Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 1
68 SÍÐUR B/C OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 224. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gorbatsjov hreinsar til: Mannabreytíngar í Kreml styrkja stöðu umbótasínna Áhugasamir Moskvubúar sjást hér skoða daghlöð, sem komið hefur verið fyrir í gluggum. Blöðin skýra frá þeim óvæntu breytingum sem gerðar hafa verið á æðsta forystuliði komm- únistastjórnarinnar í Kreml en meðal þeirra, sem lækka í tign, eru Andrej Gromyko, forseti Sovétríkjanna, sem hættir setu í stjórnmálaráðinu, voldugustu stofnun kommúnistaflokksins. Gromyko forseti víkur úr stjórnmála ráðinu og Lígatsj ov lækkar í tign Moskvu. Washington. Reuter. MÍKAÍL Gorbatsjov Sovétleiðtogi styrkti verulega stöðu sina í gær er Andrej Gromyko, forseti Sov- étríkjanna og þrír aðrir menn misstu sæti sín í æðstu valdastofn- un landsins, stjómmálaráðinu. Auk þess fengu tveir helstu and- Auglýsinga- sjónvarp í Danmörku Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. I DAG hefjast útsendingar nýrrar rásar danska ríkissjón- varpsins. Rásin verður rekin í samkeppni við þá sem fyrir er og hefúr sjálfstæðan Qár- hag og stjóra. Þess er vænst að meiríhluti tekna muni koma frá auglýsingum en af- gangurinn frá afnotagjöldum. Útsending hefst klukkan fimm og verður fyrsta dagskrár- atriðið dönsk landslags- og þjóðlífsmynd, „Danish Symp- hony,“ Qármögnuð af banka. Lögin um auglýsingasjónvarp voru samþykkt í þjóðþinginu fyrir rúmum tveim árum með aðeins tveggja atkvæða meiri- hluta. 80% þjóðarinnar geta séð nýju rásina og starfsmenn henn- ar eru um 300, þar af 50 í Óð- insvéum. stæðingar Ieiðtogans, Jegor Lígatsjov og Viktor Tsjebríkov, yfirmaður leyniþjónustunnar, KGB, valdaminni stöður en áður. í dag er fundur í Æðsta ráði Sov- étríkjanna og er talið líklegt að Gromyko láti þar af embætti for- seta en Gorbatsjov verði valinn í hans stað auk þess sem forseta- embættinu verði breytt og því veitt aukin völd að bandarískri fyrirmynd. Þá er þess vænst að nýr maður verði valinn sem yfir- maður KGB og hefur Anatolíj Lulganov sem er handgenginn Gorbatsjov veríð nefiidur sem hugsanlegur eftirmaður Tsjebríkovs. Það var nýr maður í starfi aðal- hugmyndafræðings, Vadim Medv- edev, sem tilkynnti um breytingamar á fréttamannafundi í gær eftir aðeins klukkutíma skyndifund í miðstjóm flokksins. Sagði hann mannabreyt- ingamar hafa verið samþykktar sam- hljóða. Þegar hann var spurður, hvort túlka ætti niðurstöður fundar- ins á þann veg, að Gorbatsjov hefði styrkt stöðu sína, svaraði hann blaða- manninum aðeins: „Hvað finnst þér?“ Menntamaður sem styður Gorbatsjov sagði við fréttaritara Reuters, að hann hefði ekki trúað því fyrirfram að Gorbatsjov hefði þann styrk sem niðurstaða fundarins sýndi. George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði að atburðimir í Olíumarkaðurinn: Verð ekkí ver- ið lægra í tvö ár London. Reuter. VERÐ á hráolíu á heimsmarkaði hélt áfram að lækka í gær og hef- ur ekki verið lægra undanfarin tvö ár. Subroto, framkvæmdastjóri OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, lét nýlega í ljós ótta um að Saudi-Arabar hafi í hyggju að stórauka framboð á olíu og þvinga þannig önnur aðildarríki OPEC til að selja ekki meira en sem nem- ur úthlutuðum kvótum ríkjanna. Þessi ummæli eru talin valda verð- lækkuninni að einhveiju leyti en ljóst hefiir verið um hrið að ofifram- boð er nú á olíu í heiminum. Er markaðir lokuðu í gær var verð á algengustu tegund hráolíu á heimsmarkaði, Brent, komið niður í 11,95 Bandaríkjadali tunnan. Hef- ur verðið fallið um 1,35 dali frá sfðustu helgi er OPEC-ríkin áttu með sér fund þar sem reynt var árangurslaust að ná samkomulagi um aðgerðir til að stemma stigu við offrarnboði. Bandarískir mark- verið mikil en auk þess mun hafa verið