Morgunblaðið - 07.10.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.10.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 1988 Bjöm Tryggvason, aðstoðarbankasljóri í Seðlabankanum: Breyting- á lánskjaravísi- tölu varðar áUt þjóðfélagið Alitamál hvort ríkisstjómin hefur vald til að fela Seðlabankanum breytingiuia HUGMYNDIR ríkisstjómarinnar um nýjan grundvöll lánskjara- vísitölunnar em nú til athugnnar hjá Seðlabankanum. Að sögn Jó- hannesar Nordals Seðlabanka- stjóra má búast við að málið verði * ASI krefst sammngsréttar MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands samþykkti í gær ályktun þar sem þess var krafíst að stjómvöld skiluðu samningsréttinum þar sem hann væri mannréttindi sem maettu aldrei verða söluvara. Ályktunin er svohljóðandi: Mið- stjóm Alþýðusambands íslands mót- mælir harðlega síendurteknum að- förum stjómvalda að samningsrétti verkalýðshreyfingarinnar. Grund- völlur lýðræðislegs samfélags byggir á því að þegnamir geti gert með sér samninga og treyst því að þeir verði haldnir. Afnám samningsréttar kipp- ir stoðunum undan því gagnkvæma VEÐUR trausti sem þarf að ríkja til þess að lýðræðislegt starf hafi eðlilegan framgang. Miðstjóm vekur sérstaka athygli á því að engar hömlur eru settar á samningsrétt annara en launþega. Þann hátt hafa stjómvöld haft á hvenær sem þeim hefur þótt henta. Til þess hafa þau misbeitt aftur og aftur því neyðarúrræði sem bráða- birgðalög eiga að vera samkvæmt stjómarskránni. Miðstjóm krefst þess að stjómvöld skili samningsréttinum. Hann er mannréttindi sem em ekki og mega aldrei verða söluvara. afgreitt þaðan innan viku tíma. Björn Tryggvason aðstoðar- bankastjóri segir þetta vera eitt stærsta hagsmunamál, sem kom- ið hefur til meðferðar í mörg ár, enda varði það allt þjóðfélagið. „Allt þjóðfélagið er að velta þessu fyrir sér,“ sagði Bjöm Tryggvason þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær. „Þetta er lykilmál í þjóð- félaginu, eitt það stærsta í mörg ár.“ Ríkisstjómin hefur óskað eftir áliti Seðlabankans á fyrirhuguðum breytingum á lánskjaravísitölunni. Gert er ráð fyrir að launavísitala komi inn í lánskjaravísitöluna og hafí þar helmings vægi. Steingrím- ur Hermannsson segir þetta nauð- synlegt til að draga úr víxlverkun vísitölu á ýmsum sviðum. „Ég tel þessa breytingu sem nú er verið að gera nauðsynlega til þess að IDAGkl. 12.00: Heimild: Veöurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) draga úr misgengi launa og fjár- magnskostnaðar, en aðalatriðið er að framkvæma þá stefnu flestra flokka á Alþingi að draga úr þess- ari víxlverkun," sagði Steingrímur. í Seðlabankanum er verið að kanna lagalegar hliðar þessarar breyting- ar, meðal annars hvort hún standist lög og hvaða áhrif hún muni hafa á þegar gerða samninga um §ár- skuldbindingar, þar á meðal ríkis- skuldabréf. I þeim eru skilmálar um að verðtrygging þeirra skuli miðast við núgildandi lánskjaravísitölu. Steingrímur Hermannsson segir um iögmæti brejrtingarinnar, að í áliti verðtryggingamefndar frá því í vor sé komist að þeirri niðurstöðu, að hún sé f samræmi við lög. Þá liggur ekki ljóst fyrir hvort ríkisstjómin hefur vald til að gera Seðlabankanum að breyta láns- kjaravísitölunni. Jóhannes Nordal sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann teldi ríkisstjómina ekki hafa þetta vald. „Bankinn hef- ur ákveðnu hlutverki að gegna þama samkvæmt lögum, en hann verður að leggja á það sjálfstætt mat hvort hann getur orðið við þeirri beiðni," sagði Jóhannes. Ljósmynd /Jón Fjðmir Fundur umsfldar- verð í dag VERLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins fundaði í gær um verð á síld á vertíðinni en komst ekki að niðurstöðu og ákvað að halda annan fund um málið í dag, að sögn Sveins Finnsson- ar