störf við hús- byggingar og mannvirkjagerð; störf við vega- og hafnargerð; kennslu- störf. Skólinn starfar í deildum, annars vegar Frumgreinadeild og hins vegar sérgreinadeildum. Sér- greinadeildimar em; bygginga- deild, véladeild, rafmagnsdeild, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Deildunum er síðan skipt í náms- brautir og em þær nú 14 alls. Frumgreinadeild Fmmgreinadeild annast undir- búningsmenntun þeirra sem ætla í sérgreinadeildir Tækniskólans, en hafa ekki viðeigandi stúdentspróf. Inngönguskilyrði í fmmgreina- deild em, að umsækjandi hafi lokið verknámi eða iðnnámi, með til- heyrandi almennu námi. { fmm- greinadeild fara nemendur ýmist í eins eða tveggja ára nám, eftir því á hvaða námsbraut þeir stefna. Kennslugreinar em stærðfræði, eðl- isfræði, efnafræði, íslenska, danska, enska, þýska, hugmjmda- saga og tölvufræði. Tveggja ára námi í deildinni lýk- ur með raungreinaprófi, sem veitir einnig rétt til inngöngu í sumar deildir Háskólans, þar á meðal verk- fræðideild. Byggingadeild Inntökuskilyrði fyrir væntanlega iðnfræðinga em sveinspróf í ein- hverri byggingariðngrein og eitt ár í frumgreinadeild. Tækniskóli íslands á Höfðabakka 9 í Reykjavík. Úr deildinni útskrifast nemendur sem byggingariðnfræðingar eftir l*/2 ár, og bæti þeir 3 ámm við, útskrifast þeir sem byggingatækni- fræðingar. Einnig er hægt að komast í deild- ina til tæknifræðináms, með raun- greinastúdentspróf og tveggja ára starfsreynslu. Geta nemendur þá orðið byggingatæknifræðingar á þrem ámm. Véladeild Inntökuskilyrði fyrir væntanlega iðnfræðinga em sveinspróf í ein- hverri grein málmiðna og eitt ár í frumgreinadeild. Úr deildinni útskrifast nemendur sem véliðnfræðingar eftir Ú/2 ár. Vilji nemendur stefna að vél- tæknifræði, þurfa þeir að taka tvö ár í fmmgreinadeild og geta síðan lokið fyrsta árinu af þremur í vél- tæknifræði. Einnig er hægt að komast inn í deildina til tæknifræðináms með raungreinastúdentspróf og tveggja ára starfsreynslu og geta nemendur þá einnig lokið fyrsta árinu af þrem- ur í véltæknifræði. Allir nemendur í véltæknifræði þurfa síðan að ljúka námi sínu í Danmörku. Rafinagnsdeild Inntökuskilyrði fyrir væntanlega iðnfræðinga em sveinspróf í ein- hverri grein rafmagnsfræða og eitt ár 1' frumgreinadeild. Úr deildinni útskrifast nemendur sem rafiðnfræðingar eftir IV2 ár og fá þá einnig meistararéttindi. Vilji nemendur stefna að rafmagns- tæknifræði, þurfa þeir að taka tvö ár í framgreinadeild og geta síðan lokið fyrsta ári af þremur í raf- Rekstrardeild: Unnið við tölvu. Heilbrigðisdeild: Röntgenmyndir skoðaðar. Rafinagnsdeild: nemendur vinna að lokaverkefiii. Þið hefðuð getað gert betur Svar til Páls Þorsteinssonar eftir Steinar Berg ísleifsson Páll Þorsteinsson, útvarpsstjóri Bylgjunnar, reynir með greinarkomi í Morgunblaðinu 28. september sl. að sýnast móðgaður vegna ummæla minna um að „Gerum okkar besta" hafi fengið minni umfjöllun en lag danska fótboltaliðsins, og klykkir stoltur út með því að upplýsa mig og öðmm til fróðleiks að lagið hafi verið spilað að jafnaði einu sinni á dag frá því það var gefið út. Almenn- um lesendum gæti þótt þetta vera nokkuð gott, en sannleikurinn er sá að hver meðal erlendur poppari sem eignast sæmilega vinsælt lag fær spilun sem nemur einum flutningi á dag. Páli til fróðleiks skal ég benda á að þijár ólíkar útgáfur af laginu var að finna á plötunni, þar af nutu bæði útgáfa Ladda og Landsliðsins og útgáfa Valla og Landsliðsins vem- legra vinsælda, þó aðeins önnur þeirra sæist á vinsældalista Bylgjunn- ar. Páll fínnur að því að hafa þurft