frestað fundi sérfræðinga á vegum OPEC, er ætlað var að ákvarða hvort léttar olíutegundir skuli taldar með þegar fram- leiðslukvótum ríkjanna er úthlutað. Um þetta hafa ríkin deilt lengi. Nefnd innan samtakanna, er vinnur að mótun langtímastefnu, á að koma saman i seinni hluta októ- aðssérfræðingar álíta að dagsfram- leiðsla OPEC-ríkjanna hafi verið að meðaltali 20,6 milljónir tunna í september en markaðsþörfin er nú aðeins um 18,5 milljónir tonna á mánuði. Birgðasöfnun hefur því ber til að reyna að finna leið er dugi til að hækka oliuverðið. Að sögn sérfræðinga tekst það varla fyrr en búið er að leysa deiluna um léttu olíutegundirnar. li _ * § NH l ) n L mma. Moskvu sýndu að Gorbatsjov væri staðráðinn í að fylgja umbótastefnu sinni fast fram. Gromyko forseti bað um lausn vegna aldurs og Gorbatsjov þakkaði honum vel unnin störf. I skilnaðar- ræðu sinni sagði Gromyko m.a.: „Að sjálfsögðu hryggir það mig að staða mín innan miðstjómar flokksins skuli nú breytast. En enginn sigrar elli kerlingu. Öll höfum við þurft að láta undan í lífinu. Sjálfur hef ég starfað eins vel og mér var unnt.“ Undanfama mánuði hafa þeir Lígatsjov, sem fram til þessa hefur verið talinn næstvaldamesti maður landsins, og Tsjebríkov gagnrýnt stefnu Gorbatsjovs í ýmsum málum. Hefur Lígatsjov sagt að utanríkis- stefnan yrði „að taka mið af stétta- baráttunni" og ekki mætti fara of geyst í breytingar, slíkt gæti orðið til að vekja upp óvinafagnað komm- únismans. Hann hefur einkum beint sér gegn glasnost-stefnunni, auknu upplýsingastreymi og opinskárri umráeðu. Tsjebríkov hefur varað við því að aukin samskipti við Vesturlönd myndu gera óvinaþjóðum auðveldara að stunda njósnir og einnig gæti „hugsjónaeldur" alþýðunnar dofnað. Nýir félagar í stjómmálaráðinu, Nefiid SÞ á Kúbu: Genf. Reuter. NEFND á vegum Sameinuðu þjóð- I anna, er fékk leyfi kúbverskra yfirvalda til að kynna sér ástand | Reuter án atkvæðisréttar, eru Aleksander Vlasov innanríkisráðherra, Anatólíj Lukjanov og Aleksandra Biijúkova. Þau tvö síðastnefndu voru áður í hópi ritara miðstjómar flokksins og er Birjúkova fyrsta konan sem tekur sæti í stjómmálaráðinu í tvo áratugi. Sjá ennfremur bls. 24 og 25. mannréttindamála á eynui, tók við um 1.500 kvörtunum kúbverskra borgara vegna mannréttinda- brota. Flest vildi fólkið fá leyfi til að flytjast úr landi. Formaður nefndarinnar, Alioune Sene frá Senegal, sagði á frétta- mannafundi að nefndin hefði afhent kúbverskum stjómvöldum kvartan- imar og hefðu þau heitið að kanna málin. Fyrir utan óskir um að fá brottfararleyfi var kvartað undan ýmsum mannréttindabrotum af hálfu yfirvalda og segist fólk hafa sætt barsmíðum, geðþóttafangelsunum, óréttlátum dómsúrskurðum ásamt banni við trúariðkunum og funda- höldum. Sendinefnd Bandaríkjamanna hjá mannréttindanefnd SÞ telur að enn séu 10.000 pólitískir fangar á Kúbu en formaður bandarísku nefndarinn- ar er Armando Valladares, fyrrum pólitískur fangi á Kubu. Óeirðir í Pakistan: Tugir manna skotnir Karachi. Reuter. ALLS týndu a.m.k. 60 manns lífi og meira en 150 særðust er byssumenn skutu á fólk I pakist- önsku borginni Hyderabad í gær. Yfirvöld sendu mikið herlið á vettvang til að koma á út- göngubanni í borginni en þar hefur oft komið til átaka milli ólíkra þjóðarbrota síðastliðin tvö ár. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á morðunum á hendur sér en árás- imar voru gerðar samtímis á nokkrum stöðum í borginni er múslimar höfðu tekið sér hvíld að lokinni fóstu. Flest fómarlambanna voru af ættflokki mohíra, er flúðu frá Indlandi til Pakistan er nýlend- um Breta á Indlandsskaga var skipt árið 1947. Undanfarin tvö ár hafa um 550 manns fallið í óeirðum í Hyderabad og öðrum borgum í héraðinu Sind. Kúbverjar kvarta yfir mannréttindabrotum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.