framkvæmdastjóra ráðs- Hótel Ork Hótel Örk sleg- 1/EÐURHORFUR í DAG, 7. OKTÓBER YFIRLIT í GÆR: Gert er ráð fyrir stormi á austur-, Áustfjarða- og suðausturmiðum, austur- og suðausturdjúpi. Skammt vestur af Skotlandi er 968 mb hæð á leiö austur, en kyrrstæð 966 mb milli Skotlands og S-Noregs. Veður fer smám saman kólnandi. SPÁ: Noröan- og norðaustanátt um allt land, 6—7 vindstig austan- lands en hægari á vestanveröu landinu. Slydda eða rigning á Norð- ur- og Austurlandi, en annars þurrt. Hiti 0—8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFURÁ LAUGARDAG: Norðan- og norðaustan-átt og hiti um eða rétt undir frostmarki. Dálítil él við austur- og norðausturströnd- ina annars þurrt. Víða verður léttskýjað sunnan- og vestanlands. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hKI veftur Akureyri 2 alskýjað Reykjavík 4 léttskýjað Bergen 11 rigning Helsinkl 13 heiðskirt Kaupmannah. 12 skýjað Narssarssuaq -1 skýjað Nuuk -1 skýjað Ostó 12 rigning Stokkhólmur 12 þokumóða Þórshöfn 9 háifskýjað Algarve 24 heiðskírt Amsterdam 13 rigning Barcelona 19 skýjað Chícago -0.6 léttskýjað Feneyjar 17 þokumóða Frankfurt 11 rígning Glasgow 8 skúr Hamborg 17 skýjað Las Palmas vantar London 14 skýjað Lo8 Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 10 rignlng Madrfd 23 mistur Malaga 20 þoka Mallorca 2S lóttskýjað Montreal 2 léttskýjað New York Paris 14 skúr Róm 23 léttskýjað San Diego 17 alskýjað Winnipeg -1 léttskýjað in Hótel Ork hf. Helgi Þór Jónsson einn af eigendum Hótels Arkar hf. Selfossi. HÓTEL Örk í Hveragerði var slegið hæstbjóðanda, Hótel Örk hf., á 230 milljónir króna á þriðju uppboðssölu sem fíram fór á eigninni í gær. Heildarkröfur á á uppboðinu námu tæpum 200 mil^jónum króna frá 37 uppboðsbeiðendum. Aðaleigandi Hótels Arkar hf. er Helgi Þ. Jónsson. Tvö önnur tilboð komu fram á uppboðinu, frá Framkvæmdasjóði íslands 200 milljónir og frá ÓOK hf. 199 milljónir króna. Uppboðs- haldari hefur tveggja vikna frest til að athuga fram komin boð og taka afstöðu til þeirra. Athugað verður hvemig Hótel Örk hf. hyggst standa við boðið. Verði boð þess samþykkt innan þessa frests losna aðrir bjóðendur frá boðum sínum. Hótel Örk hf. var stofnað í lok febrúar á þessu ári og er Helgi Þór Jónsson aðaleigandi þess. Hlutafé- lagið er eigandi að öllu innbúi Hót- els Arkar. Fyrirtækið tók aðstöðu hótelsins til veitingareksturs, á fyrstu og annarri hæð, á leigu 1. mars. Á uppboðinu var gerð grein fyrir því að aðstaðan til veitinga- rekstursins hefði verið framleigð til tveggja einstaklinga og gildir sá samningur til 31. desember 1993. Einn veðhafi á uppboðinu lét bóka að hann teldi sig óbundinn af þess- um samningi. Með aðild sinni að Hótel Örk hf. býður Helgi Þór Jónsson eigandi Hótels Arkar í eigin eign á upp- boðinu. Þorgeir Ingi Njálsson full- trúi sýslumanns Ámessýslu sá um uppboðið. Hann sagði að Hótel Örk hf. væri nýr lögaðili óháður Helga Þór Jónssyni sjálfum þó svo hann væri einn af eigendum. Hann sagði að það væru engin lagaákvæði sem kæmu í veg fyrir að Hótel Örk hf. byði í hótelið. Það mun vera nokkuð algengt við uppgjör, eða gjaldþrot hlutafé- laga, að fyrri eigendur stofni nýtt hlutafélag og taki rekstur þess fyrr- nefnda á leigu algjörlega óbundnir af skuldbindingum fyrra hlutafé- lagsins sem þeir áttu aðild að. Að áliti flestra lögfræðinga og embætt- ismanna opnar þessi möguleiki mönnum óeðlilega leið til þess að eyða fjármunum annarra að minnsta kosti á meðan ekki er kraf- ist hærra lágmarkshlutafjár en 20 þúsund króna. Hjá hlutafélagi nær fjárhagsleg ábyrgð eingöngu til hlutafjárins en þegar um sameignarfélag eða einkarekstu er að ræða ganga eig- endur í persónulega ábyrgð fyrir skuldbindingum. —Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.