að senda starfsmann Bylgjunnar á Sprengisand til að sækja lagið. Hið rétta er að á blaðamannafundi á Sprengisandi var segulband með útg- áfu Valgeirs af laginu afhent öllum útvarpsstöðum. Slíkt tíðkast við markaðssetningu á vömm og er ég hissa á að Páll hafi ekki áður heyrt um þetta fyrirkomulag. Til að bæta enn við fróðleik Páls skal hann upp- iýstur um það að viðkomandi starfs- manni var boðið upp á gúllas og app- elsfn. Þá segir Páll að við hefðum farið fram á að lagið yrði aðeins spilað tvisvar á dag, þetta er rangt. Við fómm fram á það við útvarpsstöðv- amar að lagið yrði spilað 1 sinni að morgni, 2svar eftir hádegi og 1 sinni að kvöldi helgina fyrir útgáfu lags- ins. Páli var líka fullkunnugt um ástæðumar fyrir þessu, sem vom þær að erfiðleikar vom við framleiðslu plötu og kassettu og óvissa um að hægt væri að standa við fyrirhugaðan útgáfudag. Því vildum við ekki hefja kynningu og spilun á laginu fyrr en ljóst væri að útgáfudagurinn stæðist, til þess að tryggja það að platan og kassettan yrðu til í verslunum þegar lagið færi að heyrast svo eina leið fólks til að eignast það yrði ekki að taka það upp á segulband úr útvarp- inu. Páli var einnig fullkunnugt að það var vegna beiðni frá HSÍ og Bylgjunni að við féllumst á að hefja spilun þrátt fyrir óvissu um útgáfu- dag, og var það gert til þess að Bylgj- an gæti spilað lagið í söfnunarátaki sínu til handa HSÍ. Það er því ljóst að sú takmarkaða spilun sem við fómm fram á fyrstu helgina og fór fyrir btjóstið á Páli, er vemlega meiri heldur en jafnaðar- spilun Bylgjunnar frá útgáfudegi af öllum þrem útgáfunum til samans. Mér hefur aldrei dottið í hug að kenna útvarpsstöðvunum alfarið um litla sölu. Fullyrðingu Páls þar um tel ég ekki svaraverða þar sem ég hef verið alltof lengi í faginu til þess að halda að dagskrárgerðarfólk stjómi hagnaði eða tapi einstakra útgáfna. Hitt er ljóst að útvarpsstöðv- amar geta hjálpað til og leggja oft góðum málum lið, en hvað varðar þetta einstaka tilfelli vantaði þann meðbyr og áhuga sem þarf til ef aðilar leggjast á eitt við að gera stórt átak. Að lokum vil ég segja Páli, vegna áhyggja hans ura að ég hlusti ekki nóg á Bylgjuna. Ég heyrði einn dag- skrárgerðarmann Bylgjunnar segja að það ætti að vera skylda að spila Blow Monkeys einu sinni á dag. Steinar Berg ísleifsson Skylda við hvem ætli það sé? Finnst. honum ekki að ætlast megi til meiri skyldu við þá útgáfu sem hér um ræðir? Til dæmis með því að hvetja fólk beint til þess að kaupa plötu eða kassettu og upplýsa það um að með því væri verið að styrkja HSL Eða er það að ætlast til of mikils að fara fram á „ókeypis auglýsingu" af þessu tagi. Eftir ófarimar í Seoul, er stemmn- ingin fyrir „Gemm okkar besta" þrot- in þar sem þjóðin telur að landsliðið „Það eru mér mikil von- brigfði að útgáfa sú sem ég stóð fyrir skyldi ekki verða til meiri hjálpar en raun ber vitni. Ut- varpsstöðvunum einum er þar ekki um að kenna, hins vegar held ég að það sé full sann- girni að segja að þær hefðu getað gert betur, því það var það sem þurfti.“ hafi ekki staðið við þær vonir sem bundnar vom við það. Eftir stendur samt óuppgert fjárhagsdæmi HSÍ sem vafalaust verður erfiðara að fylla upp í sökum hins slæma gengis. Það em mér mikil vonbrigði að útgáfa sú sem ég stóð fyrir skyldi ekki verða til meiri hjálpar en raun ber vitni. Útvarpsstöðvunum einum er þar ekki um að kenna, hins vegar held ég að það sé full sanngirni að segja að þær hefðu getað gert betur, því það var það sem þurfti. Höfundur er forstjóri Steina hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.